Vísir

Mest lesið á Vísi

Stjörnuspá

17. nóvember 2025

Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.

Fréttamynd

Netsvikarar þykjast vera þekkt ís­lensk fyrir­tæki

Nýverið fór að bera á nýrri tegund tilrauna til fjársvika, þegar netþrjótar hófu að kaupa sér lénaheiti sem líkjast íslenskum fyrirtækjaheitum og láta lénin líta út eins og þau tengist fyrirtækjunum. Lénaheitin voru á forminu fyrirtæki-ehf.is í staðinn fyrir bara fyrirtæki.is Þessi lén nota þrjótarnir til að villa á sér heimildir og virðist það aðallega beinast að erlendum birgjum þessara íslensku fyrirtækja.

Innlent


Fréttamynd

Hvað er eigin­lega í vatninu á Höfn í Horna­firði?

Höfn í Hornafirði sannar enn og aftur að margur sé knár þótt hann sé smár. Þegar Creditinfo birti nýlega árlegan lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki ársins vakti athygli að í þessu rúmlega 1.800 manna bæjarfélagi eiga sautján Framúrskarandi fyrirtæki aðsetur. Til samanburðar eru 16 slík fyrirtæki í Vestmannaeyjum (um 4.470 íbúar), 19 á Akranesi (um 8.300 íbúar) og 26 í Mosfellsbæ (13.715 íbúar).

Framúrskarandi fyrirtæki