Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa birt nítján nýjar myndir úr dánarbúi barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Á myndunum eru nokkrir auðugir, þekktir og áhrifamiklir menn eins og Donald Trump, Bill Clinton, Bill Gates, Richard Branson, Woody Allen og Steve Bannon. Erlent 12.12.2025 15:28
Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, birti í dag myndband sem hann tók á götum borgarinnar Kúpíansk. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og forsvarsmenn rússneska hersins héldu því fram í síðasta mánuði að borgin hefði verið hernumin að fullu en nú berast fregnir af því að Úkraínumenn séu að reka Rússa úr borginni. Erlent 12.12.2025 13:53
Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Bandaríkjaforseti ætti ekki að skipta sér af lýðræði í Evrópu, að mati forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Evrópuríki hafa sætt harðri gagnrýni frá fulltrúum Bandaríkjastjórnar að undanförnu. Erlent 12.12.2025 11:10
Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja Ráðamenn í Evrópu hafa varað kollega sína í Belgíu við því að standi þeir áfram í vegi þess að hald verði lagt á frysta sjóði Rússa, sem eru að miklu leyti í belgískum banka, verði mögulega komið fram við þá eins og Ungverja í framtíðinni. Til stendur að reyna að samþykkja aðgerðirnar á leiðtogafundi eftir viku en Bandaríkjamenn hafa einnig reynst Þrándur í götu Evrópumanna. Erlent 11.12.2025 15:23
„Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Bandaríska tímaritið Time hefur valið „arkitekta gervigreindar“ sem manneskju ársins. Erlent 11.12.2025 13:32
Fallhlífin flæktist í stélið Ástralskur fallhlífarstökkvari komst í hann krappann í haust þegar hann losaði óvart varafallhlíf sína, þegar hann stökk út úr flugvél. Fallhlífin flæktist í stéli flugvélarinnar og þar hékk maðurinn um tíma, áður en honum tókst að losa sig og féll hann þá aftur til jarðar. Erlent 11.12.2025 11:46
900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Lögregluyfirvöld í Japan hafa svipt um 900 einstaklinga ökuleyfinu, eftir að viðkomandi voru stöðvaðir við að hjóla undir áhrifum áfengis. Erlent 11.12.2025 11:40
Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Dönsk stjórnvöld hafa með stuðningi breiðs meirihluta danska þingsins gert samkomulag um fjárhæð bótagreiðslu til grænlenskra kvenna sem fengu setta upp getnaðarvarnalykkju gegn vilja sínum og vitund á árunum 1960 til 1991. Gert er ráð fyrir að um 4500 konur sem málið nær til geti sótt um bætur frá danska ríkinu sem nema um sex milljónum íslenskra króna. Erlent 11.12.2025 07:39
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Viðræður um frið í Úkraínu virðast enn engum árangri ætla að skila, nema kannski fyrir Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið mikla hnekki á undanförnum vikum og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sífellt líklegri til að þvo hendur sínar alfarið af stríðinu í Úkraínu. Erlent 11.12.2025 07:03
Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló María Corina Machado, handhafi friðarverðlauna Nóbels, birtist á svölum Nóbels-svítunnar á Grand Hotel í Osló í nótt, aðeins klukkustundum eftir að dóttir hennar tók á móti verðlaununum fyrir hennar hönd. Erlent 11.12.2025 07:01
Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Fulltrúadeild bandaríska þingsins hefur samþykkt 900 milljarða dala varnarmálafrumvarp, sem virðist vera nokkuð á skjön við nýútgefna stefnu Bandaríkjanna í þjóðaröryggismálum. Erlent 11.12.2025 06:42
Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Bandarískt herlið hefur tekið stjórn á olíuflutningaskipi undan ströndum Venesúela. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta á blaðamannafundi og sagði von á frekari árásum. Erlent 10.12.2025 20:47
Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Bandarískur alríkisdómari hefur heimilað dómsmálaráðuneytinu að opinbera gögn frá störfum ákærudómstóls sem skoðaði vísbendingar og sönnunargögn gegn barnaníðingnum Jeffrey Epstein árið 2019. Í gær komst annar dómari að sambærilegri niðurstöðu um gögn úr rannsókn gegn Ghislaine Maxwell, fyrrverandi aðstoðarkonu og kærustu Epsteins. Erlent 10.12.2025 16:44
Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir engan fyrrverandi forseta Bandaríkjanna hafa unnið jafn mikið og hann hafi gert. Hann vinni lengri daga en allir aðrir og hann hafi skilað meiri árangri en flestir aðrir forsetar. Erlent 10.12.2025 15:36
Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Afhending Nóbelsverðlaunanna 2025 fer fram við hátíðlega athöfn í dag, 10. desember á dánardegi Alfreds Nobels sem verðlaunin eru kennd við. Maria Corina Machado, handhafi friðarverðlauna Nóbels í ár, verður hins vegar ekki viðstödd athöfnina til að veita verðlaununum viðtöku. Machado, sem er stjórnarandstæðingur frá Venesúela, hefur sætt líflátshótunum af hálfu valdhafa í heimalandinu og hafði ekki færi á að ferðast til Osló í tæka tíð. Erlent 10.12.2025 10:23
Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Íslendingar á leið til Bandaríkjanna í frí gætu bráðum þurft að veita Bandaríkjamönnum aðgang að samfélagsmiðlafærslum sínum fimm ár aftur í tímann. Einnig gætu ferðamenn frá Íslandi og öðrum ríkjum þurft að senda inn myndir af sér, ýmis sýni og mikið af upplýsingum um fjölskyldumeðlimi, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 10.12.2025 10:14
Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað bandarískum sendiráðum og sendifulltrúum að hætta að nota leturgerðina Calibri og byrja aftur að nota Times New Roman. Erlent 10.12.2025 07:13
Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúinn til að halda kosningar á næstu þremur mánuðum, að gefnu samþykki úkraínska þingsins og aðstoð bandamanna. Erlent 10.12.2025 06:47
Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Samfélagsmiðlabann fyrir börn undir sextán ára aldri tók gildi í dag. Um er að ræða fyrsta slíka bannið í heiminum. Forsætisráðherra Ástralíu segist vilja að börnin fái að njóta æsku sinnar. Erlent 9.12.2025 22:42
Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Forsetafrú Frakka hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir að kalla femíníska mótmælendur „sales connes“, sem mætti lauslega þýða sem skítugar eða heimskar tíkur. Fjöldi frægra Frakka og stjórnmálamanna af vinstri vængnum hafa gagnrýnt hana. Erlent 9.12.2025 21:09
Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Nóbelsstofnunin þurfti að aflýsa blaðamannafundi með skömmum fyrirvara þar sem verðlaunahafi friðarverðlauna Nóbelsverðlauna er í felum. Ekki liggur fyrir hvort hún mæti á verðlaunaafhendinguna sjálfa á morgun. Erlent 9.12.2025 18:29
Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Bandarískur alríkisdómari heimilaði í dag dómsmálaráðuneytinu að opinbera gögn úr rannsókn ákærudómstóls sem beindust að Ghislaine Maxwell. Ákvörðunin gæti leitt til birtingar mikils magns áður óséðra gagna í Epstein-málinu. Erlent 9.12.2025 16:27
Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Breska leyniþjónustan hélt hlífiskildi yfir flugumanni sínum innan Írska lýðveldishersins þrátt fyrir að hann væri eftirlýstur fyrir morð. Hún hélt áfram að þagga mál útsendarar sem hafði dulnefnið „Steikarhnífurinn“ niður löngu eftir að mesta ófriðnum á Norður-Írlandi lauk. Erlent 9.12.2025 15:15
Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Fimm mánaða gamalt barn í Arizona í Bandaríkjunum er látið og þrjú eldri systkini þess þjást af næringarskorti vegna þess að foreldrar þeirra settu þau á svokallað basískt mataræði. Foreldrarnir höfðu orðið fyrir áhrifum af upplýsingafalsi um heilsu, bóluefni og lyf. Erlent 9.12.2025 13:41