Fréttir

Fréttamynd

Leiðtogi kynlífsþrælkunarhópsins sakfelldur

Keith Raniere, maðurinn sem sakaður var um að hafa verið leiðtogi sjálfshjálparhóps sem hneppti konur í kynlífsþrælkun, var í kvöld sakfelldur í réttarhöldunum yfir honum. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsisdóm.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Enn mótmælt í Hong Kong

Mótmælin í Hong Kong hafa vakið athygli á heimsvísu en um er að ræða stærstu mótmæli í sögu sjálfsstjórnarhéraðsins. Mótmælin snúa að fyrirhugaðri lagabreytingartillögu um framsal fanga til Kína.

Erlent
Fréttamynd

Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“

Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001.

Erlent
Fréttamynd

Skotárás í meistarafögnuði Toronto Raptors

Talið er að tveir hafi orðið fyrir skoti í miðborg Toronto í Kanada í dag. Mikill fjöldi fólks var þar samankomin til að fagna fyrsta NBA titli körfuboltaliðs borgarinnar Toronto Raptors.

Erlent
Fréttamynd

Grunaður morðingi Lübcke tengdur inn í öfga-hægri hópa

Maðurinn sem handtekinn var síðasta laugardag, grunaður um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke, var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993 vegna tilraunar hans til að sprengja rörasprengju fyrir utan athvarf hælisleitenda. Þá var hann handtekinn fyrir rúmum tíu árum í göngu öfga-hægri hópa í Þýskalandi.

Erlent
Fréttamynd

Berjast við mikla kjarrelda við Arlanda-flugvöll

Slökkvilið í Stokkhólmi berst nú við mikla kjarrelda í grennd við Arlanda alþjóðaflugvöllinn, helsta flugvöll Svíþjóðar. Talið er að eldar logi á um fimm hektara svæði en eldarnir hafa ekki haft teljandi áhrif á starfsemi á flugvellinum.

Erlent
Fréttamynd

Vatíkanið íhugar að leyfa giftum mönnum að gerast prestar

Prestaskortur er eitt helsta vandamál kaþólsku kirkjunnar í Amasón héruðum Brasilíu, til þess að leysa vandann sem kirkjunni bíður velta ráðamenn í Vatíkaninu því nú fyrir sér hvort breyta eigi margra alda gömlum reglum kirkjunnar um presta.

Erlent
Sjá næstu 25 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.