Fréttir

Fréttamynd

Forseti Túnis setur á útgöngubann

Forseti Túnis, Kais Saied, hefur sett á útgöngubann sem gildir í einn mánuð. Túnisbúar mega ekki fara út úr húsi milli sjö á kvöldin og sex á morgnanna. Þá mega ekki fleiri en þrír safnast saman á almannafæri og bannað er að ferðast milli borga nema í brýnni þörf.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Otelo látinn 84 ára að aldri

Portúgalski uppreisnarleiðtoginn Otelo Saraiva de Carvalho lést í gær, 84 ára að aldri. Otelo, eins og hann er best þekktur, dó á hersjúkrahúsi í Lissabon í gær að sögn uppreisnarhópsins April Captains.

Erlent
Fréttamynd

Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða

Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir langþreyttra Ástrala mótmæltu skertu frelsi

Þúsundir flykktust út á götur Sydney og annarra borga í Ástralíu í dag til að mótmæla takmörkunum á frelsi sínu vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkrir tugir fólks voru handteknir eftir að hafa brotist í gegnum lokanir lögreglu og hent plastflöskum og plöntum í átt að lögregluþjónum.

Erlent
Fréttamynd

Ísland enn grænt í nýju bylgjunni

Ísland er enn grænt með tilliti til kórónuveirusmita á helstu vígstöðum þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra síðustu daga í nýrri bylgju faraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Fórst eftir að hafa kastað barni sínu í öruggt skjól

Kona sem kastaði barni sínu í öruggt skjól rétt áður en aurskriða féll á heimili hennar í Kína er dáin. Barnungri dóttur hennar var bjargað af björgunarsveitarmönnum á miðvikudag, sólarhring eftir að aurskriðan féll á heimilið.

Erlent
Fréttamynd

Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn

Save America, pólitísk aðgerðanefnd (PAC) Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, safnaði um 75 milljónum dala á fyrri hluta þessu árs. Það samsvarar tæplega níu og hálfum milljarði króna, lauslega reiknað.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir í sjálfheldu án drykkjarvatns

Þúsundir eru í sjálfheldu í miðhluta Kína vegna hamfaraflóða síðustu daga. Minnst 33 hafa farist í flóðunum en talið er að enn fleiri muni finnast látnir þegar björgunarsveitum tekst að komast að vegum og göngum sem hafa verið á floti undanfarna viku.

Erlent
Fréttamynd

„Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“

Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi.

Erlent
Fréttamynd

Grábjörn sat um mann í viku í óbyggðum Alaska

Áhöfn þyrlu Strandgæslu Bandaríkjanna rambaði fyrir tilviljun á mann á mjög afskekktum stað í Alaska sem var illa farinn eftir margra daga baráttu við grábjörn. Verið var að fljúga þyrlunni nærri Nome í Alaska þegar áhöfnin þurfti að beygja af leið vegna skýja.

Erlent
Fréttamynd

Einn alvarlega veikur undir sextugu í Ísrael

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísað á upplýsingafundi í morgun til upplýsinga um fjölgun innlagna á sjúkrahús í Ísrael. Það gerði hann í tengslum við þá óvissu sem ríki varðandi fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hér á landi undanfarið og hvort þeir sem hafi verið bólusettir og smitist, veikist alvarlega.

Erlent
Fréttamynd

Tugir þúsunda flýja her­sveitir frá Tigray

Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni.

Erlent
Sjá næstu 50 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.