Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Undir­búningur á­rásarinnar stóð yfir í marga mánuði

Lögregluyfirvöld í Ástralíu telja að skipulagning hryðjuverkaárásarinnar á Bondi-strönd hafi staðið yfir í marga mánuði. Þá hafi feðgarnir Naveed Akram, 24 ára, og Sajid Akram, 50 ára, búið til myndskeið í anda Ríki íslam, æft sig í notkun skotvopna og sprengjusmíðum.

Erlent
Fréttamynd

Níu skotnir til bana á krá

Níu voru skotnir til bana og tíu særðir þegar hópur manna á tveimur bílum hóf skothríð á gesti krár í bæ nærri Johannesburg í Suður-Afríku í gærkvöldi. Mennirnir eru sagðir hafa skotið fjölda skota að gestum krárinnar og svo á fólk af handahófi þegar þeir keyrðu á brott.

Erlent
Fréttamynd

Sex­tán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur

Skjöl sem vonast var til að varpað gætu frekara ljósi á mál barnaníðingsins Jeffrey Epstein virðast innihalda fáar nýjar upplýsingar. Ný skjöl frá 2007 sýna að rannsakendur ræddu við unga konu sem sagðist hafa fengið greitt fyrir að útvega Epstein stúlkur.

Erlent
Fréttamynd

Ljós­myndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump

Hið minnsta sextán skrár hafa verið fjarlægðar af opinni vefsíðu bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem höfðu verið opinberaðar í gær í tengslum við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Þar á meðal hefur skjal sem sýndi ljósmynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta horfið af vefsíðu ráðuneytisins, en ekki liggur fyrir hvers vegna.

Erlent
Fréttamynd

Vilja dauða­refsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráð­herra

Lögmenn Luigis Mangione, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, í fyrra, segja að krafa Pam Bondi, dómsmálaráðherra, um dauðarefsingu sé ólögmæt. Hún hafi á árum áður starfað sem málafylgjumaður hjá fyrirtæki sem starfaði fyrir móðurfélag UnitedHealthcare.

Erlent
Fréttamynd

Pútín sagður hafa valið Witkoff

Steve Witkoff, fasteignamógúll og golffélagi Donalds Trump til langs tíma, hafði starfað sem sérstakur erindreki forsetans í einungis nokkra daga þegar honum bárust skilaboð frá krónprins Sádi-Arabíu. Skilaboðin voru um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði áhuga á að hitta hann.

Erlent
Fréttamynd

Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær þúsundir skjala sem tengjast máli Jeffreys Epstein, barnaníðingsins fræga og látna. Tiltölulega fljótt þótti þó ljóst að skjölin sem birt voru stæðust ekki væntingar margra um að varpa frekara ljósi á málið.

Erlent
Fréttamynd

Epstein-skjölin birt

Epstein-skjölin hafa verið birt á vefsíðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Birting skjalanna hafa valdið miklum usla vestanhafs en þau tengjast rannsóknum á barnaníðingnum Jeffrey Epstein.

Erlent
Fréttamynd

Draga til­vist neðanjarðarhafs á Títan í efa

Vísindamenn hafa í þó nokkur ár talið að undir yfirborði Títans, tungls Satúrnusar, megi finna umfangsmikið haf. Vonir hafa verið bundnar við að mögulega mætti finna líf í þessu hafi sem ætti að hafa verið varið af yfirborði tunglsins gegn hættulegum geislum í geimnum.

Erlent
Fréttamynd

Trump vill til tunglsins fyrir 2028

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í gær út tilskipun um að koma mönnum til tunglsins fyrir 2028 og reisa þar varanlega bækistöð fyrir 2030. Var það nokkrum klukkustundum eftir að Jared Isaacman tók formlega við sem nýr yfirmaður Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), eftir að Trump hafði áður dregið tilnefningu hans til baka.

Erlent
Fréttamynd

Morðinginn í Brown há­skóla fannst látinn

Maður sem grunaður er um að hafa skotið tvo til bana og sært níu til viðbótar í Brown háskólanum á Rhode Island í Bandaríkjunum á dögunum fannst látinn í geymslu í New Hampshire í nótt eftir víðtæka leit löggæsluyfirvald síðustu sex dagana.

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka tengsl skotárásarinnar við annað morð

Lögreglan í Bandaríkjunum hefur gefið út handtökuskipun á hendur einstaklingi grunaður um skotárás í Brown-háskólanum. Tveir létust í skotárásinni og níu særðust. Til rannsóknar er að skotárásin tengist öðru morði.

Erlent
Fréttamynd

Sex um borð í einka­þotu sem hrapaði

Sex voru um borð í einkaflugvél sem brotlenti í lendingu á Statesville-flugvellinum í North-Carolina í Bandaríkjunum. Samkvæmt erlendum miðlum var kappakstursmaðurinn Greg Biffle um borð ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Það hefur þó ekki verið staðfest. 

Erlent
Fréttamynd

Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael

Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa tilkynnt að tveir dómarar við Alþjóðlega sakamáladómstólinn (ICC) verði beittir refsiaðgerðum. Er það vegna meintrar óvildar dómaranna í garð Ísrael og óréttmætra aðgerða, samkvæmt Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Taka á kven­fyrir­litningu með sér­stöku nám­skeiði fyrir drengi

Börn allt niður í ellefu ára, sem sýna af sér hegðun sem markast af kvenfyrirlitningu, munu fá sérstaka kennslu um samskipti kynjanna verði áform breskra stjórnvalda að veruleika. Markmiðið með sérstöku námskeiði sem miðað verði að drengjum er að vinda ofan af og koma í veg fyrir ofbeldisfull viðhorf og hegðun í garð stúlkna og kvenna.

Erlent