Webb smellti af nýburamyndum Nýjar myndir öflugasta geimsjónauka í heimi sem birtar voru í dag sýna þúsundir nýfæddra stjarna í risavaxinni stjörnumyndunarþoku í þúsunda ljósára fjarlægð frá jörðinni. Erlent 5.9.2025 15:56
Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, deildi við öldungadeildarþingmenn beggja flokka í gær. Kennedy mætti á fund fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og varði hann stórum hluta af fundinum, sem stóð yfir í um þrjá tíma í að verja sig gegn ásökunum þingmanna. Erlent 5.9.2025 14:46
Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Alþjóðlegur leiðangur hefur staðfest að mikið magn ferskvatns er að finna undir hafsbotninum undan norðausturströnd Bandaríkjanna. Slíkir neðanjarðarforðar gætu hjálpað til við að mæta stóraukinni eftirspurn mannkynsins eftir vatni. Erlent 5.9.2025 14:00
Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna skoðar nú að banna trans fólki að bera skotvopn, í kjölfar skotárásar í kaþólskum skóla í Minneapolis í síðustu viku. Tvö börn létust en 23 ára trans kona er grunuð um árásina. Erlent 5.9.2025 08:10
Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Yfirvöld í Svíþjóð hafa sakað Rússa um að standa að baki verulegri fjölgun atvika þar sem staðsetningarbúnaður er gerður óvirkur. Þau séu að verða daglegur viðburður. Erlent 5.9.2025 07:22
Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gekkst nýlega undir aðgerð á höfði til að fjarlægja húðkrabbamein. Þetta staðfestir talsmaður hans í kjölfar þess að myndir voru birtar af Biden með sár á höfðinu. Erlent 5.9.2025 06:36
Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. Erlent 4.9.2025 23:59
Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Tveir eru látnir eftir að Rússlandsher gerði eldflaugaárás á athafnasvæði danskra samtaka nærri Tsjerníhív í Úkraínu þar sem starfsfólk var að aftengja jarðsprengjur. Erlent 4.9.2025 19:48
Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Tala látinna er komin yfir tvö þúsund eftir að gríðarstór skjálfti reið yfir í Afganistan. Erfitt er að koma neyðaraðstoð á svæðið. Erlent 4.9.2025 18:20
Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. Erlent 4.9.2025 16:00
Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Karlmaður á sextugsaldri sem slasaði tugi manna þegar hann ók bíl sínum inn í mannfjölda þegar stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Liverpool fögnuðu sigri í maí lýsti sig saklausan af ákærum þegar hann kom fyrir dómara í dag. Erlent 4.9.2025 14:51
Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Alríkisdómari í Boston skipaði í gær ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að skila umfangsmiklum fjárveitingum til Harvard-háskólans, sem ríkisstjórnin hafði fellt úr gildi. Um er að ræða rúma 2,6 milljarða dala fjárveitingar til rannsókna sem Trump svipti skólann vegna deilna við Harvard og aðra háskóla um námskrá, skráningu nemenda og ýmislegt annað. Erlent 4.9.2025 13:56
Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Ítalski fatahönnuðurinn og tískugoðsögnin Giorgio Armani er látinn, 91 árs að aldri. Tískuhús Armani staðfesti fregnir af andláti hans í dag. Erlent 4.9.2025 13:33
Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Leiðtogar Chicago í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að fá fjölda hermanna og útsendara Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) til borgarinnar. Það gera þeir meðal annars með því að fræða íbúa um réttindi þeirra og eru samfélagsleiðtogar að skipuleggja mótmæli. Erlent 4.9.2025 13:01
Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Um það bil 30 þjóðarleiðtogar taka nú þátt í ráðstefnu í París, um öryggistryggingar til handa Úkraínu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, stýra fundum en margir eru sagðir taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Erlent 4.9.2025 12:22
Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Samsæriskenningar grassera á samfélagsmiðlum í Þýskalandi vegna þess að sex frambjóðendur á listum hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) hafa andast á síðustu vikum. Lögregla segir engar vísbendingar um nokkuð misjafnt. Erlent 4.9.2025 10:10
Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við hæstarétt að tollar Trumps verði teknir þar fyrir eins fljótt og mögulegt sé. Dómarar á lægra dómstigi komust nýverið að þeirri niðurstöðu að flestir af þeim umfangsmiklu tollum sem Trump hefur beitt, séu ólöglegir. Erlent 4.9.2025 10:09
Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Lundúnalögreglan handtók Graham Linehan, grínista sem er þekktastur fyrir að skrifa sjónvarpsþættina „Father Ted“ og „The IT Crowd“, fyrir að æsa til ofbeldis gegn trans fólki á netinu. Linehan hafði hvatt fylgjendur sína til þess að kýla trans konur. Erlent 4.9.2025 09:06
Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Ríkisþing Texas hefur samþykkt ný lög sem gera öllum íbúum ríkisins kleift að höfða mál gegn framleiðendum og dreifingaraðilum þungunarrofslyfja, hvort sem um er að ræða lækna eða flutningsfyrirtæki. Erlent 4.9.2025 08:40
Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Hópur kvenna sem varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu athafnamannsins Jeffrey Epstein vinnur nú að lista yfir vini hans og kunningja, og aðra sem hann umgekkst mikið. Erlent 4.9.2025 07:50
Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Rauða blokk mið- og vinstriflokka í Noregi er með forskot á þá bláu þegar innan við vika er í þingkosningar. Staðan eftir kosningar gæti orðin snúin. Verkamannaflokkurinn gæti þurft að semja við allt að fjóra minni flokka og deilur um forsætisráðherrastólinn gætu hafist ef hægriflokkarnir bera sigur úr býtum. Erlent 4.9.2025 07:02
Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum segja að Ísraelsmenn myndu fara yfir „rauða línu“ ef þeir innlimuðu Vesturbakkann. Þá myndi það gera út um möguleikann á svokallaðri „tveggja ríkja lausn“ á deilu Ísrael og Palestínumanna. Erlent 4.9.2025 07:01
Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Stjórnvöld í Portúgal hafa lýst yfir þjóðarsorg en að minnsta kosti fimmtán létust þegar kláfferjan Elevador da Glória í Lissabon fór út af sporinu og skall utan í byggingu. Erlent 4.9.2025 06:30
Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Hljóðnemi sem kveikt var á tók upp stutt samtal Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Xi Jinping forseta Kína þar sem þeir ræddu um það að líffæragjöf gæti einn daginn veitt ódauðleika á stærðarinnar hersýningunni sem fór fram í Peking í dag. Erlent 3.9.2025 23:19