Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Texas eftir gríðarleg flóð sem riðu yfir í gær. Minnst 43 eru látnir, þar af 15 börn, og fjölmargra er enn saknað. Erlent 6.7.2025 00:17
Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Elon Musk, ríkasti maður heims, hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum, Ameríkuflokkinn. Musk segir í færslu á samfélagsmiðlum að í Bandaríkjunum sé í raun bara eins flokks kerfi, ekki lýðræði, í það minnsta þegar kemur að því að stefna landinu í gjaldþrot með sóun og spillingu, eins og hann kemst að orði. Erlent 5.7.2025 23:32
Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Danska ríkisstjórnin hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd danska þingsins að veitt verði aukafjárveiting úr varasjóði danska ríkisins til flugvallagerðar á Grænlandi. Málið er sagt mjög brýnt en því var haldið leyndu þar til fyrir fáum dögum. Erlent 5.7.2025 23:10
Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Leiðtogar Hamas funduðu í Istanbúl í gær til að ræða tillögur að vopnahléi og gáfu frá sér yfirlýsingu um að þeir ættu einnig í viðræðum við aðra hópa um sameiginlegt svar. Erlent 4.7.2025 10:10
Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Danir, sem hafa tekið við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, vilja að sambandið beiti sér af fullum þunga gegn Ungverjalandi vegna áframhaldandi brota gegn grundvallargildum þess. Til greina kemur að svipta Ungverja atkvæðarétti í ákveðnum málum. Erlent 4.7.2025 09:10
Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Tugir eru slasaðir í kjölfar þess að sprenging varð á bensínstöð í Róm í morgun. Slökkviliðs- og lögreglumenn eru meðal slasaðra. Sprengingin átti sér stað í suðausturhluta borgarinnar samkvæmt ítölskum miðlum. Sprengingin varð rétt eftir klukkan átta í morgun að staðartíma. Erlent 4.7.2025 08:41
Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur lagt blessun sína yfir brottflutning átta manna til Suður-Súdan, jafnvel þótt aðeins einn þeirra eigi rætur sínar að rekja þangað. Erlent 4.7.2025 07:32
Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Fjórtán létust þegar Rússar gerðu drónaárás á Kænugarð í gær. Sprengingar heyrðust í borginni og nokkrir eldar kviknuðu í kjölfarið, meðal annars í íbúðabyggingum í nokkrum hverfum og í heilbrigðisstofnun í Holosiivskyi. Erlent 4.7.2025 06:40
Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Bandaríkjaþing samþykkti í dag umfangsmikla löggjöf sem er vægast sagt umdeild vestanhafs. Lengsta ræða í sögu fulltrúadeildarinnar var flutt í málþófsskyni en Hakeem Jeffries þingmaður demókrata ávarpaði þingheim í á níundu klukkustund sleitulaust. Erlent 3.7.2025 20:23
Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Hljómsveitin Bob Vylan var meðal sjö atriða á Glastonbury-tónlistarhátíðinni sem stjórnendur BBC höfðu metið sem há-áhættu atriði. Menn töldu sig hins vegar hafa gert ráðstafanir til að grípa inn í ef eitthvað kæmi upp á en svo reyndist ekki vera. Erlent 3.7.2025 12:39
Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Fjölda flugferða hefur verið aflýst vegna verkfallsaðgerða í Frakklandi en áhrifin eru sögð munu teygja sig víðar um Evrópu. Ryanair hefur aflýst 170 flugferðum, sem munu hafa áhrif á um 30 þúsund farþega, að sögn félagsins. Erlent 3.7.2025 10:33
Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Nafn dansks samsæriskenningasinna um kórónuveirufaraldurinn kemur fyrir í skjölum rússnesks sjóðs sem fjármagnar upplýsingahernað stjórnvalda í Kreml gegn Evrópu. Maðurinn hefur meðal annars boðið sig fram fyrir öfgahægriflokk og hlotið dóm fyrir að hóta ráðherra. Erlent 3.7.2025 09:54
Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnvöld í ríkinu Kerala á Indlandi hafa neyðst til að verja þá ákvörðun sína að hefja Zúmba kennslu í skólum, eftir mótmæli ýmissa trúarhópa. Erlent 3.7.2025 08:23
Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Tæplega tvöþúsund íbúum á grísku eyjunni Krít hefur verið gert að yfirgefa heimili sín en þar brenna nú gróðureldar stjórnlaust á stóru svæði. Erlent 3.7.2025 07:48
„Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Atkvæðagreiðsla um hvort taka eigi „stóra og fallega frumvarp“ Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir í fulltrúadeild bandaríska þingsins hefur nú staðið yfir í nokkrar klukkstundir. Erlent 3.7.2025 07:21
Combs áfram í gæsluvarðhaldi Tónlistarmaðurinn Sean Combs situr enn í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið fundinn sekur um tvo ákæruliði af fimm af kviðdómi í New York í gær. Erlent 3.7.2025 06:57
Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Sautján ára drengur lést í dag á tónlistarhátíðinni í Hróarskeldu á Sjálandi. Hann hafði farið að njóta góða veðursins við bakka Himmelsøen sem liggur rétt utan við hátíðarsvæðið og drukknaði. Erlent 2.7.2025 22:14
Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Bryan Kohberger hefur játað að hafa myrt fjóra herbergisfélaga í Idaho árið 2022. Það gerði hann til að komast hjá því að fá dauðarefsingu. Réttarhöld yfir Kohberger áttu að hefjast í ágúst. Erlent 2.7.2025 21:32
Jimmy Swaggart allur Jimmy Swaggart sjónvarpsprédikari er látinn níræður að aldri. Hann náði gríðarlegum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar, en þær dvínuðu umtalsvert vegna hneykslismála. Erlent 2.7.2025 17:51
Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði til nýtt markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 90 prósent fyrir árið 2040 í dag. Umdeilt ákvæði um að ríki geti greitt fyrir kolefnisjöfnun í þróunarríkjum til þess að ná markmiðum sínum er í fyrsta skipti að finna í áætluninni. Erlent 2.7.2025 16:01
Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Kviðdómur í New York í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sean „Diddy“ Combs sé sekur í tveimur af fimm ákæruliðum, og saklaus af þremur. Combs er sagður hafa steytt hnefann meðan kviðdómurinn las upp úrskurð sinn. Erlent 2.7.2025 14:24
Boðar arftaka Dalai Lama Dalai Lama, trúarlegur leiðtogi Tíbeta, tilkynnti í dag að eftirmaður hans yrði fundinn að honum gengnum. Hann hafði áður gefið til kynna að mögulega yrði hann síðasti maðurinn til þess að gegna hlutverkinu. Erlent 2.7.2025 14:02
Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Paramount, móðurfélag CBS News, hefur samþykkt að greiða sextán milljónir dala til forsetabókasafns Donald Trump, vegna viðtals fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna við Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta og þáverandi forsetaefni Demókrataflokksins. Erlent 2.7.2025 11:41
Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Dönsk táningsstúlka sem lést í hestaslysi skammt frá Silkiborg í Danmörku í fyrradag var að teyma íslenskan hest þegar slysið varð. Erlent 2.7.2025 11:29