
Óreiða í Washington og tilhlökkun í Moskvu
Sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum segist vongóð um að bandarískir þingmenn muni samþykkja frekari hernaðaraðstoð, þó sífellt ólíklegra verði að slíkt verði gert fyrir jól. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarp þar að lútandi í gærkvöldi og krefjast mikilla fjármuna til aukins eftirlits á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.