Erlent

Fréttamynd

Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu

Dönsk stjórnvöld hafa með stuðningi breiðs meirihluta danska þingsins gert samkomulag um fjárhæð bótagreiðslu til grænlenskra kvenna sem fengu setta upp getnaðarvarnalykkju gegn vilja sínum og vitund á árunum 1960 til 1991. Gert er ráð fyrir að um 4500 konur sem málið nær til geti sótt um bætur frá danska ríkinu sem nema um sex milljónum íslenskra króna.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns

Viðræður um frið í Úkraínu virðast enn engum árangri ætla að skila, nema kannski fyrir Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið mikla hnekki á undanförnum vikum og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sífellt líklegri til að þvo hendur sínar alfarið af stríðinu í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Forsetafrúin kallaði mót­mælendur heimskar tíkur

Forsetafrú Frakka hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir að kalla femíníska mótmælendur „sales connes“, sem mætti lauslega þýða sem skítugar eða heimskar tíkur. Fjöldi frægra Frakka og stjórnmálamanna af vinstri vængnum hafa gagnrýnt hana.

Erlent
Fréttamynd

Heimilar birtingu gagna úr rann­sókn á Maxwell

Bandarískur alríkisdómari heimilaði í dag dómsmálaráðuneytinu að opinbera gögn úr rannsókn ákærudómstóls sem beindust að Ghislaine Maxwell. Ákvörðunin gæti leitt til birtingar mikils magns áður óséðra gagna í Epstein-málinu.

Erlent
Fréttamynd

Hylmdu yfir með „Steikar­hnífnum“ í Írska lýðveldis­hernum

Breska leyniþjónustan hélt hlífiskildi yfir flugumanni sínum innan Írska lýðveldishersins þrátt fyrir að hann væri eftirlýstur fyrir morð. Hún hélt áfram að þagga mál útsendarar sem hafði dulnefnið „Steikarhnífurinn“ niður löngu eftir að mesta ófriðnum á Norður-Írlandi lauk.

Erlent
Fréttamynd

Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku matar­æði

Fimm mánaða gamalt barn í Arizona í Bandaríkjunum er látið og þrjú eldri systkini þess þjást af næringarskorti vegna þess að foreldrar þeirra settu þau á svokallað basískt mataræði. Foreldrarnir höfðu orðið fyrir áhrifum af upplýsingafalsi um heilsu, bóluefni og lyf.

Erlent
Fréttamynd

Hraunar yfir „hnignandi“  heims­álfu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur Evrópu í hnignun og að heimsálfan sé leidd af „veikburða“ leiðtogum og sumum heimskum. Hann gerir lítið úr Evrópumönnum fyrir að stöðva ekki flæði innflytjenda til heimsálfunnar og fyrir að geta ekki bundið enda á innrás Rússa í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Þing­menn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar

Eftir ítrekaðar en árangurslausar tilraunir til að fá varnarmálaráðuneytið til að veita nánari upplýsingar um aðgerðir sínar gegn svokölluðum „eiturlyfja-hryðjuverkamönnum“, hyggjast þingmenn Bandaríkjaþings knýja fram svör með árlegu varnamálafrumvarpi.

Erlent
Fréttamynd

Kallar Greene heimskan svikara

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er verulega ósáttur við stjórnendur fréttaskýrendaþáttarins 60 mínútna, fréttakonuna Lesley Stahl og eigendur Paramount. Hann virðist þó sérstaklega ósáttur við Marjorie Taylor Greene, fráfarandi þingkonu Repúblikanaflokksins og fyrrverandi stuðningsmann sinn, og kallar hana heimskan svikara í nýrri færslu á samfélagsmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Segir að taka þurfi mikil­vægar á­kvarðanir

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er mættur til Englands, þar sem hann fundar með Keir Starme forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseta Frakklands og Friedrich Merz kanslara Þýskalands. Selenskí segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir.

Erlent
Fréttamynd

Með byssu í stærstu verslunar­mið­stöð Oslóar

Lögreglan í Osló hefur handtekið mann sem sagður er hafa mætt með skotvopn í verslunarmiðstöðina Storo, þá stærstu í borginni, og hleypt þar af allavega einu skoti. Maðurinn mun hafa verið handtekinn en fólk hefur verið beðið um að halda sig fjarri verslunarmiðstöðinni í bili.

Erlent