Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Ýmsir þekktir vísindamenn voru á meðal þeirra sem áttu í trúnaðarsamskiptum við Jeffrey Epstein, bandaríska kynferðisbrotamanninn og auðkýfinginn. Einn áhrifamesti málvísindamaður heims hélt samskiptum sínum við Epstein áfram jafnvel eftir að hann hlaut dóm fyrir kynferðisbrot. Erlent 17.11.2025 15:49
Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Ekkja fyrsta fórnarlambs versta kjarnorkuslyss sögunnar í Tsjernobyl er sögð hafa farist í drónaárásum Rússa á Kænugarð í síðustu viku. Hún hafi látist af sárum sínum eftir að íransku Shahed-dróni lenti á húsi þar sem fyrrverandi starfsmenn kjarnorkuversins búa. Erlent 17.11.2025 12:02
Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Dómstóll í Bangladess hefur dæmt Sheikh Hasina, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, til dauða. Hún var sakfelld fyrir brot gegn mannkyni. Erlent 17.11.2025 11:10
Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Cruz Beckham, sonur David Beckham og Victoriu hefur verið sviptur ökuréttindum eftir að hafa verið gripinn við hraðakstur í annað sinn á innan við tveimur árum eftir að hann fékk skírteinið. Erlent 16.11.2025 21:59
Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Búist er við að Shabana Mahmood, innanríkisráðherra Bretlands, tilkynni breytingar á hæliskerfi Bretlands á mánudag til að róa vaxandi ótta vegna innflytjendamála í landinu. Samkvæmt breskum miðlum er búist við því að breytingar verði gerðar á félagslegum stuðningi við hælisleitendur og lengdur sá tími sem þeir þurfa að vera búsettir áður en þeir geta fengið varanlega búsetu. Erlent 16.11.2025 10:38
Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Bílstjóri strætisvagnsins sem hafnaði á biðskýli í miðborg höfuðborgar Svíþjóðar er laus úr haldi lögreglu. Málið er enn til rannsóknar. Erlent 16.11.2025 10:23
Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Að minnsta kosti 120 manns, flestir lögreglumenn, slösuðust þegar þúsundir gengu fylktu liði um Mexíkóborg í gær til að mótmæla ríkisstjórn Claudiu Sheinbaum, forseta Mexíkó, og ofbeldisfullum glæpum. Tuttugu voru handtekin á mótmælunum fyrir rán og líkamsárás samkvæmt frétt BBC. Erlent 16.11.2025 09:15
Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Marjorie Taylor Greene, sem var lengi einn helsti bandamaður og stuðningsmaður Donald Trump og MAGA-hreyfingarinnar, sagði í gær að einkarekið öryggisfyrirtæki hefði haft samband við sig „með viðvörunum um öryggi hennar“ eftir að Trump tilkynnti á föstudag að hann drægi til baka stuðning sinn við þingkonuna frá Georgíu. Erlent 16.11.2025 08:14
Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti blaðamönnum í gær að hann hyggst lögsækja breska ríkisútvarpið þrátt fyrir að forsvarsmenn þess hafi beðist afsökunar á klippingu fréttaskýringarþáttarins Panorama þar sem ræða hans er klippt í því skyni að breyta skilaboðum forsetans. Hann hótar lögsókn upp á milljarð dala. Erlent 15.11.2025 10:35
Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Þrír eru látnir og aðrir þrír slasaðir eftir að tveggja hæða rúta lenti á biðskýli í miðborg Stokkhólms. Rútubílstjórinn var handtekinn á vettvangi en engar vísbendingar eru um að atvikið hafi verið viljandi. Erlent 15.11.2025 09:51
Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Oleksii Kuleba, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu með ábyrgð á innviðum, segir að yfir 800 árásir hafi verið skráðar frá áramótum á lestarkerfi landsins. Það sé tilraun Rússa til að eyðileggja eða takmarka flutningsgetu. Hann segir árásir á innviði, frá upphafi árs, hafa valdið tjóni sem nemur einum milljarði dollara. Erlent 15.11.2025 08:58
Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Danskir bændur eru margir hættir að gefa kúm sínum fóður með íblöndunarefninu Bovaer, sem á að draga úr metanlosun dýranna þegar þau ropa og prumpa. Danir byrjuðu að nota efnið í fóður í október síðastliðnum, en eftir fjölmargar tilkynningar um veikindi meðal kúa, og jafnvel dauðsföll, hafa margir bændur frestað því að nota efnið á meðan málið er rannsakað. Erlent 14.11.2025 23:35
Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rannsaka tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein við nokkra háttsetta Demókrata, en þar á meðal eru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Erlent 14.11.2025 22:25
Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Þrír eru látnir og fjöldi slasaður eftir að rútu var ekið á biðskýli í miðborg Stokkhólms. Bílstjóri rútunnar hefur verið handtekinn. Erlent 14.11.2025 16:09
Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Úkraínumenn gerðu í nótt árásir á þó nokkur skotmörk í Rússlandi, á sama tíma og Rússar létu sprengjum rigna yfir Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Meðal annars var notast við nýja gerð Neptune-stýriflauga sem sagðar eru drífa allt að þúsund kílómetra. Erlent 14.11.2025 15:44
Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sautján ára stúlka sem bjó að hluta til í skýli fyrir heimilislausa í Flórída og vann á McDonalds endaði á því að spila stóra rullu í falli fyrrverandi þingmannsins Matt Gaetz, sem Donald Trump, forseti, tilnefndi í embætti dómsmálaráðherra. Gaetz var sakaður um að hafa haft mök við stúlkuna og var til rannsóknar hjá dómsmálaráðuneytinu. Erlent 14.11.2025 14:26
„Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Ráðamenn í Kína eru enn fjúkandi reiðir í garð Japana vegna ummæla nýs forsætisráðherra Japans um Taívan frá síðustu viku. Meðal annars hafa Kínverjar hótað því að „rústa“ Japan og krefjast þeir þess að Sanae Takaichi, forsætisráðherra Japans, dragi ummæli sín um að Japanir myndu mögulega koma Taívönum til aðstoðar, geri Kínverjar innrás í eyríkið, til baka. Erlent 14.11.2025 11:10
Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Bandalag miðhægriflokka á Evrópuþinginu sem forseti framkvæmdastjórnarinnra tilheyrir rauf samstöðum um einangrun jaðarhægriflokka þar í fyrsta skipti í gær. Það gerðu þeir til þess að útvatna umhverfislöggjöf sambandsins. Erlent 14.11.2025 10:05
Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Þungvopnaðir útsendarar Landamæragæslu Bandaríkjanna og Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) sigu úr herþyrlu á þak fjölbýlishúss í Chicago. Hús þetta átti að vera fullt af alræmdum glæpamönnum úr genginu Tren de Aragua frá Venesúela og voru íbúar dregnir út úr rúmum sínum, handjárnaðir og fluttir út á götu fyrir framan sjónvarpsfréttafólk sem hafði verið boðið að fylgjast með áhlaupinu. Erlent 14.11.2025 10:02
Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Stjórnarflokkarnir í Þýskalandi hafa komið sér saman um aðgerðir sem miða að því að efla herafla landsins. Allir 18 ára karlar verða nú látnir svara spurningalista um getu þeirra til að þjóna í hernum og þá verða þeir, frá árinu 2027, látnir gangast undir heilbrigðisskoðun. Erlent 14.11.2025 08:47
Vilja ekki feita innflytjendur Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað starfsmönnum sendiráða ríkisins að taka tillit til holdafars fólks sem sækir um vegabréfsáritun til að búa í Bandaríkjunum. Einnig á að taka tillit til þess hvort fólk sé með sykursýki eða aðra heilsukvilla og nota þá til að hafna umsóknum fólks. Erlent 14.11.2025 08:44
Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Embættismenn innan varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna eru sagðir uggandi yfir sölu F-35 herþota til Sádi Arabaíu, þar sem líkur séu á að Kínverjar gætu nýtt sér tækifærið til að komast yfir tæknina sem vélarnar byggja á. Erlent 14.11.2025 07:43
BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Breska ríkisútvarpið hefur nú beðið Donald Trump Bandaríkjaforseta formlega afsökunar á því að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum úr ræðu hans þann 6. janúar 2021 í fréttaskýringaþættinum Panorama með þeim afleiðingum að á forsetanum mátti skilja að hann væri að hvetja til árása á þinghús Bandaríkjanna með beinum hætti. Erlent 14.11.2025 07:35
Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt. Eldar kviknuðu víða um borgina og að minnsta kosti ellefu særðust. Fimm voru lagðir inn á sjúkrahús, þeirra á meðal þunguð kona og einn í lífshættu. Erlent 14.11.2025 06:46