Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Hæstiréttur kveður upp dóm sinn í máli tveggja lántakenda á hendur Arion banka, vegna skilmála í lánasamningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, á morgun. Viðskipti innlent 9.12.2025 15:04
Kristín og Birta ráðnar til Origo Birta Ísólfsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður markaðssviðs Origo og Kristín Gestsdóttir sem mannauðsstjóri fyrirtækisins. Viðskipti innlent 9.12.2025 14:52
Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Gengi hlutabréfa í Skaga hefur lækkað um rúm tíu prósent frá opnun markaða í morgun. Hópur hluthafa í Íslandsbanka, sem á í samrunaviðræðum við Skaga, krafðist hluthafafundar og stjórnarkjörs í bankanum í gærkvöldi. Viðskipti innlent 9.12.2025 10:25
Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Icelandair flutti alls 347 þúsund farþega í nóvember sem er aukning um 15 prósent milli ára. Nýliðinn nóvembermánuður er sá stærsti í sögu Icelandair. Viðskipti innlent 8.12.2025 10:44
Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Linda Jónsdóttir, formaður stjórnar Íslandsbanka, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri í stjórn bankans á næsta aðalfundi, sem fyrirhugaður er 19. mars 2026. Viðskipti innlent 8.12.2025 10:00
Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Stefán Örn Kristjánsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Borealis Data Center. Viðskipti innlent 8.12.2025 08:39
„Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Seðlabankastjóri býst við að verðbólga verði komin mjög nálægt markmiði tveggja komma fimm prósenta markmiði bankans á næsta ári. Afar ánægjulegt hafi verið að sjá að verðbólga hjaðnaði milli mánaða í síðustu mælingu. Viðskipti innlent 7.12.2025 16:32
Kaffi Ó-le opið á ný Kaffihúsið vinsæla Kaffi Ó-le hefur verið opnað á ný eftir nokkurra mánaða lokun. Það er enn sem áður í sama húsnæði í Hafnarstræti og bruggar enn sama gamla kaffið. Viðskipti innlent 6.12.2025 18:25
Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Snædís Xyza Mae Ocampo hefur látið af störfum sem þjálfari íslenska kokkalandsliðsins þar sem hún er komin í lið Íslands fyrir hina virtu keppni Boscuse d'Or. Viðskipti innlent 6.12.2025 13:33
Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Veiðigjöld fyrir árið 2026 hafa verið birt en þau eru þau fyrstu frá breytingu á útreikningi veiðigjalda. Veiðigjöld á þorski fara til að mynda úr 26,68 krónum á kíló af óslægðum afla upp í 50,79 krónur. Það gerir hækkun upp á 90,4 prósent. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins af veiðigjaldi næsta árs verði um fimmtán milljarðar. Viðskipti innlent 5.12.2025 16:21
Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Fjárhæð veiðigjalds næsta árs liggur nú fyrir en eru upplýsingarnar seinni á ferðinni en venjulega. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins af veiðigjaldi næsta árs verði um fimmtán milljarðar. Lög gera ráð fyrir að ríkisskattstjóri geri tillögu um fjárhæð gjaldsins til ráðherra eigi síðar en 1. desember ár hvert, en enn sem komið er hafa ekki fengist svör frá stjórnvöldum um hvers vegna auglýsing um fjárhæð gjaldsins er seinni á ferðinni í ár en venjulega. Sjávarútvegsfyrirtæki sem eiga að greiða gjaldið voru farin að lengja eftir því að vita hvað þau eigi að borga á næsta ári. Viðskipti innlent 5.12.2025 14:53
Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Forstjóri Sýnar segir komið að ögurstundu fyrir sjálfstæða fréttamennsku og lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu. Boðaður aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar verði að lágmarki að fela í sér breytingar sem skapi grundvöll fyrir yfirvegaða umræðu sem byggi á gögnum og staðreyndum. Markmiðið sé ekki að veikja Ríkisútvarpið heldur að tryggja heilbrigðan fjölmiðlamarkað þar sem samkeppni fer fram á jafnréttisgrundvelli. Viðskipti innlent 5.12.2025 14:26
Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Framkvæmdastjóri sjóðsstýringarfyrirtækisins Stefnis, fagnar því að fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hafi ákveðið að herða lánþegaskilyrði vegna nýrra sameignasamninga á fasteignamarkaði. Um áttatíu manns hafa sótt um slíka samninga. Stefnir rekur sex sjóði fyrir byggingafyrirtæki sem bjóða upp á formið. Sameignarformið felur í sér að kaupandi semur í raun við Stefni, byggingafyrirtæki og nýja fjárfestingarfyrirtækið Aparta. Viðskipti innlent 5.12.2025 08:02
Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Ódýrar leiðir í markaðssetningu með hjálp gervigreindar hafa áhrif á ímynd vöru og vörumerkja gagnvart neytendum. Formaður íslenskra teiknara segir það koma á óvart að Kjörís hafi notað gervigreind til að myndskreyta jólaís. Viðskipti innlent 4.12.2025 22:39
Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn „Orkan, álið og kísillinn“ er yfirskrift opins raforkumarkaðsfundar Viðskiptagreiningar Landsvirkjunar sem fram fer í Kaldalóni í Hörpu í dag. Viðskipti innlent 4.12.2025 13:32
Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Róbert Ólafsson, eigandi hins sívinsæla Forréttabars á Nýlendugötu í Reykjavík, stefnir á að opna nýtt útibú staðarins á horni Hverfisgötu og Frakkastígs. Þar þekkir hann ágætlega til, þar sem hann rak þar barinn og veitingastaðinn Brewdog um árabil. Hann segir að staðurinn á Nýlendugötu verði áfram „móðurskipið“. Viðskipti innlent 4.12.2025 11:04
Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Herdís Steingrímsdóttir, nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, studdi tillögu seðlabankastjóra um að lækka stýrivexti um 25 punkta í síðasta mánuði en hefði þó kosið að halda vöxtum óbreyttum. Viðskipti innlent 4.12.2025 10:48
Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Vignir S. Halldórsson, verktaki og faglegur framkvæmdastjóri Öxar ehf. og Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala og framkvæmdastjóri Landmarks, gagnrýna að gefið hafi verið í skyn á fundi Seðlabankans í gær að verktakar og seljendur einir eigi að taka á sig hækkun á fasteignamarkaði. Monika og Vignir voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðskipti innlent 4.12.2025 09:21
Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Aðeins eitt minkabú er sagt verða eftir á landinu nú þegar fimm loðdýrabændur á Suðurlandi eru að hætta störfum. Fjárhagslegur grundvöllur ræktunarinnar er sagður brostinn og verið er að slátra þeim minkum sem voru á búum þeirra. Viðskipti innlent 4.12.2025 09:00
Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Katrín Aagestad Gunnarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna. Viðskipti innlent 4.12.2025 08:48
Félögin þeirra högnuðust mest Félög Víkings Heiðars Ólafssonar, Hjörvars Hafliðasonar, Ara Eldjárn og fleiri lista- og fjölmiðlamanna eru meðal samlags- og sameignarfélaga sem skiluðu tugmilljóna króna hagnaði í fyrra. Viðskipti innlent 3.12.2025 19:30
Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir útspil fjármálastöðugleikanefndar í morgun hafa komið á óvart. Hann veltir því fyrir sér hvernig markaðurinn eigi að koma á jafnvægi á húsnæðismarkaði þegar hið opinbera grípur ítrekað inn í. Viðskipti innlent 3.12.2025 14:29
„Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Fjármálastofnanir þurfa nú við útreikning á greiðslubyrði að líta til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við kaup á íbúðarhúsnæði, jafnvel þó þeim sé frestað. Fjármálastöðuleikanefnd er með þessu að bregðast við útspili margra verktakafyrirtækja sem bjóða nú upp á nýja fjármögnunarleið. Hún er áhættusamari en almenn íbúðakaup að mati Seðlabankastjóra. Viðskipti innlent 3.12.2025 13:37
Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Margrét Jónasdóttir, aðstoðardagskrárstjóri hjá RÚV, lætur af störfum um áramótin. Hún hyggst snúa sér aftur að framleiðslustörfum og klára mastersritgerð. Viðskipti innlent 3.12.2025 11:37