„Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. Fótbolti 19.10.2025 22:48
„Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Sigurður Egill Lárusson, leikjahæsti leikmaður í sögu Vals, er ekki sáttur við hvernig viðskilnaður hans við félagið bar að. Sigurður Egill skoraði eitt mark og lagði upp annað í síðasta heimaleik hans fyrir Val þegar liðið gerði 4-4 jafntefli við FH í næstsíðustu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Fótbolti 19.10.2025 21:43
Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Markvörðurinn fyrrverandi Árni Gautur Arason glímir nú við erfiðan og krefjandi taugahrörnunarsjúkdóm. Um er að ræða arfgengan sjúkdóm sem nefnist Huntington. Árni Gautur opnaði sig um veikindin í samtali við RÚV en tíu ár eru síðan Árni greindist fyrst með sjúkdóminn að hans sögn. Fótbolti 19.10.2025 21:20
Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn 19.10.2025 18:31
Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Topplið AC Milan í Seríu A tók á móti Alberti Guðmundssyni og félögum í Fiorentina í kvöld en Fiorentina hefur ekki farið vel af stað í deildinni og var án sigurs fyrir leik kvöldsins. Fótbolti 19.10.2025 18:17
Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér KR tók á móti ÍBV í þýðingarmiklum leik á Meistaravöllum í dag þegar næst síðasta umferð Bestu deild karla fór fram. Það mátti finna fyrir svolitlu stressi í stúkunni í dag enda mikið í húfi. KR stóðst pressuna og höfðu á endanum gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur. Íslenski boltinn 19.10.2025 13:15
Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Afturelding gerði 1-1 jafntefli við Vestra í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla í dag. Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði jöfnunarmarkið á lokasekúndum leiksins. Íslenski boltinn 19.10.2025 13:15
Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Íslenska landsliðskonan Sandra María Jessen skoraði mark Köln í 5-1 tapi fyrir Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 19.10.2025 16:07
Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir KA rúllaði yfir ÍA 5-1 í næstsíðustu umferð í neðri hluta Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Þrátt fyrir tapið hafa Skagamenn tryggt sæti sitt í deildinni þar sem jafntefli var niðurstaðan í viðureign Aftureldingar og Vestra en Vestri jafnaði leikinn í blálokin sem þýðir að Skagamenn geta farið áhyggjulausir inn í lokaumferðina. Íslenski boltinn 19.10.2025 13:15
Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Mikael Egill Ellertsson lék allan leikinn fyrir Genoa sem gerði markalaust jafntefli við Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Genoa fékk gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn í uppbótartíma. Fótbolti 19.10.2025 15:22
Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. Enski boltinn 19.10.2025 15:01
Þriðji deildarsigur Villa í röð Aston Villa vann sinn fimmta sigur í röð í öllum keppnum þegar liðið lagði Tottenham að velli í dag, 1-2. Emiliano Buendía skoraði sigurmark Villa. Enski boltinn 19.10.2025 12:32
Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Logi Tómasson lagði upp mark þegar Samsunspor bar sigurorð af Kayserispor, 1-3, í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 19.10.2025 14:43
Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Arna Eiríksdóttir stóð vaktina í vörn Vålerenga sem vann 0-4 sigur á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í dag. Liðið er samt enn sjö stigum á eftir toppliði Brann. Fótbolti 19.10.2025 14:23
Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Como gerði sér lítið fyrir og vann Juventus, 2-0, í fyrsta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsti sigur Como á Juventus í efstu deild síðan 1952. Fótbolti 19.10.2025 13:42
Hildur á skotskónum gegn Sevilla Landsliðskonan í fótbolta, Hildur Antonsdóttir, kom Madrid á bragðið í 1-3 sigri á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 19.10.2025 12:05
Mancini og Dyche á óskalista Forest Í annað sinn á tímabilinu þarf Nottingham Forest að finna sér nýjan knattspyrnustjóra. Fyrrverandi stjóri Manchester City er meðal þeirra sem kemur til greina. Enski boltinn 19.10.2025 11:30
Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Nik Chamberlain, fráfarandi þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, skilur ekki af hverju Birta Georgsdóttir er ekki í íslenska landsliðinu. Íslenski boltinn 19.10.2025 10:31
Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Cristiano Ronaldo skoraði glæsilegt mark í sigri Al Nassr í gær og eftir leikinn fagnaði hann með einum sínum mesta aðdáanda. Fótbolti 19.10.2025 10:01
Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Lokaumferð Bestu-deild kvenna fór fram í gær þar sem Íslandsmeistarar Breiðabliks fengu bikarinn afhentan en Blikar höfðu þegar tryggt sér titilinn og staðan í deildinni var nokkurn veginn ráðin fyrir umferðina. Fótbolti 19.10.2025 09:33
Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Breiðablik er Íslandsmeistari Bestu deildar kvenna 2025 en bikarinn fór loks á loft í gær þegar liðið lagði FH 3-2 á heimavelli í lokaumferð deildarinnar. Fótbolti 19.10.2025 09:02
Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni og það vantaði ekki fjörið í þá frekar en fyrri daginn. Alls voru nítján mörk skoruð og þá fór eitt rautt spjald á loft. Fótbolti 18.10.2025 22:30
„Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var ánægður með að sjá hversu mikið leikmenn hans lögðu í það verkefni að landa sigrinum gegn Breiðabliki í Bestu-deild karla í fótbolta þrátt fyrir að Íslandsmeistaratitillinn sé nú þegar í höfn. Íslenski boltinn 18.10.2025 21:57
„Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, hafði ekkert út á leikmenn sína og frammistöðu liðs síns að setja þegar liðið laut i lægra haldi fyrir Víkingi í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Halldóri fannst frammistaðan hjá Breiðabliki verðskulda stig. Íslenski boltinn 18.10.2025 21:51
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Víkingur bar sigur úr býtum, 2-1, þegar liðin áttust við í 26. og næstsíðustu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Það var Tarik Ibrahimagic sem tryggði Víkingi sigurinn og stigin þrjú með stórglæsilegu marki. Íslenski boltinn 18.10.2025 18:31