„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var þokkalega ánægður með stigið á útivelli í Mosfellsbæ í kvöld. Íslenski boltinn 17.7.2025 23:10
„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Afturelding og Fram skildu jöfn í Bestu-deild karla í kvöld þegar liðin mættust í Mosfellsbæ. Oliver Sigurjónsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Mosfellingum og telur að úrslitin hafi gefið rétta mynd af leiknum. Íslenski boltinn 17.7.2025 22:24
Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Afturelding og Fram skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld í 15. umferð Bestu-deildar karla. Íslenski boltinn 17.7.2025 18:31
Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði stórglæsilegt mark til að koma Valsmönnum yfir gegn Flora Tallinn í síðari leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Valur leiðir 1-0 í leiknum. Fótbolti 17.7.2025 16:36
„Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Oliver Ekroth, fyrirliði Víkings, segir liðið búa yfir betri leikmönnum í öllum stöðum en andstæðingurinn. Malisheva frá Kósovó mætir Víkingi í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Fótbolti 17.7.2025 16:01
Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Valur er kominn nokkuð örugglega áfram í aðra umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 1-2 sigur á Flora Tallinn á Le Coq-vellinum í Tallinn í dag. Fótbolti 17.7.2025 15:15
Jón Páll aðstoðar Einar Jón Páll Pálmason verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Víkings í Bestu deildinni og mun starfa samhliða Einari Guðnasyni sem tók við aðalþjálfarastöðunni á dögunum. Íslenski boltinn 17.7.2025 15:03
„Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Eldsumbrotin og náttúruhamfarirnar í nágrenni Grindavíkur hafa gjörbreytt öllu íþróttastarfi hjá Ungmennafélagi Grindavíkur. Stelpur sem spiluðu saman á Símamótinu í fyrra eru nú í þeirri stöðu að þurfa að spila á móti vinkonum sínum og fyrrum liðsfélögum. Faðir einnar stelpunnar segir það mjög erfitt fyrir þær. Fótbolti 17.7.2025 14:32
Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Heimaleikur Grindavíkur við Selfoss í Lengjudeild karla í fótbolta annað kvöld mun ekki fara fram í Grindavík vegna yfirstandandi eldgoss. Um er að ræða fyrsta heimaleik liðsins sem þarf að færa frá bænum í sumar. Íslenski boltinn 17.7.2025 13:46
Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Liverpool er á lokasprettinum í að ganga frá kaupunum á franska framherjanum Hugo Ekitike frá Eintracht Frankfurt. Enski boltinn 17.7.2025 13:45
Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum Knattspyrnusamband Evrópu hefur dæmt félag frá Svartfjallalandi í tíu ára bann frá Evrópukeppnum. Fótbolti 17.7.2025 12:31
„Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sölvi Geir Ottesen og Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfarar Víkings, voru báðir nokkuð ánægðir með fyrri leik liðsins gegn Malisheva í undankeppni Sambandsdeildinnar en sammála um að Víkingarnir hefðu mátt gera betur í seinni hálfleiknum. Fótbolti 17.7.2025 12:03
Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Lionel Messi tók ekki að bæta metið sitt í nótt en þurfti þess í stað að sætta sig við skell ásamt félögum sínum í Inter Miami í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Fótbolti 17.7.2025 11:01
Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið FHL heldur áfram að styrkja liðið sitt fyrir baráttuna um halda sæti sínu í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 17.7.2025 10:30
Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Svissneska kvennalandsliðið í fótbolta er í fyrsta sinn komið í átta liða úrslit á Evrópumótinu og fótboltaæði hefur gripið svissnesku þjóðina. Það er því svolítið undarlegt að vinsælasti leikmaður liðsins fái lítið sem ekkert að spila á þessu Evrópumóti. Fótbolti 17.7.2025 08:30
Yamal tekur óhræddur við tíunni Lamine Yamal mun spila í treyju númer tíu hjá Barcelona á komandi tímabili en margar af stærstu stjörnum Barcelona hafa spilað með númerið á bakinu í gegnum árin. Fótbolti 17.7.2025 07:02
Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Heimavöllur KR-inga í knattspyrnu hefur verið ókeppnisfær nú um langt skeið en miklar endurbætur hafa verið gerðar á vellinum. Gervigrasið var rifið af í desember í fyrra en ekki tókst að gera völlinn kláran fyrir Íslandsmótið í ár. Fótbolti 16.7.2025 22:47
Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna en topplið ÍBV valtaði yfir Gróttu á Nesinu 0-5 en Grótta var fyrir leikinn í 3. sæti. Allison Patricia Clark skoraði tvö mörk og er því næst markahæst í deildinni með ellefu mörk. Fótbolti 16.7.2025 21:29
Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid og enska landsliðsins, mun missa af fyrstu sex vikum komandi tímabils í það minnsta eftir að hafa farið í aðgerð á öxl. Fótbolti 16.7.2025 20:31
Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fylkismenn hafa gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu en það er Arnar Grétarsson sem fær það verkefni að rétta skútuna af. Fótbolti 16.7.2025 19:52
Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Ítalía er komið í undanúrslit Evrópumóts kvenna í Sviss eftir 2-1 sigur á Norðmönnum í fjörugum leik þar sem sigurmarkið kom rétt fyrir leikslok. Fótbolti 16.7.2025 18:30
Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Eigendahópur enska úrvalsdeildarfélagsins Burnley er að stækka við sig í fótboltaheiminum. Þeir eru að taka yfir annað félag mun sunnar á hnettinum. Enski boltinn 16.7.2025 16:31
„Þetta var bara byrjunin“ Mörg hundruð Crystal Palace stuðningsmenn efndu til kröfugöngu og mótmæltu ákvörðun UEFA um að banna félaginu að taka þátt í Evrópudeildinni í vetur. Forsvarsmaður mótmælanna segir þau bara rétt að byrja. Fótbolti 16.7.2025 15:45
Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Hin tvítuga Signe Gaupset verður í byrjunarliði norska landsliðsins á móti Ítalíu í kvöld í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Sviss. Þetta er fyrsti leikur átta liða úrslitanna. Fótbolti 16.7.2025 15:00