Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Svissneska kvennalandsliðið í fótbolta er í fyrsta sinn komið í átta liða úrslit á Evrópumótinu og fótboltaæði hefur gripið svissnesku þjóðina. Það er því svolítið undarlegt að vinsælasti leikmaður liðsins fái lítið sem ekkert að spila á þessu Evrópumóti. Fótbolti 17.7.2025 08:30
Yamal tekur óhræddur við tíunni Lamine Yamal mun spila í treyju númer tíu hjá Barcelona á komandi tímabili en margar af stærstu stjörnum Barcelona hafa spilað með númerið á bakinu í gegnum árin. Fótbolti 17.7.2025 07:02
Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Heimavöllur KR-inga í knattspyrnu hefur verið ókeppnisfær nú um langt skeið en miklar endurbætur hafa verið gerðar á vellinum. Gervigrasið var rifið af í desember í fyrra en ekki tókst að gera völlinn kláran fyrir Íslandsmótið í ár. Fótbolti 16.7.2025 22:47
Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Hin tvítuga Signe Gaupset verður í byrjunarliði norska landsliðsins á móti Ítalíu í kvöld í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Sviss. Þetta er fyrsti leikur átta liða úrslitanna. Fótbolti 16.7.2025 15:00
Liverpool reynir líka við Ekitike Liverpool hefur sett sig í samband við þýska liðið Eintracht Frankfurt vegna mögulegra kaupa á Frakkanum Hugo Ekitike. Sá hefur verið í viðræðum við Newcastle United en Liverpool er einnig á eftir framherja þeirra svarthvítu. Enski boltinn 16.7.2025 14:05
Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Breiðablik rúllaði yfir Albaníumeistara Egnatia í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta er liðin áttust við í síðari leik einvígis þeirra í 1. umferð. Leiknum lauk 5-0 eftir sýningu grænklæddra á Kópavogsvelli. Fótbolti 16.7.2025 12:07
Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Áhorf á EM kvenna í fótbolta hefur nærri tvöfaldast í Bandaríkjunum frá því á síðasta móti. Það er þrátt fyrir að heimsmeistaramót félagsliða hafi verið í beinni samkeppni við leiki á Evrópumótinu. Fótbolti 16.7.2025 11:34
Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Eitt marka norska landsliðsins á móti Íslandi skar sig úr meðal allra markanna sem voru skoruð í riðlakeppni Evrópumótsins í Sviss. Fótbolti 16.7.2025 10:32
Steven Gerrard orðinn afi Tíminn líður hratt og nú er Liverpool goðsögnin Steven Gerrard búinn að eignast sitt fyrsta barnabarn. Enski boltinn 16.7.2025 07:30
Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Framherjinn Andy Carroll, sem var á sínum tíma dýrasti enski leikmaðurinn þegar hann var keyptur til Liverpool á 35 milljónir punda árið 2011, er orðinn leikmaður Dagenham & Redbridge F.C. í ensku F-deildinni. Fótbolti 15.7.2025 23:15
Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir framan Selhurst Park, heimavöll Crystal Palace, í dag til að mótmæla ákvörðun UEFA um að færa Palace niður úr Evrópudeildinni niður í Sambandsdeildina. Fótbolti 15.7.2025 22:47
„Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Ágúst Orri Þorsteinsson skoraði tvö mörk af fimm Breiðabliks í kvöld á móti Egnatia í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Breiðablik sem tapaði fyrri leiknum í Albaníu á grátlegan hátt varð að sækja til sigurs í kvöld og það tókst og rúmlega það. Fótbolti 15.7.2025 21:33
Cifuentes tekur við Leicester Forráðamenn Leicester City hafa fundið eftirmann Ruud van Nistelrooy til að stýra liðinu á komandi tímabili en það er Spánverjinn Marti Cifuentes sem fær það verkefni að reyna að koma liðinu á ný í úrvalsdeild. Fótbolti 15.7.2025 19:31
Sænsku meistararnir örugglega áfram Íslendingaliðið Malmö komst nokkuð örugglega áfram í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið lagði Iberia frá Georgíu 3-1 og 6-2 samanlagt. Fótbolti 15.7.2025 18:57
Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Breiðablik tók á móti Egnatia frá Albaníu í undankeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Þjálfari liðsins, Halldór Árnason, hafði fyrir leik fullyrt að Blikar skoruðu alltaf á heimavelli en sú spá reyndist sönn. Fótbolti 15.7.2025 18:17
Elvis snúinn aftur Elvis Bwonomo er mættur aftur til Vestmannaeyja og búinn að skrifa undir samning við ÍBV sem gildir út tímabilið. Íslenski boltinn 15.7.2025 16:12
Liverpool tilbúið að slá metið aftur Liverpool hefur sett sig í samband við Newcastle varðandi kaup á sænska framherjanum Alexander Isak og er tilbúið að slá félagaskiptametið í annað sinn í sumar. Enski boltinn 15.7.2025 14:26
„Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er fullur tilhlökkunar fyrir seinni leik Breiðabliks gegn albanska liðinu Egnatia í undankeppni Meistaradeildarinnar. Blikarnir fara inn í leikinn marki undir, en Höskuldur segir þá vita hvað þurfi að gera til að fagna sigri. Fótbolti 15.7.2025 12:33
KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar KR-ingar töpuðu 1-0 upp á Akranesi í fimmtándu umferð Bestu deildar karla í gærkvöldi og eru nú aðeins einu stigi frá fallsæti. Íslenski boltinn 15.7.2025 12:01
Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Manchester City hefur gengið frá nýjum búningasamningi við þýska íþróttavöruframleiðandann Puma og verður áfram í búningum frá þeim næsta áratuginn. Enski boltinn 15.7.2025 11:01
Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Newcastle vinnur nú hörðum höndum að því að ganga frá kaupum á franska framherjanum Hugo Ekitike frá Eintracht Frankfurt. Enskir fjölmiðlar eru uppfullir af líklegum kaupum enska úrvalsdeildarfélagsins. Enski boltinn 15.7.2025 10:02
Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Levi Colwill og félagar í Chelsea urðu fyrstu meistararnir í hinni nýju heimsmeistarakeppni félagsliða eftir sannfærandi sigur á Paris Saint Germain í úrslitaleiknum. Fótbolti 15.7.2025 09:31
Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Eyjamenn og Skagamenn náðu í þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla í fótbolta í gær og settu enn meiri spennu inn í fallbaráttu deildarinnar. Nú má sjá mikilvægu sigurmörkin hér á Vísi. Íslenski boltinn 15.7.2025 09:01
Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Barcelona ungstirnið Lamine Yamal kom sér í vandræði eftir að það fréttist hvað hafði gegnið á í átján ára afmælisveislunni hans um síðustu helgi. Fótbolti 15.7.2025 08:32