Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu

Hollenski framherjinn Emmanuel Emegha hefur verið dæmdur í eins leiks bann af félagi sínu Strasbourg í Frakklandi af heldur kómískum sökum. Umdeild ummæli féllu ekki vel í kramið hjá stjórnendum liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Valur dregur sig úr Bose-bikarnum

Karlalið Vals í fótbolta hefur dregið sig úr Bose-bikarnum í fótbolta vegna slæmrar stöðu á leikmannahópi liðsins. Mikil meiðsli og veikindi eru í leikmannahópi liðsins í aðdraganda móts sem fer að stærstum hluta fram í desember.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Íslandsvinurinn rekinn

Bo Henriksen hefur verið vísað úr þjálfarastarfi Mainz í þýsku úrvalsdeildinni. Hann stýrði liðinu í tæp tvö ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með

Suma unga drengi dreymir um að spila fótbolta en aðra dreymir um að verða eins og Gummi Ben og lýsa fótboltaleikjum. Saga fimmtán ára drengs frá Suður-Perú hefur vakið heimsathygli en hann dreymir um að verða fótboltafréttamaður.

Fótbolti
Fréttamynd

„Okkur sjálfum að kenna“

Diogo Dalot hélt að hann væri búinn að tryggja Manchester United sigurinn þegar hann var tekinn af velli en þurfti síðan að horfa upp á West Ham jafna metin á lokamínútum leiksins. United missti af tækifærinu að komast upp í fimmta sæti deildarinnar.

Enski boltinn
Fréttamynd

United missti frá sér sigurinn í lokin

Manchester United var á leiðinni upp í fimmta sætið í ensku úrvalsdeildinni þegar þeir gáfu færi á sér á lokamínútunum í lokaleik fjórtándu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. West Ham-menn nýttu sér það, jöfnuðu metin í 1-1 og tryggðu sér stig á Old Trafford.

Enski boltinn