Tónlist

Fréttamynd

Opnar sig um storma­samt hjóna­band á nýju plötunni

Textar poppstjörnunnar Justin Bieber á plötunni Swag, sem hann sendi óvænt frá sér í dag, gefa rækilega í skyn að hjónaband hans og ofurfyrirsætunnar Hailey Bieber hafi staðið höllum fæti. Orðrómar þess efnis hafa verið áberandi meðal aðdáendahóps Bieber að undanförnu. 

Tónlist

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Borgin býður í tívolíveislu

Á þriðjudögum í sumar býður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn á fjölskyldutónleika, svokallaða tívolítónleika. Einvalalið tónlistarfólks kemur fram á hátíðinni, þar á meðal Una Torfa Emmsjé Gauti og Maron Birnir. 

Tónlist
Fréttamynd

Dylan leggur blátt símabann á tón­leika­gesti

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan hefur tilkynnt um strangt símabann á tónleikaröð sinni á Bretlandseyjum og Írlandi. Tónleikagestum verður gert að koma símunum sínum fyrir í læsanlegum pyngjum sem ekki verður hægt að opna fyrr en að tónleikum loknum.

Tónlist
Fréttamynd

Eltir draumana og þarf að færa fórnir

„Lagið var samið daginn fyrir þriggja ára afmæli sonar míns. Það leit allt út fyrir að ég myndi missa af því sökum óveðurs,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson sem var að senda frá sér lagið Á leiðinni.

Tónlist
Fréttamynd

„Ég var ekki að búast við því að gráta svona“

„Þetta eru gleðitár,“ sagði tárvotur Khalid þegar hann steig á svið í Washington DC á sunnudaginn í tilefni af stærstu hinsegin dögum heimsins, WorldPride. Khalid, sem er vinsæll tónlistarmaður vestanhafs, kom út úr skápnum í nóvember í fyrra og var þetta í fyrsta skipti sem hann kom fram á Pride.

Tónlist
Fréttamynd

Keyrði frá Sauð­ár­króki í Garða­bæ fyrir einn gítartíma

„Það er óhætt að segja að Ómar hafi verið og sé enn eitt af mínum átrúnaðargoðum,“ segir tónlistarmaðurinn Reynir Snær sem notast við listamannsnafnið Creature of Habit. Hann og Ómar Guðjónsson voru að senda frá sér ábreiðu af sögulega laginu Þrek og tár og frumsýna hér tónlistarmyndband.

Tónlist
Fréttamynd

Heldur sér við efnið og burt frá efnunum

„Ég er rosalega ánægð að vera komin á þann stað að geta staðið í fæturna og horfst í augu við sjálfa mig. Það er ótrúlega leiðinlegt að vera með drauma en þú getur engan veginn tekið eitt skref í áttina að þeim,“ segir tónlistarkonan Andrea Rán Jóhannsdóttir, betur þekkt sem Alvia Islandia. Hún er farin á fullt í tónlistinni eftir nokkurra ára fjarveru og ræddi við blaðamann um lífið, listina, edrúmennskuna og fallega framtíð.

Tónlist
Fréttamynd

Þykja skugga­lega lík Fleetwood Mac

Tónlistarmaðurinn Finneas, sem er hvað þekktastur fyrir að vera samstarfsmaður og bróðir súperstjörnunnar Billie Eilish, var að stofna hljómsveitina The Favor. Með honum í sveitinni er söngkonan Ashe og þykir tvíeykið minna gríðarlega á goðsagnakenndu hljómsveitina Fleetwood Mac.

Tónlist
Fréttamynd

„Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“

Tónlistartvíeykið ClubDub er komið á endastöð, eftir sjö ára farsælt samstarf. Þeir Aron Kristinn Jónasson og Brynjar Barkarson náðu miklum vinsældum, bæði fyrir og eftir stofnun ClubDub. Brynjar segist enn vera vinur Arons, sem hafi talið að þeir ættu ekki að tjá sig um viðkvæm samfélagsmál. Brynjar hefur að undanförnu látið til sín taka í umræðu um útlendingamál.

Tónlist
Fréttamynd

Heitustu rapparar landsins í eina sæng

Tónlistarmaðurinn Birnir hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðastliðin ár og á að baki sér marga smelli. Birnir, sem er 29 ára gamall, gaf á dögunum út plötuna Dyrnar og hafa mörg lög hennar skotist upp á vinsældarlista landsins. Þar sameinar hann meðal annars krafta sína við rapparann Aron Can og voru þeir að gefa út tónlistarmyndband.

Tónlist
Fréttamynd

Sigur Rós í Handmaids Tale

Sjónvarpsserían The Handmaids Tale hefur notið gríðarlegra vinsælda um heim allan og segir vægast sagt óhugnanlega sögu um dystópískan heim Gilead. Framleiðendur þáttanna virðast mjög hrifnir af íslenskri tónlist en hljómsveitin Sigur Rós á lag í nýjustu og jafnframt síðustu þáttaröðinni.

Tónlist
Fréttamynd

Einn heitasti plötu­snúður í heimi á leið til landsins

Það er stöðugt líf og fjör í skemmtanalífinu í Reykjavík og því slær ekki slöku við. Breski plötusnúðurinn Notion er væntanlegur til Íslands næsta vetur og mun troða upp á klúbbnum Auto en hann þykir einn af vinsælustu plötusnúðum heimsins í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Nauð­syn­legt að gera upp for­tíðina

„Ég áttaði mig á því að það væri tímasóun að trúa ekki á sjálfa mig, það skemmir bara fyrir manni sjálfum,“ segir tónlistarkonan Silja Rós sem var að senda frá sér plötuna Letters from my past. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og listina.

Tónlist
Fréttamynd

Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985

„Ég var pínu stressaður um að afi myndi snúa sér í gröfinni en svo þegar ég sé að það er verið að spila þetta í kirkjum og fermingum þá veit ég að hann yrði mjög ánægður,“ segir útvarpsmaðurinn, hlaðvarpsstjórnandinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal, jafnan þekktur sem Auddi Blö. Lagið hans „Hver er sá besti“ er eitt allra vinsælasta lagið í dag og sagan á bak við það er heldur betur einstök.

Tónlist
Fréttamynd

Kærleiksbomba frá GusGus

„Eins og kannski flestir Íslendingar er ég súperfan af GusGus og var ég því ekki lengi að svara kallinu þegar vinur minn Marteinn spurði hvort ég vildi gera lag með þeim,“ segir tónlistarkonan Tatjana Dís sem er hluti af GusGus ofur sumarsmellinum Partýið er þú og ég.

Tónlist
Fréttamynd

Ó­hræddir við raun­veru­legar til­finningar

„Þetta er um smá rugl og smá von en fyrst og fremst um góðar víbrur og raunverulegar tilfinningar,“ segja tónlistarmennirnir Darri og Arnar Gauti, jafnan þekktir sem Háski og Curly. Þeir voru að gefa út tónlistarmyndband við lagið Baby hvað viltu?

Tónlist
Fréttamynd

Kaleo með tón­leika á Ís­landi í fyrsta sinn í ára­tug

Íslenska stórhljómsveitin Kaleo hefur spilað víða um heim síðastliðinn áratug og stefnir á að vera loksins aftur með tónleika í Vaglaskógi í sumar. Þeir eru að gefa út plötuna Mixed Emotions næstkomandi föstudag og ætla að fylgja henni eftir með stæl bæði erlendis og hérlendis. Er um að ræða fyrstu tónleika sveitarinnar á Íslandi síðan 2015.

Tónlist
Fréttamynd

Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett

Davíð Antonsson Crivello sem oftast er kenndur við Kaleo fór nýstárlega leið þegar honum var fengið það verkefni að búa til lag í tengslum við auglýsingu á vegum Ölgerðarinnar. Hann nýtti flöskur, dósir, bjórkassa og tappa til þess að búa til hin ýmsu hljóð sem hann púslaði svo saman í lag.

Tónlist