Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar Danski handboltamaðurinn Mathias Gidsel er persóna í sögu um Andrés Önd í væntanlegri Syrpu. Handbolti 13.1.2026 11:02
„Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Einar Jónsson hefur ekki mikla trú á tilraunaverkefni Snorra Steins Guðjónssonar, landsliðsþjálfara í handbolta, sem spilar skyttunni Teiti Erni Einarssyni í hægra horninu. Handbolti 13.1.2026 10:32
Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Hægt er að ganga að nokkrum hlutum í lífinu vísum. Meðal annars dauðanum, sköttum og svo þátttöku íslenska karlalandsliðsins í handbolta á stórmóti í janúar. Eins og venjulega eru talsverðar væntingar til íslenska liðsins en á síðustu árum hefur verið gjá á milli þeirra og árangurs á stóra sviðinu. Handbolti 13.1.2026 09:01
„Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Íslenska handboltalandsliðið er nálægt því að vera á heimavelli á Evrópumótinu í handbolta sem hefst með leik á móti Ítölum á föstudagskvöldið. Handbolti 12.1.2026 08:31
Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson ræddi í fyrsta sinn opinberlega um það þegar hann að ósekju féll á lyfjaprófi sem tekið var fyrir Ólympíuleikana í Aþenu 2004. Hann átti erfiða mánuði í Austurríki á meðan hann beið eftir botni í málið. Handbolti 12.1.2026 07:02
Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Alfreð Gíslason fagnaði í annað sinn á fjórum dögum gegn Degi Sigurðssyni, þegar lið Þýskalands og Króatíu mættust í seinni vináttulandsleik sínum fyrir Evrópumótið í handbolta. Handbolti 11.1.2026 19:02
Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Elín Klara Þorkelsdóttir heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta, á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennsku, og hún var meðal markahæstu manna Sävehof í 29-28 sigri á Skövde í kvöld. Handbolti 11.1.2026 18:47
Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði fyrir því franska, 31-29, í síðasta leik sínum fyrir Evrópumótið. Frakkar tryggðu sér sigurinn með því að skora tvö síðustu mörk leiksins. Handbolti 11.1.2026 15:15
Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Íslendingatríóið í Blomberg-Lippe varð að sætta sig við naumt tap á heimavelli gegn franska liðinu Chambray Touraine, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildar kvenna í handbolta í dag. Handbolti 11.1.2026 17:09
„Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Vetrarstormurinn „Elli“ hafði mikil áhrif á ferðalag þýska handboltalandsliðsins eftir að það hafði unnið Króatíu í Zagreb á fimmtudagskvöld. Handbolti 11.1.2026 09:02
Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Eyjakonur fylgja Val eftir á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta með 23-20 sigri gegn Haukum í dag og KA/Þór hóf nýja árið á öflugum sigri gegn ÍR, 23-21. Handbolti 10.1.2026 18:38
„Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Haraldur Þorvarðarson, þjálfari Fram, átti fá svör þegar topplið deildarinnar, Valur, rúllaði yfir Fram í Olís-deild kvenna í dag. Leiknum lauk með 11 marka sigri Vals og segir Haraldur að gæðamunurinn á liðunum hafi verið augljós á öllum sviðum leiksins. Handbolti 10.1.2026 17:54
Stjarnan sendi Selfoss á botninn Stjörnukonur unnu afar dýrmætan sigur gegn Selfyssingum í dag, 34-28, þegar Olís-deild kvenna í handbolta hófst að nýju eftir jólafrí, eftir að hafa unnið Fram í síðasta leik fyrir fríið. Handbolti 10.1.2026 17:06
Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Valur sigraði Fram örugglega, 30-19, í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir jólafrí og með sigrinum styrktu Valskonur stöðu sína á toppi deildarinnar þegar 12 umferðir eru liðnar. Handbolti 10.1.2026 15:06
Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Norður-makedónsku dómararnir Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski fá ekki að dæma á komandi Evrópumóti í handbolta vegna svindls á þolprófi. Handbolti 10.1.2026 13:01
Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sænski handboltamaðurinn Viktor Rhodin er látinn, aðeins 31 árs að aldri, eftir að hafa glímt við krabbamein. Handbolti 10.1.2026 09:02
Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Generalprufa strákanna okkar fyrir EM í handbolta verður gegn ríkjandi Evrópumeisturum Frakklands, á þeirra heimavelli, á sunnudaginn. Fyrstu mótherjar Íslands á EM, Ítalir, fögnuðu sigri í kvöld. Handbolti 9.1.2026 21:46
Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan sigur á Slóveníu, 32-26, í æfingamóti í París í Frakklandi í kvöld. Þetta var næstsíðasti leikur Íslands fyrir EM en liðið mætir sigurvegaranum úr leik Frakklands og Austurríkis á sunnudaginn. Handbolti 9.1.2026 16:46
Skilur stress þjóðarinnar betur Ómar Ingi Magnússon segist hafa öðlast nýja virðingu fyrir íslensku handboltaáhugafólki er hann neyddist til að horfa á HM í janúar í fyrra. Hann mætir tvíefldur til leiks í ár. Handbolti 9.1.2026 09:01
„Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Logi Geirsson hefur miklar væntingar til íslenska handboltalandsliðsins fyrir Evrópumótið í handbolta sem hefst í næstu viku. Logi er einn af sérfræðingum Ríkissjónvarpsins í umfjölluninni um EM í ár. Handbolti 9.1.2026 07:31
Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Króatar stappfylltu Zagreb Arena í kvöld þegar HM-silfurdrengir Dags Sigurðssonar tóku þar á móti Ólympíu-silfurdrengjum Alfreðs Gíslasonar, í hörkuleik. Handbolti 8.1.2026 21:29
Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka virðist hafa haft heppnina með sér þegar hann fékk þrumuskot í andlitið í gærkvöldi í undirbúningsleik Svía fyrir komandi Evrópumót. Handbolti 8.1.2026 16:30
Hafnaði Val og fer heim til Eyja Hákon Daði Styrmisson er snúinn heim í raðir ÍBV í Olís-deild karla í handbolta. Handbolti 8.1.2026 14:57
Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Andreas Palicka, sænski markvörðurinn frábæri, kláraði ekki leikinn með Svíum í gær en sænska landsliðið mætti þá Brasilíu í undirbúningsleik fyrir Evrópumótið. Handbolti 8.1.2026 09:01