Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Sannkölluð útsýnisperla, tveggja hæða raðhús við Einarsnes í Reykjavík er nú á sölu. Frá stofum og svölum er útsýni út á sjóinn að Reykjanesi, Snæfellsjökli, að Hallgrímskirkju og víðar. Lífið 16.12.2025 20:30
Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Kristófer Acox leikmaður Vals í körfubolta og Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir leikmaður Vals í fótbolta eiga von á barni. Þau tilkynntu gleðitíðindin á samfélagsmiðlum og verða þau ekki tvö lengur heldur þrjú frá og með júnímánuði 2026. Lífið 16.12.2025 20:01
Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Reynihvammur 39 valið jólahús Kópavogsbæjar árið 2025. Lífið 16.12.2025 17:33
Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Breska söngkonan Katie Melua verður með tónleika í Eldborgarsal Hörpu í Reykjavík 25. júní næsta sumar. Lífið 16.12.2025 10:25
Segir síðasta ár hafa verið strembið Jóhann Kristófer Stefánsson segir síðastliðið ár hafa verið strembið í lífi sínu og að hann hafi á tímabili verið farinn að ofnota símann sinn til þess að flýja veruleikann. Hann hafi í kjölfarið ákveðið að byrja meðvitað að æfa sig í að ná athygli sinni til baka og draga úr áreiti. Lífið 16.12.2025 10:01
Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Vefþættirnir Bítið í bílnum hafa vakið mikla lukku. Í þeim fara þáttarstjórnendur Bítisins, þau Heimir, Lilja og Ómar, á rúntinn með leynigesti sem syngur karókílag að eigin vali. Lífið 16.12.2025 09:00
Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Þessa dagana eru jólin farin að smjúga inn í hvern krók og kima daglegs lífs. Fólk er komið í jólaskap, búið að hengja upp jólaseríur, farið að skreyta piparkökur og mæta á jólatónleika. Lífið 16.12.2025 08:31
Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Helena Hafþórsdóttir O'Connor sem ber titilinn Ungfrú Ísland lýsir því nú yfir að hún hafi rofið öll tengsl við keppnina og muni ekki tengjast henni á neinn máta frá og með deginum í dag. Hún segir að hún hafi verið skráð úr keppni í Taílandi í hennar óþökk og fullyrðir að henni hafi verið gert að greiða sekt ætlaði hún sér að halda titlinum. Lífið 15.12.2025 23:31
Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Brú Strategy og hlaðvarpsstjórnandi, og Hjalti Harðarson, yfirmaður markaðsmála hjá Landsbankanum, gáfu nýfæddri dóttur sinni nafn um helgina. Lífið 15.12.2025 21:06
Ískaldir IceGuys jólatónleikar Strákahljómsveitin Ice Guys steig fjórum sinnum á svið í Laugardalshöll um helgina. Þeir fylltu salinn aftur og aftur og stigu þaulæfð danspor á ísilögðu sviði. Lífið 15.12.2025 20:02
Bríet ældi á miðjum tónleikum Tónlistarkonan Bríet Isis Elfar hélt hátíðartónleika í Fríkirkjunni á föstudaginn með öflugum hópi hljóðfæraleikara. Þar lenti hún í þeirri miður skemmtilegu uppákomu að æla á miðjum tónleikum. Lífið 15.12.2025 16:17
Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Tónlistarmyndbandið fyrir lagið „Það sem jólin snúast um“ með GDRN, Magnúsi Jóhanni og KK kom út síðasta fimmtudag og er afrakstur skemmtilegs skiptidíls. Myndbandið er stillumynd (e. stop motion film) sem tók langan tíma að gera þar sem leikstjórinn Kristný Eiríksdóttir brá sér einnig í hlutverk handritshöfundar, brúðugerðarmanns, tökumanns og leikmyndahönnuðar. Lífið 15.12.2025 15:00
Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Þrjátíu og fimm lönd verða með fulltrúa í Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki í maí á næsta ári. Það eru tveimur færri en í Basel í Sviss fyrr á þessu ári. Lífið 15.12.2025 12:50
Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, er ekki hlátur í huga yfir stuðningsyfirlýsingum samherja hans í ríkisstjórn við fegurðardrottningu á samfélagsmiðlum. Forsætisráðherrann segir sanna Finna sýna af sér barnaskap með því að birta af sér myndir þar sem þeir gera sig „skáeygða“. Lífið 15.12.2025 11:54
„Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Gugga í Gúmmíbát braut odd af oflæti sínu og ákvað að kíkja á djammið í efri byggðum Kópavogs. Þar naut hún bjórdrykkju með strákunum yfir boltanum áður en hún fékk nóg og þaut niður í bæ. Þar var nóg um að vera og djammarar komnir í jólaskap. Lífið 15.12.2025 11:01
„Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Elma Hlín Valgeirsdóttir hefur verið búsett í Gold Coast á austurströnd Ástralíu undanfarið eitt og hálft ár og starfað sem au pair. Lífið hinum megin á hnettinum, þar sem sólin skín meira og minna alla daga ársins, er töluvert ólíkara en hér á Fróni. Elma hefur reglulega birt myndskeið á TikTok sem vakið hafa athygli en þar hefur hún meðal annars sagt frá menningarmismuninum á Ástralíu og Íslandi. Og sá munur er talsverður. Lífið 15.12.2025 09:01
Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Sex prestar sem aðstoða fólk sem á undir högg að sækja á Íslandi og upplifir sig stimplað óttast að sú þjónusta sem þau veita verði næst fyrir niðurskurðarhnífnum. Þau segja umræðuna oft erfiða og jafnvel hatramma um fólkið þeirra en þau vilji vera þeirra skjól og stökkpallur inn í samfélagið, og aðra þjónustu kirkjunnar. Þjónusta þeirra sé þó oft ósýnileg, eins og fólkið þeirra er í samfélaginu. Lífið 14.12.2025 19:57
Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Seint í nóvember árið 2004 átti sér stað einhver mesti bruni sem orðið hafði á höfuðborgarsvæðinu í áratugi. Þá kviknaði í gríðarlegum dekkja- og spilliefnahaug á athafnasvæði förgunarfyrirtækisins Hringrásar við Sundahöfn. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu þessa nótt og festi á filmu baráttu slökkviliðsmannanna við eldinn. Lífið 14.12.2025 08:00
Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Leikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir hlaut um helgina viðurkenningu Minningarsjóðs frú Stefaníu Guðmundsdóttur fyrir framúrskarandi framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Lífið 14.12.2025 07:40
Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina. Lífið 14.12.2025 07:00
Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Bandaríska grínleikkonan Amy Schumer hefur bæst í hóp einhleypra kvenna í Hollywood. Hún tilkynnti á samfélagsmiðlum í gær að leiðir hennar og framleiðandans Chris Fischer hafi skilið. Lífið 13.12.2025 16:43
„Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Í Kópavoginum búa tvær systur, þær Dagný Björt og Bylgja Björt. Þær hafa slegið í gegn á TikTok að undanförnu í myndskeiðum þar sem þær bregða á leik og grínast og gantast saman. En það sem sker þær systur úr fjölda þeirra sem birta efni inni á miðlinum er að Bylgja er með Downs-heilkenni. Lífið 13.12.2025 14:01
Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 13.12.2025 07:00
Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Gera má ráð fyrir að leitarhegðun Íslendinga á Google-leitarvélinni sé ákveðin endurspeglun á því hvað gerðist á árinu en á topp tíu listanum yfir vinsælustu leitirnar má finna bandarískan áhrifavald, fyrrverandi forseta, raðmorðingja og Afríkuríki. Tæknirisinn Google tók saman það sem Íslendingar leituðu helst að í leitarvélinni á árinu. Lífið 13.12.2025 07:00