Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fólk velji ein­földustu leiðina og úti­loki for­eldra sína

Klínískur félagsráðgjafi segir útskúfun barna á foreldrum vegna fjölskyldudeilna ótrúlega algenga. Sumir vilji fara einföldustu leiðina, loka á foreldra og hlaupa frá vandanum. Slíkt komi mest niður á barnabörnum sem fái ekki ömmu og afa. Flestir vilji eiga góð samskipti og fólk eigi alls ekki að opinbera slíkar erjur fyrir alþjóð.

Lífið
Fréttamynd

„Ég er ó­léttur“

Kærustuparið Jóhann Kristian Jóhannsson og Askur Árnason Nielsen eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið sló í gegn í annarri þáttaröð af Viltu finna milljón á Sýn.

Lífið
Fréttamynd

Bullandi stemning hjá Blikum

Hátt í þúsund manns komu saman og blótuðu þorrann í Smáranum í Kópavogi síðastliðna helgi. Var um að ræða fyrsta þorrablót Breiðabliks og stemningin náði hæstu hæðum þegar Kópavopsbúinn Erpur Eyvindarson mætti með heilan karlakór á sviðið. 

Lífið
Fréttamynd

Palli og Edgar fagna sambandsafmæli

Páll Óskar Hjálmtýsson og Edgar Antonio Lucena Angarita hafa verið saman í þrjú ár í dag. Söngvarinn lætur þess getið á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir ljóð til síns heittelskaða.

Lífið
Fréttamynd

Steinunn Ó­lína í „friðarinnlögn“ með kæró

Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir virðist ástfangin upp fyrir haus af kærasta sínum, framkvæmdastjóranum Gunnari K. Gylfasyni, og birti mynd af parinu að kúra upp í rúmi í „friðarinnlögn“ í anda John Lennon og Yoko Ono.

Lífið
Fréttamynd

Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn

Vetrarmót Reykjavíkurskáta var haldið í tíunda sinn um helgina í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni þar sem 120 skátar úr Reykjavík taka þátt í fjölbreyttri skátadagskrá. Sex skátafélög sendu fulltrúa í ár frá Garðbúum, Árbúum Vogabúum, Landnemum, Ægisbúum og Skjöldungum. Sjálfboðaliðarnir voru af öllum aldri en þeir yngstu voru 17 ára og þeir elstu á sjötugsaldri.

Lífið
Fréttamynd

Á móti vasa­peningum og gæfi barni aldrei debet­kort

Fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson er afar vinsæll og eftirsóttur í sínum störfum, enda talar hann ávallt um peninga og fjármál á mannamáli. Ísland í dag settist niður með Birni Berg og bað um góð ráð fyrir foreldra þegar kemur að fjármálum barna og ungmenna.

Lífið
Fréttamynd

Eins og gangandi beina­grindur með húðflygsur á sér

„Það skiptir máli að fræða sérstaklega ungu kynslóðina um að líkamar séu alls konar og það sé ekki eftirsóknarvert útlit að vera svona ofboðslega grannur,“ segir Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, í viðtali við Bítið í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Draugur Lilju svífur yfir vötnum

Hver ætli sé undir pokanum í nýjasta þættinum af Bítið í bílnum? Leynigesturinn réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og tók lag eftir kónginn sjálfan, Elvis. 

Lífið
Fréttamynd

Þór­dís og Júlí eiga von á öðru barni

Leikara- og söngvaraparið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson eiga von á barni í sumar. Það er þeirra annað barn saman en fjórða barn þeirra. Þórdís og Júlí tilkynntu sameiginlega um barnið á samfélagsmiðlum í gær.

Lífið
Fréttamynd

For­ritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu

Íris E. Gísladóttir og Mathieu Grettir Skúlason eru liðlega þrítug og dvelja þessi misserin í París ásamt börnum sínum tveimur, þeim Evu 13 ára og Eric 4 ára. Ekki bara af því að þeim finnst frönsku vínin svo ljúffeng eða croissanturnar svo kræsilegar heldur var það samdóma niðurstaða fjölskyldunnar að í París gætu þau lifað betra lífi sem frumkvöðlar en á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

„Amma sagði alltaf að við værum líkir“

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Hollywood-leikarinn David Duchovny tóku mynd af sér saman á Sundance-hátíðinni. Þeim hefur lengi verið líkt saman og voru valdir tvífarar í Fókus-blaði DV um aldamótin.

Lífið
Fréttamynd

Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku

Leikkonan Natasha Lyonne opnaði sig upp á gátt á samfélagsmiðlum á dögunum þar sem hún segir frá því að hún hafi fallið eftir tæplega tuttugu ára edrúmennsku. Lyonne, sem fór í meðferð við heróínfíkn árið 2006, segir vonina alltaf vera til staðar.

Lífið