Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Barbie dúkka með sykur­sýki týpu eitt

Leikfangaframleiðandinn Mattel, sem á vörumerkið Barbie, hefur gefið út fyrstu Barbie-dúkkuna með sykursýki af týpu eitt. Útgáfan er ein af mörgum í vegferð framleiðandans til að láta Barbie-dúkkuna endurspegla sem flesta hópa samfélagsins.

Lífið
Fréttamynd

Próteinbollur að hætti Gumma kíró

Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, deildi nýlega einfaldri og fljótlegri uppskrift að próteinbollum sem eru stútfullar af næringu. Bollurnar eru mjúkar og einstaklega ljúffengar – sérstaklega með smjöri og osti.

Lífið
Fréttamynd

Tímalausar og fal­legar brúðargjafir

Brúðkaupstímabilið er í algleymingi og fjölmargir hafa fengið boð í brúðkaup næstu vikurnar. Með því vaknar hin klassíska spurning: Hvað á maður að gefa verðandi brúðhjónum? 

Lífið
Fréttamynd

Perry og Bloom saman á snekkju Bezos

Katy Perry og Orlando Bloom, sem bundu nýlega enda á níu ára samband sitt, sáust saman í brúðkaupsferð milljarðamæringsins Jeff Bezos og sjónvarpskonunnar Lauren Sanchez á snekkju Amazon-stofnandans í Ítalíu.

Lífið
Fréttamynd

Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman

„Við gerðum þetta á frekar óhefðbundinn hátt og vorum bæði mjög ánægð með þá ákvörðun,“ segir tískugyðjan nýgifta Helga Jóhannsdóttir. Helga, sem starfar sem þjónustufulltrúi hjá Snæfellsbæ, giftist ástinni sinni Magnúsi Darra Sigurðssyni skipstjóra í einstaklega fallegu sveitabrúðkaupi. Blaðamaður ræddi við hana um þennan draumadag.

Lífið
Fréttamynd

Aðal­steinn og Elísa­bet selja í­búðina

Hjónin, Aðal­steinn Kjart­ans­son, aðstoðarrit­stjóri Heim­ild­ar­inn­ar, og Elísabet Erlendsdóttir, mMarkaðs- og vefstjóri Ekrunnar, hafa sett glæsilega íbúð við Langholtsveg á sölu. Ásett verð er 119,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Sumarsalat sem lætur bragð­laukana dansa

Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og gersemar útbjó nýverið litríkt og ljúffengt sumarsalat sem er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Rétturinn er einfaldur í undirbúningi og tilvalinn á heitum dögum þegar maður langar í eitthvað létt, ferskt og bragðgott.

Lífið
Fréttamynd

Bjössi og Dísa í carnival stemningu í mið­bænum

Það var sannkölluð carnival-stemning í hjarta miðborgarinnar síðastliðið fimmtudagskvöld þegar veitingastaðurinn Sushi Social breytti Þingholtsstrætinu í glitrandi sumarveislu með litríkum skreytingum og fjöri langt fram á kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovét­ríkin?

Lagið Wind of Change með vesturþýsku rokkhljómsveitinni Scorpions hefur frá útgáfu þess árið 1990 verið talið óður til frelsis og táknrænn hljómur falls járntjaldsins. En sú samsæriskenning hefur sprottið fram á síðari árum að vestrænar leyniþjónustur hafi í raun samið lagið með það að markmiði að fella Sovétríkin.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“

Júlímánuður er genginn í garð og sumarfríin tekin við. Stjörnur landsins eru þar engin undantekning og njóta lífsins til hins ýtrasta, bæði innanlands og utan. Sólríkar utanlandsferðir, brúðkaup og notalegar samverustundir setja tóninn fyrir þessa dásamlegu sumardaga.

Lífið
Fréttamynd

„Síðustu tíu árin hafa verið erfið“

Gurrý Torfadóttir einkaþjálfari segist innilega þakklát fyrir þann stað sem hún er á í dag eftir að hafa farið í gegnum mjög erfið ár í kjölfar skilnaðar og fyrirtækjareksturs í Covid.

Lífið
Fréttamynd

Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum

„Við erum ekki eitthvað eitt, þetta er alls konar,“ segir hinn 33 ára gamli uppistandari og útvarpsmaður Bolli Bjarnason. Móðir hans Jóna Hrönn Bolladóttir prestur greindist með krabbamein í september 2024 og segir Bolli að hann hafi upplifað breytt ástand innra með sér og tilfinningar sem hann þekkti ekki. Fjölskyldan heldur þó fast í jákvæðni og húmorinn.

Lífið
Fréttamynd

Krakkatían: Tölur, mýs og tón­list

Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina.

Lífið
Fréttamynd

Julian McMahon látinn

Ástralski leikarinn Julian McMahon, sem gerði garðinn frægan í vinsælum þáttaröðum á borð við Nip/Tuck og sem vondi læknirinn Dr Doom í Fantastic four, er látinn 56 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Var orðið að spurningu um líf og dauða

„Mér fannst ég ekki nógu grönn til að vera með átröskun sem lýsir því hvað ég var á vondum stað. Svo fannst mér svo mikil klisja að hafa farið út að vinna sem módel og komið heim með átröskun. En þetta er svo ruglað, ég var fimmtán ára þegar ég fékk að heyra fyrst að ég þyrfti að grenna mig ef ég vildi vinna úti,“ segir fyrirsætan og tölvunarfræðingurinn Liv Benediktsdóttir.

Lífið
Fréttamynd

Von­brigði að að­eins tvær konur komi fram á Kótelettunni

Stjórn Kítón - kvenna í tónlist, lýsir yfir vonbrigðum vegna skorts á tónlistarkonum á auglýstri dagskrá Kótelettunnar á Selfossi í ár. Tvær konur koma fram á hátíðinni, Bríet og Klara Einars, og 28 karlmenn eða hljómsveitir sem skipaðar eru karlmönnum. Skipuleggjendur segja konurnar fleiri en það og tilraunir hafi verið gerðar til að fá enn fleiri. 

Lífið
Fréttamynd

Sumar­legt grillsalat að hætti Hildar Rutar

Sumarið kallar á létta og litríka rétti sem kæta bragðlaukana. Matgæðingurinn Hildur Rut Ingimarsdóttir deilir hér ljúffengu og matarmiklu barbecue kjúklingasalati sem hentar einstaklega vel á heitum sumardegi.

Lífið
Fréttamynd

Um­boðs­maður Jenner lést af slys­förum

Hin 29 ára gamla Sophia Hutchins, umboðsmaður og nán vinkona Caitlyn Jenner, lést í fjórhjólaslysi skammt frá heimili Jenner í Malibu í Kaliforníu síðastliðinn miðvikudag. Ekki liggur fyrir hvar Jenner var stödd þegar slysið átti sér stað.

Lífið