Inga Sæland fór á kostum í hvort myndir þú? Í síðasta þætti af Gott kvöld með þeim Benedikt Valssyni og Sverri Þór Sverrissyni mætti Inga Sæland formaður Flokks fólksins í spjall sem var heldur fróðlegt og skemmtilegt. Lífið 26.11.2025 15:02
Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Unnur Eggertsdóttir segist eiga í opinberum einhliða deilum við leikstjórann Quentin Tarantino eftir að hann dró upp mynd af íslenskum konum sem drykkfelldum og lauslátum í spjallþætti fyrir tuttugu árum. Vill hún meina að lýsingar Tarantino hafi hrint af stað bylgju karlkyns ferðamanna sem komu til Íslands og töldu sig eiga rétt á skyndikynnum. Lífið 26.11.2025 14:52
Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Frasinn „six-seven“ eða „sex-sjö“ hefur upp á síðkastið verið afar vinsæll meðal yngri kynslóðarinnar. Vinsældir frasans, sem virðist ekki hafa neina sérstaka merkingu, má rekja til mikillar útbreiðslu á samfélagsmiðlum og hafa krakkar og unglingar víða um heim tekið upp frasann sem þykir mikið notaður í þeirra daglega tali. Svo mikið er gripið til frasans að kennurum í skóla nokkrum í Tinglev í Danmörku þótti nóg um og hafa þeir gert tilraun til að lýsa yfir endalokum frasans. Lífið 26.11.2025 11:32
Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Við Lækjargötu í Hafnarfirði stendur hið glæsilega einbýlishús Þórsmörk. Húsið er 259 fermetrar að stærð á þremur hæðum og byggt árið 1927. Ásett verð er 199 milljónir króna. Lífið 25.11.2025 15:27
Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Þau Árni Páll, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, og Sandra Barilli mættu sem gestir í síðasta þátt af Ísskápastríðinu á fimmtudagskvöldið á Sýn. Lífið 25.11.2025 14:00
Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Sunna Ben Guðrúnardóttir, plötusnúður og ljósmyndari, og Andri Freyr Þorgeirsson, tónlistarmaður, létu pússa sig saman við litla og persónulega athöfn þann 22. nóvember síðastliðinn. Lífið 25.11.2025 13:39
Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Liðnir mánuðir hafa verið viðburðarríkir hjá Helga Ómarssyni, áhrifavaldi og ljósmyndara, sem hefur á skömmum tíma lokið þremur sérhæfðum námsleiðum tengdum heilsu og vellíðan. Um síðustu helgi útskrifaðist hann sem jógakennari frá Sólheimum, þar sem hann lærði Yoga Nidra. Lífið 25.11.2025 12:56
Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Axel Þór Eysteinsson er fjögurra stúlkna faðir og eiginmaður sem býr í Kópavogi. Lífið hefur verið gott en allir þurfa þó að takast á við eitthvað og segir Axel að hann hafi fengið kerfið til að takast á við. Lífið 25.11.2025 12:02
Theodór Elmar og Pattra í sundur Theodór Elmar Bjarnason, fyrrverandi fótboltamaður og aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá KR, og Pattra Sriyanonge, tískubloggari og markaðsstjóri gleraugnaverslunarinnar Sjáðu, eru hætt saman. Þau voru saman í sextán ár og eiga tvö börn saman. Lífið 25.11.2025 11:19
Kristján Guðmundsson látinn Kristján Guðmundsson myndlistarmaður er látinn, 84 ára að aldri. Hann var sjálflærður myndlistarmaður og einn stofnenda Gallerí SÚM. Hópurinn að baki SÚM olli straumhvörfum í íslenskri myndlistarsenu á sjöunda áratugnum. Lífið 24.11.2025 23:43
Simmi Vill í meðferð „Áfengi er hætt að vera gleðigjafi og ég hef notað það sem flóttaleið í stað þess að nálgast það af gleði og hvað þá hófsemi. Flóttaleiðirnar með áfengi hafa verið margvíslegar og engar af þeim leiðum hafa verið farsælar. Það hefur hvorki verið farsælt né heilsusamlegt, og því er þetta skref bæði rétt og tímabært.“ Lífið 24.11.2025 21:58
Sambærilegt því að spila með Real Madrid „Það var einhver utanaðkomandi pressa fannst mér um að það sem kæmi frá mér yrði að vera algjörlega stórkostlegt og ódauðlegt og það lamaði mig algjörlega,“ segir tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kárason sem hefur farið eigin leiðir og verið óhræddur við að ögra sér. Ari Bragi, sem er fyrrum spretthlaupari og afreksíþróttamaður, ræddi við blaðamann um ævintýralegt líf sitt í Danmörku þar sem hann vinnur með mörgu af fremsta tónlistarfólki Skandinavíu. Lífið 24.11.2025 20:00
Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Jill Freud, sem túlkaði hlutverk ráðskonu í breska forsætisráðuneytinu í kvikmyndinni Love Actually, lést 98 ára að aldri. Hún var einnig innblástur persónunnar Lucy í bókaröðinni um ævintýralandið Narníu. Lífið 24.11.2025 17:43
Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Jón Davíð Davíðsson, einn eigenda Húrra Reykjavíkur, Flateyjar pizzu og Yuzu, og Helga Sigrún Hermannsdóttir, einn eigenda Dóttur Skin, eru nýtt par. Lífið 24.11.2025 16:18
Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Athafnakonan og ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar, Aron Karlsson athafnamaður, hafa sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu. Húsið var byggt árið 1914 og hefur verið endurhannað að miklu leyti að innan, með tilliti til fagurfræðilegra atriða og nútímaþæginda. Ásett verð er 219 milljónir króna. Lífið 24.11.2025 15:45
Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Unnur Eggertsdóttir ber marga hatta. Hún er leikkona, söngkona, markaðssérfræðingur, upplýsingafulltrúi og nú TikTok stjarna sem hefur vakið athygli í Bandaríkjunum fyrir myndbönd sín sem fjalla fyrst og fremst um Ísland og íslenska menningu. Lífið 24.11.2025 14:53
Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Handboltasérfræðingurinn og endurskoðandinn Theodór Ingi Pálmason, betur þekktur sem Teddi Ponza, og unnusta hans, Anna Guðný Sigurðardóttir, viðskiptastjóri hjá Sýn, eignuðust stúlku þann 20. nóvember síðastliðinn. Stúlkan ákvað að flýta sér í heiminn og fæddist á bílastæðinu fyrir utan heimili þeirra í Kópavogi. Frá þessu greinir Theodór í færslu á samfélagsmiðlum. Lífið 24.11.2025 13:02
Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Útvarpskonan Kristín Ruth Jónsdóttir og Arnar Snær Pétursson, vöruhússtjóri flugfrakta hjá Icelandair, eru sjóðheitt par og hefur ástin blómstrað á milli þeirra síðastliðna mánuði. Lífið 24.11.2025 10:56
Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Fáir atburðir samtímans hafa skapað jafn mikla tortryggni og árásirnar 11. september 2001. Í mörgum samsæriskenningum eru bandarísk stjórnvöld sögð hafa annaðhvort skipulagt árásirnar eða vísvitandi látið þær gerast, til að fá átyllu til hernaðar í Írak. Lífið 24.11.2025 10:06
Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Það var líf og fjör hjá stjörnum landsins í liðinni viku og jólaandinn virðist vera farinn að svífa yfir vötnum. Konungleg heimsókn forsetans til London, skvísuferð til Parísar og jólastemning einkenndi liðna viku sem var bæði hátíðleg og viðburðarík. Lífið 24.11.2025 09:49
Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Spurning frá 37 ára konu: „Sæl Aldís, ég og maðurinn minn eigum tvö börn saman. Ég er í fullu starfi og upplifi mig bera uppi meirihluta húsverkanna. Ekki bara húsverk heldur líka allt þetta ósýnilega. Ég er alltaf með hausinn fullan af to-do listum. Löngun mín í kynlíf hefur aldrei verið minni, ekki af því að ég vilji ekki manninn minn, heldur af því að ég er útkeyrð. Hann skilur þetta ekki alveg og upplifir að ég hafi misst áhugann á honum. Hvernig útskýri ég fyrir honum að verkaskiptingin og endalausi to-do listinn hefur áhrif á kynlöngun mína og hvað getum við gert í þessu saman?” Lífið 23.11.2025 20:02
Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi „Það eru rosalega margir kostir sem fylgja því að búa úti á landi. Einn af þeim er allt stressið sem maður losnar við. Lífið í sveitinni er hægara en mér finnst það samt vera innihaldsríkara á svo margan hátt,“ segir Hugrún Sigurðardóttir, 28 ára bóndi í Eystri- Pétursey í Mýrdalshreppi, en hún hefur slegið í gegn á Tiktok að undanförnu þar sem hún veitir fylgjendum sínum innsýn í daglegt líf í sveitinni. Lífið 23.11.2025 20:02
Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Fjórir íslenskir kórar í Kaupmannahöfn héldu í gær jólatónleika í Kristjánsborgarhallarkirkjunni sem Benedikta prinsessa sótti meðal annarra. Lífið 23.11.2025 17:46
Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Latibær fagnar þrjátíu ára afmæli sínu í Háskólabíói í janúar og býður börnum og fjölskyldum þeirra að fagna með sér. Nú hefur hulunni verið svipt af því hverjir það eru sem fara með hlutverk persónanna sígildu. Lífið 23.11.2025 13:38