Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fékk veipeitrun

Fraser Olender, þekktur fyrir þátttöku í raunveruleikaþáttunum Below Deck, fékk nýlega hjartaáfall sem hann rekur til veipeitrunar. Hann kveðst þakklátur fyrir að vera á lífi og hvetur alla sem enn nota rafrettur að hugsa sig tvisvar um. 

Lífið
Fréttamynd

Róandi skýjadansari er litur ársins 2026

Litafyrirtækið Pantone hefur valið lit ársins 2026 en að þessu sinni varð hvítleiti liturinn PANTONE 11-4201 fyrir valinu. Sá heitir á ensku Cloud Dancer sem mætti þýða sem Skýjadansari.

Lífið
Fréttamynd

Mortal Kombat-stjarna látin

Japansk-bandaríski leikarinn Cary-Hiroyuki Tagawa, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í Mortal Kombat-myndunum og James Bond-myndinni Licence to Kill, er látinn. Hann varð 75 ára.

Lífið
Fréttamynd

Hafði leitað árangurs­laust að blóðföður sínum í ára­tugi

Eftir að Hulda Birna Hólmgeirsdóttir Blöndal hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi ákvað hún loks að útvíkka leitina og tilkynnti á Facebook í lok árs 2012 að hún ætlaði nú að reyna finna föður sinn í eitt skipti fyrir öll, orðin fárveik af nýrnasjúkdómi og þar með fór boltinn að rúlla.

Lífið
Fréttamynd

Stjórn­mála­menn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austur­bæ

Skinkur, hnakkar og skoðanaglaðir stjórnmálamenn létu sig ekki vanta á lifandi sýningu hlaðvarpsins Komið gott í Austurbæjarbíói í gær. Ef marka má samfélagsmiðla stóð opnunaratriðið upp úr þar sem þær stöllur dönsuðu við Boney M með Magnúsi Ragnarssyni og hinum ýmsu stjórnmálamönnum.

Lífið
Fréttamynd

„Ég er pínu meyr í dag“

Söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir og eiginmaður hennar, Sveinbjörn Enoksson, fögnuðu í gær 25 ára sambandsafmæli með því að hefja tónleikaferðalag í kringum landið. Guðrún skrifaði fallega færslu í tilefni tímamótanna.

Lífið
Fréttamynd

Ör­lög Ísrael í Euro­vision ráðast á aðal­fundi sem hefst í dag

Við Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, blasir barátta fyrir framtíð keppninnar á fundi sem markar „vatnaskil“ sem hefst í Genf í Sviss í dag. Svo er því lýst í umfjöllun BBC í dag en viðbúið er að örlög Ísrael í keppninni verði ráðin á fundinum. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hefur sett fyrirvara um þátttöku í keppninni þar til fyrir liggur niðurstaða um hvað skal gera vegna Ísrael.

Lífið
Fréttamynd

Erum við of heimsk til að nota gervi­greind?

Ég var á leiðinni í göngutúr í vikunni og vantaði hlaðvarp til að hlusta á. Ég bað ChatGPT um meðmæli. Gervigreindarforritið var ekki lengi að grafa upp hlekki á fimm áhugaverð hlaðvörp um efni sem ég hafði tilgreint, birta um þau útdrátt og tilvitnanir í viðmælendur.

Lífið
Fréttamynd

Fannar leitaði lengi að transbrauði

Gott kvöld hélt áfram göngu sinni síðastliðið föstudagskvöld. Góðir gestir á borð við Gísla Örn Garðarsson leikstjóra, Hildi Völu Baldursdóttur leikkonu og Helga Seljan blaðamann komu í settið. 

Lífið
Fréttamynd

„Mamma, ég gat þetta“

Magnús Orri Arnarson er handhafi Hvatningarverðlauna ÖBÍ réttindasamtaka árið 2025. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhenti honum verðlaunin við hátíðlega athöfn á Hótel Reykjavík Grand í dag.

Lífið
Fréttamynd

Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára

Bergþóra Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur á TikTok, segist hafa verið svo langt leidd af kaupfíkn að hún faldi kvittanir í Cheerios-pökkum. Hún hefur sett sig í kaupbann þar sem eiginmaðurinn þarf að gefa grænt ljós á öll innkaup. Hún opnaði sig um kaupfíkn á samfélagsmiðlinum og ræddi áskorunina nánar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár

Árið sem er senn á enda var gróskumikið í tónlist og hlaðvörpum hérlendis enda okkar litla eyja stútfull af hæfileikafólki. Gaman er að skoða hvaða tónlistarmenn Íslendingar hlustuðu mest á og sömuleiðis hvað heimsbyggðin hlustaði á.

Lífið
Fréttamynd

„Mig langar að elska þig alla daga, ævi­langt“

„Minn dásamlegi og fallegi eiginmaður á afmæli í dag – mig langar að elska þig alla daga, ævilangt. Lífið með þér er eitt stórt ævintýri þar sem hver og einn kafli er fullur af spennandi verkefnum, gleði, hlátri, óvæntum augnablikum og ómældri ást.“

Lífið
Fréttamynd

Siggi Ingvars og Alma Finn­boga fjölga sér

Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson er enn og aftur að verða afi og er mikið barnalán í kringum fjölskylduna. Sonur hans og sömuleiðis leikarinn Sigurður Ingvarsson og sambýliskona hans, viðskiptafræðingurinn Alma Finnbogadóttir, eiga von á barni.

Lífið
Fréttamynd

Tals­maður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk

Poppstjarnan Sabrina Carpenter sagðist ekki vilja að tónlist hennar yrði notuð í „illu og ógeðslegu“ myndbandi innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna og var þá svarað fullum hálsi. Talsmaður Hvíta hússins sagði ríkisstjórnina ekki myndu biðjast afsökunar á því að senda hættulega glæpamenn úr landi.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lensk raunveruleikastjarna í Sví­þjóð: „Þetta var fokking erfitt, sér­stak­lega fyrir líkamann“

Ágúst Örn Helgason keppir í nýjustu seríu sænska Survivor. Tökurnar í Filippseyjum reyndu á líkamlega og horaðist Ágúst um tólf kíló. Pínan setti í samhengi hvað Ágúst elskar heitt unnustu sína, vinnu og heimili. Hann keppti fyrir tveimur árum í ástarþáttunum Married at First Sight og er því tvöföld raunveruleikastjarna í Svíþjóð.

Lífið