Vance á von á barni JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og Usha Vance, eiginkona hans og lögfræðingur, eiga von á sínu fjórða barni. Lífið 20.1.2026 20:57
Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Þakið ætlaði að rifna af ÍR höllinni um helgina þegar Breiðhyltingar héldu þorrablót með miklum stæl. Borgarstjóraefni létu sig ekki vanta og upprunalegi Breiðholts-rapparinn Emmsjé Gauti tryllti lýðinn. Lífið 20.1.2026 20:00
Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Raunveruleikastjarnan Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, birti á TikTok í gær skjáskot af samskiptum sínum við ónefndan knattspyrnumann. Viðkomandi segist þar eiga kærustu og sé ekki samkynhneigður en vilji samt hitta Binna aftur til að sofa hjá honum. Lífið 20.1.2026 13:15
Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Brooklyn Beckham, frumburður Davids og Victoriu Beckham, birti langa færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann sakar foreldra sína um lygar og pretti til þess að viðhalda fullkominni ímynd fjölskyldunnar. Þá hafi þau verið illviljuð gagnvart eiginkonu Brooklyn. Lífið 19.1.2026 20:45
Fagna tíu árum af ást Heimsfræga og stundum umdeilda ofurparið Meghan Markle og Harry Bretaprins fagna tíu árum af ást í ár. Þegar þau felldu hugi saman átti bókstaflega allt eftir að breytast í lífi þeirra en ástin virðist blómstra sem aldrei fyrr. Lífið 19.1.2026 16:03
Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Í síðasta þætti af Gott kvöld skellti Sveppi sér í Kringluna með borgarstjóranum Heiðu Björgu Hilmisdóttur til þess eins að athuga hvort almenningur viti hver hún er. Lífið 19.1.2026 14:01
Aron Mola ástfanginn í bíó Rappararnir Ízleifur og Flóni buðu fjölda frægra í bíó um helgina þar sem þeir frumsýndu sjóðheitt tónlistarmyndband við nýja lagið þeirra Síróp. Meðal gesta voru Aron Mola og frúin hans Erla Lind, Birgitta Líf og Ásthildur Bára. Lífið 19.1.2026 13:03
Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Ásta Sigurðardóttir ævintýrakona fór fyrir fáeinum árum til Sikileyjar til að skoða einnar evru hús, en endaði á því að kaupa sér ekki hús á eina evru. Enda sá hún fram á að það yrði á endanum dýrara og tímafrekara að gera einnar evru hús íbúðarhæft, heldur en að kaupa dýrari eign. Sem hún gerði og hefur nú gert upp stórt hús í hjarta Salemi, sem er fjallaþorp á miðri Sikiley. Lífið 19.1.2026 12:00
Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Norski tónlistarmaðurinn Alexander Rybak verður meðal þátttakenda í norsku söngvakeppninni Melodi Grand Prix, undankeppni Norðmanna fyrir Eurovision sem fer fram í Austurríki í vor. Þannig leitast Rybak við að verða fulltrúi Noregs í þriðja sinn, en sautján ár eru síðan hann vann Eurovision með nokkrum yfirburðum árið 2009, þegar Jóhanna Guðrún hafnaði í öðru sæti fyrir Ísland. Önnur þekkt norsk hljómsveit hefur hin vegar dregið sig úr undankeppninni bandið vill ekki stíga á svið samhliða fulltrúa Ísraels. Lífið 19.1.2026 11:59
Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir og fjölda opinberra skýrslna hefur ekki enn tekist að ráða gátuna um hið svokallaða Havana-heilkenni. Hundruð starfsmanna í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna hafa lýst lamandi svima, nístandi höfuðverk, suði í eyrum og minnistruflunum. Málið er enn óleyst ráðgáta sem heldur áfram að næra sögur um dularfull vopn og leynilegar tilraunir stórvelda. Lífið 19.1.2026 10:33
Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Janúarmánuður siglir áfram með blíðviðrisdögum og brjáluðum norðurljósum í bland við nokkrar lægðir. Nú er tími þorrablóta, glimmers og mikils partýstands en stjörnur landsins eru líka duglegar að hafa það náðugt heima fyrir eða skella sér í heitar laugar og birta bossamyndir. Lífið 19.1.2026 07:00
„Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Nýju ári, líkt og mörgum öðrum tímamótum, fylgir oft löngun til að gera hlutina öðruvísi eða betur. Mörg bera með sér von um að þetta verði árið þar sem eitthvað loksins breytist. Kynlíf er þar engin undantekning. Lífið 18.1.2026 19:01
Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Grínistinn Greipur telur nokkuð víst að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ruglast á Grænlandi og Íslandi. Hann vilji ekki í rauninni eignast Grænland heldur Íslands vegna þess hvernig víkingarnir nefndu löndin til að gabba fólki. Lífið 18.1.2026 10:41
„Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Thelma Karen Kvaran Bjarnfinnsdóttir og eiginmaður hennar, Úlfur Kvaran, eru bæði arfberar af SMA, sjaldgæfum og illvígum erfðasjúkdómi sem þau höfðu aldrei heyrt um fyrr en hann varð hluti af þeirra eigin lífi. Á stuttum tíma misstu þau tvö börn sem bæði erfðu sjúkdóminn og komu andvana í heiminn. Lífið 18.1.2026 08:01
Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina. Lífið 18.1.2026 06:02
Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur undir listamannanafninu Auður, hefur sett fallega íbúð sína í austurbænum á sölu. Um er að ræða miðbæjarperlu sem Auðunn segist meyr að skilja við. Lífið 17.1.2026 15:48
Skautafjör á Laugarvatni í dag Fjöldi fólks er nú kominn saman á Laugarvatni því þar fer fram svokallað „Skautafjör” þar sem ungir sem aldnir koma saman og skauta á vatninu. Skautar verða til útláns fyrir þá, sem ekki eiga skauta. Lífið 17.1.2026 12:01
Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 17.1.2026 06:02
Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Jónína Þórdís Karlsdóttir, körfuboltakona hjá Ármanni og lögfræðingur Húseigendafélagsins, og Viktor Karl Einarsson, knattspyrnumaður hjá Breiðabliki og eigandi Zantino Suits, keyptu 243 fermetra einbýlishús við Sléttahraun 14 í Hafnarfirði. Ásett verð var 169,9 milljónir en þau keyptu það á 161,5 milljónir króna. Lífið 16.1.2026 13:45
Svona heldur Rakel sér unglegri Frumkvöðullinn og athafnakonan Rakel Halldórsdóttir er með þrjár háskólagráður og meðal annars gráður frá Harvard í Bandaríkjunum og einnig frá Milano á Ítalíu. Rakel vakti mikla athygli og aðdáun þegar hún stofnaði einn af fyrstu bændamörkuðunum í Reykjavík, markaðinn og heilsuverslunina Frú Laugu. Lífið 16.1.2026 12:03
Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Útvarpsþátturinn Jaime og Gúmmí, undir stjórn áhrifavaldanna Patreks Jaime og Guggu í gúmmíbát, hefur göngu sína á FM957 í dag. Þátturinn verður í beinni útsendingu alla föstudaga milli 14 og 16. Lífið 16.1.2026 11:43
„Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Fjarvera áhrifavaldsins Sólrúnar Diego í 35 ára afmæli Gurríar Jónsdóttur snyrtifræðings á Tenerife síðustu helgi vakti athygli enda þær miklar vinkonur. Sólrún er nú komin til Ítalíu í skíðaferð með fjölskyldunni. Lífið 16.1.2026 11:03
„Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Dagmar Öder er ung og upprennandi söngkona. Það má segja að tónlistin hafi bankað upp á sem leið til að vinna úr mikilli sorg. En faðir Dagmarar lést úr krabbameini árið 2015, aðeins 52 ára gamall. Þá var Dagmar 17 ára. Faðir hennar, Einar Öder, var einn færasti knapi landsins og ólst Dagmar upp á hestabúgarði fjölskyldunnar, Halakoti, rétt fyrir utan Selfoss. Lífið 16.1.2026 10:00
„Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Jakob Birgisson, grínisti og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, tók sinn síðasta nikótínpúða fyrir tveimur dögum og er hættur neyslu þeirra eftir að hafa verið háður þeim síðan í menntaskóla. Jakob tilkynnti ákvörðunina með sérstöku TikTok-myndbandi og fór síðan yfir bindindið í morgunútvarpi Rásar tvö í morgun. Lífið 15.1.2026 13:01