Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Spurning frá 37 ára konu: „Sæl Aldís, ég og maðurinn minn eigum tvö börn saman. Ég er í fullu starfi og upplifi mig bera uppi meirihluta húsverkanna. Ekki bara húsverk heldur líka allt þetta ósýnilega. Ég er alltaf með hausinn fullan af to-do listum. Löngun mín í kynlíf hefur aldrei verið minni, ekki af því að ég vilji ekki manninn minn, heldur af því að ég er útkeyrð. Hann skilur þetta ekki alveg og upplifir að ég hafi misst áhugann á honum. Hvernig útskýri ég fyrir honum að verkaskiptingin og endalausi to-do listinn hefur áhrif á kynlöngun mína og hvað getum við gert í þessu saman?” Lífið 23.11.2025 20:02
Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi „Það eru rosalega margir kostir sem fylgja því að búa úti á landi. Einn af þeim er allt stressið sem maður losnar við. Lífið í sveitinni er hægara en mér finnst það samt vera innihaldsríkara á svo margan hátt,“ segir Hugrún Sigurðardóttir, 28 ára bóndi í Eystri- Pétursey í Mýrdalshreppi, en hún hefur slegið í gegn á Tiktok að undanförnu þar sem hún veitir fylgjendum sínum innsýn í daglegt líf í sveitinni. Lífið 23.11.2025 20:02
Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Fjórir íslenskir kórar í Kaupmannahöfn héldu í gær jólatónleika í Kristjánsborgarhallarkirkjunni sem Benedikta prinsessa sótti meðal annarra. Lífið 23.11.2025 17:46
Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Samfélagsmiðillinn X hefur eytt fjölda færslna gervigreindarspjallmennisins Grok þar sem Elon Musk er lýst sem gáfaðasta og hraustasta manni heims. Musk sagði að spjallmennið hefði verið mistnotað með „fjandsamlegum kvaðningum“ til að fá það til að segja alltof jákvæða hluti um hann. Lífið 21.11.2025 17:31
Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Íslenskum tölvuleikjaiðnaði verður gert hátt undir höfði um helgina en á laugardag safnast íslensk tölvuleikjafyrirtæki saman og bjóða áhugasömum Íslendingum að kynna sér leiki, bæði þá sem hafa þegar verið gefnir út og þá sem eru í vinnslu. Samhliða þessu verður íslenskum tölvuleikjum gert hátt undir höfði á Steam sem er stærsti leikjavettvangur í heimi og lykilaðili í dreifingu og sölu tölvuleikja. Lífið 21.11.2025 15:54
Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Listaparið Leifur Ýmir Eyjólfsson og Katrína Mogensen hafa sett 170 fermetra einbýlishús við Hafnagötu í Höfnum á sölu. Húsið var byggt árið 1929 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar arkitekts en hefur verið mikið endurnýjað á liðnum árum. Ásett verð er 69,9 milljónir. Lífið 21.11.2025 15:24
Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Garpur Ingason Elísabetarson skellti sér fyrir Ísland í dag til Akureyrar á dögunum til að heimsækja nýtt klifurhús sem var að opna hérna ekki löngu síðan. Lífið 21.11.2025 13:00
Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Grínistinn Björn Bragi Arnarsson segist hafa tekið sér pásu frá áfengi sem hefur nú staðið yfir í rúmt eitt og hálft ár. Hann sakni ekki kvíðans og þunglyndisins sem fylgdu gjarnan dagana eftir drykkju. Lífið 21.11.2025 11:31
Allt um brjóstastækkun Simone Biles Bandaríska fimleikakonan Simone Biles er óhrædd við að hleypa fylgjendum sínum inn í líf sitt. Í nýlegu TikTok-myndbandi deildi hún ítarlegum upplýsingum um brjóstastækkunina sem hún gekkst undir í júní á þessu ári eftir fyrirspurnir frá fylgjendum. Lífið 21.11.2025 11:01
„Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breytingar á reglum um atkvæðagreiðslu í Eurovision og kynningu laga eru skref í rétta átt en enn hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvort Ísland muni taka þátt eða ekki í keppninni á næsta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum útvarpsstjóra til fréttastofu en Ísland hefur til 10. desember til að tilkynna af eða á um þátttöku. Lífið 21.11.2025 10:49
Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur kynnt ýmsar nýjar reglur um atkvæðagreiðslu og kynningu laga sem taka þátt í Eurovision sem eiga að tryggja hlutleysi. Reglurnar verða ræddar á fundi þátttökuþjóða í desember og eru viðbragð við áhyggjum margra þjóða af afskiptum Ísraela af atkvæðagreiðslu í fyrra. Lífið 21.11.2025 09:29
Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Guðmundur Birki Pálmason, kírópraktor og eigandi umboðsskrifstofunnar Atelier Agency, fór ásamt unnustu sinni, Línu Birgittu Sigurðardóttur, og áhrifavöldum Atelier í árshátíðarferð til Akureyrar um síðustu helgi. Lífið 21.11.2025 09:19
Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 voru veittar við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Þrjár lóðir hlutu þar viðurkenningu fyrir að vera fyrirmyndarlóðir og þá fengu þrjú hús viðurkenningu fyrir vandaðar endurbætur á eldri húsum. Lífið 21.11.2025 08:12
Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Hin mexíkóska Fátima Bosch Fernández, ungfrú Mexíkó, sigraði í nótt fegurðarkeppnina Ungfrú alheimur, Miss Universe 2025, sem fram fór í Taílandi. Í aðdraganda keppninnar vakti það sérstaklega athygli þegar taílenskur framkvæmdastjóri keppninnar úthúðaði Bosch Fernández og sigaði gæslunni á hana. Lífið 21.11.2025 07:40
Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir fagnar sextíu ára afmæli sínu í dag. Hún er fortíðin, samtíðin og framtíðin segir Bríet. Ferillinn talar sínu máli hjá Björk sem hefur nýtt frægð sína til að berjast fyrir náttúruvernd og taka upp hanskann fyrir lítilmagnann. Frægðin hefur hins vegar alls ekki alltaf verið dans á rósum. Lífið 21.11.2025 06:31
„Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Kanadíski leikarinn Spencer Lofranco er látinn, 33 ára að aldri. Lofranco var þekktastur fyrir að leika son John Travolta í kvikmyndinni Gotti. Hann lést 18. nóvember í Bresku Kólumbíu í Kanada. Dánarorsök liggur ekki fyrir og er andlát hans til rannsóknar samkvæmt erlendum miðlum. Lífið 20.11.2025 23:17
Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Rannsóknasetur verslunarinnar hefur tilkynnt að jólagjöf ársins sé praktísk gjöf sem skilur eitthvað eftir sig. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að um óvanalega gjöf sé að ræða en hún fylgi samt sem áður tíðarandanum. Lífið 20.11.2025 18:28
Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir fund sinn með Karli 3. Bretakonungi hafa verið „ánægjulegan“. Það segir Halla í færslu á Facebook þar sem hún birtir einnig mynd af sér með konunginum. Halla hitti konunginn í Buckinham-höll í London. Lífið 20.11.2025 17:59
Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Ari Edwald, lögfræðingur og fyrrverandi forstjóri Mjólkursamsölunnar, hefur fest kaup á íbúð í fjölbýlishúsi í Þorraholti í Garðabæ. Sonur hans, lögfræðingurinn Páll Edwald, keypti íbúð í sama húsi ásamt kærustu sinni, Selmu Eir Hilmarsdóttur læknanema. Stigagangarnir eru hlið við hlið en húsið er fyrsta fjölbýlishúsið sem er fullbúið í nýju hverfi Hnoðraholts. Lífið 20.11.2025 16:02
Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Jón Már Sigurþórsson var fimm ára þegar hann var fjarlægður af heimili móður sinnar eftir mikla vanrækslu og óviðunandi aðstæður og ólst upp hjá uppeldisföður sínum sem aldrei hafði ritað undir faðernisviðurkenningu. Lífið 20.11.2025 15:00
Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Ungfrú Jamaíka fékk harkalegan skell þegar hún datt af sviðinu í undankeppni Ungfrúar alheims í Taílandi í gær. Hún var borin á sjúkrabörum af vettvangi og flutt á sjúkrahús. Lífið 20.11.2025 14:29
Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og söngkonan Sandrayati eignuðust dreng þann 29. september síðastliðinn. Hjónin greindu frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Lífið 20.11.2025 14:01
Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Steinunn Gestsdóttir er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi aðstoðarrektor skólans. Lífið lék við hana þar til hún fékk Covid fyrir fimm árum síðan. Hún hefur glímt við „Long Covid“, eða langvinn einkenni Covid, allar götur síðan. Lífið 20.11.2025 11:01
Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ „Ég byrjaði þetta ár á ábyggilega versta stað sem ég hef nokkurn tíma verið á í lífinu,“ skrifar Elenora Rós Georgesdóttir, bakari og metsölubókarhöfundur, í einlægri færslu á Instagram. Þrátt fyrir erfiðleikana segir hún að reynslan hafi verið falleg og markað upphafið að því sem framundan er. Lífið 20.11.2025 10:45