Tónlist

Fréttamynd

Einn heitasti plötu­snúður í heimi á leið til landsins

Það er stöðugt líf og fjör í skemmtanalífinu í Reykjavík og því slær ekki slöku við. Breski plötusnúðurinn Notion er væntanlegur til Íslands næsta vetur og mun troða upp á klúbbnum Auto en hann þykir einn af vinsælustu plötusnúðum heimsins í dag.

Tónlist

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Nauð­syn­legt að gera upp for­tíðina

„Ég áttaði mig á því að það væri tímasóun að trúa ekki á sjálfa mig, það skemmir bara fyrir manni sjálfum,“ segir tónlistarkonan Silja Rós sem var að senda frá sér plötuna Letters from my past. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og listina.

Tónlist
Fréttamynd

Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985

„Ég var pínu stressaður um að afi myndi snúa sér í gröfinni en svo þegar ég sé að það er verið að spila þetta í kirkjum og fermingum þá veit ég að hann yrði mjög ánægður,“ segir útvarpsmaðurinn, hlaðvarpsstjórnandinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal, jafnan þekktur sem Auddi Blö. Lagið hans „Hver er sá besti“ er eitt allra vinsælasta lagið í dag og sagan á bak við það er heldur betur einstök.

Tónlist
Fréttamynd

Fimm­tán ára og gefur út frum­samda plötu

„Ég fæ alltaf svakalega dellu fyrir hlutum og tek tímabil þar sem ég er óstöðvandi í að semja tónlist,“ segir ungstirnið Urður Óliversdóttir sem notast við listamannsnafnið Undur. Urður, sem er í tíunda bekk, var að gefa út sína fyrstu breiðskífu og stefnir langt í heimi tónlistarinnar.

Tónlist
Fréttamynd

Elti ástina til Ís­lands

„Í hvert skipti sem ég skapa þá reyni ég að byggja brú á milli ólíkra hluta, ólíkra menninga og hugmynda, því í kjarnann er ég þannig listamaður,“ segir tónlistarmaðurinn Sonny Bouraima, sem notast við listamannsnafnið snny og var að senda frá sér plötuna caféradio.

Tónlist
Fréttamynd

„Þetta er allt partur af plani hjá guði“

„Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina.

Tónlist
Fréttamynd

Eyddi ung­lings­árunum inni í þvotta­húsi

Tónlistarmaðurinn og gítarsnillingurinn Reynir Snær hefur unnið með flestöllum stórstjörnum landsins en hefur undanfarið verið að vinna að sóló verkefni. Hann frumsýnir hér tónlistarmyndband við sitt fyrsta lag sem sækir meðal annars innblástur í hans uppáhalds veitingastað, Fönix.

Tónlist
Fréttamynd

Sækir inn­blásturinn í rúss­nesku ræturnar

Tónlistarmaðurinn Daniil gefur út þriðju plötuna sína næstkomandi föstudag. Hann hefur vakið mikla athygli í íslensku tónlistarlífi og unnið með kanónum á borð við Friðrik Dór, Jóhann Kristófer og dönsku stjörnuna Ussel.

Tónlist
Fréttamynd

Í skýjunum með að vera fyrstir

„Við erum í raun aldrei stressaðir fyrir neinu,“ segja Væb bræðurnir Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson sem eru nú á fullu að undirbúa sig fyrir Eurovision í vor. Strákar stíga fyrstir á svið og segjast í skýjunum með það.

Tónlist
Fréttamynd

Varð að fara gubbandi í Herjólf

GDRN þurfti að svara ýmsum óþægilegum spurningum frá Andra Björns útvarpsmanni á FM957 í Víkinni. Hún segir meðal annars frá degi þar sem hún tók þrjú gigg sama daginn, eitt þeirra í Eyjum þannig að tónlistarkonan varð að fara gubbandi í Herjólf.

Tónlist
Fréttamynd

Aldrei fór ég suður í endur­bættri út­gáfu

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fagnaði tuttugu ára afmæli sínu á páskunum í fyrra. Fyrsta hátíðin var haldin í bríaríi í sushiverksmiðju á Ísafirði árið 2004, þar sem hátíðarhaldarar höfðu ekki miklar áætlanir og settu upp tjöld til einnar nætur. Nú er hátíðin hins vegar orðin fjölskylduvæn tónlistarveisla og er að hefja sinn þriðja áratug með endurbættri ásýnd.

Tónlist
Fréttamynd

Lærði að byggja sig upp og elska úr fjar­lægð

„Í dag getur maður verið þakklátur fyrir alla þessa lífsreynslu en þetta var gríðarlega erfitt,“ segir tónlistarmaðurinn Arnór Dan sem á að baki sér langa og magnaða sögu. Síðastliðin ár hafa verið bæði viðburðarík og krefjandi hjá honum þar sem hann hefur þurft að taka nokkur skref aftur á bak til þess að hlúa að sjálfum sér og ná áttum. Blaðamaður ræddi við Arnór á einlægum nótum.

Tónlist
Fréttamynd

Út­skrifaðist úr verk­fræði og gerðist tón­listar­maður

„Ég gat komið sjálfum mér á framfæri og var alltaf með gítarinn í skottinu hvert sem ég fór,“ segir tónlistarmaðurinn og rekstrarverkfræðingurinn Andri Þór Hjartarson. Tónlistin hefur átt hug og hjarta hans frá ungum aldri og um áramótin tók hann þá ákvörðun að segja upp starfi sínu sem rekstrarstjóri og kýla á tónlistardrauminn. Blaðamaður ræddi við Andra Þór.

Tónlist
Fréttamynd

Dusta rykið af danssokkunum

„Við erum algjört rólyndisfólk utan sviðs, svo umbreytumst við bara í partýdýr á tónleikum,“ segir listakonan Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Milkywhale. Sveitin var að senda frá sér tónlistarmyndband við lag sem einblínir á að draga djúpa andann og dansa í núinu.

Tónlist
Fréttamynd

Daniil og Birnir í eina sæng

„Birnir hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum,“ segir rapparinn og ungstirnið Daniil en hann og Birnir voru að senda frá sér lagið Hjörtu. Lagið er unnið í samvinnu við pródúsentinn Matthías Eyfjörð, sem er jafnframt litli bróðir íslensku stórstjörnunnar GDRN.

Tónlist
Fréttamynd

„Frelsi til að gera allt sem þig langar til“

Tónlistarmaðurinn Darri Tryggvason, betur þekkur undir listamannsnafninu Háski, var að gefa út lagið Meira frelsi. Lagið sækir innblástur í lag af sama nafni sem sveitin Mercedez Club gerði ódauðlegt fyrir tæpum tveimur áratugum síðan.

Tónlist
Fréttamynd

Þessi eru til­nefnd til Ís­lensku tón­listar­verð­launanna

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna hafa nú litið dagsins ljós. Tilkynnt var um tilnefningarnar á veitingahúsinu Jómfrúnni við Lækjargötu en staðurinn hlaut einmitt verðlaun fyrir tónlistarviðburð ársins í fyrra. Tilnefnt er fyrir hljómplötur, lög og tónverk, flutning, söng, tónlistargrafík og -myndbönd, upptökustjórn og textagerð.

Tónlist
Fréttamynd

Bein út­sending: Til­nefningar til Ís­lensku tón­listar­verð­launanna

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2025 verða kunngjörðar á veitingahúsinu Jómfrúnni upp úr kl. 16.00 í dag. Þá kemur það í ljós hvaða verkefni, einstaklingar og hópar það eru sem hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir hið gjöfula ár 2024. Tilnefnt er fyrir hljómplötur, lög, tónverk, flutning, söng, tónlistargrafík og -myndbönd, upptökustjórn og textasmíðar.

Tónlist