Fjarsambandinu loksins lokið „Við höfum ekki verið feimnir við að feta ótroðnar slóðir í gegnum tíðina,“ segja þeir Daníel Óskar og Kolbeinn Sveinsson sem saman mynda drengjakórinn Sprite Zero Klan. Strákarnir hafa verið í smá dvala undanfarin misseri en Daníel elti ástina til Slóvakíu á meðan Kolbeinn hefur verið að sinna leiklistinni í Listaháskólanum. Tónlist 3.9.2025 11:30
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Hljómsveitin Valdimar hefur gefið út sitt fyrsta lag í heil sjö ár en það hefur þó ekki gengið þrautarlaust. Lagið heitir Lungu og er myndbandið við lagið frumsýnt hér á Vísi. Tónlist 3.9.2025 09:00
Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Tónlistarhátíðin Extreme Chill fer fram í sextánda sinn í Reykjavík dagana 3.-7. september. Meðal listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár eru John Maus, Romeo Poirier, Antonina Nowacka og Patricia Wolf. Hátíðin fer fram á sex stöðum í miðbænum og verður skemmtistaðurinn Húrra enduropnaður sérstaklega fyrir hátíðina. Tónlist 1.9.2025 20:03
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist 28.8.2025 09:46
„Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ „Ég leyfði mér að vinna hratt þegar ég gerði þessa plötu. Ég var ekki stoppa og pæla of mikið heldur bara að treysta eyranu, líkamanum og tilfinningunni,“ segir tónlistarkonan Gugusar sem gaf nýverið út plötu og stendur fyrir allsherjar partýtónleikum á Auto í lok júlí. Tónlist 15.7.2025 10:02
Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Textar poppstjörnunnar Justin Bieber á plötunni Swag, sem hann sendi óvænt frá sér í dag, gefa rækilega í skyn að hjónaband hans og ofurfyrirsætunnar Hailey Bieber hafi staðið höllum fæti. Orðrómar þess efnis hafa verið áberandi meðal aðdáendahóps Bieber að undanförnu. Tónlist 11.7.2025 17:09
Borgin býður í tívolíveislu Á þriðjudögum í sumar býður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn á fjölskyldutónleika, svokallaða tívolítónleika. Einvalalið tónlistarfólks kemur fram á hátíðinni, þar á meðal Una Torfa Emmsjé Gauti og Maron Birnir. Tónlist 11.7.2025 12:47
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan hefur tilkynnt um strangt símabann á tónleikaröð sinni á Bretlandseyjum og Írlandi. Tónleikagestum verður gert að koma símunum sínum fyrir í læsanlegum pyngjum sem ekki verður hægt að opna fyrr en að tónleikum loknum. Tónlist 11.7.2025 10:42
„Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Patrik og Luigi eru mættir aftur saman með splunku nýjan sumarsmell sem heitir Gef þér allt en þeir frumsýna tónlistarmyndbandið hér í pistlinum. Tónlist 10.7.2025 11:32
Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Steinar Orri Fjeldsted, einn meðlima rappsveitarinnar Quarashi, segir ekkert annað hafa komið til greina en að sveitin sameinaðist eftir áratugarhlé þegar boð barst frá Lopapeysunni á Akranesi. Allir meðlimir sveitarinnar eiga þangað rætur að rekja og lofar hann miklu stuði í kvöld. Tónlist 5.7.2025 14:08
„Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ „Mér finnst rosalega gott að geta verið sjálfstæð og ég verð að feta mína eigin leið, ég hef alltaf haft svolitla þörf fyrir það,“ segir hin nítján ára gamla söngkona og rísandi stjarna Klara Einarsdóttir. Klara er gríðarlega jákvæð að eðlisfari og á ekki langt að sækja tónlistarástríðuna en blaðamaður ræddi við hana um listina og lífið. Tónlist 1.7.2025 20:02
Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Forsala 2.000 miða á KALEO- tónleikana Vor í Vaglaskógi hófst klukkan 12.00 á hádegi í dag og seldust allir miðarnir upp á innan við einni mínútu. Tónlist 1.7.2025 14:26
Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Tónlistarparið Júlí Heiðar og Þórdís Björk hafa sent frá sér ábreiðu af Ástardúett, ódauðlegu lagi Stuðmanna, í nýrri og poppaðri útgáfu. Tónlist 23.6.2025 16:19
Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Tónlistarfólkið Una Torfadóttir og Hafsteinn Þráinsson trúlofuðu sig á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður um páskana. Í sumar halda þau í tónleikaferðalag um allt land vopnuð aðeins tveimur gíturum. Tónlist 22.6.2025 10:02
Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Knattspyrnu- og tónlistarmaðurinn Logi Tómasson, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi, gaf út lagið LYFTESSU í dag í samstarfi við rapparann Saint Pete. Ágúst Karel og Jóhann Ágúst eru taktsmiðirnir. Tónlist 20.6.2025 13:25
Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Ástralski tónlistamaðurinn Nick Cave hefur upplýst að hann hafi hafnað því að vinna með breska söngvaranum Morrissey að lagi sem Cave lýsir sem „langloku“ gegn „vók“. Lag Morrissey hafi verið óþarflega ögrandi og „svolítið kjánalegt“. Tónlist 18.6.2025 10:39
Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Lóu, tónlistar- og matarhátíð sem átti að fara fram í Laugardal um helgina, hefur verið aflýst. Tónlist 17.6.2025 07:17
Eltir draumana og þarf að færa fórnir „Lagið var samið daginn fyrir þriggja ára afmæli sonar míns. Það leit allt út fyrir að ég myndi missa af því sökum óveðurs,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson sem var að senda frá sér lagið Á leiðinni. Tónlist 11.6.2025 20:00
Brian Wilson látinn Brian Wilson, einn stofnanda hljómsveitarinnar The Beach boys, er látinn 82 að aldri. Tónlist 11.6.2025 17:04
„Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ „Þetta eru gleðitár,“ sagði tárvotur Khalid þegar hann steig á svið í Washington DC á sunnudaginn í tilefni af stærstu hinsegin dögum heimsins, WorldPride. Khalid, sem er vinsæll tónlistarmaður vestanhafs, kom út úr skápnum í nóvember í fyrra og var þetta í fyrsta skipti sem hann kom fram á Pride. Tónlist 11.6.2025 11:02
Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma „Það er óhætt að segja að Ómar hafi verið og sé enn eitt af mínum átrúnaðargoðum,“ segir tónlistarmaðurinn Reynir Snær sem notast við listamannsnafnið Creature of Habit. Hann og Ómar Guðjónsson voru að senda frá sér ábreiðu af sögulega laginu Þrek og tár og frumsýna hér tónlistarmyndband. Tónlist 10.6.2025 07:00
Heldur sér við efnið og burt frá efnunum „Ég er rosalega ánægð að vera komin á þann stað að geta staðið í fæturna og horfst í augu við sjálfa mig. Það er ótrúlega leiðinlegt að vera með drauma en þú getur engan veginn tekið eitt skref í áttina að þeim,“ segir tónlistarkonan Andrea Rán Jóhannsdóttir, betur þekkt sem Alvia Islandia. Hún er farin á fullt í tónlistinni eftir nokkurra ára fjarveru og ræddi við blaðamann um lífið, listina, edrúmennskuna og fallega framtíð. Tónlist 6.6.2025 09:02
Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac Tónlistarmaðurinn Finneas, sem er hvað þekktastur fyrir að vera samstarfsmaður og bróðir súperstjörnunnar Billie Eilish, var að stofna hljómsveitina The Favor. Með honum í sveitinni er söngkonan Ashe og þykir tvíeykið minna gríðarlega á goðsagnakenndu hljómsveitina Fleetwood Mac. Tónlist 4.6.2025 16:03
„Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Tónlistartvíeykið ClubDub er komið á endastöð, eftir sjö ára farsælt samstarf. Þeir Aron Kristinn Jónasson og Brynjar Barkarson náðu miklum vinsældum, bæði fyrir og eftir stofnun ClubDub. Brynjar segist enn vera vinur Arons, sem hafi talið að þeir ættu ekki að tjá sig um viðkvæm samfélagsmál. Brynjar hefur að undanförnu látið til sín taka í umræðu um útlendingamál. Tónlist 4.6.2025 12:39
Heitustu rapparar landsins í eina sæng Tónlistarmaðurinn Birnir hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðastliðin ár og á að baki sér marga smelli. Birnir, sem er 29 ára gamall, gaf á dögunum út plötuna Dyrnar og hafa mörg lög hennar skotist upp á vinsældarlista landsins. Þar sameinar hann meðal annars krafta sína við rapparann Aron Can og voru þeir að gefa út tónlistarmyndband. Tónlist 2.6.2025 14:01