Tónlist

Fréttamynd

Fjarsambandinu loksins lokið

„Við höfum ekki verið feimnir við að feta ótroðnar slóðir í gegnum tíðina,“ segja þeir Daníel Óskar og Kolbeinn Sveinsson sem saman mynda drengjakórinn Sprite Zero Klan. Strákarnir hafa verið í smá dvala undanfarin misseri en Daníel elti ástina til Slóvakíu á meðan Kolbeinn hefur verið að sinna leiklistinni í Listaháskólanum.

Tónlist

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Ó­ljósir, fal­legir og stundum ó­þægi­legir hlutir“

„Ég leyfði mér að vinna hratt þegar ég gerði þessa plötu. Ég var ekki stoppa og pæla of mikið heldur bara að treysta eyranu, líkamanum og tilfinningunni,“ segir tónlistarkonan Gugusar sem gaf nýverið út plötu og stendur fyrir allsherjar partýtónleikum á Auto í lok júlí.

Tónlist
Fréttamynd

Opnar sig um storma­samt hjóna­band á nýju plötunni

Textar poppstjörnunnar Justin Bieber á plötunni Swag, sem hann sendi óvænt frá sér í dag, gefa rækilega í skyn að hjónaband hans og ofurfyrirsætunnar Hailey Bieber hafi staðið höllum fæti. Orðrómar þess efnis hafa verið áberandi meðal aðdáendahóps Bieber að undanförnu. 

Tónlist
Fréttamynd

Borgin býður í tívolíveislu

Á þriðjudögum í sumar býður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn á fjölskyldutónleika, svokallaða tívolítónleika. Einvalalið tónlistarfólks kemur fram á hátíðinni, þar á meðal Una Torfa Emmsjé Gauti og Maron Birnir. 

Tónlist
Fréttamynd

Dylan leggur blátt símabann á tón­leika­gesti

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan hefur tilkynnt um strangt símabann á tónleikaröð sinni á Bretlandseyjum og Írlandi. Tónleikagestum verður gert að koma símunum sínum fyrir í læsanlegum pyngjum sem ekki verður hægt að opna fyrr en að tónleikum loknum.

Tónlist
Fréttamynd

Quarashi á Lopa­peysunni: „Við erum synir Akra­ness“

Steinar Orri Fjeldsted, einn meðlima rappsveitarinnar Quarashi, segir ekkert annað hafa komið til greina en að sveitin sameinaðist eftir áratugarhlé þegar boð barst frá Lopapeysunni á Akranesi. Allir meðlimir sveitarinnar eiga þangað rætur að rekja og lofar hann miklu stuði í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

„Svo leiðin­legt að pæla hvað öðru fólki finnst“

„Mér finnst rosalega gott að geta verið sjálfstæð og ég verð að feta mína eigin leið, ég hef alltaf haft svolitla þörf fyrir það,“ segir hin nítján ára gamla söngkona og rísandi stjarna Klara Einarsdóttir. Klara er gríðarlega jákvæð að eðlisfari og á ekki langt að sækja tónlistarástríðuna en blaðamaður ræddi við hana um listina og lífið.

Tónlist
Fréttamynd

Eltir draumana og þarf að færa fórnir

„Lagið var samið daginn fyrir þriggja ára afmæli sonar míns. Það leit allt út fyrir að ég myndi missa af því sökum óveðurs,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson sem var að senda frá sér lagið Á leiðinni.

Tónlist
Fréttamynd

„Ég var ekki að búast við því að gráta svona“

„Þetta eru gleðitár,“ sagði tárvotur Khalid þegar hann steig á svið í Washington DC á sunnudaginn í tilefni af stærstu hinsegin dögum heimsins, WorldPride. Khalid, sem er vinsæll tónlistarmaður vestanhafs, kom út úr skápnum í nóvember í fyrra og var þetta í fyrsta skipti sem hann kom fram á Pride.

Tónlist
Fréttamynd

Keyrði frá Sauð­ár­króki í Garða­bæ fyrir einn gítartíma

„Það er óhætt að segja að Ómar hafi verið og sé enn eitt af mínum átrúnaðargoðum,“ segir tónlistarmaðurinn Reynir Snær sem notast við listamannsnafnið Creature of Habit. Hann og Ómar Guðjónsson voru að senda frá sér ábreiðu af sögulega laginu Þrek og tár og frumsýna hér tónlistarmyndband.

Tónlist
Fréttamynd

Heldur sér við efnið og burt frá efnunum

„Ég er rosalega ánægð að vera komin á þann stað að geta staðið í fæturna og horfst í augu við sjálfa mig. Það er ótrúlega leiðinlegt að vera með drauma en þú getur engan veginn tekið eitt skref í áttina að þeim,“ segir tónlistarkonan Andrea Rán Jóhannsdóttir, betur þekkt sem Alvia Islandia. Hún er farin á fullt í tónlistinni eftir nokkurra ára fjarveru og ræddi við blaðamann um lífið, listina, edrúmennskuna og fallega framtíð.

Tónlist
Fréttamynd

Þykja skugga­lega lík Fleetwood Mac

Tónlistarmaðurinn Finneas, sem er hvað þekktastur fyrir að vera samstarfsmaður og bróðir súperstjörnunnar Billie Eilish, var að stofna hljómsveitina The Favor. Með honum í sveitinni er söngkonan Ashe og þykir tvíeykið minna gríðarlega á goðsagnakenndu hljómsveitina Fleetwood Mac.

Tónlist
Fréttamynd

„Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“

Tónlistartvíeykið ClubDub er komið á endastöð, eftir sjö ára farsælt samstarf. Þeir Aron Kristinn Jónasson og Brynjar Barkarson náðu miklum vinsældum, bæði fyrir og eftir stofnun ClubDub. Brynjar segist enn vera vinur Arons, sem hafi talið að þeir ættu ekki að tjá sig um viðkvæm samfélagsmál. Brynjar hefur að undanförnu látið til sín taka í umræðu um útlendingamál.

Tónlist
Fréttamynd

Heitustu rapparar landsins í eina sæng

Tónlistarmaðurinn Birnir hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðastliðin ár og á að baki sér marga smelli. Birnir, sem er 29 ára gamall, gaf á dögunum út plötuna Dyrnar og hafa mörg lög hennar skotist upp á vinsældarlista landsins. Þar sameinar hann meðal annars krafta sína við rapparann Aron Can og voru þeir að gefa út tónlistarmyndband.

Tónlist