Fréttir

Fréttamynd

Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey

Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Logi Einarsson búinn að greiða atkvæði

Landsmenn ganga flestir að kjörborði Alþingiskosninganna á laugardaginn en óvenju margir hafa þó nýtt möguleikann á að kjósa utan kjörfundar þetta árið. Þeirra á meðal er Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sem mætti í Kringluna í dag.

Innlent
Fréttamynd

Elín Hirst vill Katrínu sem forsætisráðherra

„Við viljum Katrínu Jakobsdóttur áfram sem forsætisráðherra“ segir í heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í dag. Undir rita fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar, þeirra á meðal Elín Hirst, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Tveir stuðningsmenn kostuðu auglýsinguna.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fylgst verður með málflutningi í Rauðagerðismálinu svokallaða í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. Ákæruvaldið fer fram á 16 til 20 ára fangelsisdóm yfir Angjelin Sterkaj, sem grunaður er í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Bóta­kröfur upp á tugi milljóna í Rauða­gerðis­málinu

Réttargæslumaður Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos fór fram á tæplega 70 milljónir króna í bótagreiðslu frá sakborningum í Rauðagerðismálinu. Ýmist er um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu.

Innlent
Fréttamynd

Brynjar kominn í rafskútubann eftir byltuna

Brynjar Níelsson alþingismaður segir að á hans heimili sé búið að setja blátt bann við frekari rafskútunotkun, eftir að hann rotaðist við notkun á slíku tæki á dögunum. Hann varar við rafskútunotkun að kvöldi til, nú þegar farið er að dimma.

Innlent
Fréttamynd

Segir Ís­lendinga lata að taka Strætó

Strætisvagnabílstjóri segir Íslendinga lata að nýta sér almenningssamgöngur. Flestir farþegar séu annað hvort krakkar eða útlendingar. Aðeins einn af hverjum tuttugu vissu af bíllausa deginum sem haldinn var hátíðlegur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarflokkarnir með 43 prósent samkvæmt nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20 prósenta fylgi í nýrri könnun sem rannsóknafyrirtækið Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt er í dag. Flokkurinn tapar rúmu prósenti frá síðustu könnun blaðsins en er þó enn stærsti flokkur landsins.

Innlent
Fréttamynd

82 prósent 2.655 ákærðra karlar

Af þeim 2.655 einstaklingum sem sættu ákæru í fyrra voru 2.168 karlar, eða 82 prósent. Alls komu 9.132 mál til meðferðar hjá ákæruvaldinu en um er að ræða 5,1 prósent fækkun frá fyrra ári, að því er fram kemur í ársskýrslu ríkissaksóknara.

Innlent
Fréttamynd

Fimm greindust smitaðir og skólastarf hefst aftur

Fimm greindust smitaðir af Covid-19 á Reyðarfirði í gær og allir voru í sóttkví. Rúmlega tvö hundruð sýni voru tekin og þar að auki rúmlega níutíu hraðpróf sem smitgátar sem reyndust öll neikvæð.

Innlent
Fréttamynd

Framtíð lífskjarasamningsins ræðst eftir helgi

Forseti ASÍ segir vonbrigði að stjórnvöld hafi ekki staðið við gefin loforð vegna lífskjarasamninganna. Einhugur sé þó innan ASÍ um að samningum verði ekki sagt upp þrátt fyrir að forsendur séu brostnar. Samtök atvinnulífsins taka ákvörðun eftir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bruni Miðgarðskirkjunnar í Grímsey verður í brennidepli í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grímseyingar eru í áfalli en hafa fullan hug á að endurreisa kirkjuna.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri sveiflan snýst við

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aukist nokkuð á undanfarinni viku samkvæmt nýrri könnun MMR fyrir Morgunblaðið og mbl.is sem kynnt var í dag. Fylgi flokksins hefur aukist um 1,5 prósent síðan á föstudaginn í síðustu viku en vinstri flokkar virðast hafa misst dampinn miðað við síðustu könnun MMR.

Innlent
Sjá næstu 50 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.