Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kvenfélagskonur ganga á milli þriggja félagsheimila

Félagskonur í Kvenfélögum Hraungerðis- og Villingaholtshrepps í Flóahreppi ganga  áheitagöngu til styrktar "Sjóðnum Góða" í Árnessýslu í dag. Gengið er á milli þriggja félagsheimila í sveitarfélaginu, sem eru um 22 kílómetrar.

Innlent
Fréttamynd

Býst við fleiri smitum á Landakoti

Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir.

Innlent
Fréttamynd

76 ný kórónuveirusmit í gær

Sjötíu og sex manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru tæp 80% í sóttkví þegar þeir greindust. Einn hefur bæst við á gjörgæsludeild á milli daga.

Innlent
Fréttamynd

Gular viðvaranir á Suður- og Suðausturlandi

Varað er við austan- og norðaustan hvassviðri eða stormi á landinu sunnan- og suðaustanverðu í dag. Gular viðvaranir verða í gildi fyrir landshlutana langt fram á kvöld. Vindstyrkur gæti náð allt að 35 metrum á sekúndu í hviðum við fjöll í Öræfum.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur ungmenni á slysadeild eftir árekstur í Kópavogi

Bíl var ekið gegn rauðu ljósi yfir gatnamót og inn í hlið bifreiðar með fjórum ungmennum undir lögaldri um borð á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ungmennin voru flutt á bráðadeild en upplýsingar um meiðsli þeirra liggja ekki fyrir, að sögn lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er harm­leikur“

Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell.

Innlent
Fréttamynd

Breyta þurfi reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna

Ríkislögreglustjóri telur að breyta þurfi reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna eftir að fánamálið svokallaða kom upp. Allir lögreglustjórar landsins hafi komið því skýrt á framfæri við lögregluliðin að persónuleg merki á einkennisbúningnum verði ekki liðinn.

Innlent
Fréttamynd

Hópsmit á Landakoti

Hópsmit er komið upp á Landakoti og hafa nú alls sextán sjúklingar og sex starfsmenn greinst með veiruna. Landakoti hefur nú verið lokað.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Riðusmit hefur greinst á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Skera þarf niður tæplega þrjú þúsund fjár. Rætt verður við sveitastjóra Skagafjarðar í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Dómur mildaður í ljótu líkamsárásarmáli

Landsréttur hefur dæmt Hafstein Oddsson í fjögurra ára fangelsi fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum haustið 2016. Hafsteinn hlaut sex ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í júlí í fyrra en dómurinn var mildaður um tvö ár.

Innlent
Sjá næstu 25 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.