Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan tímabundna verslun Nocco í Smáralind. Fyrstu einstaklingarnir mættu klukkan hálf átta í morgun í von um að festa kaup á jóladagatali orkudrykkjasalans. Innlent 15.11.2025 11:04
Ölvun og hávaði í heimahúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti að vanda fjölbreyttum verkefnum í gær og í nótt. Í dagbók kemur fram að lögregla hafi haft afskipti af nokkrum fjölda vegna ölvunar og gruns um akstur undir áhrifum. Þá var í þó nokkrum tilfellum tilkynnt um hávaða í heimahúsi sem lögregla hafði einnig afskipti af með því að biðja húsráðanda að hætta. Innlent 15.11.2025 07:07
Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Loftslagsráðherra segir áralangan misskilning stjórnvalda á þeirra eigin losunarmarkmiði „stórkostlegan áfellisdóm“ yfir loftslagsstjórnsýslu á Íslandi sem fyrri ríkisstjórnir þurfi að svara fyrir. Ríkisendurskoðun ætlar að taka út stjórnsýslu loftslagsmála. Innlent 15.11.2025 07:02
„Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent 15.11.2025 06:48
Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur skilað áliti sínu um kosti og galla mögulegrar sameiningar og mun kynna niðurstöður sínar á íbúafundum í næstu viku. Nefndin telur meðal annars að sameining muni stuðla að aukinni byggðafestu og auka aðdráttarafl svæðisins fyrir nýja íbúa. Kosið verður um sameiningu dagana 28. nóvember tikl 13. desember. Innlent 14.11.2025 17:50
Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Arnfríður Einarsdóttir, fyrrverandi landsréttardómari, og Víðir Smári Petersen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, tóku sæti á dómarabekk Landsréttar í gær. Um skammtímasetningar út febrúar er að ræða. Innlent 14.11.2025 16:34
Eldur í Sorpu á Granda Eldur logar í gám í endurvinnslustöð Sorpu úti á Granda. Innlent 14.11.2025 14:32
Keyrði aftan á strætisvagn Umferðarslys varð á Vesturlandsvegi um hádegi í gær þar sem bíll lenti undir strætisvagni. Einn var fluttur á sjúkrahús. Innlent 14.11.2025 14:03
Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. Innlent 14.11.2025 13:33
Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Undirskriftasöfnun er hafin á netinu til stuðnings Fjarðarheiðargöngum, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Upphafsmaður hennar er Lárus Bjarnason, fyrrverandi sýslumaður á Seyðisfirði. Innlent 14.11.2025 13:15
Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Einn var fluttur á sjúkrahús eftir þriggja bíla árekstur á Hafnarfjarðarvegi nærri Aktu taktu í Garðabæ skömmu fyrir klukkan 13 í dag. Innlent 14.11.2025 13:15
Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, er fallinn í sjó fram. Í byrjun júní höfðu sjófarendur á svæðinu samband við Vaktstöð siglinga og greindu frá því að vitinn hallaði óvenju mikið. Innlent 14.11.2025 12:36
Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Hjólhýsabyggð á Sævarhöfða verður líklega fundið nýtt heimili í Skerjafirði. Íbúi á Sævarhöfða segir að þau muni koma sér fyrir á svæðinu fyrir jól en formaður borgarráðs segir að enn eigi eftir að taka ákvörðun í málinu. Skerjafjörður kom ekki til greina í tillögu starfshóps sem vann að málinu. Innlent 14.11.2025 12:10
Sjö sækja um tvær lausar stöður Sjö sóttu um tvær lausar stöður dómara við Landsrétt. Annars vegar er um að ræða skipun í embætti dómara við Landsrétt og hins vegar er um að ræða setningu í embætti. Á listanum er að finna fimm héraðsdómara, einn lögmann og einn dósent í lögfræði. Innlent 14.11.2025 11:53
Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Í hádegisfréttum fjöllum við um þjóðhagspá sem Hagstofan birti í morgun. Innlent 14.11.2025 11:40
Ætla að flytja starfsemi Vogs SÁÁ hyggjast flytja starfsemi sjúkrahússins Vogs upp á Kjalarnes, þar sem önnur starfsemi samtakanna fer fram. Formaður SÁÁ segir um langtímaáætlun að ræða en draumurinn sé að hefja framkvæmdir á stórafmæli samtakanna. Innlent 14.11.2025 11:25
Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Skipulögð brotastarfsemi er orðin ein helsta áskorun lögreglunnar hér á landi, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi hópa sem stunda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi tvöfaldast. Innlent 14.11.2025 10:14
Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Maður með mikið ofnæmi segir ný lög um gæludýr í fjölbýlishúsum skorta allan fyrirsjáanleika. Hann hafi sjálfur þurft að flýja heimili sitt vegna hunda í sameign, og ofnæmislyf hafi þar engu breytt. Innlent 14.11.2025 09:02
Skortir lækna í Breiðholti Heimilislækna skortir á Heilsugæslustöðinni í Efra-Breiðholti. Yfirmaður hjá heilsugæslunni segir íbúa ekki þurfa að örvænta vegna málsins, þjónusta við íbúa verði tryggð. Málið sé hinsvegar lýsandi fyrir stöðuna á landsvísu, hún hvetur lækna til að sækja um. Innlent 14.11.2025 08:45
Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm yfir Ion Imanol Franco Costa, rúmlega þrítugum manni, fyrir að hafa nauðgað ungri konu um nótt eftir jólateiti á hóteli á Austurlandi um miðjan desember 2023. Innlent 14.11.2025 08:30
Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Niðurstöður úr nýrri lestrarkönnun, meðal Íslendinga 18 ára og eldri, sýna að þjóðin ver að jafnaði um klukkustund á dag í að lesa og/eða hlusta á bækur. Heildartíminn sem fólk ver í lestur hefur minnkað síðustu ár. Fleiri segjast ekki verja neinum tíma í lestur en áður, fleiri karlar en konur. Innlent 14.11.2025 07:03
Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Varaformaður Miðflokksins hafnar því að hugmyndir hans um áhrif fjölgunar innflytjenda á Íslandi sé rasísk samsæriskenning heldur byggi þær á „tölfræðilegum staðreyndum“. Prófessor í stjórnmálafræði segir málflutning varaformannsins augljóst dæmi um að byrjað sé að daðra við samsæriskenninguna í íslenskum stjórnmálum. Innlent 14.11.2025 06:46
Helgi Pétursson er látinn Helgi Pétursson, tónlistarmaður, fjölmiðlamaður, fyrrverandi borgarfulltrúi og baráttumaður fyrir málefnum eldri borgara, er látinn, 76 ára að aldri. Innlent 14.11.2025 06:27
Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna nágrannaerja, þar sem einn er grunaður um líkamsárás. Innlent 14.11.2025 06:27
Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Nauðsynlegt að er stjórnvöld bregðist við fjölgun ofbeldismála gegn öldruðum að sögn formanns eldri borgara og sérfræðings hjá Neyðarlínunni. Fjöldi ábendinga hafi borist um slík ofbeldismál á síðustu mánuðum. Nauðsynlegt sé að rannsaka málaflokkinn hér á landi og efla vitund um vandann. Innlent 13.11.2025 23:00