
Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum fylgjumst við með umræðum á Alþingi en þingfundur hófst í morgun á óundirbúnum fyrirspurnum.
Í hádegisfréttum fylgjumst við með umræðum á Alþingi en þingfundur hófst í morgun á óundirbúnum fyrirspurnum.
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, leitaði sér hjálpar á Vogi í sumar. Hann hefur miklar áhyggjur af dauðsföllum hér á landi af völdum fíknisjúkdóms. Tólf manns hafi látist í fyrra á meðan bið stóð eftir plássi í framhaldsmeðferð. Staðreyndin sé sú að það kosti engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið.
Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sendir Sjálfstæðisflokknum skeyti sem undan hlýtur að svíða. Hann segir flokkurinn bara flokk hins opinbera sem líði vel að þenja kerfið út, leggja auknar álögur á fólk í stað þess að fara vel með og sækja fjármuni á þá staði þar sem þeir raunverulega eru.
Nafn danska andspyrnumannsins, sem banaði rithöfundinum Guðmundi Kamban í Kaupmannahöfn árið 1945, hefur verið sveipað leyndarhjúp í rúm 78 ár. Sá hét Egon Alfred Højland.
Sendibílstjóri sem fékk fólksbíl aftan á sig á miklum hraða við Stekkjarbakka í Breiðholti um helgina segir það hafa verið líkt og sprengingu að fá bílinn aftan á sig. Hann segist þakka guði fyrir að bíllinn hafi lent á sínum sendibíl frekar en öðru ökutæki, vegna þess hve illa það hefði getað farið.
Kynfræðslukennarar hafa setið undir ásökunum um barnaníð í kjölfar óvæginnar umræðu um nýþýdda kynfræðslubók fyrir grunnskólabörn sem nefnist Kyn, Kynlíf og allt hitt. Skipst var á skoðunum um kynfræðslu barna í Pallborðinu á Vísi í dag.
Talskona Stígamóta, Drífa Snædal, segir samfélagið ekki eiga nægilega gott handrit til að takast á við ofbeldismenn. Þessu vilja samtökin breyta og munu hefja það samtal á sérstakri ráðstefnu um ofbeldismenn sem fer fram í næsta mánuði.
Smitsjúkdómalæknir segir mikla aukningu Covid-smita hafa orðið í byrjun mánaðar. Hugsanlegt sé að Covid komi nú, auk Rhinoveirunnar, til með að ganga allan ársins hring.
Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram.
Greiðslubyrði fasteignalána mun hækka gífurlega næstu mánuði. Seðlabankastjóri telur tíma óverðtryggðra lána liðinn lækki vextir ekki. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við bankastjóra Landsbankans hvetur fólk til að endursemja um lánakjör áður en í óefni fer.
Óvissustigi almannavarna hefur verið aflýst á Austurlandi. Ríkislögreglustjóri ákvað þetta í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi.
Matvælastofnun hefur tjáð Hval hf. að hvalveiðiskipið Hvalur 8 megi fara aftur á veiðar að uppfylltum skilyrðum. Meðal þeirra eru þau að skotæfing fari fram á sjó til að sýna fram á hæfni skyttu.
Embætti landlæknis hefur lokað á rakningu í smáforritinu Rakning C-19 sem þróað var og notað í smitrakningu í kórónuveirufaraldrinum. Þeir sem eru með forritið í símum sínum hafa margir fengið meldingu þessa efnis í dag.
Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi.
Íþróttahúsinu á Vesturgötu á Akranesi, við Brekkubæjarskóla, hefur verið lokað að hluta. Ástæðan er ófullnægjandi loftgæði, sem kom í ljós við úttekt Verkís á húsnæðinu sem var framkvæmd í þessum mánuði.
Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða.
Laugardalslaug í Reykjavík verður lokað fyrir almenning í tvær vikur frá og með 26. september næstkomandi vegna framkvæmda. Kominn er tími á viðhald.
Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um kynfræðslu barna. Kveikjan að umræðunni er kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum vikum.
Banaslys sem varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Þingborg í Árnessýslu, þegar tveir bílar rákust saman í desember 2021, er rakið til þess að ökumaður annars bílsins hafi ekki sýnt næga aðgæslu í framúrakstri. Áreksturinn var harður og lést 89 ára karlmaður, sem var í bíl sem kom úr gagnstæðri átt, tveimur vikum eftir slysið.
Jeremy Corbyn, fyrrum leiðtogi breska Verkamannaflokksins, verður með erindi í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík næstkomandi laugardag.
Lögreglan á Austurlandi í samráði við Veðurstofu Íslands og Ríkislögreglustjóra hefur ákveðið afléttingu allra rýminga á Seyðisfirði frá því á mánudag.
Emma Ósk Ragnarsdóttir hefur gefið kost á sér til að taka við embætti formanns í Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar. Landsfundur Uppreisnar fer fram laugardaginn 7. október næstkomandi.
Opinberu háskólarnir fá ekki heimild til að hækka skrásetningargjöld sín úr 75 þúsund krónum í 95 þúsund krónur líkt og beðið hafði verið um.
Sendibíl var ekið á hjólreiðamann á Hringbraut í Reykjavík við gatnamót við Njarðargötu nú á tíunda tímanum í morgun.