Innlent

Fréttamynd

Nýupptekið græn­meti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar

Það verður mikið um að vera á Flúðum og nágrenni í dag því þá fer fram uppskeruhátíð Hrunamannahrepps. Hægt verður að versla ný upptekið grænmeti frá garðyrkjubændum og svo verður opið hús á nokkrum stöðum og Flúðasveppir ætla að leyfa gestum og gangandi að skoða inn í sveppa klefa hjá sér.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Eygir vonar­neista í fyrsta sinn í marga mánuði

Forstjóri PCC á Bakka segist eygja vonarneista í fyrsta sinn um langt skeið fyrir áframhaldandi rekstur fyrirtækisins í kjölfar ákvörðunar fjármálaráðuneytisins um að hefja rannsókn á meintu undirboði. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu og biðlar hann til stjórnvalda að setja á bráðabirgðatolla á meðan rannsókn stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að stinga lög­reglu af á buggy

Ökumaður buggy bifreiðar reyndi að komast undan lögreglu akandi þegar lögregla reyndi að gefa sig á tal við hann í nótt. Hann var að lokum stöðvaður og handtekinn grunaður um fjölda umferðarlagabrota.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta í Kömbunum

Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning laust fyrir miðnætti um meðvitundarlausa konu á þrítugsaldri sem hafði ekið út af veginum og oltið nokkra hringi efst í Kömbunum. Brunavarnir Árnessýslu klipptu konuna úr bílnum sem og var hún í framhaldinu flutt á bráðamóttökuna í Fossvogi. 

Innlent
Fréttamynd

„Eins og að fá hnefa­högg í and­litið“

„Mér finnst í raun eins og ég og mín heilsa skipti bara ekki máli. Öll mín orka hefur farið í þetta mál og ég skal viðurkenna að oft hef ég spáð í því af hverju ég er að standa í því að senda inn þessar kvartanir,“ segir Stefanía Hrund Guðmundsdóttir en hún þurfti að eigin sögn að berjast í átta ár til að fá viðeigandi læknishjálp vegna hnéverkja. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fékk Stefanía ekki tilvísun til bæklunarlæknis fyrr en faðir hennar hringdi og krafðist þess og kom þá í ljós verulegur skaði sem krafðist aðgerðar.

Innlent
Fréttamynd

Kjölur ekki á dag­skrá

Vegabætur á Kili eru ekki á áætlun þrátt fyrir að teikningar hafi verið til í nokkur ár. Vegagerðin segir málið snúast um forgangsröðun. Allt að fimm hundruð bílum er ekið daglega yfir Kjöl þegar mest er.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­fólk Alcoa vilji setja fyrir­tækinu mörk

Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. 

Innlent
Fréttamynd

Hélt eigin­konu og fimm börnum í heljar­greipum

Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið dæmdur í 2,5 árs fangelsi fyrir gróf brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna. 

Innlent
Fréttamynd

Vilja að­gerðir strax

Fjöldafundir verða haldnir víða um land á morgun til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og krefjast aðgerða til að stöðva þjóðarmorð sem á sér stað í Palestínu. Á annað hundrað félög, samtök og stofnanir standa að fundunum og er búist við fjölmenni.

Innlent
Fréttamynd

Á­stand á stúdenta­görðum: Í­trekuð inn­brot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi

Óprúttnir aðilar hafa gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Dýnur sem fundust í kjallara hússins og þvag á gólfinu bendi til þess að umræddir menn hafi haldið til í húsinu í óleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Öllum börnum undir sex mánaða boðin for­vörn gegn RS veiru

Öllum ungbörnum undir sex mánaða aldri verður boðin forvörn gegn RS veirusýkingu frá og með október næstkomandi. RS-veiran er algeng orsök öndunarfærasýkinga, sem leggst sérstaklega þungt á börn á fyrsta aldursári, og veldur árlega fjölda innlagna á sjúkrahús hérlendis og erlendis. Frá þessu er greint á vef embættis landlæknis.

Innlent