Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á­fram auknar líkur á eld­gosi

Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að á meðan kvikusöfnun haldi áfram þurfi að reikna með nýju eldgosi, , en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Hættumat helst óbreytt til 6. janúar, nema breytingar verði á virkninni.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun eldri kvenna í Kvenna­at­hvarfi: „Þessar konur bíða ekki“

Linda Dröfn Gunnardóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir mikilvægt að fólk hafi einhverjar aðrar leiðir en að hringja bara í 112 til að tilkynna grun um ofbeldi í nánum samböndum. Hún kallar eftir því að þróað verði áhættumat sem nýtist fólki í framlínu til að meta hvort að rjúfa eigi þagnarskyldu og bregðast við því þegar fagaðilar telja þá líf einstaklings í hættu vegna heimilisofbeldis.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist á pilt á heim­leið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú atvik þar sem menn eru sagðir hafa ráðist að ungum dreng þegar hann var á leið heim. Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar en engar frekari upplýsingar er þar að finna um málið.

Innlent
Fréttamynd

Vest­manna­eyingar fá að eiga Vest­manna­eyjar

Óbyggðanefnd hefur úrskurðað að úteyjar og sker í kringum Vestmannaeyjar, að Surtsey frátaldri, tilheyri í raun Vestmannaeyjabæ. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir úrskurðinn fullnaðarsigur í stórskrýtnu máli.

Innlent
Fréttamynd

Hyggst kæra dyra­verði Auto til lög­reglu

Karlmaður á þrítugsaldri sem sótti skemmtistaðinn Auto í miðborg Reykjavíkur var fluttur á sjúkrahús á laugardagsnótt. Hann sakar hóp dyravarða sem störfuðu á næturklúbbunum um líkamsárás.

Innlent
Fréttamynd

Glæ­ný Maskínukönnun og jólaóveður

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði segir að færu kosningar eins og glæný könnun Maskínu væri glæný staða komin upp í íslenskum stjórnmálum. Við skoðum könnunina og fáum Ólaf til að rýna í hana með okkur í kvöldfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Ár­sæll hringdi beint í utan­ríkis­ráð­herra eftir fundinn

Skólameistari Borgarholtsskóla hafði samband við utanríkisráðherra sama dag og tilkynnt var að staða hans yrði auglýst til umsóknar að loknum skipunartíma hans. Utanríkisráðherra upplýsti forsætisráðherra um vendingarnar. Þá fékk forsætisráðherra að vita að hugmyndir væru uppi um að fækka skólameisturum.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sannað að fimm­tán ára stúlka hafi stungið sex­tán ára pilt tvisvar

Tvítug kona hefur verið sýknuð af ákæru fyrir að hafa stungið sextán ára pilt einu sinni á tveimur stöðum sama kvöldið þegar hún var fimmtán ára. Héraðsdómari taldi þann tíma sem leið á milli atvika málsins og skýrslutaka af vitnum, þrjú ár og fjórir mánuðir, hefði verið aðfinnsluverður. Útilokað hefði verið að byggja sakfellingu í málinu á framburði brotaþola, stúlkunnar og vitna í málinu þar sem ekkert þeirra hefði verið trúverðugt.

Innlent
Fréttamynd

Sam­eina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðar­línunnar

Ákveðið hefur verið að sameina Farice ehf., Öryggisfjarskipti ehf. og tæknihluta Neyðarlínunnar ohf. Félögin þrjú sem öll eru í eigu ríkisins, sinna hvert um sig lykilhlutverkum í rekstri alþjóðlegra og innlendra fjarskipta, neyðarsamskipta, öryggiskerfa og þjónustu við almenning, viðbragðsaðila og viðskiptavini.

Innlent
Fréttamynd

Gaf fingurinn á Miklu­braut

Myndband þar sem má sjá ökumann pallbíls gefa öðrum ökumanni fingurinn á umdeildri aðrein við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar hefur vakið mikla athygli og skiptast ökumenn í tvær fylkingar um það hvor var í rétti. Aðalvarðstjóri biðlar til fólks um að sýna hvert öðru tillitssemi.

Innlent
Fréttamynd

Skemmdir í kirkju­görðum vegna aksturs utan vegar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk á að leggja í sérmerkt bílastæði í kirkjugörðum höfuðborgarsvæðisins og að aka aðeins á malbikuðum vegum ætli það að heimsækja látna ástvini sína um hátíðarnar. Kirkjugarðarnir verða opnir allar hátíðarnar og má búast við mikilli umferð. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef aldrei upp­lifað annan eins harm“

Viðbrögð við söfnun fyrir fjölskyldu íslensku stúlkunnar, sem lést í bílslysi í Suður-Afríku á miðvikudag, hafa verið góð. Skipuleggjandi söfnunarinnar segir harminn ólýsanlegan og hvetur fólk til að leggja hönd á plóg til að létta undir með móðurinni.

Innlent
Fréttamynd

Vill leiða lista Sjálf­stæðis­manna í Reykja­nes­bæ

Ásgeir Elvar Garðarsson, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, hefur ákveðið að sækjast eftir að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í leiðtogaprófkjöri 31. janúar næstkomandi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta hefur verið þungur tími“

Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja segir það hafa verið erfitt fyrir pabba hans, Þorstein Má, og alla fjölskylduna að hann hafi verið með stöðu grunaðs manns í um fimmtán ár. Hann segir ásakanir gegn honum þungar. Málið sé í eðlilegum farvegi hjá Héraðssaksóknara en hann óski þess að málinu ljúki fljótlega. Hann segist stoltur taka við af föður sínum sem forstjóri og sjá mörg tækifæri í íslenskum sjávarútvegi.

Innlent
Fréttamynd

Naut að­stoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins

Atvinnuvegaráðuneytið hefur á þessu ári keypt ráðgjöf og þjónustu af samskipta- og almannatengslafyrirtækinu Athygli ehf. fyrir tæpar 3,5 milljónir króna, meðal annars í tengslum við breytingar á lögum um veiðigjald. Allt árið í fyrra greiddi sama ráðuneyti rúmar hundrað þúsund krónur fyrir þjónustu almannatengla, þá af fyrirtækinu Góðum samskiptum ehf.

Innlent