Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögreglumenn fóru á vettvang eftir að tilkynnt var um laus hross. Lögreglan aðstoðaði við að fanga hrossin og koma þeim í öruggt skjól. Innlent 26.12.2025 18:24
Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Lögregla gerði rassíu á starfsstöðvar Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar síðdegis í dag og var þeim gert að loka afhendingarstöðum sínum. Fyrirtækin verða sektuð en lögregla sagði heimsendingar í lagi þó hátíðardagur sé. Innlent 26.12.2025 18:17
Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði menn á Keflavíkurflugvelli í vor sem voru komnir hingað til lands til að fremja ofbeldisverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk gegn almenningi, heldur ákveðinn ofbeldisverknað tengdan skipulagðri brotastarfsemi. Innlent 26.12.2025 16:00
Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tæpum hundrað milljónum króna árið 2024. Framlög lögaðila til flokksins voru tugir milljóna króna en kostnaðurinn við Alþingiskosningarnar var rúmlega 170 milljónir króna. Innlent 25.12.2025 15:13
Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðisbundið fangelsi fyrir að bakka bíl sínum á konu. Hann þarf einnig að greiða konunni þrjá og hálfa milljón króna en hún þurfti að liggja á sjúkrahúsi í marga mánuði eftir atvikið. Innlent 25.12.2025 14:30
Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Eigi heilbrigðisstarfsmenn erfitt með að túlka ákvæði laga um þagnarskyldu með réttum hætti er tilefni til að skýra það frekar. Það er afstaða Landspítalans samkvæmt svörum. Einnig er það afstaða spítalans að vert sé að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum og að það eigi að vera samræmt þvert á alla heilbrigðisþjónustu. Innlent 25.12.2025 12:00
Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Engin guðþjónusta verður í boði í Mýrakirkju í dag vegna rafmagnsleysis í Dýrafirði. Presturinn segist ætla að nýta tækifærið og vera heima með börnunum á jóladag. Innlent 25.12.2025 11:26
Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Foktjón varð á Ísafirði í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær, aðfangadag. Lögreglumenn á Ísafirði urðu varir við að nokkrir lausir munir höfðu fokið og að í tveimur tilvikum að minnsta kosti hafi orðið skemmdir á mannlausum bílum sem stóðu á bílastæði við Hafnarstræti á Ísafirði. Innlent 25.12.2025 08:52
Gleðileg jól, kæru lesendur Fréttastofa Sýnar sendir lesendum Vísis nær og fjær sínar bestu óskir um gleðileg jól. Innlent 24.12.2025 15:58
Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir að bíll hafnaði á staur á Arnarnesvegi og á tveggja metra háum grjótvegg. Innlent 24.12.2025 14:35
Skiluðu hagnaði á kosningaári Framsóknarflokkurinn skilaði tæpum áttatíu milljón krónum í hagnað árið 2024. Ársreikningur þeirra fyrir árið hefur verið samþykktur og birtur á vef Ríkisendurskoðunar. Innlent 24.12.2025 14:27
Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Á kaffistofu Samhjálpar er sannkallaður hátíðarmatur á boðstólnum í hádeginu. Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að ró og gleði ríki í húsakynnum þeirra. Innlent 24.12.2025 13:37
Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Björgunarsveitirnar á Dalvík og Akureyri voru kallaðar út í morgun til að sinna nokkrum minniháttar fokverkefnum. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. Innlent 24.12.2025 12:44
Grjóthrun undir Eyjafjöllum Grjóthrun varð hjá Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun. Einn bíll lenti á grjóti en enginn slys urðu á fólki. Innlent 24.12.2025 12:11
Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Tvær ástralskar ferðakonur sem voru rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir ferð sem átti að kosta þær sjö þúsund krónur, eftir að þeim var ekið á rangan áfangastað, fá fargjaldið endurgreitt úr vasa leigubílstjórans. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum. Innlent 24.12.2025 11:30
Arion banki varar við svikaherferð Arion banki varar við svikaherferð þar sem svikarar senda smáskilaboð sem virðast tengjast pakka eða sendingu. Slík skilaboð geta nú borist úr íslenskum símanúmerum. Innlent 24.12.2025 10:18
Innanlandsflugi aflýst Flugferðum Icelandair og Norlandair frá Reykjavík til Akureyrar, Hornafjarðar og Bíldudals hefur verið aflýst. Enn er flugferð til Egilsstaða á áætlun. Innlent 24.12.2025 09:28
Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni foreldra sem krefja Brim hf. og TM hf. um miskabætur vegna andláts sonar þeirra sem féll fyrir borð af netabáti þegar hann starfaði hjá Brimi í maí 2020. Dómurinn byggði ákvörðun sína á því að annmarkar kunni að hafa verið á málsmeðferð Landsréttar í málinu. Innlent 24.12.2025 09:27
Hvar er opið á aðfangadag? Aðfangadagur jóla er runninn upp en oftar en ekki þarf að skreppa út í búð að græja rjómann í sósuna eða jafnvel síðustu jólagjafirnar. Þá er gott að vita hvar er opið og hversu lengi. Innlent 24.12.2025 08:38
Innflytjendamálin almenningi efst í huga Langöflugasti vettvangurinn fyrir viðhorfspistla á Íslandi er Vísir. Þetta veit fólk sem hefur nýtt sér þann vettvang óspart. Innlent 24.12.2025 08:01
Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Gert er ráð fyrir að við uppbyggingu í Spönginni verði um 200 íbúðum bætt við á tveimur reitum, nýrri mathöll komið fyrir og hverfistorgi þar sem hægt verður að halda viðburði. Bæta á aðgengi hjólandi og gangandi á svæðinu og samræma útlit og bæta við gróðri til að tryggja skjól. Byggja á ofan á þau hús sem eru þegar á staðnum og færa verslun sem er um hæð, miðað við tillögu Arkís arkitekta. Innlent 24.12.2025 07:30
Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Aðfaranótt aðfangadags jóla virðist hafa farið rólega fram ef marka má dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fimmtíu og tvö mál voru skráð í kerfi embættisins í gærkvöldi og í nótt og þrír gistu fangageymslur. Innlent 24.12.2025 07:15
Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Eigendur ökutækja þurfa að greiða tugþúsundir í kílómetragjald árlega frá áramótum en lög um gjaldið voru samþykkt á Alþingi fyrir helgi. Verð á eldsneyti mun hins vegar lækka umtalsvert vegna niðurfellingar gjalda en misjafnt er hvort álögur á eigendur ökutækja aukist eða minnki. Innlent 23.12.2025 22:02
Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Fyrrverandi bankamanninum Steinþóri Gunnarssyni hafa verið boðnar fjórar milljónir króna í skaðabætur fyrir að hafa verið ranglega sakfelldur í Ímon-málinu svokallaða. Hann segist ekki ætla samþykkja boðið og ætlar að höfða mál gegn ríkinu. Innlent 23.12.2025 21:58