Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Óbólusett í áhættuhóp en neyðist til að mæta í próf: „Eins og maður sé einn í liði á móti heiminum“

Helga Margrét Agnarsdóttir, laganemi á þriðja ári við Háskóla Íslands, segir mikið stress og óánægju ríkja meðal laganema vegna komandi lokaprófa sem að óbreyttu stendur til að fari fram í háskólanum. Sjálf er Helga Margrét í áhættuhópi og hefur síðastliðið ár ekki hitt marga úr fjölskyldu sinni og nánustu vini. Hún kvíðir því að þurfa að mæta í skólann til að taka próf og kallar eftir því að deildin taki ákvörðun um að bjóða upp á heimapróf í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu sökum kórónuveirufaraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi

Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi bæjar­stjóri Akur­eyrar leiðir lista Við­reisnar

Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og markþjálfi, mun skipa annað sæti á listanum.

Innlent
Fréttamynd

Mánaðar­gamalt gos sem hegðar sér á ó­venju­legan hátt

Mánuður er í dag liðinn frá því að eldgosið í Fagradalsfjalli hófst. Gosið virðist haga sér á óvenjulegan máta þar sem hraunrennsli síðustu tíu daga hefur verið meira en fyrstu tíu daga gossins. Flest gos hegða sér á hinn veginn, að það dregur úr með tíma.

Innlent
Fréttamynd

Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

„Nei, mér er ekki í nöp við Dag B. Eggertsson“

Ólafur Guðmundsson varaborgarfulltrúi botnaði skopmynd hins snjalla Gunnars Karlsson með því að segja að best væri að setja túrbó í bíl Vigdísar Hauksdóttur þar sem hún hefur verið stöðvuð á sínum kappakstursbíl af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Leik­skóla­kennarar muni senni­lega ganga fyrir í bólu­setningu

Skýr vilji er meðal skólastjórnenda til að forgangsraða starfsmönnum leikskóla þegar kemur að bólusetningu skólastarfsmanna. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en nokkur umræða hefur spunnist um forgangsröðun bólusetninga við Covid-19 eftir að greint var frá hópsýkingu á leikskólanum Jörfa um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður kastljósinu beint að hópsmitinu sem upp er komið á höfuðborgarsvæðinu en tuttugu og sjö greindust smitaðir í gær og af þeim voru tuttugu og fimm í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir

Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt.

Innlent
Fréttamynd

27 greindust innan­lands

27 greindust með kórónuveiruna innan­lands í gær. 25 þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir greindust utan sóttkvíar.

Innlent
Fréttamynd

Svona var auka­­­upp­­­lýsinga­fundurinn

Almannavarnir og Embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 11 vegna fjölda sem greindist smitaður með Covid-19 um helgina. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var leiðinda­helgi“

„Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Von á nýjum tölum um hraunflæðið í dag

Vísindamenn á vegum Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnunar flugu yfir gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli í gær og gerðu mælingar. Von er á nýjum tölum um hraunflæði, rúmmál og flatarmál síðar í dag.

Innlent
Sjá næstu 50 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.