Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir fulla ástæðu til að hafa umtalsverðar áhyggjur af vanfjármögnun lögbundinna verkefna spítalans. Innlent 9.10.2025 07:51
Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Meirihluti þjóðarinnar er almennt hlynntur þátttöku Íslands í Eurovision en ekki ef Ísrael verður með, eða 58 prósent. Ríflega fimmtungur er hlynntur þátttöku Íslands óháð þátttöku Ísrael. Innlent 9.10.2025 07:40
Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Varnargarðar norðan Grindavíkur verða hækkaðir um tvo til þrjá metra á um 450 metra kafla. Vinna við framkvæmdirnar eru hafnar og áætlaður kostnaður vegna framkvæmdanna er um 80 til 120 milljónir króna. Innlent 8.10.2025 21:44
Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent 8.10.2025 21:01
Hitnar undir feldi Lilju Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segist ekki vera búin að taka ákvörðun um það hvort hún bjóði sig fram til formanns flokksins. Hún tók þátt í pallborði í gær í Iðnó um bókun 35 og er nú á leið út á land að hitta flokksmenn í Framsókn. Innlent 8.10.2025 15:58
Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjötugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga sér fjörutíu milljónir króna úr dánarbúi móður sinnar. Hann lagði meðal annars fimm milljónir króna inn á dóttur sína af reikningi búsins. Innlent 8.10.2025 15:54
Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Karlmaður hefur verið dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir að hafa í fjöldamörg skipti áreitt barnunga stjúpdóttur sína kynferðislega á heimili þeirra í Reykjavík á tveggja ára tímabili. Innlent 8.10.2025 15:45
Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Félagið Ísland-Palestína boðaði til mótmæla við utanríkisráðuneytið klukkan 15. Mótmælendur krefjast þess að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Ísraela á Miðjarðarhafi í nótt, þegar farið var um borð í skipið Conscience og áhöfn þess handtekin. Meðal hinna handteknu er tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína. Innlent 8.10.2025 14:41
Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Betur fór en á horfðist nú fyrir skemmstu þegar maður missti stjórn á bíl sínum á Sæbrautinni í Reykjavík með þeim afleiðingum að hann endaði á röngum vegarhelming. Maðurinn var á ferð ásamt dóttur sinni og sluppu þau með minniháttar meiðsli. Innlent 8.10.2025 14:36
Hefur áhyggjur af unga fólkinu Þrátt fyrir merki um að hagkerfið sé að kólna hefur Peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum annað skiptið í röð. Seðlabankastjóri segir að fall Play hafi ekki haft mikil áhrif á ákvörðunina. Það þurfi að ná verðbólguvæntingum niður og fyrr verði ekki hægt að lækka vextina. Hann hefur áhyggjur af unga fólkinu sem er að reyna að komast inn á fasteignamarkaðinn. Innlent 8.10.2025 14:07
Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Samband ungra Sjálfstæðismanna samþykkti nýja stefnu og stjórnmálaályktun á sambandsþingi um liðna helgi. Þar kemur meðal annars fram að ungir Sjálfstæðismenn vilji að veiting hælis á Íslandi verið tímabundið stöðvuð. Þá hafna þeir kynhlutlausu máli. Innlent 8.10.2025 14:05
Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Dóttir Möggu Stínu er í áfalli yfir því að ísraelski sjóherinn hafi handtekið móður hennar þrátt fyrir að hún hafi vitað að handtaka væri mögulega yfirvofandi. Þetta sé veruleiki sem hún eigi erfitt með að meðtaka og því biðlar hún til stjórnvalda að fordæma handtökuna og að koma móður hennar heim sem allra fyrst. Innlent 8.10.2025 14:03
Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild háskólans á Bifröst og sérfræðingur í hafrétti, segir ákvæði hafréttar og laga um vopnuð átök takast á í umræðu og skilgreiningu á handtöku Margrétar Kristínar Blöndal tónlistarkonu og annarra aðgerðasinna í nótt. Erfitt sé að fullyrða um lögmæti aðgerða Ísraela þegar allar staðreyndir liggi ekki fyrir. Erlendur sérfræðingur á sviði hafréttar fullyrti í sumar að handtaka aðgerðasinna á bátnum Madleen hafi verið ólögmæt. Innlent 8.10.2025 13:14
Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Bíl var ekið á manneskju í Skeifunni í Reykjavík rétt eftir klukkan tólf á hádegi í dag. Innlent 8.10.2025 12:36
Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Talsverða athygli vakti í gær þegar opinber Facebook-aðgangur Reykjavíkurborgar smellti svokölluðu „læki“ á frétt um sögulega mikla mælda óánægju með stjórnarandstöðuna. „Lækið“ er ekki einsdæmi og samskiptastjóri borgarinnar segir málið óheppilegt. Innlent 8.10.2025 12:19
Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar „Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur málið á sínu borði; málefni íslensks ríkisborgara, sem við vitum hver er, sem var handtekinn í aðgerðum ísraelskra stjórnvalda í nótt og auðvitað fylgjumst við náið með þróun mála,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vegna frétta um að Margrét Kristín Blöndal, íslenskur ríkisborgari, hefði verið handtekin af ísraelska sjóhernum í nótt. Innlent 8.10.2025 12:09
Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Björk Guðmundsdóttir er meðal þeirra sem lýsa yfir fullum stuðningi við tónlistarkonuna Möggu Stínu sem numin var á brott af ísraelska hernum ásamt öðrum áhafnarmeðlimum bátsins Conscience í nótt. Hún ber samband Palestínu og Ísraels saman við sex hundruð ára sögu Íslands sem nýlendu. Fjölmiðlafólk undrast svívirðingarnar sem Magga Stína verður fyrir á netinu. Innlent 8.10.2025 11:48
„Minnir á saltveðrið mikla“ Búast er við mikilli ölduhæð og sjógangi sem gæti valdið tjóni á suður- og suðvesturhluta landsins í dag. Veðurfræðingur segir veðrið minna á „saltveðrið mikla“ fyrir rúmum aldarfjórðungi og bendir fólki á að gera ráðstafanir. Gular viðvaranir eru í gildi. Innlent 8.10.2025 11:40
Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Í hádegisfréttum fjöllum við um handtöku tónlistar- og baráttukonunnar Möggu Stínu sem er nú í haldi Ísraelshers. Innlent 8.10.2025 11:37
Stúlkan komin í leitirnar Stúlka sem lögregla lýsti eftir í gær er komin í leitirnar. Lögregla þakkar veitta aðstoð. Innlent 8.10.2025 10:09
Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, segir bændur verulega ósátta við frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum. Þeim hafi verið brugðið að sjá tillöguna og telji breytingarnar sérstaklega hafa slæm áhrif á mjólkuriðnað í landinu. Innlent 8.10.2025 09:06
Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að stinga mann við íþróttahús á Seltjarnarnesi og fyrir að ráðast á annan mann á sama stað skömmu áður. Atvikin sem málið varðar munu hafa átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 29. ágúst 2021. Innlent 8.10.2025 08:01
Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Ísraelski herinn handtók alla meðlimi bátsins Conscience um klukkan 04:30 að staðartíma í nótt. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, Magga Stína, var ein þeirra sem var um borð. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir alla farþega skipanna við góða heilsu, að þau verði flutt til hafnar í Ísrael og vísað úr landi fljótlega. Utanríkisráðuneytið fylgist með málinu. Innlent 8.10.2025 07:17
Átján sagt upp í Seljahlíð Átján starfsmönnum var sagt upp störfum hjá hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Seljahverfi í Reykjavík um liðin mánaðamót. Ráðist var í uppsagnirnar eftir að Reykjavíkurborg sagði upp samningi við Sjúkratryggingar um rekstur tuttugu hjúkrunarrýma í Seljahlíð. Innlent 8.10.2025 06:31
Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason hófu tveggja daga ríkisheimsókn til Finnlands í gær. Dagskráin var þétt þar sem forsetinn átti meðal annars fund með Finnlandsforseta, forsætisráðherra Finnlands og forseta þingsins. Innlent 8.10.2025 06:15