Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þriðjungur fengið fræðslu um áreitni

Ný könnun sýnir að þriðjungur fólks á vinnumarkaði hefur fengið fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað. Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu segir niðurstöðurnar vonbrigði.

Innlent
Fréttamynd

Minntust 300 ára afmælis Bjarna Pálssonar

Bjarni Pálsson var fyrstur manna til að gegna embætti landlæknis hér á landi og sáði í embættistíð sinni fræjum sem síðar áttu eftir að verða hin íslenska heilbrigðisþjónusta.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir vita ekki að þær séu arfberar ættgengs brjóstakrabbameinsgens

Ung kona sem missti móður sína úr brjóstakrabbameini af völdum Brakkagens ákvað að láta fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með genið. Hún var tuttugu og fimm ára þegar hún fór í aðgerðina og hafði þá beðið í fimm ár. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á slíkum aðgerðum að sögn brjóstaskurðlæknis.

Innlent
Fréttamynd

Dansandi skólastjóri í Þorlákshöfn

"Það bara bætir og kætir að dansa, maður verður glaður í hjartanu að dansa og hreyfa sig en dans er líka mikilvæg list og verkgrein, hún æfir samvinnu, danssporin, fínhreyfingar og grófhreyfingar og er gott undirstöðuatriði fyrir ýmislegt í lífinu“, segir Ólína.Þorleifsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn en þar eru nemendur í danstímum allan vetuirnn.

Innlent
Fréttamynd

Palestínska þjóðin muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir hana

Palestínskur maður, sem búsettur er á Íslandi, segir að Palestínumenn muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir þá með uppátæki sínu í Eurovision í gær. Hann hafi rætt við fjölmarga samlanda sína í dag sem séu fullir þakklæti. Þá segir Palestínu aktívisti að hljómsveitin hafi staðið við orð sín um að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis. Ísland hafnaði í tíunda sæti í keppninni í gær.

Innlent
Fréttamynd

Gengið „hægt en örugglega“ að ná Sóley að landi

Það er lyginni líkast hve vel hefur gengið að ná rækjutogaranum Sóley Sigurjóns GK200, frá Garði, að landi á Akureyri samkvæmt Finni Sigurbjörnssyni, skipstjóra á Múlabergi, en áhöfn skipsins tók Sóleyju í tog eftir að eldur kom upp þar um borð á föstudaginn.

Innlent
Sjá næstu 25 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.