
Herra Hnetusmjör, Gústi B, Eva Ruza, Johnny Boy og Kiddi Bigfoot sjá um fjörið í litahlaupinu 4. júní
Þátttakendur í The Color Run litahlaupinu eiga von á góðri skemmtun á sviðinu fyrir og eftir hlaup í Laugardalnum laugardaginn 4. júní næstkomandi. Herra Hnetusmjör mun skemmta gestum í upphituninni fyrir hlaupið með nokkrum vel völdum partýlögum til að koma öllum í rétta gírinn.