Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Komið er að tímamótum á ferli enska sóknarmannsins Gary Martin sem leikið hefur hér á landi við góðan orðstír nær óslitið frá árinu 2010. Englendingurinn er á leið heim eftir farsælan feril hér á landi og hann þakkar fyrir sig í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. Íslenski boltinn 9.9.2024 15:33
Skandall og ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs FHL í fótbolta, segir það ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta að ekki skuli vera sami fjöldi liða í Bestu deildum karla og kvenna. Kollegi hans í kvennaboltanum er sammála og segir það algjöran skandal að það séu aðeins tíu lið sem skipa Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 9.9.2024 15:03
Ritaði ítarlega grein um Gylfa Þór: „Íslenska þjóðin í hans horni“ Á vef breska miðilsins The Athletic í morgun birtist ítarleg grein um íslenska landsliðsmanninn í fótbolta, Gylfa Þór Sigurðsson leikmann Vals. Í greininni er farið yfir undanfarin tvö ár í lífi leikmannsins og reynt að fá betri mynd af þeirri ákvörðun hans að snúa aftur heim til Íslands og halda áfram með ferilinn hér heima. Íslenski boltinn 9.9.2024 10:54
Fram upp í Bestu deild kvenna Fram hefur tryggt sér sæti í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á næstu leiktíð. Það gerði liðið með frábærum 5-0 sigri á toppliði FHL í lokaumferð Lengjudeildar kvenna. Íslenski boltinn 7.9.2024 16:12
Uppgjörið: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Stólarnir halda sæti sínu Tindastóll sigraði Fylki á Sauðárkróki í dag 3-0 í Bestu deild kvenna. Þar með eru Fylkiskonur fallnar aftur niður í Lengjudeildina en Tindastóll heldur áfram í deild þeirra bestu. Íslenski boltinn 7.9.2024 13:17
Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 4-4 | Keflavík fallið úr efstu deild Keflavík er fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir að liðið gerði 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hlutans í dag. Íslenski boltinn 7.9.2024 13:17
„Þá hefði ég aldrei aftur flutt í bæinn“ Þær Arna Eiríksdóttir úr FH og Ísfold Marý Sigtryggsdóttir úr Þór/KA voru gestir Bestu upphitunarinnar fyrir 2. umferð uppskiptrar deildar. Þær eru nýbúnar að mætast á vellinum fyrir þátt dagsins. Íslenski boltinn 6.9.2024 16:32
Úr krílaleikfimi á KR völlinn Í nýjasta þætti Leikdagsins er fylgst með markahæsta leikmanni Bestu deildar karla, Viktori Jónssyni. Íslenski boltinn 6.9.2024 12:02
Kári bauð Kára velkominn í Víking Kári Sveinsson er nýr yfirstyrktarþjálfari knattspyrnudeildar Víkings en þetta kom fram á miðlum Víkings í dag. Íslenski boltinn 5.9.2024 23:32
Rosenörn yfirgefur Stjörnuna þó tímabilinu sé ekki lokið Markvörðurinn Mathias Rosenörn mun ekki spila meira fyrir Stjörnuna á þessari leiktíð eftir að hafa fengið samningi sínum rift um síðustu mánaðarmót. Íslenski boltinn 5.9.2024 11:02
Framkvæmdastjóri KSÍ vísar málum ekki lengur til aganefndar KSÍ vakti athygli á því í gær að framkvæmdastjóri sambandsins mun ekki lengur vísa málum til aga- og úrskurðarnefndar. Íslenski boltinn 4.9.2024 14:31
Ísabella með þrennu í tíu marka sigri Vals Ljuboten frá Norður-Makedóníu reyndist alls engin fyrirstaða fyrir Íslands- og bikarmeistara Vals í fyrsta leik liðsins í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Íslenski boltinn 4.9.2024 13:01
„Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn“ Viðar Örn Kjartansson hefur verið að gera góða hluti með KA undanfarið og skorað fimm mörk í Bestu deildinni í fótbolta á rétt rúmum mánuði. Hann var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í vikunni. Íslenski boltinn 3.9.2024 16:15
Sjáðu Evu Rut skora af 40 metra færi yfir ólympíumeistara Fylkiskonur unnu torsóttan en afar mikilvægan 2-1 útisigur gegn Stjörnunni í gærkvöld og eru nú með örlögin í eigin höndum, í fallbaráttu Bestu deildar kvenna í fótbolta. Mörkin úr leiknum má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 3.9.2024 10:33
„Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Hárréttur dómur eða óskiljanlegur? Eða kannski mannleg mistök í spennuþrungnum stórleik? Það voru að minnsta kosti heldur betur skiptar skoðanir í Stúkunni, á rauða spjaldinu sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk í 3-2 sigri Víkinga á Val í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 3.9.2024 10:03
Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. Íslenski boltinn 2.9.2024 22:02
Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkir strengdi sterkari líflínu með sigri í Garðabænum Fylki nældi sér í ansi mikilvæg stig í baráttu sinni um að forðast fall úr Bestu deild kvenna í fótbolta með 2-1 sigri sínum gegn Stjörnunni í leik liðanna í fyrstu umferð í umspili liðanna í neðri hluta deildarinnar. Íslenski boltinn 2.9.2024 17:18
KR mun spila í Macron á næstu leiktíð Karla- og kvennalið KR í knattspyrnu munu leika í treyjum frá Macron á næstu leiktíð. Frá þessu greindi félagið á samfélagsmiðlum sínum. Íslenski boltinn 2.9.2024 19:16
Slagsmálin send til aganefndar Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, og Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, geta átt von á leikbanni vegna högga sem þeir skiptust á í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Íslenski boltinn 2.9.2024 15:46
Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Laugardalsvelli verður breytt og þar lagt hybrid gras, það er að segja blanda af grasi og gervigrasi, í stað grasvallarins sem þar hefur verið. Völlurinn verður alfarið tileinkaður fótbolta. Íslenski boltinn 2.9.2024 14:30
Grillað fyrir appelsínugula sem berjast fyrir lífi sínu Fylkisfólk hefur blásið í herlúðra fyrir leikinn við Stjörnuna í Garðabæ í kvöld, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Fylkir þarf á sigri að halda í erfiðri fallbaráttu. Íslenski boltinn 2.9.2024 14:00
Stjörnunni ekki refsað vegna leikskýrslu Knattspyrnudeild Stjörnunnar verður ekki refsað vegna framferðis síns við skráningu leikskýrslu, samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Íslenski boltinn 2.9.2024 12:02
Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. Íslenski boltinn 2.9.2024 11:02
Draumurinn um efri hlutann úti Framarar og KA-menn þurfa að sætta sig við að keppa í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta þetta sumarið. Það var ljóst eftir töp liðanna tveggja í gærkvöld. Íslenski boltinn 2.9.2024 10:01