Íslenski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fengið nokkur skila­boð eftir skipti frá Val til KR

Orri Hrafn Kjartansson skipti nýverið frá toppliði Vals yfir til KR sem situr í fallsæti í Bestu deild karla. Liðin eru Reykjavíkurstórveldi og erkifjendur en það truflar Orra lítið, sem fékk þó einhver skilaboð frá Völsurum eftir skiptin. Hann kveðst viss um að KR geti snúið blaðinu við.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég var í smá sjokki“

„Þetta er bara mjög flott og hópurinn er jákvæður þó við séum ekki í bestu stöðunni í deildinni,“ segir Amin Cosic, nýr leikmaður KR í Bestu deild karla í fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég er mjög þreyttur“

Steven Caulker kveðst þreyttur eftir að hafa spilað allar 90 mínúturnar í 1-1 jafntefli Stjörnunnar við Fram í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Úrslitin eru svekkjandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Marka­metið hans Patricks Peder­sen í tölum

Patrick Pedersen varð í gærkvöldi fyrsti leikmaðurinn til að skora 132 mörk í efstu deild á Íslandi og Tryggvi Guðmundsson missti um leið markametið sem hann hefur átt síðan haustið 2011. Hér er hægt að sjá meira um það hvernig hann skoraði öll þessi mörk.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Margir sem voru til­búnir að koma honum fyrir kattar­nef fyrir mig“

„Ég er svo sem bara búinn að vera bíða eftir þessu. Þetta eru ekki sjokkerandi fréttir. Hann er náttúrulega búinn að vera funheitur. Ég á alveg von á því að þetta verði slegið, hann á það fyllilega skilið,“ segir Tryggvi Guðmundsson um markametið í efstu deild í fótbolta. Patrick Pedersen getur eignað sér metið er Valur sækir ÍA heim í Bestu deild karla í kvöld.

Íslenski boltinn