Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman FH valtaði yfir KA er liðin mættust í fallbaráttuslag í fimmtándu umferð Bestu deildar karla. KA sá aldrei til sólar í leiknum og ekki hjálpaði klaufaskapur markvarðar liðsins í fyrstu mörkum heimamanna. Leikurinn endaði 5-0 fyrir heimamenn úr Hafnarfirði sem slíta sig örlítið frá fallsvæðinu með sigrinum. Komnir með 18 stig og þremur stigum frá KA og ÍA sem sitja á botninum. Íslenski boltinn 13.7.2025 15:17
Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni KR sækir ÍA heim á Elkem-völlinn á Akranesi í 15. umferð Bestu deildar karla annað kvöld. Heimferð Vesturbæinga af Skaganum lengist um 45 mínútur eða svo, þar sem Hvalfjarðargöngin verða lokuð vegna framkvæmda. Íslenski boltinn 13.7.2025 12:25
„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál í Kaplakrika. Menn eru alvöru gíraðir í þetta,“ segir Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, um leik hans manna við FH í Bestu deild karla síðdegis í dag. Íslenski boltinn 13.7.2025 11:47
Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Risaleikur fer fram á Ísafirði á laugardaginn kemur þegar Vestri og Fram spila um sæti í bikarúrslitaleiknum í ár. Íslenski boltinn 9.7.2025 16:33
Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Víkingar hafa endurheimt einn sinn besta leikmann frá því í fyrrasumar fyrir seinni hlutann í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 8.7.2025 16:32
Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Það fer ljómandi vel um okkur. Við erum í strandbæ sem heitir Durres á mjög huggulegu hóteli í sól og hita,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Hans menn hefja Evrópuvertíð sína er liðið mætir Egnatia í Albaníu í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Íslenski boltinn 8.7.2025 13:01
Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Fyrrum þjálfarinn Ólafur Jóhannesson var sérfræðingur Sýnar Sport í kringum leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Hann réði sér vart fyrir kæti yfir viðtali fyrrum samstarfsfélaga hans, Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, eftir leik. Íslenski boltinn 8.7.2025 11:38
Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki sammála þegar kom að því að meta Íslandsmeistaravonir Valsmanna í sumar. Íslenski boltinn 8.7.2025 10:30
KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace KA menn fá að leika Evrópuleik félagsins á heimavelli. Félagið varð að ráðast í ákveðnar framkvæmdir á svæðinu til að fá leyfi fyrir heimaleik í Sambandsdeildinni. Úttektarmaður UEFA hló þegar hann sé stúku útiliðsins. Íslenski boltinn 8.7.2025 09:32
Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Stjörnumarkvörðurinn Árni Snær Ólafsson var í sviðsljósinu í leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi en nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 8.7.2025 09:01
Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla FH tók á móti Stjörnunni í kvöld í 14. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en það hefðu getað verið skoruð svo miklu fleiri mörk. Íslenski boltinn 7.7.2025 18:30
Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Hallgrímur Mar Steingrímsson var enn á ný hetja KA-manna í gær þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 útisigri á KR í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 7.7.2025 09:00
„Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var vonsvikinn að hafa fengið ekki neitt út úr leiknum á móti KA í dag. KR laut í lægra haldi á móti KA á Avis-vellinum í Laugardal. Íslenski boltinn 6.7.2025 18:53
Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti KA gerði sér góða ferð suður og sigraði KR á Avis-vellinum í Laugardal í dag. Með sigrinum fóru norðanmenn úr fallsæti og eru nú aðeins stigi á eftir KR eftir 14 umferðir í Bestu-deild karla. Íslenski boltinn 6.7.2025 15:15
„Búnir að vera á smá hrakhólum“ „Varnarlega spiluðum við gríðarlega vel. Við breyttum og skiptum í 4-4-2 og það var bara mjög erfitt að finna lausnir gegn okkur. Svo áttum við góð færi líka. Ég er bara mjög sáttur við leikinn í heildina,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli hans manna við topplið Víkings á Hásteinsvelli í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis. Íslenski boltinn 5.7.2025 18:50
Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum ÍBV og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í steindauðum fótboltaleik á Hásteinsvelli í 14. umferð Bestu deildar karla í fótbolta síðdegis. Íslenski boltinn 5.7.2025 15:36
Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum „Hér er kominn óboðinn gestur,“ sagði Kristinn Kjærnested sem er að lýsa leik ÍBV gegn Víking þegar hundur hljóp inn á völlinn. Íslenski boltinn 5.7.2025 16:18
Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora ÍA tókst ekki að ná sér í dýrmæt stig í botnbaráttunni þrátt fyrir komu nýs þjálfara, Lárusar Orra Sigurðssonar, en liðið tapaði á móti Fram á heimavelli í 14. umferð Bestu deildar karla. Gestirnir frá Reykjavík sigruðu 1-0 á Elkem vellinum Íslenski boltinn 5.7.2025 13:16
Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Valur hafði betur gegn Vestra með öruggum 0-2 útisigri á Kerecisvellinum á Ísafirði í Bestu deild karla í dag. Með sigrinum heldur Valur sér í toppbaráttunni á meðan Vestri situr áfram um miðja deild og leitast ennþá eftir að komast á sama skrið og í byrjun tímabilsins. Íslenski boltinn 5.7.2025 13:15
ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin ÍR-ingar endurheimtu toppsætið í Lengjudeild karla í fótbolta eftir endurkomusigur á Fylki í Árbænum í kvöld. Fjölnismenn komust upp úr fallsæti og sendu Leiknismenn þangað í staðinn. Íslenski boltinn 4.7.2025 21:28
Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Eyjakonur vígðu nýtt gervigras á Hásteinsvelli í kvöld með 5-1 stórsigri á sameiginlegu liði Grindavíkur og Njarðvíkur í Lengjudeild kvenna. Íslenski boltinn 4.7.2025 20:16
Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum er leikfær eftir framkvæmdir við völlinn sem staðið hafa yfir um hríð. Fyrsti leikur á nýlögðu gervigrasi fer fram í kvöld. Íslenski boltinn 4.7.2025 13:45
Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Þeir Ásgeir Helgi Orrason, leikmaður Breiðabliks, og Hrannar Snær Magnússon, leikmaður Aftureldingar, fögnuðu báðir að hætti Diogo Jota í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Jota féll frá aðfaranótt fimmtudags. Íslenski boltinn 4.7.2025 11:00
Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Íslandsmeistarar Breiðabliks misstu niður 2-0 forystu gegn nýliðum Aftureldingar í 2-2 jafntefli liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Heimavöllur Mosfellinga heldur áfram að skila þeim stigum. Íslenski boltinn 4.7.2025 09:35