
Víkingar þakka þeim sem brugðust hratt við og segja stuðningsmanninn við góða heilsu
Undir lok leiks Víkings og KR í gærkvöld kom upp atvik þar sem áhorfandi í stúkunni þurfti á læknisaðstoð að halda. Sá er nú við góða heilsu.
Undir lok leiks Víkings og KR í gærkvöld kom upp atvik þar sem áhorfandi í stúkunni þurfti á læknisaðstoð að halda. Sá er nú við góða heilsu.
KR-ingar tóku sig til og skemmdu veisluhöld Víkinga en liðið hefði orðið Íslandsmeistari karla í knattspyrnu þegar þau mættust í Víkinni í gærkvöld, lokatölur 2-2. Þá skoraði KA fjögur í góðum sigri á Keflavík.
„Það er mikið undir hjá okkur í kvöld og það er ekki til betri staður heldur en Víkin í bongó og blíðu,“ segir Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í hádegisfréttum Bylgjunnar en liðið mætir KR í Bestu deild karla í kvöld.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson hefur lagt fótboltaskóna á hilluna. Þetta tilkynnti hann á Facebook í dag. Hann lauk ferlinum á því að fara með ÍR upp í næstefstu deild.
Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Breiðablik Stjörnuna, 2-0, í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í gær.
Þóroddur Víkingsson tryggði Fylki stig gegn ÍBV í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla með sínu fyrsta marki í efstu deild.
Víkingur varð á laugardag bikarmeistari karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á KA. Eðlilega var sigurinn auglýstur við Fífunna, þar sem Breiðablik hefur aðsetur en liðin hafa eldað grátt silfur undanfarin misseri.
Valsmenn styrktu stöðu sína í 2. sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu með 2-0 sigri á Stjörnunni.
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals var að vonum sáttur með 2-0 sigur liðsins á Stjörnunni í Bestu deild karla í knattspyrnu nú í kvöld. Liðin leika í efri úrslitakeppni deildarinnar og með sigrinum styrktu Valsarar stöðu sína í 2. sæti.
Heimir Guðjónsson var eðlilega sáttur með 2-0 útisigur FH á Kópavogsvelli, aðra umferðina í röð, í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hann var spurður út í líðan Kjartan Kára Halldórssonar sem fór af velli eftir að fá högg aftan á höfuðið í fyrri hálfleik.
Fylkir og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik beggja liða í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu.
FH hafði betur gegn Breiðablik aðra umferðina í röð í Bestu deild karla í kvöld.
Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, var fluttur af Kópavogsvelli þar sem lið hans mætti Breiðabliki í Bestu deild karla eftir að hafa fengið högg aftan á höfuðið.
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var svekktur á svip 0-2 tap á heimavelli gegn Þór/KA. Þróttur missti þar af gullnu tækifæri til að koma sér upp fyrir Breiðablik og blanda sér í baráttuna um Evrópusætið.
Valskonur komust aftur á sigurbraut eftir tap í síðasta leik gegn Stjörnunni. Staðan var jöfn í hálfleik en tvær kollspyrnur frá Örnu Sif og Laura Frank gerðu útslagið í seinni hálfleik. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Breiðablik lagði Stjörnuna að velli með tveimur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við í Bestu deild kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í dag.
Víkingur lagði KA í úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á laugardag. Víkingar hafa nú unnið bikarkeppnina fjögur skipti í röð og eru hársbreidd frá því að vinna tvöfalt í annað skiptið á þremur árum.
Landsliðskonan fyrrverandi Sif Atladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril. Hún hefur undanfarin ár spilað með Selfossi í Bestu deild kvenna en liðið er fallið niður í Lengjudeildina.
Víkingar eru Mjólkurbikarmeistarar karla í knattspyrnu árið 2023. Liðið er tvöfaldur bikarmeistari þar sem kvennalið félagsins varð einnig Mjólkurbikarmeistari í sumar. Þá er þetta fjórði bikarmeistaratitill karlaliðs Víkings í röð.
Það var mikið undir þegar Tindastóll og ÍBV mættust í Bestu deild kvenna í dag. Tindastóll fyrir leikinn í 7 sæti með 23 stig og ÍBV í 8 sæti með 21 stig sem og Keflavík sem átti leik á sama tíma.
Arnar Gunnlaugsson getur stýrt Víkingum til sigurs í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu á morgun, laugardag. Það yrði hans fjórði bikarmeistaratitill í röð en aðeins Guðjón Þórðarson hefur afrekað það áður hér á landi.
„Það er bara fínt spennustig. Búnir að undirbúa okkur vel, fara yfir Víkingsliðið og erum klárir í leikinn,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, sem mætir Víking í úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli á morgun, laugardag.
Fallbaráttan verður í algleymingi á morgun þegar lokaumferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar kvenna fer fram. Þrjú lið eru í fallhættu.