
Stjarnan fær reynslumikinn leikmann fyrir baráttu vetrarins
Miðherjinn Denia Davis-Stewart hefur samið við Stjörnuna og mun spila með liðinu í Subway-deild kvenna í körfubolta í vetur.
Miðherjinn Denia Davis-Stewart hefur samið við Stjörnuna og mun spila með liðinu í Subway-deild kvenna í körfubolta í vetur.
Valur tók á móti Haukum í Meistarakeppni KKÍ á Hlíðarenda í gærkvöld. Leikurinn var hin besta skemmtun en sigurkarfan kom þegar lokaflautið gall. Sigurkörfuna má sjá hér að neðan.
Keflavík er spáð sigri í Subway deild kvenna í körfubolta í árlegri spá forráðamanna liðanna í deildinni.
Að vanda verður Stöð 2 Sport með veglega umfjöllun um Subway deild kvenna í vetur. Íslandsmeistari kemur inn í sérfræðingateymið.
Hin 27 ára gamla A'ja Wilson lét til sín taka þegar Las Vegas Aces lagði Chicago Sky og tryggði sér sæti í undanúrslitum WNBA-deildarinnar í körfubolta. Wilson setti félagsmet yfir stig skoruð í leik í úrslitakeppninni en alls skoraði hún 38 stig í leiknum.
Nýr leikmaður Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta er með dóm á bakinu fyrir heimilisofbeldi.
Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Valencia, þarf að gangast undir aðgerð á hné til að fjarlægja brjósk.
Kevin Porter Jr., leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið handtekinn fyrir að ganga í skrokk á, og reyna að kyrkja, kærustu sína. Sú heitir Kysre Gondrezick og er fyrrverandi leikmaður í WNBA-deildinni.
LeBron James og flestar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í körfubolta hafa gefið til kynna að þær vilji taka þátt á Ólympíuleikunum sem fram fara í París á næsta ári. Kemur tilkynningin skömmu eftir að Bandaríkin fóru heim af HM í körfubolta með skottið á milli fótanna.
Brittney Sykes, leikmaður Washington Mystic, skoraði magnaða sigurkörfu gegn New York Mystic í WNBA-deildinni í körfubolta í nótt. Blakaði hún boltanum þá ofan í þegar hálf sekúnda var til leiksloka.
Þjóðverjar eru heimsmeistarar í körfubolta í fyrsta sinn eftir sigur á Serbum í úrslitaleik. Þetta eru önnur verðlaun Þjóðverja á heimsmeistaramóti frá upphafi en þeir unnu alla leiki sína á mótinu.
Kanada lagði nágranna sína frá Bandaríkjunum í leik liðanna um bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í körfubolta. Annað mótið í röð fara Bandaríkjamenn heim án verðlauna.
Þýskaland verður mótherji Serbíu í úrslitaleik heimsmeistaramóts karla í körfubolta á sunnudaginn kemur. Þeir þýsku unnu sterkt lið Bandaríkjanna í undanúrslitum í Manila í dag.
Serbía mun leika til úrslita á HM karla í körfubolta sem fram fer í Filippseyjum, Japan og Indónesíu. Liðið lagði Kanada í undanúrslitum í Manila í morgun.
Körfuboltamaðurinn Derrick Rose virðist nægilega mikill aðdáandi tónlistarmannsins Drake til þess að gera sér ferð að sjá rapparann sem ættaður er frá Kanada en þó ekki nægilega mikill aðdáandi til að fylgjast með tónleikunum sjálfum.
Breiðablik hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Subway-deild karla í körfubolta. Í dag var staðfest að Keith Jordan Jr. sé á leiðinni í Kópavog eftir frábært tímabil í Borgarnesi á síðustu leiktíð.
Christian Wood hefur skrifað undir tveggja ára samning við Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta. Það gefur Lakers svigrúm til að spila Anthony Davis í annarri stöðu á vellinum en Davis hefur gefið í skyn að hann vilji spila meira sem kraftframherji í vetur.
Kanada og Þýskaland urðu í dag síðustu tvær þjóðirnar til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í körfubolta. Kanadamenn sendu Slóvena heim og Þjóðverjar þurftu að hafa fyrir hlutunum gegn Lettum.
Bandaríska karlalandsliðið í körfubolta er komið í undanúrslit á HM eftir stórsigur á Ítalíu í dag, 63-100. Serbar eru einnig komnir í undanúrslit.
Körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson segist hafa ákveðið að taka eitt skref til baka á sínum ferli í von um að komast á hærra stig.
Fjarlægja þurfti nýra úr Boriša Simanić, kraftframherji serbneska landsliðsins í körfubolta, eftir að hann fékk hafa olnbogaskot í síðuna í leik Serbíu á HM í körfubolta sem nú fer fram í Filipseyjum, Japan og Indónesíu.
Litáen lagði Bandaríkin nokkuð örugglega í lokaleik J-riðils á Heimsmeistaramótinu í körfubolta í dag en þetta var fyrsta tap Bandaríkjanna í riðlakeppni á HM síðan 2002.
Körfuboltadómarar á Íslandi hafa lagt niður störf og munu ekki dæma meistaraflokksleiki þangað til að Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, mætir launakröfum þeirra.
Jordan Clarkson fór hreinlega á kostum þegar Filipseyjar unnu Kína á HM í körfubolta fyrr í dag. Alls skoraði hann 34 stig, þar af 20 á rétt innan við fjögurra mínútna kafla.