Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Íbúar í Nýju-Delí á Indlandi komu saman og kröfðust þess að stjórnvöld gripu til aðgerða vegna gríðarlegrar loftmengunar sem er viðvarandi vandamál í borginni. Erlent
Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Guðbjörg Valdimarsdóttir og Bjarni Leifsson urðu Íslandsmeistarar í CrossFit um helgina eftir flotta keppni. CrossFit Reykjavík hélt keppnina að vanda og fóru allar greinar fram í stöðinni fyrir utan eina í sundlauginni í Hveragerði. Sport
Sópa til sín verðlaunum um heim allan Sænsk-íslenska stuttmyndin O (Hringur) hlaut verðlaun á 33. Alter-native kvikmyndahátíðinni í Rúmeníu um helgina. Um er að ræða nítjándu verðlaunin sem myndin hlýtur á alþjóðlegri kvikmyndahátíð. Bíó og sjónvarp
Alexander í sérflokki Alexander Veigar Þorvaldsson úr Pílufélagi Grindavíkur, tyllti sér á topp úrvalsdeildarinnar í pílukasti í gær eftir mikla yfirburði á þriðja keppniskvöldi deildarinnar. Píla
Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Viðskiptavinir áfengisnetverslunarinnar Sante munu framvegis ekki hitta afgreiðslufólk þegar þeir sækja pantanir sínar í verslun fyrirtækisins. Eins konar vélmenni hefur nú leyst afgreiðslufólkið af hólmi. Neytendur
Einar Örn stýrir framtakssjóðum Kviku og lykilstarfsmenn fá hlut í félaginu Kvika eignastýring hefur gengið frá ráðningum á Einari Erni Hannessyni og Jóni Hauki Jónssyni, sem eru eigendur ráðgjafafyrirtækisins Stakks, í teymi framtakssjóðasviðs og mun Einar Örn stýra sviðinu og taka við af Margit Robertet sem hefur leitt það undanfarin ár. Þá stendur til að gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi framtakssjóða Kviku eignastýringar sem verður núna rekið í sérstöku dótturfélagi og lykilstarfsmönnum verður gert kleift að eignast hlut í því. Innherji
Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Knútur Haukstein Ólafsson frá Akranesi átti hreint ekki í vandræðum með að skera sig úr hópnum þegar hann tryggði sér sigur í graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa 2025. Hann fær í verðlaun 50.000 króna inneign hjá Fjarðakaupum og er nú formlega graskerskonungur landsins. Lífið samstarf