Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Íslandsbanki reið fyrstur á vaðið í dag og kynnti nýtt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána í kjölfar nýrra vaxtaviðmiða seðlabankans. Fasteignasali segist vongóður um að stífla á fasteignamarkaðnum muni brátt bresta. Innlent
Markaregn í enska boltanum í dag Mörkin létu ekki á sér standa í enska boltanum í dag en tólf mörk voru skoruð í fyrstu fjórum leikjum dagsins. Fótbolti
„Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Tónskáld og poppsérfræðingur segir það risastóra viðurkenningu fyrir tónlistarkonuna Laufeyju Lin að fá tilnefningu fyrir poppplötu ársins ári eftir að hún sigraði í sama flokki Grammy-verðlaunanna. Með þessu festi Laufey sig í sessi á stjörnuhimninum í tónlistarlífi utan landsteinanna. Lífið
Alexander í sérflokki Alexander Veigar Þorvaldsson úr Pílufélagi Grindavíkur, tyllti sér á topp úrvalsdeildarinnar í pílukasti í gær eftir mikla yfirburði á þriðja keppniskvöldi deildarinnar. Píla
Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Viðskiptavinir áfengisnetverslunarinnar Sante munu framvegis ekki hitta afgreiðslufólk þegar þeir sækja pantanir sínar í verslun fyrirtækisins. Eins konar vélmenni hefur nú leyst afgreiðslufólkið af hólmi. Neytendur
Einar Örn stýrir framtakssjóðum Kviku og lykilstarfsmenn fá hlut í félaginu Kvika eignastýring hefur gengið frá ráðningum á Einari Erni Hannessyni og Jóni Hauki Jónssyni, sem eru eigendur ráðgjafafyrirtækisins Stakks, í teymi framtakssjóðasviðs og mun Einar Örn stýra sviðinu og taka við af Margit Robertet sem hefur leitt það undanfarin ár. Þá stendur til að gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi framtakssjóða Kviku eignastýringar sem verður núna rekið í sérstöku dótturfélagi og lykilstarfsmönnum verður gert kleift að eignast hlut í því. Innherji
Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Knútur Haukstein Ólafsson frá Akranesi átti hreint ekki í vandræðum með að skera sig úr hópnum þegar hann tryggði sér sigur í graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa 2025. Hann fær í verðlaun 50.000 króna inneign hjá Fjarðakaupum og er nú formlega graskerskonungur landsins. Lífið samstarf