Vísir

Mest lesið á Vísi

Stjörnuspá

30. janúar 2026

Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.

Fréttamynd

Handboltaveisla í beinni, máls­vörn olíu­fé­laga og fögnuður leigu­bíl­stjóra

Innan við klukkustund verður í sögulega viðureign Íslendinga gegn Dönum á EM í handbolta þegar kvöldfréttatími Sýnar fer í loftið. Líkt og flestir verðum við því með hugann við handboltann og fáum stemninguna beint í æð. Við verðum í beinni útsendingu frá Danmörku þar sem stuðningsmenn eru að þétta raðirnar og frá Borgarleikhúsinu þar sem sýningum var frestað vegna leiksins. Við verðum einnig í beinni frá Skógarböðunum á Akureyri þar sem sundgestir ætla að horfa á leikinn og frá Droplaugarstöðum þar sem íbúar eru í miklu stuði. Auk þess rýnum við í fyrri viðureignir okkar gegn Dönum með fyrrverandi forseta. 

Innlent


Fréttamynd

Andri frá Origo til Ofar

Tæknifyrirtækið Ofar hefur ráðið Andra Þórhallsson sem verkefnastjóra UT-kerfa. Samkvæmt tilkynningu kemur Andri til Ofar frá Origo þar sem hann hefur starfað síðastliðin tíu ár, nú síðast sem „full-stack“ forritari á sviði hugbúnaðarlausna.

Viðskipti innlent

Fréttamynd

Stóru sjóðirnir á sölu­hliðinni á fyrsta ári vel heppnaðs sam­runa JBT og Marels

Allir helstu íslensku lífeyrissjóðirnir voru á söluhliðinni á fyrsta árinu eftir risasamruna JBT og Marels, einkum tveir af stærstu sjóðum landsins, þegar þeir minnkuðu nokkuð stöðu sína í sameinuðu fyrirtæki og seldu fyrir samtals vel á annan tug milljarða króna. Afkoma félagsins hefur að undanförnu ítrekað verið umfram væntingar en mikil veiking Bandaríkjadals hefur litað ávöxtun innlendra fjárfesta í krónum.

Innherji