Vísir

Mest lesið á Vísi

Stjörnuspá

07. desember 2025

Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.



Fréttamynd

„Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“

„Ég var einhvern veginn sannfærð um að ekkert yrði eins og áður var. Mig langaði mest af öllu að bara stinga hausnum undir sæng og ekki þurfa að díla við neitt. En á sama tíma uppgötvaði ég hvað lífið mitt fram að þessu, „gamla“ lífið mitt, hafði verið gott og frábært; ég elskaði starfið mitt og fjölskylduna mína og vini og allt í kringum mig,“ segir Guðný Jónasdóttir sellóleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.Verandi 38 ára, stálhraust þriggja barna móðir átti hún allra síst von á því að vakna upp einn daginn og vera skyndilega búin að missa stjórnina á eigin líkama. Greiningin kom fljótt: blóðtappi sem kallaði á tafarlausa aðgerð. Það var upphafið að margra mánaða endurhæfingu þar sem Guðný þurfti að endurheimta hreyfifærni, fínhreyfingar og skynjun – grundvallaratriði í starfi hennar sem tónlistarmanns. Ári síðar er Guðný aftur komin upp á svið, en ferðalagið þangað var langt frá því að vera auðvelt.

Lífið