Fréttamynd

Havana-heil­kennið heldur á­fram að kveikja sam­særis­kenningar

Þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir og fjölda opinberra skýrslna hefur ekki enn tekist að ráða gátuna um hið svokallaða Havana-heilkenni. Hundruð starfsmanna í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna hafa lýst lamandi svima, nístandi höfuðverk, suði í eyrum og minnistruflunum. Málið er enn óleyst ráðgáta sem heldur áfram að næra sögur um dularfull vopn og leynilegar tilraunir stórvelda.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stjörnulífið: Ás­laug náði ekki að tala Trump til

Janúarmánuður siglir áfram með blíðviðrisdögum og brjáluðum norðurljósum í bland við nokkrar lægðir. Nú er tími þorrablóta, glimmers og mikils partýstands en stjörnur landsins eru líka duglegar að hafa það náðugt heima fyrir eða skella sér í heitar laugar og birta bossamyndir. 

Lífið


Fréttamynd

Íþróttapar keypti ein­býlis­hús í Hafnar­firði á 162 milljónir

Jónína Þórdís Karlsdóttir, körfuboltakona hjá Ármanni og lögfræðingur Húseigendafélagsins, og Viktor Karl Einarsson, knattspyrnumaður hjá Breiðabliki og eigandi Zantino Suits, keyptu 243 fermetra einbýlishús við Sléttahraun 14 í Hafnarfirði. Ásett verð var 169,9 milljónir en þau keyptu það á 161,5 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Svona heldur Rakel sér ung­legri

Frumkvöðullinn og athafnakonan Rakel Halldórsdóttir er með þrjár háskólagráður og meðal annars gráður frá Harvard í Bandaríkjunum og einnig frá Milano á Ítalíu. Rakel vakti mikla athygli og aðdáun þegar hún stofnaði einn af fyrstu bændamörkuðunum í Reykjavík, markaðinn og heilsuverslunina Frú Laugu.

Lífið

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

„Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“

Dagmar Öder er ung og upprennandi söngkona. Það má segja að tónlistin hafi bankað upp á sem leið til að vinna úr mikilli sorg. En faðir Dagmarar lést úr krabbameini árið 2015, aðeins 52 ára gamall. Þá var Dagmar 17 ára. Faðir hennar, Einar Öder, var einn færasti knapi landsins og ólst Dagmar upp á hestabúgarði fjölskyldunnar, Halakoti, rétt fyrir utan Selfoss.

Lífið
Fréttamynd

Kvik­myndirnar sem beðið er eftir 2026

Vísir hefur tekið saman lista yfir 30 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með eftirvæntingu. Ofurhetjumyndir, hrollvekjur og stórmyndir byggðar á bókmenntum eru áberandi en þar fyrir utan er von á ýmsu góðu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Þessu hef ég verið háður býsna lengi“

Jakob Birgisson, grínisti og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, tók sinn síðasta nikótínpúða fyrir tveimur dögum og er hættur neyslu þeirra eftir að hafa verið háður þeim síðan í menntaskóla. Jakob tilkynnti ákvörðunina með sérstöku TikTok-myndbandi og fór síðan yfir bindindið í morgunútvarpi Rásar tvö í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Eig­andi lúxushótels selur miðbæjarperlu

Eigandi lúxushótelsins Deplar Farm Chad R. Pike hefur sett einbýlishús sitt að Smiðjustíg í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Húsið hefur verið bækistöð ferðaþjónustufyrirtækis hans Eleven Experience en uppsett verð er 275 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er ekki upp­gjör á mínu upp­eldi“

Rapparinn og pródúsentinn Ízleifur gefur út sína þriðju plötu, 100&Einn, undir mánaðarlok. Platan er hans lengsta til þessa, innblásin af uppeldishverfinu 101 og tekst Ízleifur á við ýmsar erfiðar tilfinningar á henni.

Tónlist
Fréttamynd

Trölli stelur jólunum í Borgar­leik­húsinu

Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum, sem byggir á sígildu ævintýri Dr. Seuss. Söngleikurinn verður frumsýndur á stóra sviðinu í nóvember, Valur Freyr Einarsson leikstýrir honum og verður hulunni svipt af leikhópnum á næstunni.

Menning
Fréttamynd

Svona sjá Pétur og Heiða leikskóla­vandann

Nýtt ár, ný tækifæri sagði skáldið og það á svo sannarlega við í ráðhúsinu því það styttist óðfluga í sveitastjórnarkosningar. Það má segja að kosningabaráttan sé í þann mund að fara á flug enda er pískrað um samgöngumál og prófkjör á öllum kaffistofum landsins.

Lífið
Fréttamynd

Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni

Logi Geirsson, handboltasérfræðingur í Stofunni, birti á Instagram í gærkvöldi nokkuð skondinn kröfulista fyrir útsendingar Ríkisútvarpsins á EM í handbolta í janúar. Logi bað þar meðal annars um persónulegan aðstoðarmann, einkabílastæði og suðræna tónlist. Logi segir að um „létt grín“ hafi verið að ræða en hefur samt eytt myndinni.

Lífið
Fréttamynd

Rosalia komin með skvísu upp á arminn

Spænska súperstjarnan Rosalia virðist hafa fundið ástina í faðmi frönsku fyrirsætunnar Loli Bahia. Skvísurnar sáust haldast í hendur í rómantískri göngu um Parísarborg á mánudaginn.

Lífið
Fréttamynd

Ein heitasta stjarna í heimi

Dansarinn, tónlistarkonan, leikkonan, listakonan og ofurbomban Teyana Taylor er að sigra heiminn um þessar mundir. Ásamt því að slátra rauða dreglinum á hverjum einasta viðburði hlaut hún sín fyrstu Golden Globe verðlaun á sunnudag fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni One Battle After Another.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Inga Tinna selur höllina í Borgar­túni

Inga Tinna Sigurðardóttir forstjóri og eigandi Dineout hefur sett þakíbúð sína í Borgartúni í Reykjavík, sem meðal annars hefur verið umfjöllunarefni í sjónvarpi, á sölu. Uppsett verð er 385 milljónir króna.

Lífið