Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Skinkur, hnakkar og skoðanaglaðir stjórnmálamenn létu sig ekki vanta á lifandi sýningu hlaðvarpsins Komið gott í Austurbæjarbíói í gær. Ef marka má samfélagsmiðla stóð opnunaratriðið upp úr þar sem þær stöllur dönsuðu við Boney M með Magnúsi Ragnarssyni og hinum ýmsu stjórnmálamönnum. Lífið 4.12.2025 14:12
Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Eiríkur Jónsson, Sigrún Pálsdóttir, Þórdís Helgadóttir, Haukur Már Helgason og Jón Kalman eru tilnefnd til bókmenntaverðlauna fyrir skáldverk sín. Lífið 3.12.2025 16:42
Fannar leitaði lengi að transbrauði Gott kvöld hélt áfram göngu sinni síðastliðið föstudagskvöld. Góðir gestir á borð við Gísla Örn Garðarsson leikstjóra, Hildi Völu Baldursdóttur leikkonu og Helga Seljan blaðamann komu í settið. Lífið 3.12.2025 16:03
Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson er enn og aftur að verða afi og er mikið barnalán í kringum fjölskylduna. Sonur hans og sömuleiðis leikarinn Sigurður Ingvarsson og sambýliskona hans, viðskiptafræðingurinn Alma Finnbogadóttir, eiga von á barni. Lífið 3.12.2025 11:36
Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Poppstjarnan Sabrina Carpenter sagðist ekki vilja að tónlist hennar yrði notuð í „illu og ógeðslegu“ myndbandi innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna og var þá svarað fullum hálsi. Talsmaður Hvíta hússins sagði ríkisstjórnina ekki myndu biðjast afsökunar á því að senda hættulega glæpamenn úr landi. Lífið 3.12.2025 10:48
Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Það er sannkallaður kraftur í Leikfélagi Akureyrar um þessar mundir og enga lognmollu að finna í líflegu leikári félagsins. Félagið fjöruga frumsýnir hér tónlistarmyndband við eldhressa rokkóperu sem verður sýnd í Samkomuhúsinu á nýju ári. Tónlist 3.12.2025 10:01
Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Vefþættirnir Bítið í Bílnum fóru í loftið í gær og slógu rækilega í gegn. Í þáttunum fara þáttarstjórnendur Bítisins, þau Heimir, Lilja og Ómar, á rúntinn með leynigesti sem syngur karókílag að eigin vali. Lífið 3.12.2025 09:47
Miley Cyrus trúlofuð Poppstjarnan Miley Cyrus og Maxx Morando eru trúlofuð eftir fjögurra ára samband. Tónlist 2.12.2025 21:30
Langskemmtilegast að vera alveg sama „Mér finnst þetta einfaldlega gera lífið litríkara og skemmtilegra,“ segir tískuskvísan og athafnakonan Sofia Elsie Nielsen sem skín skært hvert sem hún fer. Sofia ræddi við blaðamann um persónulegan stíl, tískuna, að læra að standa með sjálfi sér og margt fleira. Tíska og hönnun 2.12.2025 20:01
„Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Tónlistarkonan Dagbjört Rúriksdóttir varð fyrir djúpstæðu áfalli sem barn sem breytti öllu hennar taugakerfi, eins og hún segir sjálf frá. Á unglingsárunum missti hún síðan bróður sinn, sem var fjölfatlaður, sem hafði einnig djúpstæð áhrif á hana. Lífið 2.12.2025 16:00
Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Uppselt varð á tónleika Bubba Morthens í Laugardalshöll 6. júní 2026 á örskotsstundu. Aðdáendaklúbbur Bubba fékk forgang í miðasölu og var eftirspurnin eftir miðum langt um meiri en þeir miðar sem voru í boði. Því hefur verið ákveðið að hefja sölu á aukatónleika sem haldnir verða föstudaginn 5. júní. Lífið samstarf 2.12.2025 15:35
Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft Nýlega kom út hjá Forlaginu nýjasta skáldsaga Hauks Más Helgasonar sem ber heitið Staðreyndirnar. Um er að ræða hárbeitta satíru um ólík tilbrigði við þögn, um uppgjöf andspænis voðaverkum, uppgjör sem aldrei fer fram og þolinmæði þeirra afla sem enn bíða þess í ofvæni að lýðræðis- og frelsisbylgju síðustu áttatíu ára ljúki. Skáldsaga um vélrænt vit, mannasiði og nasista. Lífið samstarf 2.12.2025 14:29
Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Í nýjasta þætti Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms ræðir eiginmaður forseta Björn Skúlason opinskátt um lífsstíl, lýðheilsu, karlmennsku og tilgang – og hvernig hans eigin vegferð hefur mótað vilja hans til að vera góð fyrirmynd og nýta nýtt hlutverk sitt til góðs í samfélaginu. Lífið 2.12.2025 14:02
Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Í síðasta þætti af Gulla Byggi byrjaði Gulli að fylgjast með framkvæmdum í Vestmannaeyjum. Um er að ræða einbýlishús hátt uppi á Heimaey með óborganlegu útsýni. Lífið 2.12.2025 13:00
Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Skjálftinn, hæfileikakeppni sunnlenskra ungmenna, fór fram í fimmta sinn um helgina þar sem ungmenni úr unglingadeildum grunnskóla á Suðurlandi sýndu fjölbreytt sviðsverk. Vallaskóli á Selfossi vann með verki um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Lífið 2.12.2025 12:59
Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lögfræðingur, formaður Siðmenntar og fyrrum þingmaður Pírata hefur fundið ástina í örmum Lindu Þóreyjar Anderson, plötusnúðs og hljóðtæknis. Lífið 2.12.2025 12:37
Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Kærleikskúlan hefur í 22 ár verið órjúfanlegur hluti af jólahefð margra en í byrjun desember á hverju ári er staðið að útgáfu til styrktar Gló stuðningsfélagi. Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna, með því að efla starfsemi Reykjadals sem félagið á og rekur. Menning 2.12.2025 12:00
A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Unglingasveitin Abba Teens, sem hefur kallað sig A-Teens í seinni tíð, mun taka þátt í Melodifestvalen, undankeppni sænska ríkisútvarpsins fyrir Eurovision, á næsta ári. Auk hennar eru meðal annars tveir fyrrverandi sigurvegarar Melodifestivalen á meðal þátttakenda. Lífið 2.12.2025 11:31
Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Óvænt skilaboð á Facebook frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, mörkuðu upphaf að samstarfi sem átti eftir að breyta miklu fyrir íslenska fatahönnuðinn Anítu Hirlekar. Tíska og hönnun 2.12.2025 11:13
Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Kraumsverðlaunin verða afhent í átjanda sinn síðar í þessum mánuði fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Í gær voru tuttugu hljómsveitir og listamenn tilnefnd til verðlaunanna. Tónlist 2.12.2025 10:37
Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Dægurlagasöngvarinn Paul Anka tjáði sig óvænt um typpastærð Franks Sinatra í nýlegu viðtali. Sagðist Anka stundum hafa átt erfitt með að halda augnsambandi í sánunni með Rottugenginu en stærð Sinatra hafi þó ekki átt neitt í grínistann Milton Berle. Lífið 2.12.2025 09:59
Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Nýr vefsjónvarpsþáttur Bítisins á Bylgjunni, Bítið í bílnum, fer í loftið á Vísi og á Facebook-síðu Bylgjunnar í dag. Lífið 2.12.2025 09:00
The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Stjörnur West End í London, The Barricade Boys, koma til Íslands á næsta ári í framhaldi af uppseldri tónleikaferð um Bretland og Bandaríkin og flyta Broadway Party sýningu sína á sviðinu í Eldborg í Hörpu. The Barricade Boys eru mest spennandi söngleikjasönghópur Bretlands um þessar mundir og setja sinn einstaka blæ á fjölbreytt þekkt lög þar sem þeir undirstrika sönghæfileika sína og bæta auk þess við kraftmikill sviðsframkomu þar sem þeir grínast mikið hver í öðrum. Lífið samstarf 2.12.2025 08:30
Sýnilegri í senunni á meðgöngunni „Það er auðvitað smá klikkun að vera í vinnu á leikskóla og setja upp tvær sýningar á sama tíma og líkami manns sér um að baka barn en ég hef alltaf haft nóg að gera og mér fyndist líklega erfiðara ef það myndi allt í einu stoppa,“ segir kraftmikli dansarinn Birta Ásmundsdóttir en hún og leikarinn og tónlistarmaðurinn Kristinn Óli, betur þekktur sem Króli, eiga von á sínu fyrsta barni. Menning 2.12.2025 07:01