Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Knattspyrnukempurnar Helena Ólafsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir flytja á næstunni vestur til Ólafsvíkur á Snæfellsnesi. Helena segir að þær hafi langað að prófa búa á landsbyggðinni og það sé hollt að prófa eitthvað nýtt áður en maður verður of gamall. Lífið 20.5.2025 21:29
Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Spurning barst frá 28 ára gamalli konu: „Er eðlilegt að upplifa tímabil með klikkaðri kynlöngun yfir í alls enga? Þá meina ég heilt ár. Ég veit ég er ekki eikynhneigð (e. asexual) en samt virðist ég geta lifað af án þess að stunda kynlíf í langan tíma og tekið svo tímabil þar sem allt æsir mig.“ Lífið 20.5.2025 20:02
Rikki G og Valdís eiga von á barni Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, jafnan þekktur sem Rikki G, og kona hans Valdís Unnarsdóttir eiga von á barni. Lífið 20.5.2025 20:01
„Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Jónas Sen tónlistarmaður og tónlistargagnrýnandi, segist sannarlega ekki hafa viljað gera lítið úr kórastarfi né íslenskri kóramenningu. Hann hafi viljað bregða upp kaldhæðnu en kærleiksríku auga. Lífið 20.5.2025 11:01
Gurra og Georg hafa eignast litla systur Teiknimyndagríslingarnir Gurra og Georg hafa nú eignast litla systur. Greint var frá gleðitíðindunum í morgunþættinum Good Morning Britain. Þættirnir um Gurru (e. Peppa pig) eru geysivinsælir hjá yngstu kynslóðinni. Bíó og sjónvarp 20.5.2025 10:58
Heillandi heimili Hönnu Stínu Innanhússarkitektinn Hanna Stína hefur sett glæsilega og sjarmerandi íbúð á tveimur hæðum við Þingholtsstræti í Reykjavík á sölu. Eignin er í sögulegu steinsteyptu tvíbýlishúsi frá árinu 1927, hannað af Einari Erlendssyni, fyrrverandi húsameistara ríkisins. Ásett verð er 179 milljónir króna. Lífið 20.5.2025 10:15
Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Emilíana Torrini og Víkingur Heiðar Ólafsson eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðinu. Úrslitin ráðast í október og fær verðlaunahafinn andvirði 5,9 milljóna króna í sinn hlut. Menning 20.5.2025 10:07
Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Helga Margrét Marzellíusardóttir, formaður félags íslenskra kórstjóra, hefur engan áhuga á því að láta Jónas Sen tónlistargagnrýnanda Vísis, vaða á skítugum skónum yfir kórastarf í landinu. Nú sé komið gott. Jónas segir ekki hafa verið ætlun sína að særa neinn heldur aðeins hrista upp í umræðunni eins og gagnrýni eigi að gera. Lífið 20.5.2025 09:38
Komdu með í ævintýri til Ítalíu Ítalía hefur nær allt upp á að bjóða fyrir gott sumarfrí. Ítölsk matargerð er fyrir löngu heimsþekkt, landið býður upp á heillandi sögu og fallegar borgir með gömlum bæjarhlutum. Ekki má svo gleyma ströndunum sem iða af lífi, fjöri og ylvogum sjónum. Lífið samstarf 20.5.2025 08:57
Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Hinn rússneski Júrí Grígorovitsj, einn virtasti ballettdanshöfundur heims og listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins í Moskvu til áratuga, er látinn.Hann varð 98 ára. Menning 20.5.2025 08:26
Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 „Ég var pínu stressaður um að afi myndi snúa sér í gröfinni en svo þegar ég sé að það er verið að spila þetta í kirkjum og fermingum þá veit ég að hann yrði mjög ánægður,“ segir útvarpsmaðurinn, hlaðvarpsstjórnandinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal, jafnan þekktur sem Auddi Blö. Lagið hans „Hver er sá besti“ er eitt allra vinsælasta lagið í dag og sagan á bak við það er heldur betur einstök. Tónlist 20.5.2025 07:02
Kærleiksbomba frá GusGus „Eins og kannski flestir Íslendingar er ég súperfan af GusGus og var ég því ekki lengi að svara kallinu þegar vinur minn Marteinn spurði hvort ég vildi gera lag með þeim,“ segir tónlistarkonan Tatjana Dís sem er hluti af GusGus ofur sumarsmellinum Partýið er þú og ég. Tónlist 19.5.2025 20:03
GameTíví: Einhentir ræningjar í rugli Strákarnir í GameTíví ætla að láta reyna á hæfileika þeirra til að fremja glæpi í kvöld. Þeir ætla að spila leikinn One-Armed Robber sem gengur, eins og nafnið gefur kannski til kynna, út á að spila sem einhentir ræningjar. Leikjavísir 19.5.2025 19:32
Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Ungfrú Ísland fær flestar tilnefningar til Grímunnar, eða alls níu talsins, fyrir síðasta ár. Meðal annars er hún tilnefnd sem sýning ársins og leikrit ársins. Þar á eftir koma Sýslumaður dauðans og Hringir Orfeusar og annað slúður með sjö tilnefningar en bæði Köttur á heitu blikkþaki og Innkaupapokinn eru með fimm. Menning 19.5.2025 18:40
Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Arnar Grétarsson, þjálfari, og eiginkona hans Sigrún Heba Ómarsdóttir almannatengill hjá ÍSOR, hafa sett einbýlishús sitt við Gnitakór í Kópavogi á sölu. Ásett verð er 218 milljónir. Lífið 19.5.2025 17:00
Svanhildur Hólm fór holu í höggi Versta martröð Loga Bergmann raungerðist. Svanhildur Hólm Valsdóttir sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og eiginkona Loga, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi. Lífið 19.5.2025 15:37
Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Rósa Líf Darradóttir, læknir og aktívisti, og Anahita Sahar Babaei, listakona, aktívisti og kvikmyndagerðarkona, eru nýtt par. Rósa Líf deildi fallegum myndum af þeim saman á ferðalagi um Ísland á samfélagsmiðlum. Lífið 19.5.2025 15:23
Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Tónlistarkonan Kesha er í leit að ástinni og mætir því með opnum hug. Hún var gestur í spjallþætti Drew Barrymore þar sem stöllurnar fóru yfir þessi mál. Lífið 19.5.2025 14:42
Biggi ekki lengur lögga Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, er hættur í löggunni. Birgir hefur ráðið sig sem deildarstjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu á nýju stuðningsheimili sem er í smíðum. Hann er þakklátur fyrir ár sín í einkennisbúningi lögreglunnar. Lífið 19.5.2025 14:28
Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Ásgeir Orri Ásgeirsson, lagahöfundur og pródúsent hjá Stop Wait Go, og kærasta hans, Hildur Hálfdánardóttir sálfræðingur, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þau eiga von á stúlku sem er væntanleg í heiminn í haust. Lífið 19.5.2025 11:23
Viltu kynnast töfrum Taílands? Taíland er einstaklega spennandi áfangastaður sem býður upp á fjölbreytta og litríka menningu, stórkostlega náttúru, magnaða sögu og auðvitað einstaka matargerð sem er þekkt um allan heim. Lífið samstarf 19.5.2025 10:52
Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu fór til Gdansk í Póllandi með starfsmannafélagi Ísfélagsins, þar sem hann skemmti sér og var skemmtanastjóri í heljarinnar árshátíðarferð. Lífið 19.5.2025 10:43
Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Liðin vika var umvafin sól og sælu. Íslendingar nutu veðurblíðunnar um helgina og birtu myndir af sér ýmist á hlaupum, í miðborginni eða í sólbaði með svalandi drykk á sundfötunum. Eurovision setti sinn svip á vikuna þar sem Væb-bræður kepptu fyrir Íslands hönd og stóðu sig með prýði. Lífið 19.5.2025 10:38
Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Halldóra Geirharðsdóttir leikkona segist hafa viljað sleppa öllu öryggi þegar hún ákvað að segja upp í Borgarleikhúsinu eftir 30 ár. Halldóra, sem er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölvar Tryggvasonar. Hún segist finna sig vel í nýjum lífsstíl sem sjálfstætt starfandi einstaklingur, en hún sé enn að leita að hinum gullna meðalvegi í að taka ekki að sér of mörg verkefni: Lífið 19.5.2025 08:22