Ferðalög

Ferðalög

Greinar um ferðalög, ferðasögur og frábæra staði til að heimsækja.

Fréttamynd

„Ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út“

Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka stökkið í haust og flytja út til Claremont í Kaliforníu þar sem hann mun stunda doktorsnám í sálfræði við Claremont Graduate University. Hann er nýlentur í ævintýrinu og ræddi við Vísi um það sem býður hans í nýja heimalandinu.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lög­reglan mun skoða gögn í máli Hrafn­hildar Lilju og óska eftir upp­lýsingum frá Dóminíska lýð­veldinu

Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma

Innlent
Fréttamynd

Gott sumar í ferðaþjónustunni en ýmsar áskoranir fram undan

Ferðaþjónustan hefur tekið hratt við sér eftir faraldurinn en Ísland er nánast upp bókað næstu mánuði. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir greinina þó standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þar sem tryggja þurfi að framboð sé í takt við eftirspurn.

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun

Nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan hlakkar marga eflaust til að koma saman og skemmta sér vel á útihátíðum vítt og breitt um landið. Það er eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að síðastliðin tvö sumur hefur slíkt skemmtanahald legið í láginni vegna faraldursins. Nú skulum við sameinast um að halda góða skemmtun og koma öll heil heim. Því miður hefur það í áranna rás verið fylgifiskur útihátíða að þar á sér stað ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Því verður að breyta og það getum við ef við leggjumst öll á eitt.

Skoðun
Fréttamynd

Útskriftarnemar höfðu betur gegn Tripical

Ferðaskrifstofunni Tripical Travel var óheimilt að hækka verð pakkaferða útskriftarnema til Krítar með vísan til breytinga á eldsneytisverði. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur borist fjöldi kvartana vegna ferðarinnar.

Neytendur
Fréttamynd

Ó­trú­leg svaðil­för Chris Bur­kard með­fram allri Suður­ströndinni

Ævintýraljósmyndarinn Chris Burkard hefur verið á heldur óhefðbundnu ferðalagi um suðurströnd landsins síðustu vikuna. Suðurströndina þræddi hann á fjallahjóli, frá Djúpavogi til Þorlákshafnar, milli þess að skella sér á uppblásinn kajak til að komast yfir ótal árnar sem renna í Atlantshafið. Chris segir ferðalagið eitt það erfiðasta sem hann hefur tekist á við hér á landi.

Lífið
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.