Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Forsvarsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna, eða FÍA, segja það alfarið á ábyrgð stjórnenda Icelandair að hætta eigi að fljúga til Istanbúl í Tyrklandi. Stjórnendur hafi gert mistök sem nú sé verið að varpa yfir á flugmenn. Ekkert í núverandi kjarasamningi komi í veg fyrir áframhaldandi flug til Istanbúl. Innlent 17.1.2026 08:15
Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Icelandair hefur ákveðið að hætta flugi til Istanbúl í Tyrklandi frá og með 1. febrúar 2026. Viðskipti innlent 16.1.2026 14:17
Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Brottfarir Íslendinga frá Keflavíkurflugvelli hafa aldrei mælst fleiri en í fyrra. Erlendum ferðamönnum fækkaði um 0,4 prósent á milli ára en fjöldinn hefur svo gott sem staðið í stað undanfarin þrjú ár. Viðskipti innlent 9.1.2026 14:52
Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent 9.12.2025 21:00
Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Leik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir heldur til Tenerife í þrjár vikur eftir áramót eftir að hafa lýst því yfir að hún færi þangað aldrei aftur. Í þetta sinn er það þó í faglegum erindum. Lífið 22. nóvember 2025 15:05
Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi Mikill hugur er í íbúum í Ölfusi að styrkja enn frekar ferðaþjónustu í sveitarfélaginu með margvíslegum hætti og er ein hugmyndin að búa til svokallaðan „Eldhring“ svipað og Gullna hringinn svonefnda. Innlent 22. nóvember 2025 14:04
Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Frá því Ásmundur Einar Daðason sagði skilið við stjórnmálin hefur hann ferðast tvisvar til Mongólíu til að kynna sér dreifbýl hirðingjasamfélög landsins og funda með heimamönnum. Í seinna skiptið eldaði hann íslenska kjötsúpu með mongólskum hráefnum og rann hún víst ljúft niður. Matur 20. nóvember 2025 11:54
Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir ferðatöskur skildar eftir á áfangastað ef vélin er orðin of þung og það sé spá um mikinn og kröftugan mótvind. Það gerist ekki oft en líklegra sé að það gerist ef flugin eru löng. Viðskipti innlent 18. nóvember 2025 23:15
WestJet flýgur líka til Winnipeg og Edmonton Kanadíska flugfélagið WestJet hefur bætt við tveimur nýjum kanadískum áfangastöðum við áætlun sína til Keflavíkurflugvallar sumarið 2026. Flogið verður einu sinni í viku frá Edmonton og Winnipeg frá 28. júní. Viðskipti 18. nóvember 2025 18:46
Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Kanadíska flugfélagið Air Transat hefur ákveðið að hefja flug til Íslands. Viðskipti innlent 14. nóvember 2025 10:47
Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Kristján Gíslason kerfisfræðingur og ævintýramaður lauk för sinni í kringum hnöttinn á mótorhjóli í dag. Tíu ár eru síðan hann varð fyrsti Íslendingurinn til að mótorhjóla í kringum jörðina einn síns liðs. Lífið 8. nóvember 2025 22:29
„Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ „Ég hef held ég aldrei farið út í svona mikla óvissu. Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar, ekki þegar við keyrðum af stað, löbbuðum af stað eða fórum að klifra. Það er til mjög lítið af upplýsingum,“ segir Garpur Elísabetarson um ferðalag sitt upp á Humarkló í Heinabergsfjöllum. Lífið 6. nóvember 2025 15:00
Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Þegar hin bandaríska Nicole Zodhi fór í tíu daga ferðalag til Íslands árið 2010 átti hún allra síst von á að verða ástfangin af landinu, fólkinu og, óvænt, af íslenska leiðsögumanninum sínum, Einari Þór Jóhannssyni. Hún sneri lífi sínu á hvolf, sagði skilið við lífið sem viðskiptafræðingur í Washington-borg og elti ástina alla leið til Íslands. Í dag, fjórum árum síðar, er hún orðin hestabóndi á Suðurlandi og hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Lífið 6. nóvember 2025 13:33
Sól, borg, skíði og flug á einum stað Nýr og glæsilegur vefur Sumarferða fór í loftið í sumar. Þar má nú finna enn meira úrval spennandi ferða sem þú setur saman eftir þínu höfði. Sérstaða nýja vefsins er sú að bókunarvélin finnur lægsta flugverðið og bestu hótel verðin og setur saman í einn pakka. Ef um tengiflug er að ræða þá eru flugtengingar tryggðar í einum flugmiða sem veitir meira öryggi og þægindi fyrir þann sem ferðast. Lífið samstarf 5. nóvember 2025 12:49
Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Einn eigandi ferðaskrifstofunnar Tango Travel segist vera í áfalli eftir að fyrirtækið þurfti að hætta starfsemi vegna áhrifa af gjaldþroti Play. Hann er ósáttur við reglugerð um Ferðamálastofu og telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið. Viðskipti innlent 1. nóvember 2025 12:30
Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Flugvél á vegum Heimsferða sem lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrarflugvallar í byrjun viku breytti um stefnu vegna vélarbilunar en ekki veðurs á áfangastað. Framkvæmdastjóri Heimsferða segir að um misskilning hafi verið að ræða. Innlent 17. október 2025 15:00
Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Garpur fór með Sigurði Karlssyni og Leifi Runólfssyni upp á Ketillaugarfjall í Nesjum í Hornafirði. Fjallið er fjölskylduvænt og litríkt en á leiðinni upp rákust þeir á hreindýrahjörð. Lífið 16. október 2025 14:32
Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Íslensk kona sem hefur ferðast til nær allra landa heims segist þó nokkru sinnum hafa orðið fyrir áreiti fyrir það að vera einsömul kona á faraldsfæti. Hún hvetur þó konur til að láta ekkert stöðva sig og upplifa heiminn. Hún vinnur í um þrjá mánuði á ári og ferðast restina og hyggst klára að heimsækja síðustu ríki heims sem hún hefur ekki heimsótt þegar á næstu mánuðum. Innlent 14. október 2025 21:04
Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eftir að hafa varið fúlgum fjár í nýja flugmiða til Tenerife eftir gjaldþrot Play eru parið Sóley Edda Karlsdóttir og Arnór Gauti Brynjólfsson komin heim úr góðu fríi á eyjunni vinsælu. Gjaldþrot flugfélagsins var ekki það eina sem setti strik í reikninginn, en á heimleiðinni varð röð atvika til þess að þau munu hugsa sig um tvisvar áður en næsta ferðalag verður bókað. Innlent 13. október 2025 22:16
„Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Stjórnmálafræðingurinn Ólafur Þ. Harðarson er á ferðalagi með systkinum sínum og fjölskyldu um Kína. Á Leirhermannasafninu í Xi'an leigðu þeir bræður sér óvélknúna hjólastóla með ökumönnum sem ýttu þeim um safnsvæðið. Ferðalög 13. október 2025 16:51
Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Hjón í Svarfaðardal segja farir sínar ekki sléttar eftir ferðalagið heim úr sólinni á Spáni. Eftir níu klukkustunda bið á flugvellinum á Tenerife sáu Norðanmenn rúmið í hyllingum þegar flugstjórinn tilkynnti um breytingar. Lent yrði á Keflavíkurflugvelli en boðið upp á rútuferðir norður. Innlent 13. október 2025 15:47
Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa „Við höfum meðal annars spilað golf á hrikalega flottum PGA golfvelli, farið í geggjað tveggja daga Safari, hitt ættbálka, farið á ströndina, farið á Jet Ski, borðað út um allt á frábærum veitingastöðum og notið lífsins þess á milli í villunni,“ segir Arnar Dór sem er staddur í sannkölluðu ævintýri í Kenýa um þessar mundir. Ferðalög 7. október 2025 20:00
Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn ákvað strax að svara kalli stjórnvalda um björgunarfargjöld fyrir farþega í vanda eftir fall Play. Frá því að staðan kom upp hefur ferðaskrifstofan aðstoðað fjölda farþega en bæta nú við enn fleiri sætum. Lífið samstarf 3. október 2025 14:09
Ísland land númer 197 Maður sem lauk ferðalagi sínu til allra landa heimsins á Íslandi, segist feginn að vera búinn með þennan kafla í sínu lífi. Ævintýrið fjármagnaði hann allt með dagvinnu í heimalandinu og nýtti helgar og aðra frídaga til að ferðast um heiminn. Innlent 30. september 2025 21:31
„Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Forstjóri Úrvals Útsýnar segist hafa hætt viðskiptum við flugfélagið Play fyrir mörgum mánuðum. Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vera ekki með betra eftirlit með slíkum rekstri. Fjöldi ferðaskrifstofa sitji uppi með gríðarlegt tjón í kjölfar gjaldþrots Play. Viðskipti innlent 30. september 2025 17:35