„Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Helena Rakel Jóhannesdóttir og Jón Grétar Gissurarson skrifa 15. ágúst 2025 06:31 RAX og Árni Johnsen kynntust þegar Árni var blaðamaður á Morgunblaðinu og RAX hóf þar störf. Þegar RAX hóf störf á Morgunblaðinu 16 ára gamall var Árni Johnsen, þá blaðamaður, einn sá fyrsti sem bauð hann velkominn og tókst með þeim mikil vinátta. Þeir urðu fljótlega að teymi blaðamanns og ljósmyndara og fóru í alls kyns svaðilfarir til að afla frétta. Skipsströnd, eldgos, og hvalrekar voru meðal þess sem félagarnir gerðu saman fréttir um. Skugginn af RAX að mynda Árna á nýlegu hrauni úr eldgosi í Kröflu.RAX Ævintýri RAX og Árna leiddu þá einnig til útlanda en þeir eltu eitt sinn eldfjallafræðinginn Harald Sigurðsson til eldfjallaeyjarinnar Krakatá í vísindaleiðangur. Þar þurftu þeir að höggva sér leið með sveðjum í gegnum þykkan skóg til þess að komast upp á eldfjallið. Skógurinn iðaði af lífi en þar mátti finna köngulær, kyrkislöngur, eitraðar margfætlur, og eðlur. RAX og Árni kæla sig við sjóinn eftir krefjandi leiðangur upp á eldfjallið. Árni studdi einnig við RAX þegar hann ákvað að byrja að mynda lífið á norðurslóðum og fór með RAX í eina af fyrstu ferðunum til Grænlands þar sem þeir kynntust veiðimanninum Massana sem var kallaður Kóngurinn í Thule. Þar beitti Árni þeirri aðferð að taka athyglina af RAX svo hann gæti smellt myndum af Massana við leik og störf án þess að hann stillti sér upp fyrir myndavélina. Árni og Massana, Kóngurinn í Thule, á góðri stund.RAX RAX minnist Árna vinar síns í nýjasta þættinum af RAX Augnablik sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og einn af virtari vísindamönnum í heiminum, fór ásamt tveimur erlendum vísindamönnum árið 1990 til að rannsaka eldfjallaeyjuna Krakatá. RAX og Árni Johnsen fengu að slást með í för. Árið 1989 fóru RAX og Árni Johnsen í Landmannalaugar að gera sjö síðna grein í Morgunblaðið um lífið á fjöllum. Þar náði RAX einni af sínum eftirminnilegri myndum þegar fjallkóngurinn Kristinn Guðnason sundreið Rangá með kind i eftirdragi. RAX og Árni Johnsen heimsóttu Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist RAX með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti, meðal annars manninum sem kallaður var kóngurinn í Thule. RAX Eldgos og jarðhræringar Norðurslóðir Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Skugginn af RAX að mynda Árna á nýlegu hrauni úr eldgosi í Kröflu.RAX Ævintýri RAX og Árna leiddu þá einnig til útlanda en þeir eltu eitt sinn eldfjallafræðinginn Harald Sigurðsson til eldfjallaeyjarinnar Krakatá í vísindaleiðangur. Þar þurftu þeir að höggva sér leið með sveðjum í gegnum þykkan skóg til þess að komast upp á eldfjallið. Skógurinn iðaði af lífi en þar mátti finna köngulær, kyrkislöngur, eitraðar margfætlur, og eðlur. RAX og Árni kæla sig við sjóinn eftir krefjandi leiðangur upp á eldfjallið. Árni studdi einnig við RAX þegar hann ákvað að byrja að mynda lífið á norðurslóðum og fór með RAX í eina af fyrstu ferðunum til Grænlands þar sem þeir kynntust veiðimanninum Massana sem var kallaður Kóngurinn í Thule. Þar beitti Árni þeirri aðferð að taka athyglina af RAX svo hann gæti smellt myndum af Massana við leik og störf án þess að hann stillti sér upp fyrir myndavélina. Árni og Massana, Kóngurinn í Thule, á góðri stund.RAX RAX minnist Árna vinar síns í nýjasta þættinum af RAX Augnablik sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og einn af virtari vísindamönnum í heiminum, fór ásamt tveimur erlendum vísindamönnum árið 1990 til að rannsaka eldfjallaeyjuna Krakatá. RAX og Árni Johnsen fengu að slást með í för. Árið 1989 fóru RAX og Árni Johnsen í Landmannalaugar að gera sjö síðna grein í Morgunblaðið um lífið á fjöllum. Þar náði RAX einni af sínum eftirminnilegri myndum þegar fjallkóngurinn Kristinn Guðnason sundreið Rangá með kind i eftirdragi. RAX og Árni Johnsen heimsóttu Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist RAX með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti, meðal annars manninum sem kallaður var kóngurinn í Thule.
RAX Eldgos og jarðhræringar Norðurslóðir Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira