
Fékk nóg eftir að hafa nauðungarmatað einstakling
Flosi Þorgeirsson, sjúkraliði, sagnfræðingur og tónlistarmaður segir mikinn mun vera á rétti sjúklinga á geðdeildum á Íslandi og í Danmörku þar sem hann hefur starfað. Flosi er fyrsti viðmælandi Landssamtaka Geðhjálpar í októbermánuði þar sem samtökin standa fyrir vitundarvakningu um geðheilbrigðismál.