
RAX Augnablik: Fundu hágrátandi ungbarn afskiptalaust í fimbulkulda
„Lífið á Grænlandi er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast, en það er samt mjög sjarmerandi og heillandi líf þó að það sé erfitt.“
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson segir sögurnar á bak við myndirnar sem hann tók, fólkið sem hann hitti og allar ævintýralegu aðstæðurnar sem hann hefur lent í.
„Lífið á Grænlandi er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast, en það er samt mjög sjarmerandi og heillandi líf þó að það sé erfitt.“
Það var fjölmenni við gosstöðvarnar á Reykjanesi seint í gær, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis var þar að mynda.
„Þetta er náttúrulega ekki til eftirbreytni,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson um ljósmyndir sem hann tók af tveimur mönnum á ísjaka við Grænland.
„Þetta var eins og fara inn í einhvern ævintýraheim þar sem að maður keyrði í þröngum fjallvegum og trén fuku framhjá, eins og þau væru tröll.“
„Manni finnst svolítið eins og maður sé að endurtaka sig. Maður þarf alltaf að vera að reyna að finna eitthvað nýtt. Manni finnst vanta eitthvað. Maður er aldrei fullkomlega sáttur við það sem maður er að gera,“ segir Rax þegar hann talar um gerð bókarinnar Fjallland.
Sumarið 1988 var ljósmyndarinn Ragnar Axelsson staddur í Færeyum á eyunni Sandey. Það rigndi mikið í litla þorpinu Húsavík þegar hann kom auga á mann á gangi sem studdist við staf.
„Alltaf þegar ég er að fljúga þá er ég alltaf að leita að allskonar fígúrum, formum og andlitum. Ég bjóst nú reyndar ekki við því í Holuhrauni þegar ég fór þangað að sjá einhver andlit.“ Þetta segir Ragnar Axelson um reynslu sína þegar hann myndaði gosið í Holuhrauni árið 2014.
Ragnar Axelsson heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti.
Baðbomburnar á Þórshöfn eru sennilega einn hressasti sjósundshópur landsins en þær hafa skellt sér reglulega í sjóinn síðustu mánuði og láta frost og forvitna seli ekki trufla sig.
„Á ákveðnu svæði gekk maður yfir hálfgert sprengjusvæði þar sem að skúmurinn, sem er dálítið grimmur að verja unga sína, ræðst á mann og þeir eru mis grimmir,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari um daga sína í sveit sem barn, þar sem hann hafði það hlutverk að reka beljurnar heim.
Ragnar Axelsson ljósmyndari ólst upp við jöklana. Síðustu áratugi hefur hann flogið ótal ferðir yfir jökla landsins og náð þar stórkostlegum myndum. Hann segir frá þeim í þessum nýja þætti af RAX Augnablik.
Í dag opnar sýningin Þar sem heimurinn bráðnar eftir Ragnar Axelsson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sýningin opnar klukkan tíu en engin formleg opnun var að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana.
„Piteraq þýðir sá sem ræðst á þig og hann verður til inni á ísnum, inni á jökli og rennur niður þrjú þúsund metra inn að austurströndinni eins og ósýnilegt stórfljót,“ segir Ragnar Axelsson.
„Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi.