
Gjallgígur gægist undan ís á Hvannadalshnjúki
Forn gjallgígur virðist vera að koma í ljós eftir því sem snjór og ís hopa á toppi Hvannadalshnjúks. Jarðfræðingur telur að gígurinn hafi eflaust myndast löngu fyrir landnám.
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson segir sögurnar á bak við myndirnar sem hann tók, fólkið sem hann hitti og allar ævintýralegu aðstæðurnar sem hann hefur lent í.
Forn gjallgígur virðist vera að koma í ljós eftir því sem snjór og ís hopa á toppi Hvannadalshnjúks. Jarðfræðingur telur að gígurinn hafi eflaust myndast löngu fyrir landnám.
Ragnar Axelsson ljósmyndari lagði leið sína að eldgosinu við Litla-Hrút í nótt. Glóandi kvikan og hraunelgurinn sjást vel í miðnæturrökkrinu en felur sig líka undir svartri hraunskorpunni og eins gott að fara varlega.
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, hefur verið tilnefndur til Prix Pictet ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin eru ein þau virtustu sem veitt eru í faginu.
Í desember árið 2006 flæddu Hvítá, og Litla- og Stóra Laxá yfir bakka sína með þeim afleiðingum að stórt landsvæði á Suðurlandi var þakið vatni. Þá sást að það er engin tilviljun að bæjarstæði á þessu svæði eru jafnan á hæðum og hólum því að bæirnir litu margir út fyrir að standa á litlum eyjum.
Á einni af ferðum sínum um Færeyjar kom RAX auga á skjöldótt naut sem hann langaði að mynda. Það stóð við mosagróinn hlaðinn vegg og RAX sá fyrir sér mynd þar sem það liti út fyrir að vera hluti af veggnum. Nautið átti sér hins vegar enga drauma um fyrirsætustörf og brást hið versta við og reyndi að stanga RAX sem flúði upp á vegginn þar sem hann mátti dúsa í hálftíma.
Tveir Bretar ætluðu að fljúga yfir Eiríksjökul á leið sinni til Grímseyjar árið 1984 en flugu á jökulinn og brotlentu á honum í kjölfarið. Hannes Hafstein, sem stýrði Slysavarnarfélaginu á þessum tíma, bað RAX að reyna að ná myndum af slysstað. RAX flaug af stað en þegar hann kom að flakinu leist honum ekki á blikuna.
Að ramba á stað sem eitt sinn iðaði af lífi en er nú í eyði er sérstök upplifun. Ikatek flugvöllur á Grænlandi er þannig staður. Hann var byggður af Bandaríkjaher í seinna stríði og notaður sem varaflugvöllur þar sem flugvélar á þessum slóðum gátu fengið olíu. Bílar, olíutunnur og leifar af flugskýlum og skálum standa á svæðinu innan um tignarleg fjöllin í kring og hafa ekki verið hreyfð eða notuð frá því að stríðinu lauk.
Alls staðar á hnettinum erum við mannfólkið að kljást við það sama, að búa okkur til lífvænleg skilyrði. Að koma þaki yfir höfuðið, hafa öruggt aðgengi að mat, og hafa tækifæri til að afla sér tekna.
RAX fór til Eystrasaltsríkjanna um sama leyti og blóðugustu atburðir sjálfstæðisbaráttu þeirra áttu sér stað. Fólk safnaðist saman á götum úti, kveikti varðelda og reisti vegatálma og beið þess sem vera vildi. Sovéskar hersveitir reyndu að berja niður sjálfstæðistilburðina og það var alls ekki hættulaust að lenda í klónum á þeim.
Árið 1990 lýstu Eystrasaltsríkin yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum og í janúar 1991 hélt Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráðherra, utan til þess að viðurkenna sjálfstæði þeirra fyrir hönd Íslands, fyrst ríkja heims. RAX fylgdi honum út ásamt öðru fjölmiðlafólki.
Hvernig er að búa sem einbúi á afskekktum stað með einungis dýr og skepnur sér til félagsskapar? RAX hefur hitt nokkra einbúa sem margir hverjir hafa fullt að segja en heyrist sjaldan í, eins og RAX kemst að orði.
Á jóladagsnótt árið 1986 sökk flutningaskipið Suðurland við dularfullar aðstæður á leið sinni til Murmansk. Veður var slæmt og kafbátar á vegum Rússa og Breta voru á ferð í nálægð við skipið. Skipið tók á sig mikið högg, sjór flæddi nær stjórnlaust inn, og það tók að sökkva hratt.
Í gær opnaði Ragnar Axelsson, ljósmyndari Vísis, sýninguna Where the World is Melting í Hamborg í Þýskalandi. RAX hefur síðustu áratugi skrásett þær dramatísku breytingar sem orðið hafa á norðurslóðum samhliða hlýnun jarðar og vonast hann til þess að verk hans opni augu sýningargesta.
Skilyrði til aksturs voru slæm á Norðurlandi í dag en bíll fór út af veginum og festist í Víkurskarði í Þingeyjarsveit.
Ljósmyndarar og myndatökumenn Vísis voru á ferð og flugi árið 2022. Eldgos, óveður og stjórnmálin voru að sjálfsögðu meðal helstu myndefna en aðgerðir lögreglu og dómsmál komu einnig oft við sögu.
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, eða RAX, flaug í vikunni yfir hálendið og myndaði fjöll og jökla. Þetta er eitthvað sem hann gerir reglulega og lítur hann meðal annars á það sem æfingu fyrir eldgos.
Ragnar Axelsson fylgdi fjallmönnunum Þórði og Olgeiri um árabil að smala fé af fjöllum á Landmannaafrétti. Hann óttast að það sé hefð sem sé að líða undir lok.
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, var heiðraður í lok Exodus Aveiro hátíðarinnar sem haldin var í Aveiro um helgina. Hann var útnefndur persónuleiki ársins (e. personality of the year).
„Þetta er eins og að fara aftur í tímann.“ Svona lýsir Ragnar Axelsson ljósmyndari litlu þorpi í Færeyjum í nýjasta þættinum af RAX Augnablik.
Á gamlárskvöld árið 1994 fældist hópur hesta frá bænum Tungu í Svínadal við flugeldasprengingar. Ragnar Axelsson ljósmyndari slóst í för með hópi manna sem hugðist halda í leiðangur upp á fjallið til þess að bjarga hestunum.
„Ég er með jöklaáhuga, alveg svakalegan. Ég flýg reglulega yfir þá og mynda allt sem ég get og ætla að gera það eins lengi og ég get,“ segir ljósmyndarinn og flugmaðurinn Ragnar Axelsson.
Árið 2008 lagði Ragnar Axelsson upp í erfiða flugferð norður í land til þess að mynda ísbjörn sem hafði gengið á land við Hraun á Skaga. Viðbúnaður var á svæðinu og til stóð að fanga ísbjörninn.
„Ég hef svo gaman af týpum, það er svo mikið af flottum týpum úti um allt,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson í nýjasta þættinum af RAX Augnablik.
Þegar Björn bóndi, fjölskyldufaðir á eyjunni Koltur, hugðist halda upp á afmælið sitt vissi hann ekki hvort einhver myndu koma því eina leiðin til þess að taka þátt í afmælisveislunni væri að sigla þangað.