Ölvun og hávaði í heimahúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti að vanda fjölbreyttum verkefnum í gær og í nótt. Í dagbók kemur fram að lögregla hafi haft afskipti af nokkrum fjölda vegna ölvunar og gruns um akstur undir áhrifum. Þá var í þó nokkrum tilfellum tilkynnt um hávaða í heimahúsi sem lögregla hafði einnig afskipti af með því að biðja húsráðanda að hækka. Innlent
Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Undankeppni HM í fótbolta heldur áfram á sportrásum Sýnar í dag og um kvöldið má sjá nokkra af fremstu pílukösturum landsins etja kappi á spennandi móti. Sport
Æstur aðdáandi óð í Grande Ástralskur aðdáandi óð upp að söng- og leikkonunni Ariönu Grande og tók utan um hana í Singapore í gær. Cynthia Erivo, mótleikkona Grande, kom henni til varnar og ýtti manninum frá áður en hann var fjarlægður af vettvangi. Maðurinn gerir markvisst út á það að ryðjast upp á svið til tónlistarmanna eða inn á íþróttaviðburði. Bíó og sjónvarp
Sögulegt MMA bardagakvöld framundan Eins og við sögðum frá í gær er framundan sögulegt MMA bardagakvöld í Andrews Theater á Ásbrú. Í aðalbardaga kvöldsins stígur hinn 21 árs gamli Hákon Arnórsson, bardagakappi úr Reykjavík MMA, inn í búrið og berst við hinn norska Eric Nordin, í fyrsta sinn á Íslandi. Sport
Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Kári Marís Guðmundsson mun láta af störfum sem forstjóri kísilverksmiðjunnar PCC á Bakka næstu mánaðarmót. Kristín Anna Hreinsdóttir mun taka við stöðunni á meðan rekstrarstöðvun félagsins stendur. Viðskipti innlent
Aðhaldsstigið „aukist verulega“ og spá því að vextir lækki um 50 punkta Skýr merki eru um kólnun í atvinnulífinu, meðal annars með auknu atvinnuleysi og ágjöf sem stórar útflutningsgreinar hafa orðið fyrir, og aðhaldsstig peningastefnunnar á heimilin hefur sömuleiðis „aukist verulega“ eftir vaxtadóm Hæstaréttar, að mati greinenda ACRO verðbréfa. Þeir spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka vextina um fimmtíu punkta í næstu viku og vara við því að ef vaxtalækkunarferlið fer ekki af stað á nýjan leik þá muni líkur á harðri lendingu hagkerfisins aukast enn frekar. Innherji
Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Það eru ekki bara skáldin sem fagna degi íslenskrar tungu á sunnudaginn 16. nóvember heldur líka kindur, kýr og bangsar. Í bóndabæ Chicco tala dýrin nefnilega á hreinni íslensku og kenna börnum orð, tölur og litina í gegnum leik og söng. Óhætt er að segja að Chicco bóndabærinn hafi slegið í gegn hjá litlum málfræðingum. Lífið samstarf