Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við sérfræðing sem skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála. Innlent
Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum er hafið í Tókýó og eitt af því sem vakti mesta athygli á fyrsta keppnisdeginum var falleg stund í 3.000 metra hindrunarhlaupi. Belgískur keppandi sætti sig þar við að koma síðastur í mark, til að hjálpa meiddum keppinaut. Sport
Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Leikarinnn og grínistinn Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur bæst við uppistandshópinn Púðursykur og mun þreyta frumraun sína í uppistandi með hópnum í kvöld. Lífið
Sigurvin Ólafs: „Þeir sem standa sig betur hneppa hnossið“ „Bara mjög vel, þetta er bara spenningur og gleði,“ sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar Reykjavíkur, um tilfinninguna þegar tæpur sólahringur er í hreinan úrslitaleik liðsins um að komast í Bestu deild karla í fótbolta. Fótbolti
Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Bílaleigu á Íslandi hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum tæpa hálfa milljón króna í kjölfar þess að hafa rukkað hann um ýmsan kostnað í kjölfar þess að hann hafði fyrir dælt dísil á bílaleigubílinn sem knúinn var bensíni. Ástæðan er að upplýsingar og merkingar hafi ekki verið nægilega skýrar um að bensínbíl væri að ræða. Neytendur
„Allt í boði“ með einföldun regluverks sem minnkar verulega þróunarkostnað Áform eftirlitsstofnana beggja vegna Atlantshafsins um að einfalda regluverk og kröfur þegar kemur að klínískum rannsóknum á líftæknilyfjum mun minnka verulega þróunarkostnað og leiða til þess að það verður arðbærara að fara í þróun á mun fleiri hliðstæðum en áður, að sögn forstjóra Alvotech. Hann er afar gagnrýninn á einkaleyfakerfið í Bandaríkjunum, sem búi til hindranir fyrir innkomu líftæknilyfjafélaga, og þá skaði það mjög samkeppnisumhverfið hvernig framleiðendur frumlyfja fái að „læsa markaðinum“ í aðdraganda þess að einkaleyfi þeirra rennur út. Innherji
Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Daníel Ingi Bergmann stofnaði fyrirtækið Ingling tvítugur með það að markmiði að þróa fæðubótarefni sem virka. Í dag selur hann eigin vörur um allt land. Allt byrjaði þetta sem persónuleg tilraun til að öðlast meiri orku – sem endaði með því að breyta lífi annarra. Lífið samstarf