Vísir

Mest lesið á Vísi



Ísland í dag - Slaufuæði allsráðandi í aðventu- og jólaskreytingum

Slaufuæði er allsráðandi í jóla og aðventuskreytingum ársins. Einn þekktasti og vinsælasti stílisti landsins þórunn Högnadóttir gerir alltaf ævintýralegar skreytingar. Og hún er þekkt fyrir að nota óvenjulega hluti sem grunn í sínar fjölbreyttu skreytingar. Og oft eru endurnýttir hlutir í aðalhlutverki hjá Þórunni þar sem hún endurnýtir ódýra einfalda hluti heimilisins og setur þá í nýtt hlutverk og gerir skemmtilegar og flottar skreytingar fyrir nærri engan kostnað sem er algjör snilld. Þórunn sýnir okkur að þessu sinni nýjustu tískuna í aðventu og jólaskreytingum með snilldar lausnum sem hægt er að gera sjálfur og sem koma margar á óvart. Vala Matt heimsótti Þórunni og skoðaði nýjustu tískuna í skreytingunum fyrir jólin.

Ísland í dag
Fréttamynd

Kallar eftir auka­fundi peninga­stefnu­nefndar

Formaður Starfsgreinasambandsins segir óvænta hjöðnun verðbólgu um 0,6 prósentustig milli mánaða frábær tíðindi, þrátt fyrir að hún sé til marks um það hversu mikið er að hægjast á íslensku efnahagslífi. Hann kallar skýlaust eftir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi og lækki stýrivexti.

Viðskipti innlent