„Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni borgarfulltrúa á rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins vera ósanngjarna. Borgarfulltrúi segir illa farið með almannafé en formaður ráðsins bendir á að um þjónustu við borgarbúa sé að ræða. Innlent
Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Íslendingar geta komið í veg fyrir að Frakkar tryggi sér sæti á HM í fótbolta í kvöld. Ísland og Frakkland eigast þá við á Laugardalsvellinum í D-riðli undankeppni HM 2026. Fótbolti
Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni París Anna Bergmann ólst upp við erfiðar aðstæður þar sem hún þurfti snemma að verða sterk og bera ábyrgð. Fjögurra ára löng forsjárdeila foreldra hennar einkenndist af óöryggi og vanrækslu, og mótaði hana djúpt. Nokkrum árum síðar varð hún fyrir alvarlegu slysi sem breytti lífi hennar varanlega. Í dag vinnur hún af heilum hug að því að rödd ungs fólks fái að heyrast þegar ákvarðanir eru teknar í samfélaginu. Lífið
Hákon vongóður fyrir leikinn við Frakkland Hákon Arnar Haraldsson leiðir íslenska landsliðið inn á Laugardalsvöll er það mætir Frökkum í undankeppni HM 2026. Hann vonast eftir góðri frammistöðu og betri úrslitum en gegn Úkraínu. Sport
Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Sæmundur Friðjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður upplýsingatækni við Háskólann í Reykjavík. Hann hóf störf í júní síðastliðnum að því er segir í tilkynningu frá háskólanum. Viðskipti innlent
Seðlabankinn á að vera framsýnn og láta aðra sjá um „endurvinnsluna“ Peningastefnunefnd Seðlabankans opnaði fyrir það í vikunni að vextir gætu verið lækkaðir í nóvember, að mati hagfræðings, sem brýnir bankann að vera meira framsýnn og láta „aðra sjá um endurvinnsluna.“ Gangi spár eftir verður október þriðji mánuðurinn í röð þar sem hækkun vísitölu neysluverðs er hverfandi og undirstrikar að árstakturinn er „fortíðarverðbólga.“ Innherji
Þarf alltaf að vera vín? Það er eitthvað töfrandi við það þegar tappi poppar úr flösku og freyðandi búbblur dansa í glasi. Íslendingar eru duglegir að skála í búbblum við hverskonar tækifæri og þá er vinsælt að mæta með flösku í matarboð eða gefa í flottar gjafir. Lífið samstarf