Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

50+: Það má segja Nei við barna­pössun

Vissuð þið að það er til eitthvað sem kallast ömmu- og afakulnun? (e. grandparents burnout) Og að á netinu er heilmikið til af efni, skrifað bæði vestanhafs og austan, um það hvers vegna það sé í góðu lagi fyrir ömmur og afa að segja stundum Nei við barnapössun.

Lífið
Fréttamynd

Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Lauf­eyjar

Þakkargjörðarhátíðin, eða Thanksgiving, er haldin hátíðleg á morgun. Hún á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna en hefur fest sig í sessi hjá mörgum hér á landi, þar sem fjölskylda og vinir koma saman til að njóta samveru og hátíðlegra veitinga, oftast með kalkún á borðum.

Matur


Fréttamynd

Menningarmýs komu saman í jólafíling

Það var líf og fjör á Listasafni Íslands síðastliðinn sunnudag þegar margar af menningarmúsum landsins komu saman í gjafapappírsútgáfupartý rétt fyrir aðventuna. Listamenn, menningarunnendur og annað áhugafólk lét sig ekki vanta.

Lífið
Fréttamynd

Retró-draumur í Hlíðunum

Við Blönduhlíð í Reykjavík er til sölu einstaklega sjarmerandi 168 fermetra íbúð með sérinngangi. Húsið var byggt árið 1949 og hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Ásett verð er 123 milljónir króna.

Lífið

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Slökkviliðin og vin­sæll barna­bóka­höfundur leiða saman hesta sína

„Krakkarnir taka okkur alltaf mjög vel þegar við mætum,” segir Sigurður Þór Elísson eldvarnarfulltrúi og varðstjóri hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar eftir vel heppnaða heimsókn í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit, en árlegt eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hófst á fimmtudag í síðustu viku með þeirri heimsókn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Ég heillast af hættunni“

„Ég hafði ferðast um allan heim en þarna fyrst áttaði ég mig á því hversu ótrúlega fallegt landið okkar er,“ segir ævintýraljósmyndarinn Eyrún Lydía sem er 29 ára gömul. Hún fríkafaði á dögunum í jökullóni fyrir myndatöku sem hefur að hennar sögn aldrei verið gert áður á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Bjallaði í eitt virtasta tón­skáld Kasakstan

„Mig hafði alla tíð dreymt um að gera plötu,“ segir listamaðurinn, pródúsentinn og hljóðmaðurinn Haukur Páll. Haukur, sem er fæddur árið 2000, byrjaði þrettán ára gamall að semja tónlist og var nú tólf árum síðar að senda frá sér sína fyrstu plötu sem heitir Kyrrðin.

Tónlist
Fréttamynd

Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum

Það var líf og fjör í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag og margt um manninn þegar tískuverslunin Gina Tricot opnaði dyrnar á splunkunýrri verslun í stækkuðum Firðinum. Skvísur á öllum aldri lögðu leið sína á opnunina, skáluðu saman í freyðivín og gæddu sér á poppi. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi

Liðnir mánuðir hafa verið viðburðarríkir hjá Helga Ómarssyni, áhrifavaldi og ljósmyndara, sem hefur á skömmum tíma lokið þremur sérhæfðum námsleiðum tengdum heilsu og vellíðan. Um síðustu helgi útskrifaðist hann sem jógakennari frá Sólheimum, þar sem hann lærði Yoga Nidra. 

Lífið
Fréttamynd

Theo­dór Elmar og Pattra í sundur

Theodór Elmar Bjarnason, fyrrverandi fótboltamaður og aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá KR, og Pattra Sriyanonge, tískubloggari og markaðsstjóri gleraugnaverslunarinnar Sjáðu, eru hætt saman. Þau voru saman í sextán ár og eiga tvö börn saman.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lensk mæðgin slá í gegn í her­ferð Zöru

Fyrirsætan og lögfræðingurinn Kristín Lilja Sigurðardóttir hefur komið víða við í módelbransanum og tekið þátt í ýmsum verkefnum úti í heimi. Þar á meðal hefur hún nokkrum sinnum setið fyrir hjá tískurisanum Zöru ein, með eldri syni sínum Andra og nú í nýjustu herðferð fyrirtækisins slær Kristín Lilja í gegn með yngri syninum Ara. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Spennandi ung­linga­bók um sam­félag í upp­lausn, sam­kennd og heitar til­finningar

Það er óhætt að segja að söguþráður nýjustu unglingabókar Arndísar Þórarinsdóttur sé frumlegur og spennandi. Sögupersónur bókarinnar, sem heitir Sólgos, eru að gera sig tilbúnar fyrir fyrsta ballið í 10. bekk þegar rafmagnið fer af. Og ekki nóg með það heldur dettur netið líka út og bílar og flugvélar hætta að virka. Á einu augnabliki hverfa allar reglur samfélagsins og ógnin tekur yfir. Mitt í allri upplausninni má þó finna samstöðu, samkennd og heitar tilfinningar.

Lífið samstarf