Vísir

Mest lesið á Vísi

Stjörnuspá

16. janúar 2026

Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.

Fréttamynd

Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlut­verk

Akranesbær hefur gengið frá sölu á gamla Landsbankahúsinu á Akranesi sem stefnt er að því að fái nýtt hlutverk. Söluverðið er sjötíu milljónir en það er fyrirtækið Hraun fasteignafélag ehf. sem er kaupandi en ætlunin er að opna hótel og veitingastað í húsinu eftir að það hefur verið gert upp. Þó er lagt upp með að húsið haldi upprunalegum stíl og einkennum sínum eins og kostur er.

Innlent


Fréttamynd

„Þessu hef ég verið háður býsna lengi“

Jakob Birgisson, grínisti og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, tók sinn síðasta nikótínpúða fyrir tveimur dögum og er hættur neyslu þeirra eftir að hafa verið háður þeim síðan í menntaskóla. Jakob tilkynnti ákvörðunina með sérstöku TikTok-myndbandi og fór síðan yfir bindindið í morgunútvarpi Rásar tvö í morgun.

Lífið

#511 Guðmundur Fylkis og Rauði krossinn

Þórarinn ræðir við Guðmund Fylkisson, lögreglumann sem hefur gerst frægur við einstaklega gott lag á því að aðstoða börn í neyslu. Hann telur skaðaminnkandi úrræði vera skaðræðisfyrirbæri og segir Rauða krossinn hafa staðið í vegi fyrir því að hann gæti aðstoðað börn í neyð. Hann segir að skaðaminnkandi úrræði í samfloti við eiturlyfjabílinn sé ekki farsæl lausn fyrir börn í neyslu. Guðmundur telur símanotkun vera samtengt heilsufarsvanda samfélagsins og að takmarka þurfi aðgengi unglinga að samfélagsmiðulum. Hvernig starfaði Rauði krossinn gegn störfum lögreglunnar? Afhverju virkar skaðaminnkandi úrræði ekki fyrir börn? Hvernig starfar eiturlyfjabíllinn? Þessum spurningum er svarað hér. Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón Fiskhúsið Drifa.is Palssonfasteignasala.is Heitirpottar.is Hrafnadalur.is Harðfiskur (kynningartilboð): 500g - 7.500 ISK 1 kg - 14.000/kg - Heimsent 2 Kg - 13.000/kg - Heimsent 4 kg - 12.000/kg - Heimsent Pantið með því að senda email á Hrafnadalur@proton.me

Ein pæling
Fréttamynd

Grillhúsinu á Sprengi­sandi lokað

Veitingastaðnum Grillhúsinu á Sprengisandi í Reykjavík hefur verið lokað. Einungis eitt Grillhús er eftir á höfuðborgarsvæðinu og er það rekið á bensínstöð að Hagasmára við verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi.

Viðskipti innlent

Fréttamynd

Er ósjálf­bær fjár­laga­halli í boði seðla­banka?

Nýleg þróun bendir til þess að kaup Seðlabanka Bandaríkjanna á skuldabréfum teljist ekki lengur bara „peningaleg aðgerð“ heldur snar þáttur í fjármögnun bandarískra stjórnvalda. Því fyrr sem Seðlabankinn og aðrir seðlabankar í svipaðri stöðu átta sig á þessu sjálfskaparvíti, því betra.

Umræðan