Vísir

Mest lesið á Vísi



Fréttamynd

Lýsa enda­lokum vin­sæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“

Frasinn „six-seven“ eða „sex-sjö“ hefur upp á síðkastið verið afar vinsæll meðal yngri kynslóðarinnar. Vinsældir frasans, sem virðist ekki hafa neina sérstaka merkingu, má rekja til mikillar útbreiðslu á samfélagsmiðlum og hafa krakkar og unglingar víða um heim tekið upp frasann sem þykir mikið notaður í þeirra daglega tali. Svo mikið er gripið til frasans að kennurum í skóla nokkrum í Tinglev í Danmörku þótti nóg um og hafa þeir gert tilraun til að lýsa yfir endalokum frasans.

Lífið

Ísland í dag - Íslendingar í lykilhlutverki á plötu áratugarins

Meistaraverk og plata áratugarins eru orð sem notuð hafa verið til að lýsa nýrri plötu spænsku stórstjörnunnar Rosalíu. Platan hefur fengið mikið lof en íslenska tónskáldið Daníel Bjarnason stýrði sinfóníuhljómsveitinni sem spilar stórt hlutverk á plötunni. Ísland í dag ræddi við Daníel um þetta merkilega verk og aðkomu hans að því en hann segir viðbrögðin við plötunni meiri en hann hefði nokkru sinni órað fyrir. Björk bregður einnig fyrir á plötunni en í þættinum er einnig rætt við þrjá íslenska aðdáendur og álitsgjafa um hvað það er við Rosalíu og þessa nýju plötu Lux sem þykir svo stórbrotið.

Ísland í dag