Vísir

Mest lesið á Vísi

Fréttamynd

Borgin segir upp leigu­samningi og 54 barna leik­skóla að ó­breyttu lokað

Að óbreyttu verður rekstri Heilsuleikskólans Ársólar hætt í sumar eftir að Reykjavíkurborg sagði upp leigusamningi vegna húsnæðis sem hýst hefur starfsemi leikskólans við Völundarhús í Grafarvogi. Foreldrar barna á leikskólanum lýsa miklum áhyggjum og „algjöru áfalli“ enda hafi ríkt almenn ánægja með starfsemi leikskólans og ekki hlaupið að því að fá nýtt leikskólapláss. Pláss er fyrir 54 börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára á leikskólanum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans.

Innlent


Fréttamynd

Spá blússandi verð­bólgu næstu mánuði

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,30 prósent á milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir mun verðbólga aukast úr 4,5 prósentum í 5,1 prósent. Janúarútsölur hafa mest áhrif til lækkunar í mánuðinum en breytingar á gjaldtöku ökutækja hafa mest áhrif til hækkunar, samkvæmt spánni. Mikil óvissa sé þó um hvernig Hagstofan tekur breytingarnar inn í verðmælingar. Deildin spáir því að verðbólga verði í kringum fimm prósent næstu mánuði. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent.

Viðskipti innlent

Fréttamynd

Sam­runa­eftir­lit, yfir­tökur og reglur sem tala ekki saman

Sé ætlun stjórnvalda að draga úr lagalegri óvissu við yfirtökur á skráðum félögum er ekki nóg að breyta samkeppnislögum á þann veg sem áformað er. Í óbreyttri mynd koma yfirtökulögin í veg fyrir að slík áform þjóni tilgangi sínum. Lög um yfirtökur þarfnast að sama skapi endurskoðunar.

Umræðan