Var að kenna áfanga í norðurslóðafræðum við Harvard þegar deilan um Grænland blossaði upp Reykjavík síðdegis
Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Ný skýrsla um rannsókn á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins árin 1974 til 1979 verður kynnt í dag í beinni útsendingu. Sérstök nefnd var skipuð til að rannsaka starfsemina. Innlent
Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Evrópumótið í handbolta hófst með spænskum og frönskum sigrum. Handbolti
Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum, sem byggir á sígildu ævintýri Dr. Seuss. Söngleikurinn verður frumsýndur á stóra sviðinu í nóvember, Valur Freyr Einarsson leikstýrir honum og verður hulunni svipt af leikhópnum á næstunni. Menning
EM í dag #1: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Enn eitt stórmótið í janúar fer að bresta á og fulltrúar Sýnar og Vísis láta sig ekki vanta. Hitað var upp fyrir fyrsta leik Íslands á EM sem er við Ítali á morgun. Henry Birgir Gunnarsson og Valur Páll Eiríksson munu fylgja landsliðinu eftir allt mótið og hafa kynnt sér aðstæður vel í Kristianstad þar sem fyrstu þrír leikir Íslands fara fram. Handbolti
Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,30 prósent á milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir mun verðbólga aukast úr 4,5 prósentum í 5,1 prósent. Janúarútsölur hafa mest áhrif til lækkunar í mánuðinum en breytingar á gjaldtöku ökutækja hafa mest áhrif til hækkunar, samkvæmt spánni. Mikil óvissa sé þó um hvernig Hagstofan tekur breytingarnar inn í verðmælingar. Deildin spáir því að verðbólga verði í kringum fimm prósent næstu mánuði. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent. Viðskipti innlent
Samrunaeftirlit, yfirtökur og reglur sem tala ekki saman Sé ætlun stjórnvalda að draga úr lagalegri óvissu við yfirtökur á skráðum félögum er ekki nóg að breyta samkeppnislögum á þann veg sem áformað er. Í óbreyttri mynd koma yfirtökulögin í veg fyrir að slík áform þjóni tilgangi sínum. Lög um yfirtökur þarfnast að sama skapi endurskoðunar. Umræðan
Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frá árinu 2016 hefur Janus heilsuefling verið í farabroddi hvað varðar forvarnir og heilsueflingu eldri aldurshópa, þar sem hreyfing, fræðsla og vísindi mætast. Markmiðið er einfalt: að styrkja heilsu, bæta lífsgæði og auka vellíðan einstaklinga 60 ára og eldri. Lífið samstarf