Vísir

Mest lesið á Vísi

Fréttamynd

Bæta hjóla- og göngu­stíga í Breið­holti, Grafar­holti og í Elliða­ár­dal

Áætlað er að hefja framkvæmdir við hjóla- og göngustíga við Suðurfell í Breiðholti, Vínlandsleið í Grafarholti og í Elliðaárdal í stað stokks á næsta ári. Til viðbótar verður haldið áfram við gerð stíga í Skógarhlíð og við Arnarnesveg í samvinnu með Betri samgöngum. Áætlað er að framkvæmdir við sérstaka hjólastíga í borginni verði um fjórir kílómetrar á árinu 2026 þannig að í lok árs verði þeir rúmlega 50 kílómetrar.

Innlent



Fréttamynd

Síminn klárar kaup á OK og Öryggis­miðstöðinni fyrir nærri fjór­tán milljarða

Með kaupum Símans á öllu hlutafé í Opnum Kerfum og Öryggismiðstöð Íslands, sem eru að stórum hluta bæði í eigu framtakssjóðs í rekstri VEX, þá er áætlað að árlegur rekstrarhagnaður Símans muni aukast um 2,3 milljarða þegar samlegðaráhrifin vegna viðskiptanna eru að fullu komin fram. Seljendur félaganna munu meðal annars fá greitt með sem nemur fimmtán prósenta hlut í Símanum en hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað lítillega eftir tilkynninguna.

Innherji