Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Þrátt fyrir að Guðni Guðmundsson, bóndi á Þverlæk í Rangárþingi ytra sé orðinn 92 ára gamall þá er hann enn að ganga með fram vegum og tína upp einnota umbúðir, dósir og flöskur. Hann hefur safnað tæplega 30 milljónum á síðustu 20 árum og gefið meira og minna íþróttafélaginu í sveitinni hans allan peninginn. Innlent
Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Miðjumaðurinn Bjarni Páll Linnet Runólfsson er genginn í raðir Fram. Þá hefur aðalmarkvörður liðsins, Viktor Freyr Sigurðsson, framlengt samning sinn við Fram. Íslenski boltinn
Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Íris E. Gísladóttir og Mathieu Grettir Skúlason eru liðlega þrítug og dvelja þessi misserin í París ásamt börnum sínum tveimur, þeim Evu 13 ára og Eric 4 ára. Ekki bara af því að þeim finnst frönsku vínin svo ljúffeng eða croissanturnar svo kræsilegar heldur var það samdóma niðurstaða fjölskyldunnar að í París gætu þau lifað betra lífi sem frumkvöðlar en á Íslandi. Lífið
Frumkvöðlafjölskylda á flakki um heiminn Íris E. Gísladóttir og Mathieu Grettir Skúlason eru liðlega þrítug og dvelja þessi misserin í París ásamt börnum sínum tveimur, þeim Evu 13 ára og Eric 4 ára. Ekki bara af því að þeim finnst frönsku vínin svo ljúffeng eða croissanturnar svo kræsilegar heldur var það samdóma niðurstaða fjölskyldunnar að í París gætu þau lifað betra lífi sem frumkvöðlar en á Íslandi. Hvar er best að búa?
Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Vínbúð ÁTVR í Smáralind verður lokað fyrir sumarið. Þorgerður Kristín Þráinsdóttir forstjóri segir sölu hafa verið undir væntingum og því verði versluninni lokað. Starfsmönnum verður boðin vinna í öðrum vínbúðum og því verður engum sagt upp. Viðskipti innlent
„Ekki mikill vilji“ meðal hluthafa að samruninn við Skaga klárist óbreyttur Nýkjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka telur „allt í lagi líkur“ á því á að boðaður samruni við Skaga muni klárast, en tekur hins vegar fram að hann telji að það sé „ekki mikill vilji“ fyrir því á meðal hluthafa að viðskiptin muni ganga í gegn óbreytt frá því sem um var samið á síðasta ári. Innherji
Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Þegar rafrænar ljósvakamælingar Gallup fyrir árið 2025 eru skoðaðar sést að Bylgjan á 45 af 50 mest hlustuðu klukkustundum ársins í útvarpi í aldursflokknum 12-80 ára. Bylgjan á auk þess 58 af 60 mest hlustuðu klukkustundunum í aldursflokknum 18-49 ára. Samstarf