Vísir

Mest lesið á Vísi

Fréttamynd

Þúsundir barna á „al­ræmdum“ bið­listum í brotnu kerfi

Mæður drengja með hamlandi einhverfu hafa ráðist í átak til að vekja athygli á og berjast gegn löngum biðlistum eftir þjónustu fyrir fötluð og einhverf börn. Um fimm þúsund börn séu að bíða eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi og útlit fyrir að mörg þeirra þurfi að bíða í mörg ár. Þar á meðal eru börn sem ekki geta tjáð sig. Þær segja að margir hafi hlustað en færri hafi gripið til aðgerða. Þær hafa átt samtal við heilbrigðisráðherra og fleiri stjórnmálamenn en eru enn að bíða eftir að fá áheyrn hjá Ingu Sæland, félagsmálaráðherra sem sjálf hefur lagt ríka áherslu á málefni fatlaðs fólks á sínum stjórnmálaferli.

Innlent


Fréttamynd

Til­efni til að varast svik á svörtum föstu­degi

Nú þegar tilboðsdagar á borð við svartan föstudag og stafrænan mánudag eru á næsta leyti er tilefni fyrir neytendur til að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart svikatilraunum. Öryggissérfræðingur brýnir fyrir almenningi að smella ekki á tilboðshlekki sem berast með tölvupósti og minnir á að ef tilboð hljómar of gott til að vera satt, þá er það líklega grunsamlegt.

Neytendur

Fréttamynd

Synjun FDA von­brigði en staðan hjá Al­vot­ech „á­gæt þrátt fyrir mót­læti“

Vegna athugasemda FDA við framleiðsluaðstöðu Alvotech þá er er sennilegast að samþykki markaðsleyfis í Bandaríkjunum fyrir þrjár nýjar líftæknilyfjahliðstæður muni ekki fást fyrr en á seinni árshelmingi 2026, að mati hlutabréfagreinanda, sem telur stöðu félagsins samt vera ágæta þrátt fyrir mótlæti. Fjárfestum er ráðlagt sem fyrr að kaupa og þótt nýtt virðismat á Alvotech sé lækkað þá er það langt yfir núverandi markaðsgengi.

Innherji