Vísir

Mest lesið á Vísi

Fréttamynd

Jói Fel ekki meðal um­sækj­enda á Litla-Hrauni

Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, var ekki meðal umsækjenda um starf yfirmanns mötuneytis fangelsisins að Litla-Hrauni. Umsóknarfrestur rann út þann 25. nóvember en starfsauglýsingin hafði sætt gagnrýni þar sem hún var sögð klæðskerasniðin að Jóa Fel, sem er sambýlismaður forstöðukonu fangelsisins. Hann sinnti sumarafleysingum við eldhús fangelsisins, sem einnig þjónustar Hólmsheiði, en fangelsismálastjóri segir alrangt að auglýsingin hafi verið sérsniðin að nokkrum umsækjenda.

Innlent


Ísland í dag - Slaufuæði allsráðandi í aðventu- og jólaskreytingum

Slaufuæði er allsráðandi í jóla og aðventuskreytingum ársins. Einn þekktasti og vinsælasti stílisti landsins þórunn Högnadóttir gerir alltaf ævintýralegar skreytingar. Og hún er þekkt fyrir að nota óvenjulega hluti sem grunn í sínar fjölbreyttu skreytingar. Og oft eru endurnýttir hlutir í aðalhlutverki hjá Þórunni þar sem hún endurnýtir ódýra einfalda hluti heimilisins og setur þá í nýtt hlutverk og gerir skemmtilegar og flottar skreytingar fyrir nærri engan kostnað sem er algjör snilld. Þórunn sýnir okkur að þessu sinni nýjustu tískuna í aðventu og jólaskreytingum með snilldar lausnum sem hægt er að gera sjálfur og sem koma margar á óvart. Vala Matt heimsótti Þórunni og skoðaði nýjustu tískuna í skreytingunum fyrir jólin.

Ísland í dag