Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Djúpa lægðin sem hefur blásið hressilega frá hjá okkur síðustu daga stefnir nú á Skotland og er farinn að grynnast. Veður
Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Troy Parrott skoraði öll fimm mörkin í sigrunum tveimur þegar lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu tryggðu sér sæti í HM-umspilinu. Hann var engin hetja í hollenska boltanum um helgina heldur þvert á móti. Fótbolti
Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Í dag 1. desember klukkan 17:00 fer fram formleg dagskrá Dags íslenskrar tónlistar í Hörpu. Þá kemur í ljós hvaða einstaklingar eða hópar munu hljóta viðurkenningar ársins, auk þess sem flutt verða hátíðleg skemmti- og tónlistaratriði í takt við daginn. Hægt er að horfa á hátíðina í beinu streymi hér fyrir neðan. Tónlist
Ísland í dag - Var að drepa sig á dópi en fann Guð Tónlistarkonan Dagbjört Rúriksdóttir var langt leidd í fíkniefnaneyslu þegar að hún fann Guð og trúna. Guð bjargaði lífi hennar, eins og hún segir sjálf frá og hún telur sig hafa verið snerta persónulega af heilögum anda. Hún er búin að vera edrú í sex ár og byrjar hvern dag á að biðja til æðri máttarvalda. Ísland í dag heimsótti Dagbjörtu og spjallaði um áföllin, vímuefnin, Guð og tónlistina. Ísland í dag
Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Ketill Berg Magnússon hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Viðskipti innlent
Lækka verðmat á Brim vegna skerðingar á kvóta og ráðleggja fjárfestum að selja Skerðingar í kvóta á makríl og kolmunna ráða hvað mestu um að virðismat Brims lækkar nokkuð, samkvæmt nýrri greiningu, og fjárfestum er núna ráðlagt að minnka við stöðu sína í sjávarútvegsfélaginu. Nýlega tilkynnt kaup Brims á öllu hlutafé Lýsis eru sögð vera á „þokkalega háu verði“ en þau muni hins vegar meðal annars tryggja Brim kaupanda að hliðarafurðum á borð við þorsklifur og geta þannig mögulega skapað meiri verðmæti úr þeim. Innherji
Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Black Sand Hotel er fyrsta „boutique“ hótelið sem stendur við sjávarsíðu hér á landi en hótelið mun taka á móti fyrstu gestum sínum í upphafi næsta árs. Hótelið stendur á tanga í Ölfusi og þar er boðið upp á kyrrlátt afdrep við sjávarsíðuna með 70 herbergjum og níu svítum sem eru hannaðar af mikilli natni til að falla að óspilltri fegurð suðurstrandar Íslands. Lífið samstarf