„Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Stúlka sem var á meðferðarheimilinu Bjargey í Eyjafirði líkir heimilinu við lúxus neyslurými þar sem engar reglur hafi gilt. Við ræðum við stúlkuna í kvöldfréttum en hún segist hafa upplifað mikið öryggisleysi eftir íkveikju vistmanna. Innlent
Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Fram færði sig upp fyrir Hauka í 5. sæti Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, með sigri á Selfossi, og Haukar eru við toppinn í Olís-deild karla eftir sigur á nýliðum Þórs frá Akureyri. Handbolti
Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld „Ef það er ekki tilefni til að segja, þetta getur ekki klikkað, þá veit ég ekki hvenær það er tilefni til þess. Þetta verður bullandi fjör og mikið stuð,“ segir Benedikt Valsson, einn af þáttastjórnendum skemmtiþáttarins Gott kvöld sem hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni Sýn í næstu viku. Lífið
Meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá á ferlinum Hnefaleikakonan Erika Nótt hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum og býst við því að fá mun betur borgað en kollegar sínir, þegar hún gerist atvinnumaður í íþróttinni. Sport
Jensens Bøfhus lokað Veitingakeðjan Jensens Bøfhus hefur lokað öllum sínum veitingastöðum í Danmörku. Þetta kemur fram í frétt viðskiptamiðilsins Børsen. Keðjan var með fimmtán veitingastaði í rekstri en hafði glímt við rekstrarerfiðleika. Staðirnir hafa notið nokkurra vinsælda meðal Íslendinga. Viðskipti erlent
Norræni bankinn ABG SC væri „afar áhugaverður kostur“ fyrir Íslandsbanka Áform Íslandsbanka um að ráðstafa mögulega allt að fimmtán milljörðum af umfram eigin fé sínu til fjárfestinga erlendis vekja sérstaklega athygli, að sögn hlutabréfagreinenda, sem telur að kaup á norræna fjárfestingabankanum ABG Sundal Collier væri „afar áhugaverður kostur“ í því samhengi. Innherji
Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Höfundar lesa upp úr verkum sínum í kvöld á fyrsta Bókakonfekti ársins í Bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39. Viðburðinum verður streymt hér á Vísi. Lífið samstarf