Vísir

Mest lesið á Vísi

Stjörnuspá

06. janúar 2026

Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.



Er þetta íslenski Johnny Cash?

Bítið í bílnum snýr aftur á nýju ári. Heimir, Lilja og Ómar, þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni, fara á rúntinn með leynigesti. Gesturinn velur sér karókílag og syngur það með poka á hausnum og þið, kæru vinir, giskið á hver er undir pokanum. Þið getið giskað á hver leynigesturinn er í Bítinu og á Facebook-síðu Bylgjunnar. En hver er undir pokanum að þessu sinni?

Bítið
Fréttamynd

Icelandair setur nokkur met

Icelandair hefur aldrei flutt fleiri farþega en á síðasta ári en í heildina var fjöldinn um 5,1 milljónu og er það átta prósentum meira en árið 2024. Þá var desember stærsti mánuðurinn í sögu Icelandair en þá flutti flugfélagið 344 þúsund farþega.

Viðskipti innlent

Fréttamynd

Venesúela og sögu­legu for­dæmin

Trump og ráðgjafar hans virðast vilja pólitískan ávinning stríðs án þess að þurfa í raun að heyja það. Þeir vilja stuttu leiðina að fasísku stjórnarfari – lýsa strax yfir miklum sigri og nota samfélagsmiðla til að ráðast gegn óvinum heima fyrir. En fasismi krefst ekki skyndiaðgerða, heldur raunverulegra átaka sem setja almenning í hættu og draga hann þannig inn í ofbeldið.

Umræðan