Vísir

Mest lesið á Vísi



Ísland í dag - Uppfylla jólaóskir hundruði barna í fátækt á Íslandi

Góðgerðarverkefnin Hjálparkokkar og Jólakraftaverkið eru komin í eina sæng. Hjálparkokkar hjálpa foreldrum í fátækt að kaupa jólagjafir fyrir börnin sín og Jólakraftaverkið hjálpar ömmunum og öfunum. Við heimsóttum húsakynni þessara samtaka og komumst að því að mörg þúsund börn lifa í fátækt á Íslandi og aðeins brot af þeim fær aðstoð við jólagjafalistana því skömmin að sækja sér aðstoð er mikil.

Ísland í dag
Fréttamynd

Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir

Þórhildur Ólöf Helgadóttir forstjóri Póstsins segir fólk geta átt von á því að greiða fyrir gjafir sem það sendir eða tekur við. Hún segir viðmiðið misjafnt eftir löndum og taki ekki endilega mið af verðlagsbreytingum. Þórhildur var til viðtals um póstsendingar í aðdraganda jóla í Reykjavík síðdegis í dag.

Viðskipti innlent

Fréttamynd

Sjóðir Stefnis stækka hratt stöðu sína í Skaga

Hlutabréfaverð Skaga hefur fallið um liðlega fimmtán prósent frá því að hópur fjárfesta, leiddur af Heiðari Guðjónssyni, fór fram á það í byrjun síðustu viku að efnt yrði til stjórnarkjörs hjá Íslandsbanka en fjármálafyrirtækin tvö eiga í formlegum samrunaviðræðum. Hlutabréfasjóðir Stefnis hafa bætt talsvert við stöðu sína í Skaga í þessum mánuði og stærsti einkafjárfestirinn hefur síðustu daga einnig haldið áfram að kaupa í félaginu.

Innherji