Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Þóra Gréta Þórisdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar hjá Þjóðleikhúsinu og Eyjólfur Gíslason í stöðu mannauðsstjóra. Innlent
Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Arne Slot segir Alexander Isak eiga eftir að vera fjarverandi í allavega tvo mánuði. Sænski framherjinn brákaði bein í fæti þegar hann var tæklaður af varnarmanni Tottenham um helgina. Enski boltinn
Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Fyrsta myndefnið úr Ódysseifskviðu, næsta stórvirki leikstjórans Christopher Nolan er mætt á netið í fyrstu stiklu myndarinnar. Myndin var að hluta tekin upp hér á landi síðasta sumar þegar fréttir bárust ótt og títt af stórstjörnum í miðbæ Reykjavíkur. Horfa má á stikluna neðst í fréttinni. Bíó og sjónvarp
Staðurinn þar sem vinsælustu lögin verða til Tónhylur er tónlistarklasi í Ártúnsholti þar sem reynsluboltar í bland við nýgræðinga í tónlist vinna í sama húsnæðinu að næsta meistaraverki. Hugmyndin kviknaði út frá vel heppnuðum útitónleikum og í dag eru listamenn úr hinum ýmsu greinum með aðsetur þar. Stór hluti vinsælustu tónlistar landsins síðustu ár hefur farið með einum eða öðrum hætti í gegnum Tónhyl. Ísland í dag
Flogin frá Icelandair til Nova Fjarskiptafyrirtækið Nova hefur ráðið Guðnýju Höllu Hauksdóttur framkvæmdastjóra markaðssóknar og sölumála. Hún tekur einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Guðný Halla starfaði áður hjá Icelandair. Viðskipti innlent
Framvirk gjaldeyrisstaða fjárfesta tók stökk þegar gengi krónunnar veiktist Fjárfestar og fyrirtæki fóru að bæta verulega í framvirka gjaldeyrisstöðu sína núna seint á haustmánuðum samtímis því að gengi krónunnar fór loksins að gefa nokkuð eftir. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi á nýjan leik aukið umsvif sín á gjaldeyrismarkaði á síðustu mánuðum er útlit fyrir að heildarkaup ársins verði aðeins í líkingu við það sem þekktist á tímum faraldursins. Innherji
Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Veraldlegir hlutir og lúxusmerki hafa aldrei heillað blaðamann sérstaklega mikið. Ég hef sjaldnast horft á dýra hluti með löngunaraugum nema í örfáum og mjög afmörkuðum tilfellum. Og einn þeirra heitir Range Rover. Það er eitthvað við þessa jeppa sem hefur heillað mig frá því ég var ungur drengur, jafnvel þótt ég hafi aldrei verið sérstakur áhugamaður um bíla. Samstarf