Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Ákveðin suðaustanátt er nú á landinu og milt. Það verða skúrir sunnantil á landinu í dag, einkum síðdegis þar sem myndarlegar dembur geta gert vart við sig. Veður
ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata ÍR-ingar voru ekki lengi að bæta við sig leikmanni í jólafríinu. Króatíski körfuboltamaðurinn Emilio Banić hefur skrifað undir samning við ÍR og mun spila með Breiðhyltingum í Bónus-deild karla í körfubolta á nýju ári. Körfubolti
Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Mikill harmleikur átti sér stað í ágústmánuði árið 2007 þegar tveir þýskir ferðamenn týndust á Svínafellsjökli. Í fimm daga stóðu yfir umfangsmiklar aðgerðir þar sem á þriðja hundrað björgunarsveitarmanna leituðu mannanna, en án árangurs. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fylgdi björgunarsveitarmönnunum eftir á fjórða og fimmta degi leitarinnar, í stórbrotnu umhverfi Svínafellsjökuls. Lífið
Aston Villa 2 - 1 Manchester United Morgan Rogers skoraði bæði mörk Aston Villa er liðið vann sinn sjöunda sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni. Liðið tók á móti Manchester United á Villa Park í leik sem lauk með 2-1 sigri heimamanna. Enski boltinn
Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Stefán Ernir Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, furðar sig á því að Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hafi þegar gefið út að ekki standi til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir að lagaheimild um slíkt hafi verið boðuð. Sá fyrrnefndi skrifar skoðanagrein á Vísi þar sem hann segir rökrétt að ríkið dragi sig úr samkeppnisrekstri þar sem einkamarkaður standi vaktina af fagmennsku. Viðskipti innlent
Minnkar vægi erlendra hlutabréfa og býst við „mun minni uppskeru“ vestanhafs Ólíkt öðrum stærstu lífeyrissjóðum landsins þá hefur Birta sett sér það markmið fyrir komandi ár að minnka áfram vægi erlendra hlutabréfa í eignasafninu. Stjórnendur sjóðsins benda á að með hliðsjón af efnahagshorfum og verðlagningu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum, einkum í Bandaríkjunum, þá ættu fjárfestar að „vonast eftir hinu besta en undirbúa sig fyrir eitthvað minna.“ Innherji
Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Veraldlegir hlutir og lúxusmerki hafa aldrei heillað blaðamann sérstaklega mikið. Ég hef sjaldnast horft á dýra hluti með löngunaraugum nema í örfáum og mjög afmörkuðum tilfellum. Og einn þeirra heitir Range Rover. Það er eitthvað við þessa jeppa sem hefur heillað mig frá því ég var ungur drengur, jafnvel þótt ég hafi aldrei verið sérstakur áhugamaður um bíla. Samstarf