Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Innan við klukkustund verður í sögulega viðureign Íslendinga gegn Dönum á EM í handbolta þegar kvöldfréttatími Sýnar fer í loftið. Líkt og flestir verðum við því með hugann við handboltann og fáum stemninguna beint í æð. Við verðum í beinni útsendingu frá Danmörku þar sem stuðningsmenn eru að þétta raðirnar og frá Borgarleikhúsinu þar sem sýningum var frestað vegna leiksins. Við verðum einnig í beinni frá Skógarböðunum á Akureyri þar sem sundgestir ætla að horfa á leikinn og frá Droplaugarstöðum þar sem íbúar eru í miklu stuði. Auk þess rýnum við í fyrri viðureignir okkar gegn Dönum með fyrrverandi forseta. Innlent
Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana Bandaríska skíðakonan Lindsey Vonn datt illa í síðustu brunaðferð sinni á föstudag fyrir Ólympíuleikana og var flutt með þyrlu af brautinni til læknisskoðunar. Sport
Ólafur Darri verður Þór Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson hefur tekið að sér að leika guðinn Þór í nýjum þáttum Amazon MGM og Sony. Þættirnir byggja á gífurlega vinsælum leikjum um spartverjan og seinna stríðsguðinn Kratos. Bíó og sjónvarp
Andri frá Origo til Ofar Tæknifyrirtækið Ofar hefur ráðið Andra Þórhallsson sem verkefnastjóra UT-kerfa. Samkvæmt tilkynningu kemur Andri til Ofar frá Origo þar sem hann hefur starfað síðastliðin tíu ár, nú síðast sem „full-stack“ forritari á sviði hugbúnaðarlausna. Viðskipti innlent
Stóru sjóðirnir á söluhliðinni á fyrsta ári vel heppnaðs samruna JBT og Marels Allir helstu íslensku lífeyrissjóðirnir voru á söluhliðinni á fyrsta árinu eftir risasamruna JBT og Marels, einkum tveir af stærstu sjóðum landsins, þegar þeir minnkuðu nokkuð stöðu sína í sameinuðu fyrirtæki og seldu fyrir samtals vel á annan tug milljarða króna. Afkoma félagsins hefur að undanförnu ítrekað verið umfram væntingar en mikil veiking Bandaríkjadals hefur litað ávöxtun innlendra fjárfesta í krónum. Innherji
Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Sífellt fleiri sem eru að huga að byggingarframkvæmdum leita að hagkvæmum og traustum valkostum og þar hafa forsteyptu húseiningarnar frá BM Vallá komið afar sterkar inn á síðustu árum. Samstarf