Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Eins og undanfarna daga beinir hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði suður í hafi austan- og norðaustanátt til landsins þar sem víða verður fimm til þrettán metrar á sekúndu, en tíu til átján syðst á landinu. Veður
Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Blað verður brotið í tennissögunni í dag þegar tveir efstu menn heimslistans æfa saman í fyrsta sinn, Jannik Sinner og Carlos Alcaraz eru að undirbúa sig fyrir síðasta mót tímabilsins, sem mun skera úr um hvor þeirra verður á toppnum í tennisheiminum. Sport
Hannes í víking með gamansama glæpamynd Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og leikstjóri, mun leikstýra kvikmyndinni The Bus Job sem til stendur að taka upp á Íslandi og í Danmörku á næsta ári. Bíó og sjónvarp
Ísland í dag - Líkamsræktarfrömuðurinn er nammigrís en kann öll trixin Hvernig er hægt að vera líkamsræktarfrömuður en á sama tíma algjör nammigrís. Jú Ágústa Johnson er búin að finna ýmis spennandi trix við því og gerir til dæmis alveg ótrúlega góðar prótín muffur með súkkulaðibitum. Og svo hefur hún tamið sér ýmislegt í sínu daglega lífi sem forvitnilegt er að heyra um. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og hitti Ágústu og fékk að sjá og heyra hvernig hægt er að vera í góðu formi án þess að það sé leiðinlegt og á sama tíma njóta lífsins og borða girnilegan og góðan mat og jafnvel nammi. Og nú vill Ágústa fara að eyða meiri tíma með barnabörnunum og slaka meira á. Ísland í dag
Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Halldóra Guðrún Hinriksdóttir er ný forstöðukona þjónustu Veitna. Viðskipti innlent
Nálgast „heilbrigðara“ gildi þegar búið er að vinda ofan af vaxtamunarviðskiptum Gengi krónunnar hefur veikst um liðlega fjögur prósent á skömmum tíma, sem má einkum rekja til þess að erlendir skuldafjárfestar eru að vinda ofan af vaxtamunarviðskiptum sínum, og er gildi hennar núna að nálgast „heilbrigðari“ slóðir fyrir útflutningsgreinar, að sögn sérfræðings á gjaldeyrismarkaði. Innherji
Sól, borg, skíði og flug á einum stað Nýr og glæsilegur vefur Sumarferða fór í loftið í sumar. Þar má nú finna enn meira úrval spennandi ferða sem þú setur saman eftir þínu höfði. Sérstaða nýja vefsins er sú að bókunarvélin finnur lægsta flugverðið og bestu hótel verðin og setur saman í einn pakka. Ef um tengiflug er að ræða þá eru flugtengingar tryggðar í einum flugmiða sem veitir meira öryggi og þægindi fyrir þann sem ferðast. Lífið samstarf