Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Maður með mikið ofnæmi segir ný lög um gæludýr í fjölbýlishúsum skorta allan fyrirsjáanleika. Hann hafi sjálfur þurft að flýja heimili sitt vegna hunda í sameign, og ofnæmislyf hafi þar engu breytt. Innlent
Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Kynning á nýrri bók Luis Rubiales fór algjörlega úr böndunum í gærkvöldi en Rubiales er fyrrum formaður spænska knattspyrnusambandsins sem hrökklaðist úr starfi eftir að hafa kysst leikmenn spænska landsliðsins í verðlaunaathöfn þegar liðið varð heimsmeistari. Fótbolti
Tíu töff pelsar fyrir veturinn Pelsar eru sígild vetrarflík og eru sérstaklega áberandi í tískunni nú um stundir. Þeir passa vel við flest og má auðveldlega klæða þá upp eða niður eftir tilefni. Í verslunum landsins má nú finna fjölbreytt úrval af pelsum í hinum ýmsu sniðum og litum, en dýramynstur og súkkulaðibrúnir tónar hafa verið sérstaklega vinsælir í vetur. Lífið
Gugga fer á djammið - Iceland Airwaves með Flona Gugga kíkir á skemmtistaðinn Nínu og fylgir tónlistarmanninum Flona á Iceland Airwaves. Í þáttunum Gugga fer á djammið fer áhrifavaldurinn Gugga í gúmmíbát á stúfana og leitar uppi bestu stemninguna á djamminu. Gugga fer á djammið
Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Almenni lífeyrissjóðurinn og Lífsverk stefna að sameiningu eftir að sjóðfélagafundir beggja samþykktu tillögu þess efnis. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og staðfestingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á samþykktum sameinaðs sjóðs. Viðskipti innlent
Aðhaldsstigið „aukist verulega“ og spá því að vextir lækki um 50 punkta Skýr merki eru um kólnun í atvinnulífinu, meðal annars með auknu atvinnuleysi og ágjöf sem stórar útflutningsgreinar hafa orðið fyrir, og aðhaldsstig peningastefnunnar á heimilin hefur sömuleiðis „aukist verulega“ eftir vaxtadóm Hæstaréttar, að mati greinenda ACRO verðbréfa. Þeir spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka vextina um fimmtíu punkta í næstu viku og vara við því að ef vaxtalækkunarferlið fer ekki af stað á nýjan leik þá muni líkur á harðri lendingu hagkerfisins aukast enn frekar. Innherji
Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Höfundar lesa upp úr bókum sínum í kvöld í Bókabúð Forlagsins, Fiskislóð 39. Upplesturinn verður í beinni hér á Vísi og hefst útsending klukkan 20. Lífið samstarf