
Ómar Ingi búinn að koma að yfir þrjú hundruð mörkum í þýsku deildinni í vetur
Ómar Ingi Magnússon og félagar í Magdeburg eru áfram í góðum málum á toppi þýsku deildarinnar eftir 33-26 sigur á Melsungen í gær.
Ómar Ingi Magnússon og félagar í Magdeburg eru áfram í góðum málum á toppi þýsku deildarinnar eftir 33-26 sigur á Melsungen í gær.
Óvenjuleg skipting fór fram í lokaleik spænsku meistaranna í Barcelona í kvennadeildinni á Spáni í gær en allir leikmennirnir tuttugu og tveir inn á vellinum stilltu þá sér upp við miðlínuna í miðjum leik.
Ljóst er að mun færri komast að en vilja á síðasta leik körfuboltatímabilsins á Íslandi, oddaleik Vals og Tindastóls. Miðasala á leikinn hefst í hádeginu.
Boston Celtics og Dallas Mavericks tryggðu sér bæði sæti í úrslitum deildanna í NBA deildinni í körfubolta eftir sannfærandi sigra í oddaleik í nótt.
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði leikmönnum sínum eftir endurkomu liðsins gegn West Ham United. Meistararnir lentu 0-2 undir en komu til baka og hefðu getað náð í stigin þrjú ef Riyad Mahrez hefði ekki brennt af vítaspyrnu.
Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru 9 beinar útsendingar á dagskrá.
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var ánægður með sigur sinna manna í kvöld og þá staðreynd að liðið tapaði ekki heimaleik í alla úrslitakeppnina.
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti stærsta augnablikið í leiknum þegar að hann stal boltanum af Pavel Ermolinskij úr innkasti og skoraði í kjölfarið og kom Tindastól yfir 97 – 95.
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti stærsta augnablikið í leiknum þegar að hann stal boltanum af Pavel Ermolinskij úr innkasti og skoraði í kjölfarið og kom Tindastól yfir 97 – 95.
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir að hans menn töpuðu fyrir Tindastóli, 97-95, í framlengdum leik á Sauðárkróki í kvöld. Með sigri hefðu Valsmenn orðið Íslandsmeistarar.
Tindastóll knúði fram oddaleik gegn Val í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta með 97-95 sigri í stórkostlegum framlengdum leik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Liðin mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið.
Hið ótrúlega lið Barcelona vann Atlético Madríd 2-1 í spænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Það þýðir að Barcelona endar tímabilið með fullt hús stiga, 30 sigrar í 30 leikjum.
Slóveninn Luka Dončić og liðsfélagar hans í Dallas Mavericks mæta Phoenix Suns í oddaleik um sæti í úrslitum Vesturdeildar NBA á miðnætti. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Oliver Haurits tryggði Stjörnunni 1-0 sigur á Val með marki í uppbótartíma er liðin mættust á Samsung-vellingum í Garðabæ í Bestu deild karla í fótbolta. Um er að ræða fyrsta tap Vals í sumar.
Inter vann 3-1 útisigur á Cagliari í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurinn þýðir að það ræðst í síðustu umferð hver verður Ítalíumeistari en AC Milan er með tveggja stiga forystu á Inter fyrir lokaumferðina.
Hvorki gengur né rekur hjá AGF. Liðið tapaði 1-0 fyrir Viborg og er enn í fallhættu þó markatala liðsins virðist ætla að halda því í efstu deild. Þá tapaði Álaborg fyrir Bröndby á heimavelli.
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var ánægður eftir 3-0 sigur hans manna á Skagamönnum í dag. Það var mikill vindur á Akranesi og völlurinn ekki upp á sitt besta.
Alls fóru níu leikir fram í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í kvöld. Ekkert af efstu fjórum liðum deildarinnar tókst að landa sigri sem þýðir að eftir hörmungar gengi Barcelona á leiktíðinni þá endar liðið samt sem áður í öðru sæti.
KA sá til þess að ÍA tapaði þriðja leiknum í röð í Bestu deild karla en leik liðanna á Akranesi lauk með 3-0 sigri gestanna. Akureyringar fóru með sigrinum á topp deildarinnar en liðið hefur ekki enn tapað leik og þá hefur það aðeins fengið á sig tvö mörk í sex leikjum.
Hér að neðan má sjá allt það helsta sem gerðst í íþróttaheiminum í dag. Allar fréttirnar á einum stað.
AC Milan vann 2-0 sigur á Atalanta í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fari svo að nágrannar þeirra í Inter vinni ekki Cagliari í kvöld þá er AC Milan meistari í fyrsta sinn síðan 2011.
Everton tapaði 2-3 gegn Brentford í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Liðið missti tvívegis niður forystu og nældi sér í tvö rauð spjöld.
FH vann 2-0 sigur á nýliðum ÍBV í 6. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. FH fer upp í sjö stig en Eyjamenn leita enn síns fyrsta sigurs.
Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði tvívegis er Brann vann 10-0 stórsigur á Åvaldsnes í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í Svíþjóð voru íslenskir bakverðir í eldlínunni.