Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Tindastóll vann sannfærandi sigur þegar liðið sótti Ármann heim í sjöttu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 77-110 Tindastóli í vil. Körfubolti 7.11.2025 18:15
Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín SH-ingarnir Símon Statkevicius og Birnir Freyr Hálfdánarson slógu í kvöld Íslandsmet sín, á fyrsta degi Íslands- og unglingameistaramótsins í sundi í 25 metra laug. Sport 7.11.2025 19:36
Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Glódís Perla Viggósdóttir spilaði annan leikinn í röð allar 90 mínúturnar í vörn Bayern München, þegar liðið hélt hreinu í öruggum 4-0 sigri á Union Berlín, í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Fótbolti 7.11.2025 19:24
„Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta segir að varnarleikur síns liðs verði að vera fullkominn í kvöld til þess að liðið geti átt möguleika í Suðurnesjaslag gegn liði Grindavíkur á útivelli. Leikurinn hefur sérstaka þýðingu fyrir Daníel og fjölskyldu hans. Körfubolti 7.11.2025 14:32
Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay er að lifa ljúfa lífinu í Brasilíu þar sem hann fékk samning hjá Corinthians. Corinthians er nú að reyna að fá kappann til að slaka aðeins á kröfunum sínum þegar kemur að búsetu. Fótbolti 7.11.2025 14:03
Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Það stefnir í spennandi baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit í opnum flokki eftir fyrsta daginn sem fór fram í húsakynnum CrossFit Reykjavík í gær. Sport 7.11.2025 13:56
Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Albert Guðmundsson er mættur aftur til Ítalíu eftir stutt stopp á Íslandi með viðkomu í dómssal. Hann verður með á æfingu Fiorentina síðdegis, sem nýr þjálfari liðsins mun stýra. Fótbolti 7.11.2025 13:32
Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Hollenska fótboltafélagið hefur ákveðið að reka knattspyrnustjórann John Heitinga, fyrrverandi aðstoðarþjálfara Arne Slot hjá Liverpool. Fótbolti 7.11.2025 13:02
Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Emelía Óskarsdóttir er komin aftur af stað eftir erfið hnémeiðsli sem héldu henni frá keppni í þrettán mánuði. Hún hefur heldur betur minnt á sig í síðustu tveimur leikjum toppliðsins í Danmörku. Fótbolti 7.11.2025 12:30
Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Það er stór ákvörðun að taka fyrirliðabandið af norska framherjanum Erling Braut Haaland í Fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar enda hefur hann verið að raða inn mörkum á þessu tímabili. Mótherji helgarinnar fær þó Albert Þór Guðmundsson í Fantasýn-hlaðvarpinu til að íhuga það. Enski boltinn 7.11.2025 12:02
„Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Guðjón Guðmundsson, faðir Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir það hafa verið hrikalega erfitt fyrir sig að fylgjast með umræðunni í kringum fyrsta stórmótið sem Ísland fór á undir Snorra Steins. Honum bregður stundum orðfærið og dónaskapurinn sem finna má í umræðunni um landsliðið. Handbolti 7.11.2025 11:31
Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks hefur í nægu að snúast þrátt fyrir að taka ekki formlega við starfinu fyrr en í næsta mánuði. Fráfarandi þjálfari útilokar ekki að fá Blika með sér til Svíþjóðar. Íslenski boltinn 7.11.2025 11:00
HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá sextán leikmenn sem munu spila fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi í lok nóvember og byrjun desember. Handbolti 7.11.2025 10:51
Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks. Íslenski boltinn 7.11.2025 10:43
Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Liverpool-stuðningsmenn fengu góðar fréttir í aðdraganda stórleiksins á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Enski boltinn 7.11.2025 10:26
Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Handboltamarkvörðurinn fyrrverandi Davíð Svansson byrjaði að keppa í pílukasti fyrr á þessu ári og hefur bætt sig afar hratt og vel. Hann keppir í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld, á þriðja undankvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Sport 7.11.2025 10:01
„Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári Lamude segir það hafa orðið fljótt ljóst eftir sigur með Vestra í bikarúrslitum gegn Val að hann yrði ekki áfram með liðið á næsta ári. Hlutir sem áttu sér stað í kringum og eftir þann leik sitja enn í honum, þó sé enginn biturleiki til staðar. Íslenski boltinn 7.11.2025 09:32
Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Antonio Brown, fyrrverandi besti útherji NFL-deildarinnar, hefur verið handtekinn vegna ákæru um morðtilraun í tengslum við skotárás eftir hnefaleikaviðburð síðasta vor. Sport 7.11.2025 09:00
Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Skíðaskotfimistjarnan Julia Simon hefur verið dæmd í sex mánaða bann af aganefnd franska skíðasambandsins, FFS, en bannið er það stutt að hún getur keppt á Ólympíuleikunum á næsta ári. Sport 7.11.2025 08:31
Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Portúgalski landsliðsmaðurinn Diogo Jota lést í bílslysi í sumar og næstum því allir liðsfélagar hans í landsliðinu mættu í jarðarförina. Sá frægasti af þeim var þó hvergi sjáanlegur. Í nýju viðtali útskýrir Cristiano Ronaldo hvers vegna hann fór ekki í jarðarför Jota. Fótbolti 7.11.2025 08:00
Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Eftir farsælan tíma hjá Vestra tekur Davíð Smári við liði Njarðvíkur í Lengjudeildinni í fótbolta sem var ekki langt frá því að tryggja sig upp í Bestu deildina á nýafstöðnu tímabili. Hann er óhræddur við að leggja spilin á borðið varðandi markmið sitt með liðið á því næsta. Íslenski boltinn 7.11.2025 07:30
Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Blað verður brotið í tennissögunni í dag þegar tveir efstu menn heimslistans æfa saman í fyrsta sinn, Jannik Sinner og Carlos Alcaraz eru að undirbúa sig fyrir síðasta mót tímabilsins, sem mun skera úr um hvor þeirra verður á toppnum í tennisheiminum. Sport 7.11.2025 07:00
„Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Það er enginn vafi á því að norski íþróttafréttamaðurinn Jan Petter Saltvedt er alls ekki aðdáandi nýju friðarverðlauna FIFA. Fótbolti 7.11.2025 06:47
Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fjörugur föstudagur er framundan á íþróttarásum Sýnar. Sjötta umferð Bónus deildarinnar klárast og Körfuboltakvöld gerir upp öll helstu málin. Boltinn rúllar í Championship deildinni, Formúlan brunar í Brasilíu og ýmislegt fleira fer fram. Sport 7.11.2025 06:02