Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Refur á vappi um Brúna minnti á Atla

Það voru margir góðir gestir á Stamford Bridge í Lundúnum í gærkvöld, á stórleik Chelsea og Barcelona í Meistaradeild Evrópu, og meðal annars virtist refur vilja fá að taka þátt í stemningunni.

Fótbolti


Fréttamynd

Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle

Newcastle varð að sætta sig við 2-1 tap gegn Marseille í Frakklandi í kvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, þar sem hinn 36 ára gamli Pierre Emerick Aubameyang skoraði bæði mörk heimamanna. Sjö leikjum var að ljúka.

Fótbolti
Fréttamynd

„Fær að vera aðalgellan í liðinu“

Þóranna Kika Hodge-Carr mætti full sjálfstrausts aftur með Val í Bónus-deildina, eftir að hafa spilað með íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Hún var lofuð í hástert í Körfuboltakvöldi, fyrir frammistöðu sína í sigrinum gegn Grindavík um helgina.

Körfubolti
Fréttamynd

Ronaldo slapp við bann á HM

Rauða spjaldið sem Cristiano Ronaldo fékk á móti lærisveinum Heimis Hallgrímssonar fyrr í þessum mánuði, í 2-0 tapi Portúgals gegn Írlandi, mun ekki hafa áhrif á þátttöku hans á HM í fótbolta næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við vinnum mjög vel saman“

Hafdís Renötudóttir er mætt á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta og segir það ganga vel að venjast þeim miklu breytingum sem hafa orðið á hópnum.

Handbolti