
Foden lét samfélagsmiðlateymið fjúka
Phil Foden hefur sagt skilið við Ten Toes Media, fyrirtækið sem sá um samfélagsmiðla hans eftir færslu sem birtist á Twitter undir hans nafni í gær. Færslan var birt án samþykkis Foden, en í henni stóð einfaldlega: „Kylian Mbappé, ertu tilbúinn?“