Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Pepe Reina, hinn 42 ára gamli markvörður, hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir tæplega þrjá áratugi sem atvinnumaður í fótbolta. Hann mun spila sinn síðasta leik með Como í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar næsta föstudag. Fótbolti 20.5.2025 16:02
„Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Elín Rósa Magnúsdóttir var enn að jafna sig eftir að hafa lyft Evrópubikarnum þegar blaðamaður náði af henni tali í dag, fyrir úrslitaeinvígið gegn Haukum sem hefst í kvöld. Elín segir það krefjast kúnstar, en liðið sé gott í, að leggja Evrópubikarævintýrið til hliðar og einbeita sér að næsta verkefni. Handbolti 20.5.2025 14:31
Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur ekki áhyggjur af þátttöku nokkurra landsliðskvenna á spennandi móti í sjö manna bolta sem hefst í Portúgal á morgun og það skömmu fyrir landsliðsverkefni, þangað til einhver meiðist. Fótbolti 20.5.2025 13:46
Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þó að margir hafi efast um þá ákvörðun dómarans Arnars Þórs Stefánssonar að dæma af jöfnunarmark Vals gegn Breiðabliki, í stórleiknum í Bestu deildinni í gærkvöld, þá virðist sú ákvörðun hafa verið hárrétt. Fótbolti 20.5.2025 10:33
Tólf ára sundstelpa slær í gegn Hin tólf ára gamla Yu Zidi er farin að synda svo hratt að hún hefði getað komist í undanúrslit á síðustu Ólympíuleikum. Sport 20.5.2025 09:32
Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Það voru skoruð falleg mörk en líka gerð slæm mistök í stórleikjum í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Mörkin má nú sjá öll á Vísi. Íslenski boltinn 20.5.2025 09:00
Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Úrslitaeinvígi um Íslandsmeistatitil kvenna í handbolta hefst á morgun er Haukar sækja nýkrýnda Evrópubikarmeistara Vals heim. Þar með lýkur langri bið Hauka eftir því að einvígið hefjist. Handbolti 20.5.2025 08:32
Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Afar óvænt tíðindi bárust frá Ítalíu þegar miðillinn La Stampa fullyrti að Þjóðverjinn Jürgen Klopp hefði samþykkt í fyrrakvöld að verða næsti þjálfari Roma. Aðeins langsótt kenning virðist hafa legið að baki fréttinni. Fótbolti 20.5.2025 08:06
„Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Daníel Andri Halldórsson er nýr þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta og fær það verkefni að festa liðið í sessi í efstu deild. Hann tekur næsta skref á sínum ferli með miklu sjálfsöryggi eftir að hafa lært mikið á stuttum ferli til þessa. Körfubolti 20.5.2025 07:31
Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Spænska knattspyrnufélagið Valencia hefur hótað að lögsækja streymisveituna Netflix vegna heimildarmyndar veitunnar um Vinícius Júnior, leikmann Real Madríd og Brasilíu. Fótbolti 20.5.2025 07:02
Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Úrslitaeinvígi vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld með stórleik Oklahoma City Thunder og Minnesota Timberwolves. Þá mætast Djurgården og AIK í efstu deild karla í knattspyrnu í Svíþjóð. Sport 20.5.2025 06:01
Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gat tínt til fjölmargt jákvætt í leik lærisveina sinna eftir 3-1 sigur liðsins gegn Skagamönnum í botnbaráttuslag liðanna uppi í Skipaskaga í kvöld. Til að mynda skyndisóknir liðsins og markaskorun Kjartans Kára Halldórssonar sem reif fram markaskóna eftir markaþurrð það sem af er sumri. Fótbolti 19.5.2025 23:33
Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Skagamenn hafa fengið á sig 18 mörk í fyrstu sjö leikjum sínum í Bestu-deild karla í fótbolta en eftir 3-1 tap liðsins gegn FH í sjöundu umferð deildarinnar uppi á Skipaskaga í dag er liðið í næstneðsta sæti deildarinnar með sex stig. Fótbolti 19.5.2025 23:29
Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands og varaþingmaður Samfylkingarinnar og hélt sína fyrstu ræðu á Alþingi fyrir helgi. Hann nýtti tækifærið og þakkaði öllum þeim sem hafa starfað sem sjálfboðaliðar í kringum íþróttir og minnti þá landann á gríðarlegt mikilvægi íþrótta í samfélaginu. Körfubolti 19.5.2025 23:17
„Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Einar Jónsson, þjálfari Fram var hreinlega bara ekki búinn að meðtaka sigur liðsins á Val nú í kvöld þegar hann mætti í viðtal strax að leik loknum. Handbolti 19.5.2025 22:37
Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Gunnlaugur Árni Sveinsson, kylfingur í GKG, tók þátt í lokaúrtökumóti fyrir Opna bandaríska meistaramótið í golfi í dag. Gunnlaugur Árni fór frábærlega af stað og sat um tíma í 2. sæti. Sú spilamennska entist þó ekki út daginn og hann er úr leik. Golf 19.5.2025 22:31
„Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Valur heimsótti Breiðablik á Kópavogsvöll í kvöld þegar sjöunda umferð Bestu deild karla leið undir lok. Valsmenn komust yfir en urðu á endanum að sætta sig við 2-1 tap. Sport 19.5.2025 22:07
„Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er meðvitaður um varnarvandræði liðsins í hornspyrnum en er að vinna í vandamálinu. Hann var ánægður með karakter sinna manna, sem stigu upp í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 2-2 jafntefli varð lokaniðurstaðan þegar Víkingar komu í heimsókn. Íslenski boltinn 19.5.2025 22:03
„Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Breiðablik vann góðan 2-1 sigur á Val í kvöld þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í lokaleik sjöundu umferð Bestu deild karla. Sport 19.5.2025 21:54
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Stjarnan og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli sín á milli á Samsung vellinum í sjöundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað skorað meira en eitt mark þar. Stjarnan mætti mun betur búin inn í seinni hálfleikinn og skoraði tvö mark, en skortir kunnáttu til að verjast hornspyrnum og þurfti að sætta sig við stig. Íslenski boltinn 19.5.2025 18:31
Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum FH kom sér upp úr botnsæti Bestu-deildar karla í fótbolta með 3-1 sigri sínum gegn ÍA í sjöundu umferð deildarinnar á Elkem-vellinum á Akranesi í kvöld. Kjartan Kári Halldórsson skoraði tvö marka FH í leiknum en þetta voru fyrstu mörk hans í deildinni í sumar. Íslenski boltinn 19.5.2025 18:31
Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ómari Ingi Magnússon hefur framlengt samning sinn við þýska stórliðið Magdeburg til ársins 2028. Hann hélt upp á því með stórleik og ákvað Gísli Þorgeir Kristjánsson að gera slíkt hið sama. Þeir voru langt í frá einu Íslendingarnir sem létu að sér kveða í kvöld. Handbolti 19.5.2025 19:54
Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Ísak Andri Sigurgeirsson lagði upp sigurmark Norrköping þegar liðið vann 2-1 útisigur á Sirius. Fótbolti 19.5.2025 19:14
Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Fram og Valur mættust í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Leikið var í Úlfarsárdalnum en Fram hafði unnið fyrsta leikinn á Hlíðarenda í síðustu viku. Svo fór að lokum að Fram sigraði með einu marki eftir æsispennandi lokamínútur þar Valur gat jafnað leikinn þegar skammt var til leiksloka en skot Bjarna Selvind hafnaði í stönginni áður en Fram náði frákastinu. Handbolti 19.5.2025 18:46