Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Norska fótboltafélagið Viking tekur mjög hart á framkomu stuðningsmanns liðsins í leik í norsku úrvalsdeildinni á dögunum. Fótbolti 26.11.2025 22:15
Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Real Madrid slapp með þrjú stig frá Grikklandi í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld og geta bara þakkað einum manni fyrir það. Tottenham skoraði þrjú mörk í París en tapaði samt á móti Evrópumeisturunum. Atletico Madrid vann dramatískan sigur á Inter. Fótbolti 26.11.2025 22:09
Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Lífið leikur við Arsenal-menn þessa dagana og það breyttist ekkert þegar besta lið Þýskalands mætti í heimsókn á Emirates í kvöld. Fótbolti 26.11.2025 19:30
Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu Körfubolti 26.11.2025 18:30
Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Danska Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni á þessu tímabili þegar liðið vann 3-2 heimasigur á Kairat Almaty frá Kasakstan á Parken. Fótbolti 26.11.2025 17:16
Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Auðvitað er svekkjandi að tapa en mér fannst frábær orka í liðinu. Þó við höfum ekki átt fullkomin leik stóðum við vel í þeim,“ segir Elín Klara Þorkelsdóttir, sem var markahæst Íslands í sjö marka tapi fyrir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á HM. Handbolti 26.11.2025 19:14
„Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ „Svona eftir á að hyggja, núna þegar maður er aðeins búin að ná sér niður, þá var þetta bara nokkuð fínn leikur“ sagði hornakonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir eftir 32-25 tap gegn Þýskalandi í opnunarleik HM. Handbolti 26.11.2025 19:12
Nýtti pirringin á réttan hátt Katrín Tinna Jensdóttir var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður íslenska landsliðsins í sjö marka tapi fyrir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á HM í Stuttgart. Hún naut sín vel og segir tapið hafa verið helst til stórt. Handbolti 26.11.2025 19:05
Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Íslenski framherjinn Viktor Bjarki Daðason var áfram á skotskónum með FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni en hann skoraði eina mark liðsins í fyrri hálfleik á móti Kairat Almaty í kvöld. Fótbolti 26.11.2025 18:45
Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum á móti heimakonum í Þýskalandi, 25-32, í setningarleik HM fyrir framan troðfulla höll í Stuttgart. Handbolti 26.11.2025 16:16
Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enska úrvalsdeild kvenna hugsar sig væntanlega tvisvar um í hverja verður hóað næst þegar þarf að draga í bikarkeppnum sínum. Enski boltinn 26.11.2025 18:01
Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Breiðablik mætir Loga Tómassyni og félögum hans í tyrkneska liðinu Samsunspor á Laugardalsvelli á morgun, í Sambandsdeild Evrópu. Blaðamannafundur Blika vegna leiksins var í beinni útsendingu á Vísi. Fótbolti 26.11.2025 16:47
Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Strákarnir í Lokasókninni lögðu land undir fót á dögunum og skelltu sér á leik í NFL-deildinni. Sport 26.11.2025 15:45
Estevao hangir ekki í símanum Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði fjölmiðla ganga of langt þegar þeir væru strax farnir að líkja hinum 18 ára Estevao við Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo. Hann væri enn ungur en færi eftir gömlum gildum og væri til að mynda ekki sífellt hangandi í símanum. Fótbolti 26.11.2025 15:02
Atli kveður KR og flytur norður Atli Sigurjónsson hefur yfirgefið KR eftir tólf leiktíðir hjá félaginu. Allar líkur eru á því að hann semji við uppeldisfélag sitt, Þór á Akureyri. Íslenski boltinn 26.11.2025 14:25
Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Stundum á maður bara að leyfa tilfinningunum að ráða. Ekki fara að hugsa út í meiðslasögu eða gögn varðandi spilaða leiki,“ sagði fantasy-spilarinn öflugi Eysteinn Þorri Björgvinsson, gestur nýjasta þáttar Fantasýn, þegar talið barst að Danny Welbeck. Enski boltinn 26.11.2025 14:17
Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Níu af átján leikmönnum íslenska landsliðsins í handbolta munu spila á heimsmeistaramóti í fyrsta sinn þegar Ísland mætir Þýskalandi síðdegis. Handbolti 26.11.2025 14:01
Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna Slæm staða ríkjandi Íslandsmeistara Hauka í Bónus deild kvenna í körfubolta var til umræðu í Körfuboltakvöldi á dögunum. Sérfræðingur þáttarins segir þjálfara liðsins, Emil Barja, þurfa að líta inn á við. Körfubolti 26.11.2025 13:30
„Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Pep Guardiola fékk á baukinn í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöld eftir 2-0 tap Manchester City gegn Leverkusen á heimavelli. Fótbolti 26.11.2025 12:48
Elísa ekki með og Andrea utan hóps Andrea Jacobsen er ekki skráð í lokahóp íslenska landsliðsins á HM í Þýskalandi, sem hefst síðar í dag. Elísa Elíasdóttir verður ekki með í opnunarleiknum á eftir vegna meiðsla. Handbolti 26.11.2025 12:09
„Þeirra helsti veikleiki“ „Þjóðverjarnir eru rosalega sterkir“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir opnunarleik liðanna. Veikleika má þó finna á þýska liðinu. Handbolti 26.11.2025 12:00
„Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Það lá við að menn væru farnir að stökkva hæð sína í fullum herklæðum, svo hörð var keppnin í hástökki þegar þeir Andri Már Eggertsson, eða Nablinn, og Tommi Steindórs mættust á Extraleikunum. Sport 26.11.2025 11:31
Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Hin 25 ára gamla sundkona Penny Oleksiak, sem á flest verðlaun kanadískra kvenna á Ólympíuleikum, hefur verið úrskurðuð í tveggja ára bann fyrir brot á reglum um lyfjapróf. Sport 26.11.2025 11:00
Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Það voru margir góðir gestir á Stamford Bridge í Lundúnum í gærkvöld, á stórleik Chelsea og Barcelona í Meistaradeild Evrópu, og meðal annars virtist refur vilja fá að taka þátt í stemningunni. Fótbolti 26.11.2025 10:31
„Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ „Við erum allar rosa spenntar, loksins komið að þessu“ segir Sandra Erlingsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir opnunarleik HM gegn Þýskalandi í dag. Handbolti 26.11.2025 10:00