Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Eitt mótsmet féll á bikarkeppni FRÍ

Bikarkeppni FRÍ, Frjálsíþróttasambands Íslands, fór fram í dag þar sem keppt var í 20 mismunandi greinum í hlaupi, stökki, kasti og varpi. Eitt mótsmet féll í sleggjukasti kvenna.

Sport
Fréttamynd

Tvö ný heimsmet á lokadegi HM í frjálsíþróttum

Lokadagur HM í frjálsíþróttum kláraðist í nótt og því var vel við hæfi að tvö heimsmet hafi fallið. Svíinn Armand Duplantis bætti eigið heimsmet í stangastökki þegar hann flaug yfir 6,21m og nígeríska hlaupakonan Tobi Amusan setti nýtt heimsmet í 100m grindahlaupi.

Sport
Fréttamynd

Óvænt úrslit í boðhlaupum næturinnar

Óvænt úrslit urðu í boðhlaupum á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Eugene í Oregon í Bandaríkjunum. Næst síðasti keppnisdagur mótsins var í nótt.

Sport
Fréttamynd

Átti eitt besta hlaup sögunnar og gekk frá heimsmetinu

Óhætt er að segja að hin bandaríska Sydney McLaughlin hafi stolið senunni á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Eugene í Oregon í nótt. Hún lék sér að því að slá eigið heimsmet í 400 metra grindahlaupi.

Sport
Fréttamynd

Höfðinu styttri en lögreglan leysti málið

Þau sem fylgst hafa með heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum hafa ef til vill orðið vör við stórt, gult lukkudýr, Stórfót, sem glatt hefur bæði áhorfendur og keppendur. Höfði hans var stolið á mánudaginn.

Sport
Fréttamynd

Einstakt afrek á hlaupabrautinni

Hin jamaíska Shericka Jackson varð í nótt heimsmeistari í frábæru 200 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum í Eugene í Bandaríkjunum. Hún hjó nærri heimsmeti.

Sport
Fréttamynd

Pabbinn lýsti afar óvæntum HM-sigri sonarins

Einn óvæntasti sigurinn á HM í frjálsum íþróttum vannst í nótt þegar Bretinn Jake Wightman, sem 28 ára gamall þekkti það varla að hafa unnið verðlaun á stórmóti, vann 1.500 metra hlaup. Pabbi hans lýsti hlaupinu fyrir öllum áhorfendum á Hayward Field leikvanginum.

Sport
Fréttamynd

Lærisveini Vésteins velt af Ståhlli

Það var mikið um óvænt úrslit á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum í nótt og sigurstranglegir ólympíumeistarar þurftu að horfa á eftir gullverðlaunum.

Sport
Fréttamynd

Tökumaður þvældist fyrir í úrslitahlaupi á HM

Keppendur í úrslitum 3.000 metra hindrunarhlaups þurftu að glíma við nýja og óvænta hindrun á sjálfu heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Eugene í Bandaríkjunum í nótt. Myndatökumaður hafði gleymt sér á hlaupabrautinni.

Sport
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.