Vísir

Mest lesið á Vísi



Ísland í dag - “Ég verð að hætta, þetta gengur ekki þetta listabull”

Í Ísland í dag kynnumst við Kolfinnu Nikulásdóttur sem hefur vakið nokkra athygli fyrir ögrandi og nýstárleg umfjöllunarefni á leikhúsfjölunum. Við heyrum allt um hennar sýn á leikhúsið en hún segist þungt hugsi yfir núverandi stöðu og hlutverki sviðslista í samfélaginu. Við skyggnumst á bak við tjöldin á Hamlet þar sem Kolfinna leikstýrir kærasta sínum í annað sinn en hún viðurkennir að spennustigið hafi verið hátt á heimilinu vikuna eftir frumsýningu.

Ísland í dag
Fréttamynd

Spá að stýri­vextir haldist ó­breyttir

Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans muni haldast óbreyttir í 7,5 prósentum á næsta vaxtaákvörðunardegi, það er á miðvikudaginn í næstu viku. Framsýn leiðsögn verði milduð talsvert í ljósi kólnandi hagkerfis og lakari efnahagshorfa og spáir bankinn að vaxtalækkunarferlið gæti hafist á ný í febrúarbyrjun 2026. Vextir muni þannig lækkað talsvert fram á næsta haust.

Viðskipti innlent

Fréttamynd

Aðhalds­stigið „aukist veru­lega“ og spá því að vextir lækki um 50 punkta

Skýr merki eru um kólnun í atvinnulífinu, meðal annars með auknu atvinnuleysi og ágjöf sem stórar útflutningsgreinar hafa orðið fyrir, og aðhaldsstig peningastefnunnar á heimilin hefur sömuleiðis „aukist verulega“ eftir vaxtadóm Hæstaréttar, að mati greinenda ACRO verðbréfa. Þeir spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka vextina um fimmtíu punkta í næstu viku og vara við því að ef vaxtalækkunarferlið fer ekki af stað á nýjan leik þá muni líkur á harðri lendingu hagkerfisins aukast enn frekar.

Innherji