Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Í hádegisfréttum fjöllum við um mál ríkislögreglustjóra sem í morgun sagði af sér embætti og verður sett í sérverkefni innan dómsmálaráðuneytisins. Innlent
Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ Nú styttist í það að Börsungar taki í notkun endurbættan Camp Nou sem mætti kalla nýjan Nývang. Stærsta hetjan í sögu félagsins heimsótti leikvanginn um helgina. Fótbolti
Sópa til sín verðlaunum um heim allan Sænsk-íslenska stuttmyndin O (Hringur) hlaut verðlaun á 33. Alter-native kvikmyndahátíðinni í Rúmeníu um helgina. Um er að ræða nítjándu verðlaunin sem myndin hlýtur á alþjóðlegri kvikmyndahátíð. Bíó og sjónvarp
Sunnudagsmessan - Mark dæmt af Liverpool Sérfræðingarnir í Sunnudagsmessunni skoðuðu fyrri dæmi á leiktíðinni um mörk sem fengið hafa að standa en voru keimlík markinu sem dæmt var af Liverpool í stórleiknum við Manchester City í gær. Sitt sýndist hverjum um hvort dómurinn hefði verið réttur eða kolrangur. Enski boltinn
Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Vinnumálastofnun hvetur atvinnuleitendur á Suðurnesjum til að leita til sín. Skráð atvinnuleysi á svæðinu mælist nú yfir 6,5 prósent. Þróunin gefi tilefni til markvissra aðgerða af hálfu Vinnumálastofnunar í samræmi við lög um atvinnuleysistryggingar og um vinnumarkaðsaðgerðir. Viðskipti innlent
Einar Örn stýrir framtakssjóðum Kviku og lykilstarfsmenn fá hlut í félaginu Kvika eignastýring hefur gengið frá ráðningum á Einari Erni Hannessyni og Jóni Hauki Jónssyni, sem eru eigendur ráðgjafafyrirtækisins Stakks, í teymi framtakssjóðasviðs og mun Einar Örn stýra sviðinu og taka við af Margit Robertet sem hefur leitt það undanfarin ár. Þá stendur til að gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi framtakssjóða Kviku eignastýringar sem verður núna rekið í sérstöku dótturfélagi og lykilstarfsmönnum verður gert kleift að eignast hlut í því. Innherji
Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Knútur Haukstein Ólafsson frá Akranesi átti hreint ekki í vandræðum með að skera sig úr hópnum þegar hann tryggði sér sigur í graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa 2025. Hann fær í verðlaun 50.000 króna inneign hjá Fjarðakaupum og er nú formlega graskerskonungur landsins. Lífið samstarf