Vísir

Mest lesið á Vísi



Innflytjendaeftirlitið skaut konu til bana

Mikil spenna ríkir í Minneapolis í Bandaríkjunum eftir að fulltrúi Innflytjendaeftirlitsins skaut konu til bana. Eftirlitið var við störf í borginni þegar ósáttir íbúar lokuðu íbúðargötu með bílum sínum. Á myndbandi má sjá tvo fulltrúa ganga úr bíl sínum í átt að bíl konu sem hafði lagt þvert yfir götuna. Konan reyndi að aka í burtu en þá skaut annar fulltrúinn hana. Sá hafði verið fyrir framan bílinn þegar hún ók af stað. íbúar borginnar hafa mótmælt víða í dag og spruttu upp átök milli fulltrúanna og mótmælenda. Bæði Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, og Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, hafa fordæmd atvikið. Kristi Noem, heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, réttlætti það með því að kalla konuna hryðjuverkamann sem hafi ætlað að bana fulltrúunum.

Fréttir