Fleiri fréttir

Ferguson hefur áhuga á Aaron Ramsey

Forráðamenn Cardiff hafa staðfest að Sir Alex Ferguson hafi sett sig í samband við félagið til að spyrjast fyrir um miðjumanninn Aaron Ramsey. Hinn 17 ára gamli Ramsey þykir mikið efni og átti stóran þátt í góðu gengi liðsins í bikarkeppninni.

Schmeichel lánaður til Coventry

Danski markvörðurinn Kasper Schmeichel hefur verið lánaður frá Manchester City til Coventry út leiktíðina. Chris Coleman stjóri Coventry segir son goðsagnarinnar Peter Schmeichel eiga framtíðina fyrir sér.

Skellir West Ham þeir verstu í hálfa öld

Íslendingalið West Ham hefur mátt þola þrjú 4-0 töp í röð í ensku úrvalsdeildinni. Þessi töp eru verstu skellir liðs í þremur leikjum í röð í hálfa öld í efstu deild á Englandi.

Lehmann er fýlupúki

Alexander Hleb hjá Arsenal segir að markvörðurinn Jens Lehmann sé fýlupúki. Hann segir að markvörðurinn þýski hafi varla yrt á nokkurn mann hjá liðinu á æfingum síðan hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu.

Get ekki látið miðjumann skora meira

Emmanuel Adebayor hjá Arsenal segist harður á því að hafa betur en Cristiano Ronaldo hjá Manchester United í baráttunni um gullskóinn á Englandi.

Okkur var slátrað

Paul Jewell stjóri Derby var auðmjúkur eftir að hans menn voru teknir í bakaríið 6-1 af Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær, þar sem Frank Lampard skoraði fjögur mörk.

Lampard fer ekki fet

Avram Grant stjóri Chelsea hefur ítrekað að Chelsea muni gera allt sem í valdi þess stendur til að halda miðjumanninum Frank Lampard, en hann hefur verið orðaður við mörg af stóru liðunum á meginlandinu í fjölmiðlum að undanförnu.

Bilic segist ekki vera á leið til Englands

Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króata, segist ekki vera að hætta störfum til að gerast stjóri í ensku úrvalsdeildinni eins og enskir fjölmiðlar hafa greint frá undanfarið.

Ramos ánægður með leikmenn sína

Juande Ramos stjóri Tottenham vildi ekki skella skuldinni á leikmenn sína í gærkvöld eftir að þeir féllu úr leik í Uefa keppninni eftir vítakeppni gegn PSV Eindhoven.

Ensku liðin úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Viðureignir ensku liðanna í UEFA-keppninni í kvöld voru báðar útkljáðar í vítaspyrnukeppni. Óhætt er að segja að ensku liðin hafi haldið í sínar hefðir því bæði féllu þau úr leik í kvöld.

Hermann skoraði - Lampard með fjögur

Þrír leikur fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hermann Hreiðarsson skoraði í 4-2 sigri Portsmouth á Birmingham og Chelsea fór heldur illa með botnlið Derby.

Platini ætlar að hjálpa Cardiff

Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, hefur heitið því að koma Cardiff City til aðstoðar verði liðinu meinuð þátttaka í UEFA-bikarkeppninni.

Tólf leikmenn á meiðslalista hjá Bolton

Bolton á erfiðan leik fyrir höndum gegn Sporting í Lissabon í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Uefa keppninnar annað kvöld. Bolton flaug til Portúgal í dag án 12 fastamanna, en Heiðar Helguson var einn þeirra sem fór með í ferðina.

Queiroz talar fimm tungumál

Sir Alex Ferguson segist fagna því að hafa frönskumælandi leikmenn í liði sínu því það hjálpi honum að æfa sig í tungumáli þeirra. Hann treystir þó mest á aðstoðarmann sinn Carlos Queiroz, sem ku tala fimm tungumál.

Úrvalsdeildin er best

Sir Alex Ferguson segir að enska úrvalsdeildin sé nú sterkasta knattspyrnudeild í heimi og bendir máli sínu til rökstuðnings á þá staðreynd að helmingur liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar koma frá Englandi.

David James framlengir við Portsmouth

Markvörðurinn David James skrifaði í dag undir tveggja og hálfsárs framlengingu á samningi sínum við enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth.

Tore Andre Flo leggur skóna á hilluna

Norski framherjinn Tore Andre Flo hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna, 34 gamall. Flo lék um árabil með norska landsliðinu og spilaði m.a. með Chelsea, en hann var síðast á mála hjá Leeds United.

Terry er besti fyrirliðinn í bransanum

Frank Lampard er ekki í vafa um hver eigi að taka við fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu til frambúðar, en Fabio Capello landsliðsþjálfari hefur enn ekki gefið út hver eigi að bera bandið.

Neuer er eftirsóttur

Markvörðurinn ungi Manuel Neuer hjá Schalke hefur verið mikið í umræðunni síðan hann átti stórleik gegn Porto í Meistaradeildinni á dögunum. Hinn 21 árs gamli leikmaður hefur verið orðaður við Tottenham og Barcelona.

Laudrup gefur lítið fyrir Chelsea-slúður

Danski þjálfarinn Michael Laudrup hjá Getafe á Spáni hefur verið nefndur til sögunnar sem eftirmaður Avram Grant hjá Chelsea. Laudrup gefur lítið fyrir þennan orðróm og segist að fullu einbeita sér að Getafe.

Lescott framlengir við Everton

Varnarmaðurinn Joleon Lescott hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Everton. Hinn 25 ára gamli varnarmaður gekk í raðir liðsins frá Wolves árið 2006 og hefur staðið sig með prýði. Hann hefur framlengt samning sinn um þrjú og hálft ár.

Stoke stigi á eftir Bristol City

Topplið Bristol City gerði markalaust jafntefli við Watford í ensku 1. deildinni í kvöld. Á sama tíma vann Stoke City 1-0 útisigur á Norwich og er nú aðeins stigi á eftir Bristol.

Wenger hrósar Flamini og Fabregas

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að Cesc Fabregas og Mathieu Flamini myndi besta miðjupar sem hann hefur unnið með hjá liðinu.

United spilar við Aberdeen í sumar

Manchester United hefur samþykkt að spila vináttuleik við skoska liðið Aberdeen laugardaginn 12. júlí í sumar. Þar mætir Alex Ferguson gamla liðinu sínu í sérstökum afmælisleik þar sem þess verður minnst að aldarfjórðungur er síðan liðið varð Evrópumeistari bikarhafa undir stjórn Ferguson.

Di Canio íhugar að gerast stjóri

Hinn umdeildi Paolo di Canio íhugar nú að fara út í þjálfun eftir að hann ákvað að leggja skóna á hilluna. Di Canio gerði garðinn frægan á Englandi þar sem hann lék lengst af með West Ham.

10 óvæntustu úrslit í sögu enska bikarsins

Lið Barnsley hefur náð að rita nafn sitt í sögubækurnar í enska bikarnum að undanförnu með því að slá út bæði Liverpool og Chelsea á leið sinni í undanúrslit keppninnar.

United stjórar kallaðir inn á teppi

Sir Alex Ferguson og Carlos Queiroz, knattspyrnustjórar Manchester United, hafa fengið bréf frá aganefnd enska knattspyrnusambandsins þar sem þeir eru beðnir að gera grein fyrir hegðun sinni eftir leik United og Portsmouth í bikarnum um helgina.

Henry er gramur

Robert Pires, leikmaður Villarreal á Spáni, segir fyrrum landa sinn Thierry Henry hafa reiðst mikið þegar honum var skipt af velli í leik liðanna um helgina. Þeir félagar spiluðu saman hjá Arsenal og franska landsliðinu og þekkjast því vel.

Góðar fréttir fyrir Heskey

Framherjinn Emile Heskey hefur fengið góðar fréttir eftir að hafa farið meiddur af velli í leik Wigan og Arsenal á sunnudaginn. Grunur lék á um að ristarbrot Heskey hefði tekið sig upp á ný.

Ófarir West Ham eru leikmönnunum að kenna

Fyrrum varnarjaxlinn Julian Dicks hjá West Ham segir að ófarir liðsins í úrvalsdeildinni að undanförnu séu alls ekki Alan Curbishley knattspyrnustjóra að kenna heldur þvert á móti leikmönnum liðsins.

Jewell: Óvíst að titlar bjargi Grant

Paul Jewell, stjóri Derby í ensku úrvalsdeildinni, segist óttast að Avram Grant sé á síðustu metrunum í starfi sínu hjá Chelsea jafnvel þó hann skili titlum í hús í vor.

Ekkert fararsnið á Owen

Michael Owen segist ekki hafa í hyggju að fara frá Newcastle þó hann sé ekki búinn að framlengja samning sinn við félagið. Samningur framherjans rennur út í sumar.

Chelsea að bjóða í varnarmann?

Sky greinir frá því í morgun að úrvalsdeildarfélagið Chelsea sé að bjóða í varnarmanninn Martin Caceres hjá Villarreal. Úrúgvæmaðurinn tvítugi hefur verið í láni hjá Recreativo í vetur og þykir hafa staðið sig vonum framar. Real Madrid mun einnig hafa áhuga á Caceres en sagt er að Villarreal hafi þegar neitað 10 milljón evra tilboði Chelsea í hann.

Curbishley sefur ekki

Alan Curbishley, stjóri West Ham, viðurkennir í samtali við Daily Express að hann eigi erfitt um svefn þessa dagana eftir þrjú 4-0 töp hans manna í röð.

Ekkert hægt að bóka í bikarnum

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, segir að ekki sé hægt að bóka neitt í ensku bikarkeppninni. Portsmouth er eina úrvalsdeildarliðið sem eftir er í keppninni en dregið var í undanúrslitin í dag.

Curbishley fær stuðning

Björgólfur Guðmundsson og hans menn í stjórn West Ham hafa gefið út yfirlýsingu til stuðnings Alan Curbishley, knattspyrnustjóra liðsins. West Ham hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum 4-0.

Hicks hefur slitið viðræðum við DIC

Tom Hicks hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist hafa slitið viðræðum við Dubai Investment Capital um hugsanleg kaup á hluta af félaginu.

Brynjar Björn frá í mánuð

Brynjar Björn Gunnarsson mun ekki leika með Reading næstu fjórar vikurnar þar sem hann þarf að gangast undir aðgerð vegna nárameiðsla sinna. Brynjar hefur ekki leikið með Reading síðan í janúar.

Torres er leikmaður 29. umferðar

Spænska markamaskínan Fernando Torres hjá Liverpool er leikmaður umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í annað sinn á hálfum mánuði. Hann bætti við enn einu markinu sínu í sigri liðsins á Newcastle um helgina.

Queiroz biðst afsökunar á ummælum sínum

Carlos Queiroz, aðstoðarstjóri Manchester United, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla eftir leik United og Portsmouth í bikarnum um helgina.

DIC er í viðræðum við Liverpool

Talsmaður Dubai Investment Capital hefur staðfest að félagið sé enn í viðærðum um kaup á stórum hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool.

Barnsley mætir Cardiff í undanúrslitunum

Í dag var dregið í undanúrslitin í enska bikarnum þar sem þrjú lið úr ensku B-deildinni voru í pottinum ásamt Hermanni Hreiðarssyni og félögum í úrvalsdeildarliðinu Portsmouth.

Ronaldinho: Ég mun aldrei spila fyrir Chelsea

Brasilíumaðurinn Ronaldinho hefur ekki mikinn hug á að ganga í raðir Chelsea í framtíðinni ef marka má ummæli hans eftir 2-1 tap Barcelona á heimavelli gegn Villarreal í gærkvöldi.

Sjá næstu 50 fréttir