Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Engar Robin klementínur á landinu þessi jól

Klementínurnar vinsælu frá framleiðandanum Robin verða ekki fáanlegar í verslunum landsins fyrir þessi jól. Ástæðan er uppskerubrestur í framleiðsluhéraðinu vegna flóða í Valencia á Spáni á síðasta ári.

Neytendur
Fréttamynd

Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í saman­burði við margt annað

Nýjasta bók glæpasagnakonungsins Arnaldar Indriðasonar kostar 8.699 krónur í verslunum Pennans Eymundsson, tvö hundruð krónum meira en skáldsaga hans sem kom út í fyrra. Bóksali segist finna fyrir áhyggjum neytenda af hækkandi verði bóka, en segir raunina þá að bókaverð hafi hækkað lítillega í samanburði við margt annað.

Neytendur
Fréttamynd

Bauhaus styrkir góð mál­efni fyrir jólin

„Jólin geta verið erfiður tími fyrir þá sem hafa lítið á milli handanna eða eru í erfiðum aðstæðum. Við viljum taka virkan þátt í að bæta gleðina og stemninguna yfir jólin fyrir sem allra flesta, hvort sem það er með gjöfum eða einhverskonar stuðning fyrir þá sem þurfa mest á því að halda," segir Ásgeir Backman, framkvæmdastjóri BAUHAUS en BAUHAUS ætlar að gefa þremur málefnum jólagjafir að andvirði 500.000kr. hverju. Heildarverðmæti um 1.500.000 króna.

Samstarf
Fréttamynd

Hve­nær má byrja að spila jóla­lög?

Jólaandinn svífur yfir vötnum, í það minnsta að mati sumra. Vetur konungur mætti með hörku á suðvesturhornið í vikunni með metsnjókomu og sjaldan hefur verið eins kalt í höfuðborginni á þessum degi októbermánaðar.

Lífið
Fréttamynd

Spila jóla­lög allan sólar­hringinn fram að jólum

Í dag mun Létt Bylgjan breytast í jólastöð og verða einungis spiluð jólalög á stöðinni allan sólarhringinn fram að jólum. Stefán Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, segir að öll klassísku jólalögin verði á sínum stað. Allt frá Mariuh Carey og Wham! yfir í Bjögga Halldórs og Helga Björns.

Tónlist
Fréttamynd

Boð­beri jólanna risinn á ný

Ár hvert spyrja landsmenn sig hvenær það sé ásættanlegt að skreyta fyrirtæki og heimili fyrir jólin. Nú má gera ráð fyrir að fólk keppist við að klára að útbúa jólaauglýsingar og skreytingar því boðberinn sjálfur er mættur. IKEA-geitin hefur risið á ný.

Lífið
Fréttamynd

Dineout gjafa­bréf er jóla­gjöfin í ár

Það er alltaf sérstök stemning að velja jólagjöf. Við viljum gleðja, sýna þakklæti og skapa minningar – en oft getur verið erfitt að finna gjöf sem hentar öllum. Þess vegna hafa Dineout gjafabréfin á örfáum árum slegið rækilega í gegn hjá bæði einstaklingum og fyrirtækjum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Bar­áttan um jólagestina hafin

Þótt maímánuður sé rétt hálfnaður er baráttan í miðasölu fyrir jólatónleika árið 2025 þegar hafin. Í auglýsingahléum Ríkisútvarpsins á undankeppnum Eurovision á þriðjudags- og fimmtudagskvöld birtust auglýsingar fyrir jólatónleika bæði Baggalúts og Vitringanna þriggja, því til staðfestingar.

Lífið
Fréttamynd

Þegar líða fer að jólum

Tölum aðeins um tímann í kringum jólin. Það er svo gaman að gleðja fólk, sérstaklega í desember. Eftir haustið kemur októbermánuður siglandi inn í dagatalið og flýgur nokkuð hratt í gegn. Þá mætir nóvembermánuður og við förum að leiða hugann að desember og jólahátíðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Stað­festa að gjöf í formi bankakorts er skatt­skyld

Yfirskattanefnd hefur staðfest að allar gjafir fyrirtækja til starfsmanna í formi inneignarkorta hjá viðskiptabönkum séu skattskyldar. Fyrirtækjum ber þannig að halda eftir staðgreiðslu af gjöfum starfsmanna og greiða tryggingargjald vegna þeirra. Fyrirtæki ber að greiða á þriðja tug milljóna vegna þessa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ástin blómstrar hjá Steinunni

Leik- og fjölmiðlakonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur fundið ástina í örmum Gunnars Gylfasonar framkvæmdastjóra. Parið hefur verið að hittast undanfarið og virðist lífið leika við þau.

Lífið
Fréttamynd

Eftir­réttur ársins að hætti Elenoru

Sterkar djúpur súkkulaðimús með rís-botni er eftirréttur ársins 2024 að mati bakarans Elenoru Rós Georgsdóttur. Rétturinn er fullkominn í áramótapartýið og er tilvalið að bera hann fram í fallegu glasi með stjörnuljósi.

Lífið
Fréttamynd

Dísella „loksins“ trú­lofuð

Íslenska sópransöngkonan Dísella Lárusdóttir og sambýlismaður hennar, Bragi Jónsson, rekstrarstjóri Leigumarkaðar BYKO, trúlofuðu sig á aðfangadag. Parið deilir gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Marg­menni í Blá­fjöllum

Fjölmargir skelltu á skíði í Bláfjöllum í dag enda bjart og heiðskírt þó kalt hafi verið í fjallinu. Tökumaður Stöðvar 2 myndaði stemninguna. 

Lífið
Fréttamynd

Jóla­gjafirnar í ár hittu beint í mark

Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark ef marka má gesti Kringlunnar sem fréttastofa náði tali af. Flestir sem voru mættir til að skipta gjöfum þurfu að skipta yfir í rétta stærð en aðrir skiptu bókum sem þeir fengu tvö, eða jafnvel þrjú eintök af. 

Innlent