Enski boltinn

David James framlengir við Portsmouth

NordcPhotos/GettyImages

Markvörðurinn David James skrifaði í dag undir tveggja og hálfsárs framlengingu á samningi sínum við enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth.

Gamli samningur James hefði runnið út á næsta ári en hann er nú samningsbundinn félaginu út leiktíðina 2010. James er 37 ára gamall og hefur staðið sig vel með Portsmouth síðan hann flutti á suðurströndina frá Manchester City fyrir tveimur árum.

"Ég nýt mín vel hérna hjá félaginu og það er frábært að framlengja veru sína hér," sagði James, sem einnig var kallaður inn í enska landsliðið á ný undir stjórn Fabio Capello.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×