Einkalífið

Vont að vera lítið barn þegar það var talað illa um mömmu
Söngkonan Una Torfadóttir segist vera þakklát foreldrum sínum fyrir áhersluna á tónlist þegar hún var að alast upp í Vesturbænum. Hún segist alltaf hafa haft sterka réttlætiskennda, segist takast á við tilfinningar sínar með tónlistinni og kveðst vera orðin þreytt á að tala um krabbameinið sem hún sigraðist á þegar hún var tvítug.

Féll kylliflatur fyrir Eurovision eftir áratuga gagnrýni
„Baldur gerir stólpagrín af mér því að þegar við byrjuðum saman þá var það hann sem var Eurovision aðdáandinn og ég var það bara alls ekki,“ segir Felix Bergsson í nýjasta þætti af Einkalífinu.

„Ef ég er ekki með honum þá sakna ég hans“
„Ég mæli með því í hverju einasta hjónabandi að fólk eigi gæðastund saman á hverjum einasta degi,“ segir Felix Bergsson sem er viðmælandi í Einkalífinu.

Stefndi á heimsfrægð þegar Stundin okkar bauðst
„Ég er ekki að fara neitt þannig að þetta kemur bara allt saman í ljós,“ segir Felix Bergsson, sem er viðmælandi í Einkalífinu.

Hitti konuna sem drullaði yfir hana á foreldrafundi
Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og bókavörður, segist ekki nenna lengur að láta allt flakka á samfélagsmiðlum. Hún segir fyndið hve margir haldi að þeir viti allt um hana vegna samfélagsmiðlanotkunar hennar.

Lærir spænsku eftir fréttirnar af ólæknandi krabbameini móður sinnar
Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og bókavörður, segir að veikindi móður sinnar hafi sett lífið í samhengi. Hún segist ekki missa svefn yfir skoðunum annarra á ástarlífi sínu og segist blása á þá gagnrýni að húmor sé flótti undan veruleika lífsins, hann sé frábær til þess að takast á við erfiðleika.

„Ég lifi fyrir gamla fólkið“
„Maður heldur oft að gamalt fólk sé bara með endalaust af fordómum en það er ekki þannig,“ segir raunveruleikastjarnan og rapparinn Bassi Maraj. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins.

„Ekkert pláss fyrir mann með pungfýlu að skíta út mitt heimili“
„Það er bara ógeðslega leim að leita að maka á Íslandi og íslenskir karlmenn eru ekki málið,“ segir rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj en hann er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins.

„Ég vil ekki vera drepinn í útlöndum, hvað þá fyrir að vera hommi“
„Mér finnst Æði þættirnir alveg hafa opnað augu fólks fyrir því að það er í lagi að vera alls konar,“ segir rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, sem er viðmælandi í Einkalífinu.

Erfitt þegar fólk býr til kjaftasögur og er sama um raunveruleikann
„Þegar ég ákvað að vera opinber manneskja var ég svo ótrúlega ófeimin við að sýna allt og mér var einhvern veginn alveg sama. En það eru vissir hlutir sem mann langar að halda bara fyrir sjálfa sig og þá verður maður svolítið að passa hverjum maður segir frá,“ segir Tanja Ýr sem er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins.

Lærði mikilvægi samskipta á kassanum í Bónus
„Það hvernig maður kemur fram skiptir svo miklu máli. Það er númer eitt, tvö og þrjú hjá mér,“ segir athafnarkonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir en hún er viðmælandi í Einkalífinu.

Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“
„Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu.

„Þetta er eina skiptið sem ég hef orðið hræddur“
Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Vintage Caravan, segist í eitt sinn hafa verið hræddur þegar aðdáendur börðu hann augum í fyrsta skiptið þar sem hann var staddur á tónleikaferðalagi í Mexíkó. Það hafi verið eina skiptið sem hann hafi hræðst.

Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni
Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina.

Var kvíðinn krakki en fann köllun sína þegar hann sá School of Rock
„Ég var mjög stressaður krakki. Enginn veit af hverju, hvað var í gangi en ég var súper stressaður alltaf. Allt í einu varð ég ógeðslega sjálfstæður og það urðu einhver kaflaskil sem enginn áttar sig á,“ segir Óskar Logi Ágústsson sem er gestur þessarar viku í Einkalífinu.

Náði að yfirstíga hræðsluna á mótorhjólinu
„Ég finn mjög mikinn mun á mér þegar ég mæti til starfa hvort ég hef komið á bílnum eða á mótorhjólinu,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er viðmælandi í Einkalífinu.

Var í uppeldisbúðum fyrir ungkommúnista
Lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hefur átt viðburðaríka ævi og lengi verið áberandi í íslensku samfélagi. Hann ferðast gjarnan um á mótorhjóli, iðkar jóga af miklum krafti og á einnig heimili á Ítalíu sem hann er duglegur að heimsækja ásamt því að ferðast reglulega víða um heiminn.

„Slétt sama hvað fólki finnst um mig“
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum.

Óhefðbundið fjölskyldumynstur Villa Vill: Krafan um normið úrelt árið 2023
„Ég hef verið ástfanginn og ég ætla að leyfa mér að segja að ég hef verið svo heppinn að vera ástfanginn því ég held að það sé ekki sjálfgefið,“ segir lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er gestur í Einkalífinu. Viðtalið við hann birtist í fyrramálið klukkan 7.

Útilokar ekki að byrja aftur á OnlyFans: „Ég myndi aldrei taka þetta til baka“
Edda Lovísa Björgvinsdóttir segist ekki útiloka að hún muni byrja aftur að selja klám á OnlyFans á einhverjum tímapunkti. Hún segir þó að það þyrfti að vera á allt öðrum forsendum. Henni finnst markaleysi ekki innbyggt í vefsíðuna og segist ekki myndu gera neitt öðruvísi.

Fékk millinafnið svo hún yrði ekki önnur Edda Björgvins
Edda Lovísa Björgvinsdóttir segir því hafa fylgt ákveðin pressa að bera nafn ömmu sinnar Eddu Björgvinsdóttur. Foreldrar hennar hafi gefið henni millinafnið Lovísa ef ske kynni að nafnið væri of stórt til að bera. Hún segir fjölskylduna hafa átt erfitt með OnlyFans ferilinn í upphafi og segist Edda stefna á kvikmyndagerð.

Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi
Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk.

„Ég þráði svo mikið að vera samþykkt“
„Ég þráði að vera partur af hópnum og vera með. Það kom út þannig að ég varð háværari og æstari. Ég reyndi að stækka mig því það var alltaf verið að reyna að minnka mig,“ segir söngkonan Elísabet Ormslev.

Missti tvær systur sínar og lifir nú einn dag í einu
„Það er ekki gangur lífsins fyrir foreldra að missa barn og hvað þá tvö. Þetta er ótrúlega erfið lífsreynsla og að sama skapi að horfa á foreldra sína syrgja svona,“ segir íþróttafrömuðurinn Gerður Jónsdóttir í viðtali í Einkalífinu.

Morðhótun á bráðageðdeild endaði með hláturskasti
„Hún kemur svo til mín og segir; veistu það, ég ætla að drepa þig! Ég segi þá; Veistu það, ég var að lesa söguna þína og ég bara skil það vel,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu.

Langar stundum að verða slaufað
„Ef einhver hefur skoðun á því að eitthvað sem ég segi í viðtali séu kannski fordómar eða eitthvað bla, bla, þá er það örugglega bara rétt. Eða ég get sagt að það sé vissulega sjónarmið,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu.

Beið af sér einveruna í felum vopnuð eldhúshníf
„Þetta eru svona órökréttar hugsanir að eitthvað slæmt muni gerast. Ég gat eiginlega ekki verið ein,“ segir dagskrárgerðarkonan Þórdís Valsdóttir í viðtalsþættinum Einkalífið.

Dreymdi systur sína nóttina áður en hún lést: „Hún kemur og kveður mig“
„Þegar ég hitti fólk sem er fætt sama ár og hún byrja ég að spegla hana í þeim. Ef allt hefði farið vel, hvar væri hún þá núna? Hún var bara 25 ára þegar hún lést og það var svo mikið framundan,“ segir dagskrárgerðakonan Þórdís Valsdóttir.

Hefur aldrei látið kvíðann stoppa sig
„Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í viðtali í Einkalífinu á Vísi og Stöð 2+.

Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig
„Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+.