Einkalífið

Fréttamynd

Hætt saman en halda á­fram sam­starfi á OnlyFans

„Ég held að aðal málið sé að utanaðkomandi fólk vill að við upplifum skömm. Fólk vill að ég skammist mín fyrir það sem ég geri. Ég held að það sé meira þvingað yfir á fólk út frá þeirra ímynd af þessu. Þegar ég tala við aðra sem eru í sama bransa og ég þá ég hef aldrei upplifað það að þau finni fyrir skömm,“ segir OnlyFans stjarnan Ingólfur Valur. Hann er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið
Fréttamynd

„Ég hef aldrei horft á mig sem fórnar­lamb“

„Þegar allt kemur til alls skiptir máli að ég sé ekki að bregðast sjálfri mér, það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst,“ segir ofurhlauparinn Mari Järsk en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu.

Lífið
Fréttamynd

„Þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman“

„Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar,“ segir ofurhlaupakonan og stjarnan Mari Järsk. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir um ástina, hlaupin, nýjasta Íslandsmeistaratitilinn, æskuna, uppeldið í SOS þorpinu, hugarfarið, ómetanlega vináttu og margt fleira.

Lífið
Fréttamynd

„Veistu það Frosti, ég get ekki tekið þetta við­tal“

Frosti Logason fjölmiðlamaður segir markmið sitt með umfjöllun sinni um Eddu Falak aldrei hafa verið að hefna sín á henni vegna viðtals hennar við fyrrverandi kærustu hans. Frosti segir blaðamann Stundarinnar hafa boðið honum að segja sína hlið en síðan hætt við það án skýringa.

Lífið
Fréttamynd

„Mér finnst mikil­vægt að ég segi frá minni hlið“

Frosti Logason fjölmiðlamaður segir tíma sinn á sjónum fyrir rúmum tveimur árum hafa verið stórkostlegan. Hann segist ekki hafa haft Eddu Falak á heilanum eftir að fyrrverandi kærasta hans steig fram í hlaðvarpsþætti hennar fyrir tæpum tveimur árum og sakaði hann um hótanir og andlegt ofbeldi.

Lífið
Fréttamynd

Hugsar oft til fyrstu ástarinnar vegna á­standsins í Íran

Kristrún Frostadóttir segist stundum hugsa til fyrstu ástarinnar sinnar sem býr í Íran vegna stjórnmálaástandsins í landinu. Hún segist hafa haldið að öllum yrði sama þegar hún byrjaði í stjórnmálum en í staðinn hafi hún strax fengið mikla athygli. Hún segir að sér þyki mikilvægt að halda fjölskyldu sinni utan kastljóssins en segist stundum spyrja sig af hverju hún sé að þessu á erfiðum dögum þar sem hún er lengi frá börnunum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Heyrt kjafta­sögurnar um eldri mennina sem stýri henni

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist alltaf hafa verið róleg í æsku en að ár í Bretlandi hafi dregið hana út úr skelinni. Hún segir tilviljanir hafa skipt miklu máli í hennar lífi og segir það oft geta verið vandmeðfarið að búa yfir miklu sjálfstrausti.

Lífið
Fréttamynd

„Með því að vera með honum varð ég meira ég sjálf“

„Ég þurfti ekki að vera eitthvað annað eða eitthvað betra. Ég fékk að blómstra í sjálfri mér með því að vera með einhverjum öðrum, það voru svona tilfinningar sem ég hafði ekki upplifað áður fyrr,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, um samband sitt við sambýlismann sinn og barnsföður.

Lífið
Fréttamynd

„Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á“

„Það eru margir sem eru búnir að hlusta á plötuna og segja vá ég var ekki að búast við þessu frá þér. Ég veit ekki hvort að það sé jákvætt eða neikvætt,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið
Fréttamynd

„Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“

„Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira.

Lífið
Fréttamynd

Draumurinn kýldur niður í Eng­landi og Sví­þjóð

Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur átti sér lengst af þann draum að verða atvinnumaður í fótbolta. Fátt annað komst að og hann fór sem unglingur út til Svíþjóðar og Englands til reynslu. Þar var draumurinn hinsvegar kýldur niður og honum sagt að hann væri of lítill.

Lífið
Fréttamynd

„Ég hef aldrei lent í svona hvirfil­byl“

Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur segist aldrei hafa lent í viðlíka hvirfilbyl og fyrir síðustu jól í aðdraganda útgáfu bókar hans um þriðju vaktina. Þorsteinn segist viss um að hörð umræða um málið stafi af því að hann sé sá sem hann er þó hann viðurkenni að hann hafi átt gagnrýnina skilið.

Lífið
Fréttamynd

Veltir fyrir sér hvort hann sé dottinn úr tísku

Þorsteinn V. Einarsson hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir skelegga framgöngu sína í umræðu um jafnrétti og málefni kynjanna. Hann segist nú velta því fyrir sér hvort hann eigi að halda miðli sínum Karlmennskunni áfram úti og segir mikið bakslag í umræðunni, auk þess sem harðvítug umræða um hann hafi haft sín áhrif á andlega heilsu hans.

Lífið
Fréttamynd

„Ég kynntist ástinni í lífi mínu þarna“

„Ég var vissulega ekki opin fyrir ástinni þegar að við Adam kynntust,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún var nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu þegar að sönn ást bankaði upp á og þrátt fyrir að hafa ætlað sér að vera ein um tíma var óumflýjanlegt að sleppa tökunum og fylgja hjartanu. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið
Fréttamynd

Vissi ekki hvort hún myndi lifa þetta af

Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var sextán ára gömul þegar hún flutti ein erlendis fyrir atvinnumennsku í samkvæmisdansi. Ári síðar var hún orðin Frakklandsmeistari í íþróttinni en nokkrum árum seinna lenti hún algjörlega á vegg eftir löng og ströng veikindi af átröskun. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið
Fréttamynd

Var heimilis­laus þegar hún reyndi fyrir sér í Idol

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir tók þátt í allra fyrstu seríunni af Idol Stjörnuleit árið 2004, þá 21 árs gömul. Hún komst áfram eftir fyrstu áheyrnarprufurnar en komst ekki í þá síðustu eftir að hafa fengið ofsakvíðakast og endað í sjúkrabíl.

Lífið
Fréttamynd

Ekki al­veg kominn tími á Vísisfrétt á fjórða deiti

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segist aldrei hafa pælt mikið í eigin kynhneigð og skilgreinir sig ekki sem hinsegin. Hún segir umræðuna í kringum handtöku sína á Kíkí hafa reynt mjög á fjölskyldu sína og dyraverðir á skemmtistaðnum orðið fyrir aðkasti í kjölfar málsins.

Lífið
Fréttamynd

Vill bæði geta verið skvísa og gæi

Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Binni Glee sló upphaflega í gegn á samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem hann var að sýna frá förðun. Binni segist ekki hafa séð marga stráka mála sig á þeim tíma en segir fjölbreyttar fyrirmyndir skipta miklu máli. 

Lífið
Fréttamynd

Var hræddur um að pabbi hans myndi hata hann

Raunveruleika- og samfélagsmiðlastjarnan Binni Glee kom út úr skápnum fyrir tæpum níu árum síðan. Honum fannst auðveldara að segja stelpum að hann væri hommi og tók þetta í skrefum en þegar uppi er staðið segist hann einungis hafa fengið ást og stuðning frá fjölskyldu sinni og vinum.

Lífið
Fréttamynd

„Mig langar að lifa lífinu til að njóta þess“

„Þetta var það eina í stöðunni fyrir mig. Ég þekki fólk sem hefur farið í svona aðgerð sem þorir ekki að segja frá því. Það er svo hrætt um að vera dæmt,“ segir raunveruleikastjarnan Binni Glee sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Binni Glee fór í svokallaða míní-hjáveitu sem er magaminnkandi aðgerð og segir að lífið hafi aldrei verið betra en í dag. Hann ræðir þetta og margt annað í Einkalífinu.

Lífið
Fréttamynd

„Langaði ekki að lifa lengur“

Raunveruleikastjarnan Binni Glee fór í míní hjáveitu fyrir ári síðan. Hann greinir frá á Instagram og segir aðgerðina hafa bjargað lífi sínu.

Lífið
Fréttamynd

Vont að vera lítið barn þegar það var talað illa um mömmu

Söngkonan Una Torfadóttir segist vera þakklát foreldrum sínum fyrir áhersluna á tónlist þegar hún var að alast upp í Vesturbænum. Hún segist alltaf hafa haft sterka réttlætiskennda, segist takast á við tilfinningar sínar með tónlistinni og kveðst vera orðin þreytt á að tala um krabbameinið sem hún sigraðist á þegar hún var tvítug.

Lífið
Fréttamynd

Hitti konuna sem drullaði yfir hana á for­eldra­fundi

Kamilla Einars­dóttir, rit­höfundur og bóka­vörður, segist ekki nenna lengur að láta allt flakka á sam­fé­lags­miðlum. Hún segir fyndið hve margir haldi að þeir viti allt um hana vegna sam­fé­lags­miðla­notkunar hennar.

Lífið